Íslendingur


Íslendingur - 14.12.1917, Blaðsíða 2

Íslendingur - 14.12.1917, Blaðsíða 2
202 ISLENDINOUR 50 tbl. 11. des. Friðarsamningum milli Rússa og Þjóðverja hefir verið frestað um viku til þess að reyna að fábanda- menn til að vera með. Vopnahlje er komið á á Kauka- susvígstöðvunum. Bretar hafa tekið Hebron. Þriðji hluti Halifax eyðilagðist af sprengingu er varð í hergagnaskipi er par lá. 12. des. Byltingaflokkur lýðveldissinna í Portugal hefir rekið stjórnina þar frá. Alfonso Costa hefir komið á bráðabirgðastjórn, sem er banda- mönnum trygg. Sidonio Palz heitir nýi forsætisráðherrann. Tscharbotscheff yfirforingja á her- stöðvum Rússa og yfirhershöfðingja Rúmena er falið að semja við Mið- ríkin. Ukraine viðurkennir fyrri samn- inga við bandamenn. en er pó eigi fyllilega á móti sjerfriðarsamningum Rússa. Lenin skýtur málinu til pings- ins. Kfnverjar hafa tekið Charbin og Japanar Vladivostok. 2000 manns fórust við sprenging- una í Halifax. Bretar hafa tekið Jerusalem. Rúmenar hafa samið vopnahlje. Sendiherra Breta í Petrograd lýs- ir því yfir, að bandamenn sjeu fús- ir til sameiginlegra friðarskilmála með viðurkendri rússneskri stjórn. Alþjóða-deild „Rauða krossins" í Genf hefir fengið friðarverðlaun Nobels. Sjúkrasamlög. Sjúkrasamlag var stofnað á Akureyri árið 1913 og hefir staríað síðan. En vegna þess að iðgjöld samlagsmanna voru í fyrstu of lág f samanburði við rjettindi þau, sem samlagið veitti, hef- ir það verið í fjárþröng þangað til f ár, nú stendur fjárhagur þess með besta móti og mun það að mestu leyti að þakka lftilsháttar iðgjalda hækkun, sem samþykt var um sfðustu, áramót. Vegna ókunnugleika fólks á því, hvað fjelagið er þarft, hefir það ekki vaxið eða stækkað eins og skyldi. (Nú er verið að breyta Iögum fjelagsins og gera þau aðgengilegri að ýmsu leyti.) Jeg skil þó ekki í þvír að þeim, sem íyrir veikindum verða, þyki það ekki borga sig að fá vfst dagkaup og borea þó ekki nema 1 krónu á mánuði fyrir. Og þó er það minna um vert, held- ur en hitt að eiga vfsa læknishjálp og spítalavist, ef á þarf að halda. Jeg f tek til dæmis ungt fólk, sem oft á ekkert og varla að það geti heitið að það eigi heimiii, væri ekki munur fyr- ir það að vera í Sjúkrasamlagi, ef veikindi bæru að höndum. En ef vel gengur með heilsuna, þá að vera sjer þess vitandi að hafa lagt sinn skerf f svona þarían fjelagsskap og með því stutt þann sem veikari er. Og eins er um fjölskyldumanninn. Að tryggja heimilið fyrir- veikindum er ekki einungis hyggilegt, heldur sjálfsögð skylda hvers eins, f þessu sem öðru. Þessvegna bið jeg fólk að athuga, hvort það væri ekki rjett fyrir það að ganga f sjúkrasamlög eða stofna þau þar sem þau eru ekki fyrir, tii trygg- ingar fyrir sig og sfna. Lfkindi eru til, að seinna verði það gert að lagaskyldu, en það getur orðið sumum of seint.