Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1916, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.01.1916, Blaðsíða 2
14 ISLENDINOUR 4. tbl «••••••••••••«•••«•••«•«•••••««•••••«••• Erlendar símfrjettir. EINKASKEYTI til Morgunblaðsins frá s í Khöfn 20. jan. Svartfellingar hafa hafnað friðarskilmálum Austurríkismanna og hafa nú hafið hreystilega vörn. Khöfn 20. jan. Bærinn Molde* í Noregi brennur og er mestur hluti hans ein öskuhrúga. Þúsundir manna hafa orðið húsnæðislausir. Tjónið metið á 4 miljónir króna. Rússar sækja fram í Galizíu og Armeníu. Khöfn 24. jan. Rússar hafa rofið miðfylkingar Tyrkja í Kaukasus og sækja fram til Erzerum og hafa þeir hafið ákafa stórskotahríð á borgina. Nikita Svartfjallakonungur er farinn til Lyon á Frakklandi. Murko prins hefir tekið að sjer að safna saman Ieyfum hersins. Austurríkismenn hafa tekið borgirnar Antivari, Dulcigno, .Skut- ari og Podgoritza og afvopnað Svartfellinga hrönnum saman. Khöfn 27. jan. Austurríkismenn sækja fram hjá Isonzo. ' Áköf stórskotahríð er hafin á vesturvígstöðvunum. '! * Molde er kauptún, sem liggur við Romsdalsfjörðinn. íbúatalan var 2145 árið 1910. íbúðarbúsin voru úr timbri. (Morgunbl. í Rvík.) að gera rjett, ástunda kærleik og framganga í lítilæti fyrir guði þinuml* Á þessi spádómsorð minti vfsinda- maðurinn Hukley höfuðpresta Eng- lands fyrir nokkrum árum, og kvaðst meina að þar sæi þeir kjarna allrar guðfræði, alls kristindóms. En þeir sátu við sinn keyp. Og nú stendur hin volduga og stórauðuga biskupa- kirkja jafn ráðalaus sem allar aðrar kirkjur. Já, nú þyrfti nýr Hukley, nei, nýr Mikkas að koma guðstrú og kær- leika inn f þær þjóðir, sem berast eftir banaspjótum með þeim ofsa og æði, sem dæmalaus eru f sögu ver- aldarinnar, og af engu öðru tilefni, að því er sjeð verður, en ofmetnaði og óguðlegri kappgirni og oftrú á mátt og megin. Hinn nýi hernaður og drápsvjelar gengur langt fram úr öllu viti, enda er það mál manna, að slfk- ur hernaður muni eyðileggja sjálfan sig og neyða þjóðirnar til einhverra nýrri úrræða, hvernig sem það fer að fá þjóðabandalag f Evrópu, sem setti allsherjar gerðadóm (f Haga) til að ráða hernaðarmálum og skera úr milli- þjóðamálum; eiga f þeim stóradómi að sitja kjörnir íulltrúar þjóðanna — lfkt og nú, að vissu leyti, ræður mestu f Bandaríkjunum og í Sviss. En þetta er hugsjón, sem á ærið iangt f land áður en hugsa má til að komist á.— En e i 11 h v a ð, eitthvað stórt og róttækt er óhjákvæmilegt. Þessi ófrið- ur brýtur öll allsherjarlög og skeytir engu rjettlæti, engri mannúð, engri trú, og varla nokkurri heilbrigðri skyn- semi — svo er ofmetnaður hvers stór- veldis fyrir sig orðinn afskaplegur, svo er hatrið og þrályndið orðið magn- að, ásamt þeim óbifanda ásetning, hvers fyrir sig, að ná sigri að leiks- lokum eða liggja dauður ella. Hjer eru því góð ráð dýr, þvf hvar er vald- ið, sem megnar að skakka leikinn? — Hvergi sýnilegt! — Eða hvar er vitið, hvar úrræðin til að sefa og sannfæra svo mörg og ægileg stórveldi? Öll kristnin fer huldu höfði, eða réttara sagt, gerir ýmist að hún nauðug eða viljug fylgir þjóð og landsdrotni (eins- og kristnin á Þýskalandi), ellegar þor- ir hvergi nærri að koma (einsog páfa- kirkjan og biskupakirkjan enska; frf- kirkjurnar tala og mest