Íslendingur - 05.01.1917, Page 3
1. tbl.
ISLENDINOUR
3
öll örYænting hefði sópast burt með
snjónum, er jeg hafði mokað frá dyr-
um annara manna. Mig verkjaði í bak-
ið og sárhentur var jeg; en hjarta
mitt og sál voru aftur komin í lag.
Von og hugrekki höfðu horfið til mín
á ný, jeg stökk heim, bjó mig, íór í
kirkju og þakkaði guði í hjarta mínu
fyrir kenninguna, sem jeg hafði feng-
ið, kenningu, sem ekki voru líkindi
til, að jeg mundi gleyma.
Jóla-blómsveigar hjengu á veggjun-
um, jóla-söngvar hljómuðu um kirkj-
una og jóla-ræða og bænir glöddu
hjörtu allra. En ungi maðurinn f bak-
sætinu duldist og baðst fyrir svo, sem
hann aldrei fyr hafði gert; í sann-
leika gleymdi hann aldrei þessum degi;
því að hann var úrslitadagur lífs hans.«
Vinur minn þagnaði um stund, og
jeg sat og bar það, sem fram við
hann hafði komið, saman við hina
gæfusamlegu yfirstandandi tíð; þvf að
nú var hann lánsamur maður, nafn-
togaður, hafði góðar tekjur, og það
sem best var, átti göfuga konu og
þrjá fríða drengi, sem hann var ákaf-
lega hreykinn af.
»Jæja þá, hve lengi lögðuð þjer lag
yðar við skófluna, Dick?«
»Ekki lengi, þvf að jeg þurfti henn-
ar ekki við, svo er fyrir að þakka
móður Patricks,* svaraði hann bros-
andi.
»Hana nú! látið okkur fá að heyra
endirinn á sögu yðar strax, gamli fje-
lagi ! jeg veit að hún mun fá góð
endalok.*
»Mjög góð. Já, jeg á það að þakka
hinni góðu sál og litlu sögunni, sem
hún sagði, að hamingjan brosti við
mjer um síðir. Þegar jeg kom heim,
settist jeg niður og bjó til dálitla
sögu úr henni. Jeg sagði hana með
fburðarlausum, einföldum orðum, alveg
eins og konan sjáif hafði gert, og
þegar jeg hafði lokið við hana, stakk
jeg handritinu í umslag og sendi hana
ritstjóra frjettablaðs nokkurs. Viku
sfðar fjekk jeg brjef frá ritstjóranum,
þar sem hann tjáði mjer, að sagan
hefði verið tekin f blaðið, og að það
»mundi gleðja sig, að fá meira af
slíku tagi.«
Jeg reit söguna einkanlega mjer
sjálfum til afþreyingár, því að jeg var
í góðu skapi; þótt herbergi mitt væri
kalt, þá skein sólin; þótt föt mín væru
slitin, þá voru heiðarlega aflaðir pen-
ingar í vasa mfnum og mjer fannst
jeg vera jafn fjáður sem konungur. Jeg
man að jeg hló að sjálfum mjer, þeg-
ar jeg ljet brjefið með handritinu í á
póstinn og hugsaði ekki frekar um
það dögum saman, en var önnum kaf-
inn að sinna nýja vin mfnum skóflunni.
Ekki kom meiri snjór þá vikuna,
en það stöðvaði mig ekki; jeg fór til
kolakaupmannanna til þess að falast
eftir vinnu og fjekk hana. Og jeg
vann vel fyrir kaupi mínu. Jeg prett-
aði þá ekki um peninga þeirra, þvf
að jeg sá skjótt, að vinnan gerði mjer
gott, og skap mitt lyftist undursam-
lega þegar vöðvar mfnir öfluðu hins
daglega brauðs, er penna mínum hafði
mistekist að vinna fyrir.
