Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1916, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.01.1916, Blaðsíða 3
4 tbl. ISLENDINOUR 15 Ungarnir frá vorinu 1915, þeir sem bárust f þennan heim alfriðunarárið, eru friðaðir fyrripart vetrarins, þegar næg jörð er fyrir rjúpur til fjalla og afrjettarlanda, en þegar kemur fram f janúar 1916, eru þeir rjettdræpir, sem gefur að heyra daglega. Og náttúran er nú svona dutlungasöm hjer norður við heimskautið, að hún hefir »sveip- að landið hvftum feldi*, og braett yfir fjöllin, svo enginn fugl íær þar korn eða kvist í nef sitt. Annað hvort hefir hún enga hugmynd um þessar breyt- ingar á friðunarlögunum, eða þá að hún er að sýna á þeim ranghverfuna. Hjer ber því vel í veiði fyrir rjúpna- skytturnar. Náttúran og þingið hjáipa til við veiðina, sama þingið sem ætl- aði að gera þessa miklu bragarbót á eldri friðunarlögunum, með þvf að al- friða rjúpuna 5- hvert ár. Hafi sú friðun verið svo bráðnauðsynleg, þá átti hún að miðast frá vori til vors, þá hefði friðunarárið komið rjett út. En þetta janúarleyfi kemur eins og djöfullinn úr sauða,rleggnum og ónýtir og eyðileggur alt friðunarmálið 1915, eða jafnvel meira til. Þetta er nokk- urskonar gildra fyrir rjúpuna, þegar. hún f hagleysinu leitar í bygðina þá sækja landsbúar að henni með dæma- fárri skothrfð úr öllum áttum. Hjer er bráð nauðsyn á endurbótum, næsta þing verður að taka málið til athug- unar og lagfæra þessi missmfði þings- ins 1913. Það er siðferðisleg skylda þess, því fyr því betra. Árlega ættu rjúpur að vera friðað- ar frá 20. des. til 1. oktober. Yrði þetta að lögum, væri það mikil rjett- arbót frá því sem nú er. Þá yrði slept þessu 5. alfriðunarári, sem talið er að vera, en friðunartfminn lengdist samt um 52 daga á ári eða nærri 2 mánuði. Rjúpan væri þá að eins skot- n f okt., nóv. og til 20. des. 10 sfðustu dagarnir f sept., sem lögin nú heimila veiði, yrðu með f friðar- tfmanum, sú veiði hefir víst ekki svo sjaldan spilt fyrir markaðsverði rjúp- unnur. En eftir 20. des. á rjúpan að vera friðuð, þá eru dagar stuttir og hátíðir að fara í bönd og lftið um jörð til fjalla og á afrjettum, þar sem rjúpan á helst griðarstað. Geti þingið fallist á þessar breyt- ingar mínar, gæti aldrei komið til mála, að rjúpan yrði eyðilögð með skotum. Hjer er ekki um svo mjög smátt að ræða, því rjúpan hefir nú um nokkra hrfð veitt landsbúum talsverðan arð. Eitt mætti minnast á f sambandi við þetta. n. 1. brot á rjúpnafriðunar- lögunum; löggjafarvaldið á þar ekki sök á. í þetta sinn var byrjað að skjóta á rjúpurnar 2 sfðustu dagana í deaember (1915)1 þá heyrði jeg nokk- ur skot í fjallinu hjer á móti, og víð- ar hafa nú heyrst skot þá dagana, að því cr mjer skilst. Þetta virðingar- leysi fyrir lögunum er alveg óþolandi, það er eitur þjólffsins, því þótt þessi lög hafi sfna meingalla, bætir þetta ekki um, það er að gera vont verra. Þá er sunnudagaveiðin; það er að verða alsiða að rjúpur sjeu skotnar á sunnudögum sem aðra daga. Þetta er skömm mikil sem vjer ættum ekki að láta af okkur spyrjast, Okkur hefir verið kent, að sunnudagurinn sje helgi- og hvfldardagur, og það á hann vissu- lega að vera, svo maðurinn, sem þreyttur er, geti hvflt sig, og lyft anda sfnum