einsog þeirra landsmenn vilja heyra (einsog á Engl. og Am.), en engin kirkja á lengur völd eða álit einsog á fyrri öldum. Á 12. og 13. öld þorðu páfarnir að setja af keisara og leggja bann og forboð yfir heil þjóðlönd, en nú sjest best, að kristnin er orðin skuggi einn af því, sem hún forðum var. Eða hvaða náðarmeðöl, hvaða huggun er nú fram- boðin, þar sem nálega bestu lönd Evrópu eru einn samanhangandi blóð- akur? Hver huggar nú hinar örvingl- uðu miljónir Þýskalands og hinna stór- landanna? Svo telst til að á i6—18 mánuðum sjeu fallnar 8 miljónir manna í álfu vorri, öll hospítöl full af lim- lestum mönnum og víða allar fjár- hir^lur tómar. Hjálpfýsin og íyrirbæn- ir trúaðra manna nær hvergi á hálfa leið. Mælt er að trú spírftista sje ó- trúlega útbreidd orðin á vígvöllum Frakklands og Belgfu, og hafi gert hermennina miklu þrautbetri en eðli- legt þótti, og ótti fyrir dauðanum lftill eða enginn hjá þvf sem áður þótti koma fram. Frakkar og Belgir segja ekki, að sá * ða sá sje fallinn, heldur »farinn vestur*, og á spítöl- unum bera menn sig yfirleitt vel og karlmannlega. Svipi þykjast þeir oft- lega sjá, og ótal sögur berast, að fallnir menn birtist og segist aldrei hafa dáið, >sjer hafi verið >hjálpað«. Slíkt seljum vjer ekki dýrara en vjer kaupum. En eftir minni vitund, er hreyfing spírítista svo langt komin, að hennar staðhætlir eru óðum að falla saman við vfsindaverkefnin, einkum sálfræðina, enda fjölgar nú óðum þeim vísindamönnum, sem sjá og skilja það tvent, að aðalfyrirbrigðin eru óhrekj- andi, og svo hitt, að þau eru bein- línis vfsindalcg verkefni. Hinsvegar skoðast hreyfing þessi sem guðlegt gleðiefni: sönnun, áþreifanleg sönnun fyrir áframhaldi mannvits og meðvit- undar, minnis og mannkosta eftir að- skilnað sálar og lfkama. Og að þvf er eg best fæ sjeð, er það einungis tfma- spursmál hvenær allur mentaður heim- ur meðtekur þessa nýju fræðispeki, eða hún verður vísinduleg vissa, alveg á sama hátt og hin forna alkymf varð efnafræði eða kemí, eða astrologían (stjörnuspáin) varð að stjörnufræði (astronomíu). Hingað á Norðurlöndum má ekki heita að hreyfing þessi sje enn búin að ryðja sjerverulega braut; en hún gerir það óðara en varir; vfs- indamönnum er ekki eins leitt og þeir láta. Tvent er það — og er hvort- tveggja ungt. Annað eru »Raddirnar«, þegar fyrir hjálp stöku miðla, and- legar verur, hálf-andlegar og hálf- efnislegar, tala mæltu máli til sitj- endanna, og oftlega jafn ljóst og rök- lega og lifandi menn tala. Hin ný- ungin er >þráðlausi sfminn«, sem efnairæðingurinn dr. Wilson, hefir fundið upp. Að vísu er uppgötvunin f byrjun, og einsog í pörtum, en mörg skeytin koma áþreifanlega >handan að«. En hversvegna hvarf eg frá stríð- inu og að þessu efni? Það kom af því, að mjer finst að þar f birtist ný heimsmynd, sem sýnir mannkyninu og sannar framhald þessa hverfula lífs og guðleg afskifti af heiminum, ekki af- skifti jafn óljós og bernskuieg og trú- arbrögðin hingað til hafa vprið kend. Guðshugsjónin verður að skýrast, verða hærri og háleitari. Hið besta í sjálf- um kristindóminum, auk heldur lægri trúbrögðum, hefir verið hróplega mis- skilið og afbakað alt til þessa. Hvaða trúarbrögð eru það, sem þola og lög- binda það ranglæti og heiðindóm, sem kallað er kristin siðmenning? — Sem þrátt ofan f Krists kærleiksboðskap hleypir verri styrjöld yfir veröldina, en heiðnar íornþjóðir nokkurn tfma gerðu? Takist aftur á móti hinni nýju opin- berun að ná sannfæringu þjóðanna, fellur ekki einungis úr sögunni það skipulag siðmenningarinnar, sem nú drotnar, heldur fellur líka úr sögunni Dauðinn, hinn dimmi og grimmi, svo menn hrópa með hinum andrfka Páli frá Tarsus: »Dauði, hvar er þinn broddur? Helja, hvar er þinn sigur?