En þetta verk aflaði mjer þess, sem
betra var, en brauð, dýrmætara, en
orðrómur. Morguninn, sem jeg fjekk
brjefið frá ritstjóranum, afhenti jeg
sfðasta kolatonnið mitt í vestur-
hluta borgarinnar. Drottinn minn, hve
jeg vann þann dag, sí og æ blístrandi
og syngjandi! Jeg hafði ákveðið, að
nú skyldi jeg aftur grfpa til penna
mfns; hafði jeg ekki, í eldhúsi kom-
ist að raun um, hvernig jeg ætti að
segja sö'gu svo að vel færi á ? Jeg
var eins lánsamur og lánsmaður get-
ur verið; efasemdir mfnar voru horfn-
ar, jeg vissi, að jeg hafði einhverja
hæfileika, — og jeg vissi ennfremur,
að ef alt sem þrotnaði, hafði jeg tvo
sterka handleggi, sem gátu varið mig
hungri.
Jeg var svo önnum kafinn, að jeg
tók ekki eftir kvenmanni, sem horfði
á mig útum glugga. Hún hafði opnað
hann til þess að gefa soltnu smáfugl-
unum, og blfstur mitt barst að eyrum
hennar. Það var sönglag, er hún þekti;
hafði hún oft heyrt syngja það mann
nokkurn ungan, er hún ekki hafði sjeð
f sfðastliðna sex mánuði; og marga
nóttina hafði hún legið vakandi og
furðað sig á, hvað orðið væri af hon-
um. Alt þetta fjekk jeg vitneskju um
sfðar; f þetta sinni blfstraði jeg bara
áfram, uns verki mínu var lokið, þurk-
aði mitt heita andlit og fór inn til
þess að fá peninga mfna.
Mjer til undrunar var mjer sagt, að
»fara inn f borðstofuna og að frúin
mundi afgreiða það«.
Jeg fór og stóð þá augliti til aug-
litis, ekki við »frúna«, heldur við
stúlkuna, sem jeg hafði elskað alt þetta
erfiða ár, þótt jeg hefði farið minna
ferða og háð stríðið aleinn. Fjölskyld-
an hafði fluttst búferlum til þessa
hluta borgarinnar fyrir nokkrum mán-
uðum.
Fyrst í stað hjelt jeg að hún þekti
mig ekki i mfnum durnalegu fötum
Vaðlaumboðsjarðir
lausar tii ábúðar frá næstkomandi fardögum:
Hamar í Glæsibæjarhreppi,
Flögusel í Skriðuhreppi og
Syðri-Grenivík í Grímsey.
Umsækjendur sendi skriflega beiðni fyrir út-
göngu þ. m. til undirskrifaðs.
Umboðsmaður Vaðlaumboðs.
Akureyri 5. janúar 1917.
Stephán Stephensen.
og óhreinan f framan. En hún þekkti
mig. Hún kom til mfn, rjóð f andliti,
og er hún rjetti mjer, ekki peninga,
heldur hönd sfna, sagði hún brosandi:
»Komið þjer sælir, herra Cumber-
land. Viljið þjer ekki heilsa upp á
gamla vinstúlku yðar?«
Hvað gat jeg gert? Jeg greip hvfta
hönd hennar með báðum mfnum ó-
hreinu höndum og sagði henni mfna
Iitlu sögu. Jeg er hræddur um, aðjeg
hafi sagt hana mjög illa; þvf að augu
stúlkunnar störðu á mig allan tfmann,
svo að mjer fanst, sem væri jeg f
draumi, og gleymdi því, að jeg var
aðeins kolaverkmaður.
Þetta var þó endirinn á því, og í
næsta skifti, sem jeg fór að heim-
sækja Katrínu, var jeg hreinn um
hendurnar og með litlu söguna, sem
orðið hefir hyrningarsteinn þessa gæfu-
sama heimilis, f vasa mfnum.<
Hjer hætti hann, og ljóma brá yfir
andlit hans; því að drengirnir hans
þrír komu hlaupandi inn í herbergið
og æptu ákaft : »Pabbi pábbi! það
hefir snjóað! Megum við fara og moka
snjóinn af tröppunum?*
»Já, drengir mfnir, og gætið þess
að gera það vel; því að einhverntíma
getur verið að þið verðið að afla ykk-
ur morgunverðar með því,« svaraði
Dick; og drengirnir þutu út aftur
himinlifandi yfir fyrsta snjónum.