— J■ J ./■ »Hlíf« hefir haldið kvöldskemtun 2kvöld um sfðnstliðna helgi. Var þar ýmislegt á boðstóium til gagns og gamans: Fyr- irlestur (Björn Lfndal, Aðalbjörg Sig- urðardóttir), samspil (Þórarinn og Jóu), og gamanteikurinn »Hinn þriðji* Leika kvennmenn öll hlutverkin í honum og tókst furðu vel. Er f ráði að halda þriðju kvöidskemt- unina á sunnudaginn. Á þetta ötula fjelag það íyllilega skilið, að menn sæki skemtanir þess, því bæði er það, að fjelagið vandar tit þeirra eftir föngum og ver því fje, sem inn kemur, til líknarstarsemi ein- göngu. Eggerts Ólafssonar sjóðurinn. Allir, sem á hann hafa minst, taka fagnandi stofnun hans og láta í veðri vaka aö þeír vilji eitthvað gera hon- um til stuðnings, svo alt útlit er fyrir að honum muni safnast svo fje, að hann geti byrjað starf sitt að liðnum fyrstafjórðungi þessarar aldar, Eigendur «Bio’s" hjer í bænum ætla að ríða á vaðið núna um helg- ina með því að gefa sjóðnum alt það, sem inn kemur eitt kvöldið. Á götuauglýsingum verður nánar tilkynt hvert kvöldið það verður. Almenningi gefst þá gott færi á að leggja fram ofurlítinn skerf til þess að heiðra minningu Eggerts og styðja að rannsókn landsins um leið og hann nýtur ánægju og fróð- leiks af ágætri mynd. Vafalaust verður fjölment á »Bio,‘ kvöldið það. Fornskjal fundið? Mene, tekcl-. Arthur,Gook, trúboði á Akureyri, birtir í síðasta »íslendingi« 300 ára gamla ritsniíð eftir sjálfan sig. Má hún því teljast merki- legur forngripur og dularfult fyrirbrigði í blaðasögu þessa lands. Eða er þetta »hist- oriska dókúment* skrifað hjer á Akureyri annó 1617 af langa-langa-langa-langa-lang- afa Gooks trúboða? Hefir það þá líklega verið Pjóðverji, hafi forfeður Gooks komið til Englands frá Þýskalandi fyrir nálægt 100 árum síðan. Getur og verið, að Gook hafi erft kjörgrip þennan, fremur en hann hafi grafið hann hjer upp úr 300 ára gömlum sorphaug. Er Gook sagður vera merkilega lyktnæmur og fundvís; t. d. hefir hann eða kona hans, eða þau bæði í kristilegri sam- vinnu uppgötvað hjer á landi nýja tegund lyktar, sem þau nefna islensku lyktina. Hefir Gook sennilega skrifað í ensk tíma- rit um uppfundningu þessa,—Sem vonlegt var, hefir Gook viljað lofa sem flestum að sjá menjagrip sinn og dást að honum. IJó þykir mjer fornskjal hans grunsamlegt. Ber Gook einn ábyrgð á því, sje hjer um villu að ræða, því eigi linti hann látum, fyr en hann fjekk að lesa próförk af merkisskjali sínu. Er því alt á hans ábyrgð, sem í því stendur, bæði logið og salt, ef nokkuð er. Trúði hann engum fyrir prófarkalestrinum, nema sjálfum sjer. Þetta smáræði er nú hrokinn trúboðans. Sannast á honum hið fornkveðna, að dramb er jafnan falli næst. Próförk Gooks geymi jeg, svo engin mús- arhola er til fyrir trúboðann að smjúga inní. Hefir hann nú sjálfur saunað að hann hef- ir óstjórnlegt oftraust á sjálfum sjer og sjálfsálit, en er þó ótrúlega óskír, fyrst hann getur ekki viðstöðulaust áttað sig á því, hvort nú er annó 1617 eða 1917. Vil jeg eigi geta svo ills til um trúboðann, að hann sje svona óskaplega hroðvirkur, að geta ekki lesið rjett dagsetningarártal und- ir sinni eigin grein. Nei, jeg tel víst, að Gook hafi lesið próförkina eins vandlega og hann hafði vit á, en ekki getað rekið augun í þessa háskalegu villu. — Ennþá (mánudag 10. desember) hafði jeg ekki fundið það ómaksins vert, að lesa grimu- grein Gooks, af því jeg þarf eigi hekiur á svefnmeðali að halda, en mjer var núna áðan bent á þetta snubbótta atriði í grein- ar-furðuverki Gooks. Hefi jeg kynt mjer hana. Er það meira verk en jeg vilji vinna ótilneyddur að leiðrjetta öll ósannindin og allar rangfærslurnar í þvælu þessari. Eru þær margar stórum verri en ártalsvillan, því þar skýtur þó eigi skökku við uin meira en þrjár aldir frá því rjetta, hvenær grein hans er sett samau.