Íslendingur - 10.09.1915, Qupperneq 4
92
ISLENDINOUR
32. tbl.
• •
i •• •-• •• -• •-
Handavinnunámsskeið
verða haldin á Akureyri í vetur eins og að undanförnu. — Hvert skeið
stendur 3 mán. Hið fyrra frá 20. okt. til 1. febr. Hið síðara frá 1. febr.
til 1. maí. Kent 4 stundir daglega. (Handavinna 3 stundir, munnleg kensla
1 stund.)
Skólagjald 12 kr. fyrir hvert tímabil.
Umsækjendur snúi sjer til Halldóru Bjarnadóttur, Hafnarstræti 66.
rjt m og aðrir sem ætla
LJOullKAlll sér að fá
kraf tf óður
hjá síldarolíuverksmiðjunni
| ”Ægir“
KrossanesiMe^—
eru beðnir að panta það sem allra
fyrst á skrifstofu verksmiðjunnar.
Bann.
Við, sem ritum nöfn okkar hjer undir, fyrirbjóðum með öllu alla um-
ferð, svo sem keyrslu ogr fjárrekstra, um bæjarhólmana utan
við STAÐAREYJUVAÐ.
Sig. Sigurðsson. Jónína Sigurðardóttir. Sig. Fanndal.
Jósef Jónsson. Zófónías Baldvinsson. Vilhjálmur Júlíusson.
Sigmundur Sigurðsson. Stefán Stefánsson.
UPPBOÐ
verður haldið á Svalbarðseyri laugardaginn þ. 11.
þ. m. kl. 12 á hádegi. Verður þar seldur tunnu-
og salt-farmur, er var í skipinu »Jökul«, Hauge-
sund, er hljóp á grunn við Eyjafjörð og bjarg-
að var af grunni af björgunarskipinu Geir, þ.!5.f. m.
Uppboðið fer fram eftir kröfu málaflutnings-
manns Böðvars (ónssonar í umboði eigenda og
vátryggjenda farmsins.
Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn-
um.
Farmurinn, sem selja á, er eins og hjer segir:
1618 tómar tunnur, gamlar.
200 — — nýjar.
300 saltfyltar tunnur, gamlar, óskemdar.
656 . — — skemdar af vatni.
pt. Svalbarðseyri 8. september 1915,
Arni Guðmundsson
hreppstjóri.
í bókaverslun
Kr. Guðmundssonar
fást Alþingistíðindi 1915 og ritlingur-
inn »Björn Kristjánsson, Landsbank-
inn og pólitíkin« eftir Árna Árnason
frá Höfðahólum.
Jeir, er fengið hafa«íslending«
^ sendan og ekki ætla að gerast
kaupendur, eru beðnir að senda blað-
ið til baka hið allra fyrsía.
Þetta nær og til þeirra útsölu-
manna blaðsins, er fengið hafa fleiri
eintök en þeir hafa gefað selt, þar
sem flestöll tölublöö blaðsins eru
unnof>ncrin.
14
»Hvað er að? Hversvegna talar þú eldþ?« hrópaði
jeg og gekk nokkrum skrefum nær, því að jeg var nú
búinn að ná mjer eftir þennan skyndilega ótta, sem
hafði gripið mig. En áður en jeg gat snert hann leit
hann skyndilega í kring um sig, auðsjáanlega til þess
að finna felustað handa sjer, svo þreif hann töskuna
og hentist inn um garðshliðið, sem var fram undan
honum.
Síðan hljóp hann upþ/ steinriðið og á meðan jeg
starði höggdofa á eftir honum hvarf hann inn í hvolf-
göngin, sem lágu inn í húsið. Petta fór að verða all-
kynlegt. Oeorge var á brúðkaupsdeginum sínum í borg,
sem lá langt frá heimili hans. Hann reyndi að forðast
mig, en hafði þó sjálfur beðið mig að vera hjóna-
vígsluvottur hans. Jeg gat aðeins skýrt þetta á einn veg.
»Hann er vitstola!« hrópaði jeg og flýtti mjer á eftir
honum. f*að er alkunnugt að vitfirringar halda stuhd-
um að bestu vinir sínir sjeu verstu fjandmenn sínir.
Og með þessari hugsun kom annað voðalegra. Tryll-
ingslegt útlit hans og rauði bletturinn á brjóstinu báru
vitni um hroðalegan sorgarleik. I augnabliks-æsingi
hlaut hann að hafa drepið Daphne út úr afbrýðissemi.
Jeg hallaði mjer upp að Ijóskersstaurnum, einsog hann
hafði gjört, lamaður af hugsun þessari, og tautaði með
sjálfum mjer: »Daphne er dáin!« Jeg reif mig svo upp
úr þessum dapurlegu hugsunum og ákvað að veita
bróður mínum eftirför. Óttann fyrir hættu þeirri, sem
yfir mjer kynni að vofa, yfirbugaði jeg með þeirri
hugsun, að óp mín mundu heyrast í næstu hús. Jeg
15
læddist inn í boghvelfinguna, en þó ekki óhræddur um,
að hann myndi stökkva fram á móti mjer. En þegar
jeg var kominn upp á snjóþakið riðið, sá jeg að bog-
hvelfingin var tóm og húsdyrnar læstar. Jeg hafði ekki
heyrt minsta hávaða og ekki heldur heyrt neitt marra
í hurðinni, hefði hún verið opnuð eða henni verið
læst. En hvar var George, hefði hann ekki farið inn um
þessar dyr?-
Petta var í annað sinn, sem hann skrapp frá mjer
svo að jeg fór að halda að þetta væri hugarburður
einn.
Var þessi sýn þá svipur hans, sem boðaði nijer
dauða hans?
Á næsta augnabliki lá mjer við að hlæja að þessari
hugmynd. Vera, sem ekki var nema svipur, gat þó
ekki markað spor í snjóinn, og það voru jafnvel djúp
spor, sem sáust á dyraþrepinu, og sem voru alveg ný.
Jeg gekk frá húsinu, sem bróðir minn hafði falið sig í.
Ekki var hægt að ráða neitt um háttu íbúanna af
útliti húsins. Tjöld voru fyrir öllum gluggum og hvergi
var Ijós að sjá. Jeg barði að dyrum þrisvar sinnum,
hvað eftir annað, en ekkert' svar. Síðan þreif jeg í
bjöllustrenginn og gerði þvílíkan hávaða að hann
hefði nægt til að vekja alla, sem við götuna
bjuggu. Eftir langa bið var mjer þá loksins gengt.
Hurðin var opnuð hægt. Jeg var sannfærður um að
bróðir minn mundi geysast á móti mjer, svo að jeg
hopaði lítið eitt til hliðar og bjóst til varnar, En þessi
Kaupendur wíslending’s",
sem ekki hafa borgað blað-
ið, munið það, að það átti
að borgast fyrir 1, JULÍ.
Felsenborgarsögurnar
óskast keyptar. Ritstj. vísar á.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
NATHAN & OLSEN,
Reykjavík — Akureyri.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,