ofar jarðnesku moldarryki. En f þess stað gengur fjöidi hinna ungu upprennandi Islendinga með byssu ( hönd upp um fjöll og fyrnindi á rjúpnaveiðar. Þetta sýnir, að þrátt fyrir alt geip um menningu og fram- farir þessara tfma, er oss þó f mörgu ábótavant. Hjer þarf umbóta við eins og svo vfða í lifnaðarháttum og þjóð- lífi voru. Að brjóta lög og skjóta fugla á helgum dögum er ekki hinn nýi tfmi, með öllum sínum miklu umbótum, það er gamli tfminn með göllum sfnum, sem nýi tfminn á að uppræta. Menn- ing vor, hún krefst þessa, það á að vera ein hennar æðsta og helsta krafa að halda lögin og varðveita helgi — helgidaganna. Björn Árnason. „Qoöafoss“ fór hjeðan, áleiðis til útlanda f gær- morgun. Farþegar til útianda voru: Jón Bergsveinsson, yfirsíldarmatsmað- ur; Ragnar Ólafsson, konsúll; ungfrú Hulda Stefánsdóttir (skólameistara), ennfremur Fáll Bergsson, kaupm. f Ólafsfirði og Carl Berentsen kaupm. á Hólanesi. Skýrsla yfir starfsemi Hjúkrimarfélagsins „Hllfa áriÖ 1915. lútfljöld. Kr. au. Hjúkrun frá fjelaginu fyrir . . 661.00 Matargjafir og peningar. . . . 568.37 jólaglaðning sjúklinga á Akur- eyrarspftala.............. 53.65 Peningagjafir til fjelagsins. Kr, au. Kaupfjelag Eyfirðinga..........300.00 Kvikmyndafjelag Akureyrar . . 48.75 Þórunn Valdemarsdóttir . . . 1.00 Sigurbjörg Jónsdóttir........... 4.00 Pálína Bjarnadóttir............. 4.00 N. N........................... 10.00 Helgi Guðmundsson læknir Siglufirði.................. 30.00 Chr. Evensen................... 25.00 Kristján Blöndal Sauðárkrók . 10.00 Ólaffa Einarsdóttir............. 5.00 Bjarni Arason Grýtubakka . . 10.00 Bjarni Jónsson bankastjóri . . 5.00 Áheit frá N. N................ 10.00 462.75 Innilega þökkum við öllum þeim, sem á síðastliðnu ári hafa styrkt fje- lagið með peningagjöfum eða á ann- an hátt. Akureyri 26. jan. 1916. Fyrir hönd Hjúkrunarfjelagsins >Hlíf«. Anna Magnúsdóttir (form.). Laufey Pálsdóttir (ritari). \ilhelmína Sigurðardóttir (gjaldkeri). Bardaginn við WATERLOO. Saga eftir Alexander Kielland. G. B. þýddi. III. Framh. Samfundur þeirra haíði ekki varað nema fáeinar sekúndur, og þó fanst Hans frænda, að hann á þessum augnablikum hefði steypst af þrepi til þreps marga faðma niður f djúpa, svarta gröf. Hann greip báðum hönd- um f gamlan, bakháan hægindastól; hann hvorki heyrði, sá nje hugsaði; en hálf ósjálfrátt endurtók hann við sjálfan sig: »Það var ekki hún — það var ekki hún! < Nei, það var ekki »hún«. Sú stúlka, sem hann nú nýlega hafði sjeð, og sem hlaut að vera hin virkilega ung- frú Schrappe, hafði alls ekki bjart, úfið hár niður á ennið. Þvert á móti hafði hún dökt hár, er lá sljett f báðum vöngum. Hún hafði enganveg- in gletnisfull, Ijósblá augu, heldur al- varleg, dökkgrá —1 f stuttu máli, hún var svo ólfk »elskunni hans« sem hugsast gat. Eftir þessa fyrstu lömun fór blóðið f Hans frænda að ólga f æðum hans. Óstjórnleg óþægindatilfinning gagn- tók hann. Hann ærðist af reiði gegn kafteininum, gegn ungfrú Schrappe, gegn Friðrik föðurbróður og Well- ington og öllum heiminum. Hann langaði til að brjóta stóra spegilinn og öll húsgögnin, og síðan að stökkva út um gluggann: — eða, hann langaði að minsta kosti til að þrífa húfu sfna og staf og hendast niður