------- Litli páfinn á »Sjónarhæð« rnisti jafn- vægið,„þegar hartti las grein mína »Gook« I. í »Islendingú. Skal jeg ekki í þetta sinn lýsa nánar hans fagra, »kristilega« sálar- ástandi, þó jeg geti. Eigi heldur vopnum trúboðans, nje bardagaaðferð fótsporafetara Krists. Er best að það liggi myrkri hulið til „reikningsskapardags. í síðasta »lslendingi« keniur trúboðinn fram á ritvöllinn með venjulegri bilgirni og litilþægni, og nærgætni við ritstjóra blaðsins og langlundargeð lesenda þess. Hann þarf sem sje talsvert meira en hálfan »íslending« — nær tiu blaðsdálka — til þess að getagert lesendum blaðsins það skiljan- legt, hver maður jeg sje. — Skyldi þetta postullega verkefni trúboðans vera í ná- kvæmu samræmi við kenningar Guðs orðs í nýja testamentinu, þó það sje í fullu samræmi við hinn kennimannlega deilu- rithátt trúboðans við menn yfirleitt? Jæja, Gook minn. Verði þjer að góðu. í endi langloku sinnar er trúboðinn far- inn að hafa veður af því, að hann sje ef til vill búinn að taka sjer full-frekt Bessa- -leyfi á þolinmæði lesenda blaðsins og livað þorandi sje að bjóða þeim, áður en þeir fái uppsölu. Dettur honum þá það snjallræði í hug, að sjer muni alt fyrirgef- ast, geti hann nú sýnt, hvílíkur dásamlegur reikningsmeistari hann er. 1 grein minni benti jeg lítillega á þetta og hefir Gook viljað sanna það. Kemur hann því með eitt kostulegt reikningsdæmi. Á það að hreinsa hann af allri synd í þessu efni. Mjer er svo hjartanlega sama, hvort Gook veður sinn eigin elg í ökla eða klof. Mín vegna má hann ofbjóða öllu velsæmi, einsog hann lystir. Hann og lesendur blaðsins urn það. Og ekki nóg með það. Góðgætið er svo sem ekki búið á tíu blaðsdálkum. »Söfn- uðurinn« — söfnuðurGuðs — hefir litla við- bótarsleikju hauda mjer. Svo dálkarnir verða eitthvað á annan tug. Það er merkileg staðreynd um þennan trúboða, Gook, að það er einsog hann geti aldrei á sárshöfði setið við meðbræður sína eða samborgara; ef eigi við menn eóa fjölmenn fjelög, einsog t. d. sjera Matthías Jochumsson, Valdemar lækni Steffensen, Guðmund Friðjónsson á Sandi, sjera Jónas Jónasson, Ingimar Eydal og alla aðra guðspekinga, Einar Kvaran skáld og alla aðra andatrúarmenn, Harald Níels- son prófessor í guðfræði, Jón Helgason biskup og alla aðra ný-guðfræðinga. — Ef eigi, segi jeg, að Gook leudi í róstum við þessi eða önnur heimsins börn, þá ræðst liann á »Aðventista------og annað þesskonar illgresi« (Gooks eigin orð, skrif- uð upp um leið og hann slepti þeim af vörunum á þriðjudagssanikomu í síðasl- liðnum mánuði), eða þá á Hjálpræðis- herinn eða einstaka meðlimi hans. — Er þar stytst síðan t'rá að segja hinni hrottalegu árás Gooks á einn hinn valin- kunnasta borgara þessa bæjarfjelags og al- þekt Guðs barn í Hjálpræðishernuni, Arna Árnason. Drottinsdaginn 2. þessa mánaðar varÁrni svo gálaus að villast