«Þessir piltungar hafa ástrfðu til
að moka, og hafa hlotið að erfa hana
frá föður sínum,« bætti hann við og
snjeri sjer að konu sinni, sem kom
inn f sama bili.
Hve aðdáunarfull og hamingjusöm
var hún á að lfta, er hún tók f hönd-
ina, sem hann rjetti henni, og sagði:
»Jeg vona, að þeir erfi virðingu föð-
ur þeirra fyrir heiðarlegri vinnu.«
108
Sje ekkert gert við þessum sjúkdóm, drepast sjúkl-
ingarnir vanalegast á fyrsta eða öðrum sólarhring.
Lækning: Höf. hefir aðeins haft 6 sjúklinga með
þessari veiki undir höndum. 5 þeirra hafa náð fullum
bata, en einn drapst; þó virtust ýms batamerki sjáan-
leg, t. d. var hann, að sögn, farinn að jeta á öðrum
degi, en drapst svo snögglega; sennilega hefir einhver
annar kvilli að einhverju Ieyti valdið dauða hans. Sjálf-
sagt er að hafa sjúklinginn í hlýju húsi, nudda kjálk-
ana (tyggingarvöðvana) með Spirit. antirheumaticus öðru
hverju. Rjett er að hella volgu vatni í hann, öðru-
hvoru en það verður að gerast með gætni.
Við þessa aðferð hafa sjúklingarnir bráðlega komið til.
Skjögur.
Þessu nafni nefnist hrossasjúkdómur, sem menn hafa
þekt víðsvegar á íslandi í fjölmörg ár. Snorri sál. Jóns-
son dýralæknir nefnir hann í ritgerð sinni í Tidsskrift
for Veterinærer 1879 og segir, að þessi sjúkdómur hafi
oft komið í ljós á hrossum á Fljótsdalnum og heldur
hann jafnvel, að sjúkdómurinn sje þar staðbundinn, en
svo er þó eigi. í Eyjafirði hefir borið á þessum sjúk-
dóm síðasta mannsaldurinn, svo menn vita, en er sjálf-
105
og hálsinn teygjast fram. Kramparnir í hryggvöðvunum
geta valdið því, að togvöðvarnir fá yfirhöndina, og
getur hryggurinn þá alveg orðið þráðbeinn (Orthoto-
nus) eða að kryppa komi (Opisthotonus), sjaldnar beyg-
ist hrrggurinn til hliðar (Pleurothotonus), en svo getur
það einnig borið við, að bogvöðvarnir fái yfirhöndina,
svo að sjúklingurinn verður söðulbakaður (Emprostho-
tonus). Skepnan stendur gleitt, því fæturnir eru stirðir
eða næstum sem staurar. Kviðurinn er strengdur. Önd-
unin verður mjög tíð. Á stjarfahrossum hefir maður tekið
eftir 30—50—100 andardráttum á mínútu. í byrjun er
líkamshitinn eðlilegur, en hann hækkar bráðlega og nær
40 — 41° C., og getur jafnvel eftir dauðann náð 45° C.
Æðaslögin verða þetta 70—100 á mínútu. Sjúklingarn-
ir eru ákaflega næmir fyrir birtu og hávaða; hrökkva
við af minstu ástæðum og kramparnir magnast.
Stjarfinn er einhver allra kvalafylsti sjúkdómurinn,
sem til er með mönnum og skepnum, því meðvitund-
in helst fram í dauðann.
Sjúkdómurinn er venjulegast skammær. Stöku sinn-
um drepast sjúklingarnir eftir 3—4 daga, þó það sje
oftar, að þeir lifi 10 — 12 daga. Komi hinsvegar bati,
þá er hann ofurhægfara og svo máttfarnar eru skepnur
eftir sjúkdóminn, að þær eru oft 4 — 6 vikur að ná sjer.
Manni telst svo til, að nálega 70 skepnur drepist af
hundraði, sem taka sýkina.
Lækning: Þennan sjúkdóm má varast með þvf
að halda öllum sárum gerilsnauðum. Blóðvatnslækningar
eru og um hönd hafðar erlendis gegn þesum sjúk-