Íslendingur - 14.12.1917, Blaðsíða 3
40. tbl.
ISLENDINOUR
190
• • • •••••»» • • » •- • • •• ••• ••••,• ••• ••••••••••-•• • •••• ••«••• • •• • • •• • •
meðal Guðs útvalda lýðs, þá geta þó eigi
allir Gooks frábæru mannkostir endur-
speglast í Davíð konungi. Getur Gook því
eigi látið við svo búið standa. Svipast liann
nú um meðal stórmenna heimsins í ver-
aldarsögunni. Finst honum sennilega að
glæsimennið mikla og sigurvegarinn frægi,
Júlíus Cæsar, helst nái sjer — þó »heims-
ins barn« væri. Þessvegna er jeg nú hálf-
hissa á þessu vali Gooks. En einu gildir:
Það sem Gook einusinni hefir valið, því á
hann erfitt með að sleppa, þvíað fátt mun
hann þekkja fyrirlitlegra en að breyta skoð-
unsinni. »Teningunum er kastað,< er haft
eftir Cæsar, þegar kosti hans var þröngvað.
HefirGook, má vera, flogið líkt í hug, er hann
las »Gook< I. Annað sinn sýndi Cæsar og
snarræði mikið og lauk hernaðarleiðangri
með frægum sigri á 5 dögum. Varð honum
þáaðorði: »Jeg kom, jeg sá, jeg sigraði.c
Virðist mjer eitthvaðsvipað hafi vakað fyrir
Gook, er hann sveiflaði biturri atidans skálm
sinni yfir höfði mjer í 49. tbl. >lslendings«.
En ennþá lield jeg höfðinu, sjö dögum síðar.
Gook telur eftir mat, sem hann segist
hafa gefið mjer að jeta. Kom mjer það
eigi svo mjög á óvart,— því sinkari mann
en Gook hefi jeg ekki þekt.
Gook fjargviðrast útaf því, að jeg hafi
verið almennilegur við sig til hinstu stund-
ar samfunda okkar. Jeg hjelt, að Gook
væri ekki það barn í trúarefnum sem hann
nú reynist vera:
Jeg elska Gook — en hata synd hans.
Gook segir, að hann hafi orðið samvisk-
unnar vegna að slíta samfjelag við þá, sem
brutu á móti tilskipunum nýja testamentis-
ins. Það er nú svo. En er það nú alveg víst,
að Gook geti með góðri samvisku borið á
móti því, að hann hafi sjálfur sagt á Sjónar-
hæðarfundinum 7. septbr., að hann, Gook,
hhfi ekki fylgt tilskipunum nýja testameni-
isins einsog vera bœri, og hafi hann, safn-
aðarforstjórinn, brotið reglur nýja testa-
mentisins, er ósköp eðlilegt, að söfnuður
hans hafi gert það líka, því eftir höfðinu
dansa limirnir.— En því sjer þú, Gook minn,
flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir
bjálkanum í auga sjálfsþín? Meða! annars
hefir trúboðinn brotið lög Guðs orðs, með
því að vilja ekki fyrirgefa einum safnaðar-
lim sínum, það sem Gook ímyndaði sjer,
að hann hefði syndgað. F*að má benda á
marga ritningarstaði, — þó Gook þekki þá
ekki, eða geti ekki skilið mælt mál ritning-
arinnar, —þar sem okkur er boðið að fyr-
irgefa hver öðrum. Kemur hann með langt
skjal, með áteiknuðum syndaspurningum,
sem trúboðinn krefst, að hann verði beðinn
fyrirgefningar á. Var honum þá bent á
týnda soninn, livort hann hefði þurft að
telja fjölda synda sinna. Vildi Gook ekk-
ert heyra um það, því það passaði ekki í
hans »kram*. Það er brjóstumkennanlegur
trúboði, sem gerir Guðs orð að þjóni sín-
um, í staðinn fyrir að þjóna því. Snerust
þá fjórir bræður í söfnuðinum á móti hon-
um. Peir sögðu, sem rjett var, að Gook
hefði enga heimild til, að hafa rjettarhald
yfir stúlkunni. — Vegna hvers ber trúboð-
inn sig svo aumkvunarlega, þegar hans eigin
yfirsjónir koma fram í dagsljósið ? Pað eru
þó einmitt kenningar hans, að ekkert óhreint
megi fela í myrkrinu. Grein mín í 48. tbl.