inn í Sjónar- hæðarsal. Má geta þess, öðrum til afsök- unar, að þeir eru sárfáir, utan hjarðarGooks, sem nú uppá síðkastið hafa flækst á þá fjár- slóð. En Árna langaði til að heyra Guðs orðið hjá Gook. Við það var nú samt ekki komandi hjá Gook með neinu móti, nema því eina, að Árni vildi fyrst greiða atkvæði á móti betri vitund, með söfnuði Gooks, sem náttúrlega, einsog vant er, gerir alt, sem Gook biður hann um. Áður en söfn- uðurinnfengi að heyra Guðs orð hjáGook, átti hann að greiða atkvæði um það, að jeg væri lygari að því, að Gook sakfeldi menn og virtist hafa yndi af því, að velta sjer í saur og svívirðinguni annara manna, í ræðum sínum. Hjörð Gooks greiddi nátt- úrlega atkvæði, eir.sog hann vildi. En Gook varaði sig ekki á því, að Árni var af öðru sauðahúsi. Arni var eitthvað að hugsa um samvisku sína, en það skildi Gook ekki. Var Árni ófáanlegur til að greiða atkvæði og sagðist vera kominn til að heyra Guðs orð. Ljet Gook nú söfnuð sinn greiða at- kvæði um það, að Árni hefði komið þar á samkomur 30-40 sinnuin. Var það að sjálf- sögðu samþykt í einu hljóði. Greiddi frú Gook einnig atkvæði um þetta, og stóð, að sögn, fyrst upp — brosandi. Þetta er nú »söfnuður Guðs«, méð hvítfáguðu samvisk- una. Þeir höfðu svo sem, hver og einn, haldið reikninginn yfir komur Árna, Væri rjett að láta frú Gook ogsöfnuðinnstaðfesta þennan áburð á Árna fyrir rjetti. En þrátt fyr- ir allar atkvæðagreiðslur Gooks manna, Ijet Árni sjer ekki segjast, heldur hjelt sjer dauðahaldi i samvisku sína. Marg-skipaði Gook houum þá, að fara út úr salnum og rak hann Ipks út með harðri hendi, er hon- nm þótti Árni eigi nógu fljótur á sjer.— Þetta er nú fótsporafetari Krists, sem í ó- gáti skautst þarna fram í dagsbirtuna með innri mann sinn. Enda blessar Drottinn starf hans eftir því og að verðleikum.—Alt þetta andlega barsmíði fullnægði þó hvergi nærri trúboðanum. Rjeðst hann því öðru hvoru á sína eigin safnaðarmeðlimi og samþjóna í víngarði Drottins. Er þar alræmdust með- ferð hans á trúboða J. L. Nisbet, sem Gook mun hafa sjeð, að var langt um vinsælli meðal alþýðu en sjálfur hann. Skal jeg eigi lengja mál mitt að þessu sinni með því að segja þá sögu, enda vildi jeg helst komast hjá því, að þurfa að bregða dagsskímu yfir það mál, vegna Gooks, sem mjer er mein- Iítið við. Nú í sumar hafði Gook engan venju frem- ur til að slást uppá og gat hann ómögulega unað við það, sem von var, eftir lians eðli að dæma. Rjeðst hann þá á varnarlausa stúlku, sem ekkert hafði til saka unnið. Þarna fjekk Gook einstaklega hugljúft við- fangsefni, sjer til dægrastyttingar. Hæfði það vel drengskap hans og sómatilfinn- ingu. Notaði hann það og í það ýtrasta og teygði lopann um allar götur, bæði út og suður. Hugðist hann nú að vinna Drottni þægt verk og greiddi mörg högg .og stór, bæði til hægri og vinstri, en fræg- ast er það þrekvirkið orðið, þegar liann (7. september) kollvarpaði söfnuði Gúðs. Mun það vera eins dæmi í allri veraldar- sögunni. — Af því við Gook erum gamlir kunningjarog skiftavinir, hefi jeg viljaðreisa honum veglegan og verðugan minnisvarða hjer á landi, svona til að byrja með, hvað sem síðar kann að