« M. Jochumsson. „Ceres“ væntanleg til Seyðisfjarð-< ar f dag, cn hingað á sunnudag, — Símfrjettir — úr Reykjavík 27. jan. „Eimskipafjelag Islands hefir sím- að til skrifstofu fjelagsins i Kaup- mannahöfn, að skip fjelagsins taki engan böglapóst nema því að eins að utanríkisstjórnin fái yjirlýsingu Breta um það, að skipin jái að jara Jerða sinna óáreitt af þeim. Barst Eimskipafjelaginu skeyti í dag um málaleitun þessa og hejir breska stjórnin lýst þvi yfir, að skip- in skuli sigla óáreitt af Bretum, ef breski konsúllinn i Khöfn láti þar- við eigandi vottorð fylgja bögla- póstinum. Gasstöðin Jjekk símskeyti i gœr þess efnis, að gasakolajarm þann, er hún hafði keypt á Bretlandi 4. des. mœiti ekki flytja út úr Bret- landi. Hefir þetta útflutningsbann seít stöðina i þann vanda, að hún hefir látið það boð út ganga í Rvik, að allir gasnotendur yrðu að spara það affremsta megni vegna kolaeklunnar. Jsland* kom hingað i fyrramorg- un böglapóstlaust. Er gert ráð fyrir því, að „Hólar“ muni taka hann. Pegar „ísland“ var komið dálítið norðar fyrir Scotland sló eldingu niður á skipið og skemdi og trujl- aði alla átta-vita skipsins svo þvi varð að sigla áttavitalaust til lands- ins, enda hafði Aasberg, skipstjóri, staðið á stjórnpalli alla leið til lands, og þykir vel gert að komast klakk- laust. Bruni: / nótt brann íveruhús það á Eyrarbakka, er Gisli lceknir Pjet- ursson bjó i. Eldsins varð vart um 8 leytið og brannjúsið til kaldra kola á 20 mlnútum. Engu varð bjargað nema scengurfatnaði úr tveimur rúmum og spegli. Er sagt, að allir búshlutir, verkfæri og bóka- safn mikið hafi verið óvátryggt og muni lœknirinn þvi hafa orðið fyrir óbætanlegum skaða. Kviknaði i þessu sama húsi í haust, en var þá hægt að slökkva eldinn, áður en verulegt tjón yrði að. Um friðun rjúpna. Loftið kveður við af sífeldum skot- um þessa dagana — ekki stórum fallbyssuskotum sem þeim er hinar hámentuðu Evrópuþjóðir skjóta hvorar á aðra, til að drepa mennina og eyði- leggja mannvirki og listaverk — heldur smáfuglaskotum. Þetta eru ávextir af friðunarlögum þingsins 1913 um frið- un rjúpunnar. Það kann nú að virðast, að ekki geti verið um mikla agnúa að ræða á svo nýjum lögum frá þeim háu herrum, sem á Alþingi sitja, og blessaður konungurinn hefir að sfðustu lagt sfna hönd á til samþykkis. Þó kemur öllum saman um, sem annars nokkuð hafa athugað þessar breyting- ar á friðunarlögunum, að þær sjeu svo vanhugsaðar, að þær fremur öllu öðru verði til að eyðileggja rjúpuna, því nú er hún skotin meira en nokkru sinni áður. Hér nyrðra voru flestir hættir að veiða rjúpur eftir nýár. Menn höfðu þegjandi komið sjer sam- an um að lofa þessum þaría og fagra fugli að vera friðuðum, þegar hann f jarðleysinu leitaði skjóls og athvarts f heimahagana.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.