tröppurnar, yfirgefa húsið nr. 34 og aldrei framar að stíga þangað fæti sínum; — eða hann langaði til að minsta kosti að vera hjer ekki lengur en nauðsynlegt var. Smámsaman varð hann þó rólegri f skapi, en djúpur dapurleiki færðist yfir hann. Hann hafði fundið þann mikla sársauka, að verða fyrir von- brigðum f fyrstu ást sinni. Og þegar hann sá mynd sfna f speglinum, gat hann ekki að sjer gert nema að hrista höfuðið — af meðaumkvun. Kafteinninn kom nú aftur inn, 1283.02 40 uppdrætti; þar á meðal eru margir frá Rín. Það er víst líka eitthvað frá Heidelberg, minnir mig.« Mjer var ómögulegt að neita þessu boði, án þess að sýnast ókurteis. »Nei, heyrið þjer, herra Vasari!« hrópaði ungstúlka, sem hjelt á mynd af einkennilegri, gamalli borg, fjöll- um girtri og trjám, en á aðra hönd lá stöðuvatn. »Hvaðan er þessi mynd?« »Pessi mynd?« svaraði hann dræmt, eins og honum væri ekkert um að minnast á nafn borgarinnar. »Pað er Rivoli, bær undir Alpafjöllunum. — Jeg er fæddur þar,« bætti hann við lágt. »Er það satt? En hvað það er fallegt þorp, það minnir mig á eitt af kvæðum Longfellows. Er það gamalt?* »Mörg þúsund ára.« Menn lifa þar lfka í fortíðinni.« »Hæfilegur fæðingarbær fyrir listamann.« Vasari brosti uppgerðarbrosi, en virtist vera að leita að einhverju, sem hann ætti örðugt með að finna. »Hjerna kemur það,« mælti hann. »Herra Willard hefir kanske gaman af að sjá þetta, það eru andlits- myndir nokkurra kunningja minna. Sumir eru málarar, sumir stúdentar. Herra Willard þekkir kanski tvo, sem eru frá Heidelberg?* Jeg tók myndirnar fram, þær voru bundnar í bindi, með rauðu bandi. Pær voru allar dregnar með bleki og vandlega gerðar. Myndirnar voru tólf. Þær voru af mönnum frá tvítugs aldri upp að fertugu. Sumir höfðu yfirskegg, sumir alskegg, en einn var skegglaus. Jeg 37 minn, hissa á öllum þessum spurningum mínum, sem ekki voru þó nema náttúrlegar eftir því, sem á stóð. »f*ú veist að hann býr á Metropole.« Auðsjáanlega hafði Qeorge, þegar hann kveldið áður var heima hjá frænda mínum og Daphne, ekki gert neitt ráð fyrir för sinni til Dover. Jeg var í slæmum kröggum. Jeg hikaði við að segja frænda mínum alt, sem skeð hafði í Dover, því að George gat haft gildar ástæður fyrir því, að halda för sinni leyndri. Á hinn bóginn fanst mjer hann ekki haga sjer sæmilega, fanst mjer það vera skylda mín að láta hann ekki leiða brúði sína svo að altarinu, að hann ekki gæfi skýringu á þessu. Jeg ákvað því að láta við svo búið standa, þangað til jeg sæi hann sjálfan og fengi lausn á gátu þessari. Jeg hafði skifti á ferðafötum mínum og öðrum, sem betur hæfðu við slíkt tækifæri og gekk svo ofan ísam- kvæmissalinn, þar sem gestirnir voru saman komnir. »Væri ekki betra, að jeg færi til bróður míns og yrði honum svo samferða til kirkjunnar?* spurði jeg frænda minn. »Nei, þess þarf ekki,« svaraði hann. »Hann veit hvort sem er að þú munir koma, eða er ekki svo?« »Jú,« svaraði jeg. »Jeg símritaði til hans i gær að jeg væri á leiðinni, svo hann heldur víst ekki annað, en að jeg komi.« »Farðu þá til kirkjunnar hjeðan,« svaraði frændi minn. »Mjer finst þú hafa fengið nóg af snjónum og ef þú ferð með fyrsta vagninum, munt þú hafa yfrið

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.