verða, með því stutt- lega að færa þetta litla æfintýri hans í letur. Kunna þó fleiri að koma á eftir, verði Gook svo góðurr að gefa mjer tilefni til þess, til dæmis smásögur um trúboðann, sem var skepnuníðingur, og það svo, að þeir sem verið hafa sjónarvottar að því, hafa fylst heilagri bræði, einsog mjer varð líka á, útaf skepnumeðferðinni hans á stúlkunni. Svo kunna þá og nokkrar aðrar viðburða- sögur að fljóta með. — Gook velur sjer löng kjöryrði fyrir grímu- grein sinni, úr 55. sálmi Davíðs. Mjer rann til rifja lítillæti Gooks,, þarna að nefna mig jafningja sinn — mig, Islendinginn ! Hug- hreysti það mig þó, þegar jeg athugaði, að trúboðinn líkir sjálfum sjer við trúarhet- juna, sálmaskáldið ódauðlega og æðsta yfir- boðara alls Israels, Davíð konung hinn mikla. Já, þarna gat Gook einsog sjeð sjálfan sig íspegli! Og af auðmýktsinni og hæversku nægir lionum að vera jafningi Davíðs kóngs. Þetta muu nú Gook með sinni al- kunnu rökfimi geta fært til sanns vegar. Mig langar til að hjálpa honum, í þakk- lætisskyni. Gook er æðsti prestur í »Sjón- arhæðar«-söfnuðinum nýja, og hver er þar konungur, annar en hanri? Pví lýðveldi verður áreiðanlega aldrei í »Sjónarhæðar«- söfnuði, meðan Gook stendur á upprjettum fótum hjer á Akureyri. Nú, já! Þá vantar nú ekki nema sálmana. Og hjer vill ein- mitt svo vel til, að Mr. Gook hefir gefið út »Sjónarhæðar«-sálma. En því miður eru þeir enn ekki orðnir fleiri en 86V2. — En sorglegt er, að engin rós <er án þyrna. Sjer það enginn betur en Gook. Hinn mikli Davíð fjell djiípt og djöfullinn vjelaði hann hroðalega í tálsnöru sinni; hann drýgði nefnilega hryllilega synd. Þessa saurugu synd guðmannsins hefir mjer virst Gook láta ekki sjerlega illa að handfjalla og það ineð berum höndum, á sámkomum sínum. Eða þá hina óttalegu synd Jakobs, ættföð- urins mikla, sem Drottinn elskaði. Eða synd Rebekku, móðir hans. Eða hinar mörgu, svívirðilegu syndir Guðs útvöldu þjóðar, ísraelsmanna, á dögum gamla testa- mentisins; að jeg nú ejcki tali um, hvefög- ur lýsingarorð Gook a samkonium sínum hefir viðhaft um glæpi og guðleysi »djöf- ulsins barna« í gamla tcstamentiuu til dæm- is, svo sem Móabíta, Ammoníta og ann- ara ókinda, sem eru stök viðurstygð fyr- ir augliti Gooks. Að vísu síendur í Guðs örði í nýja testamentinu, að dómurinn sje Drottins en ekki manna. En Drottinn er stundum undarlega hægfara, og það er nú von að öðrum eins áhuga- og driftar-manni í málefnum 'Guðs, einsog Gook, verði á að tvístíga af óþolinmæði, einsog eitthvað annað stæði til fyrir honum. Ekki síst þeg- ar til þess er litið, að Gook er vel kunn- ugt um, hvernig Guð vill eða ætlar að hafa það. Er þá ekki afsakanlegt, þó trúboðan- um verði á, að kasta því fram til fólks, sem Drottinn hefir ákveðið ? Jeg held það nú. En, eftir á að hyggja: Davíð drýgði synd — og Gook líka. Drottinn hirti Davíð — og Gook líka. Davíð beygði sig í auð- mýkt og iðraðist með tárum, og Drottinn huggaði hann og blessaði. En G-o-o-k — ?-? — ? — Sém við mátti búast, nægðist Qook eigi að samlíkja sjer við Davíð konung, því þó Davíð væri afbragð annara manna

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.