»íslendings< er því í fitllu samræmi við
kenningar hans; hefi jeg lært það af honum,
að opinbera yfirsjónir annara. Byrjaði jeg á
trúboðanum sjálfum, þvíað hann hafðt mest
til matarius unnið, þó eigi sje hann svo hygg-
inn, að játa synd sína í sekk og ösku, því jsað
eitt gæti forðað honum frá verri hrakförum.
Þessa auðmýkt vantar Gook, en aftur á móti
reynir hann að þvo sig, með því að Ijúga
svo firnum sætir a fyrverandi vini sína og
safnaðarbörn. Gook scgir, að hann leggi alt
útá betri veg. Hann ætti að líta í hina svo
nefndu fundargerð sína frá 7. september.—
Af skiljanlegum ástæðum liafa bræðurnir 4
ekki viljað verða fyrstir til að fletta gær-
unni af Gook ög gera hann að skrípi frammi
fyrir almenningi. Aftur á móti segist trúboð-
inn ekki vilja verða fyrstur til að opinbera
syndir þeirra, sem hann hafi staðiö í svo
nánu sambandi við. Það væri fróðlegt að
lieyra, hverjar þessar syndir hafi verið, sem
hinir útskúfuðu eiga að hafa drýgt, í stað
þess að fara stöðugt með staðlausar dylgjur.
Það virðist vera kynleg óvild, sem Gook
ber til þessara nefndu bræðra, þar sem þeir
hafa ekki ritað eitt einasta orð viðvíkjandi
þessu æðislega framferði trúboðans, nema
yfirlýsinguna um það, að hann sagði sig úr
söfnuðinum. Er það mesta fall Gooks í öllu
þessu máli.—Það var synd, í augum Gooks,
að opinbera úrsögn hans úr söfnuðinum.
Eftir því er það synd, að láta sannleikann
koma fyrir augu og eyru almennings. Ætti,
eftir því að dæma, að banna almenningi að
lesa Guðs orð í nýja testanrentinu. Svona er
nú samkvæmnin og rökfimin hjá Gook. Eða
er hann svo steinblindur á báðum augum,
að hann sjái ekki, að þetta hlaut að vitnast
iyr eða síðar, þó hann hefði sig allan við, að
fela það, án þess það væri birt í opinberu
blaði, en, vel að merkja, afbakað og rang-
snúið, einsog flestar aðrar fregnir, sem berast
á skotspónuni manna á milli. — Gook hikar
ekkert við að segja, að úrsögn sín úr söfnuð-
inum hafi orsakast af óhlýðni hinna þverr
btotnu viö keuningar nýja testamentisins, en
væri hann fáanlegur til að bera sannleikan-
unr vitni, segði liann, aó aðalástæðau fyrir úr-
sögninni væri sú, að hann hefði ekki fengið
sínuin eigin vilja framfylgt, sem var alt ann-
ars eðlis eu kenningar nýja testamentisins.
Jeg nenni ekki að þrátta við Gook unr það,
hvort þessir fjórir meðlimir eldri safnaðarius
hafi fyllilega að sínum hluta borið hita og
þunga safnaðarins. Vita þeir það best sjálfir,
og svo náttúrlega Gook, en flogið hefir það
fyrir, að þeir hafi verið honum til styrktar og
aðstoðar með ýmsu móti, t. d. með því að
útbreiða bækur og blöð fyrir hann, aðstoða
hann við svo nefndan sunnudagaskóla o. fl.
o.fl. Einn þessara manna gerði hann t. d. að
umboðssala sínum og ráðsmanni meðan trú-
boðinn dvaldi á Englandi síðast, 1 'h ár. Þetta
alt fiiist mjer benda í þá átt, að Gook hafi
borið talsvert traust til hinna útskúfuðu
fjögra. En hvað rjettir Gook svc^að þessum
inönnum, fyrir,trúa og óeigingjarna þjón-
ustu, í 49. tbl. »lslendings«? Er það ekki ein-
mitt samskonar eðlis og skáldið segir að
heimurinn hafi rjett að sjer: »Krækiber af
þrældóms lúsa-lyngi« ?
Þá virðist Gook mæðast undir þungri
byrði, þar sem hann er að kveina undan
'kvenfólkinu. Það rhun nú mörgum finnast,
að þar leggist lítið fyrir kappann, en ves-
lings maðurinn virðist gera sjer flest að
rellu. Hann volgrar sárt yfir því, að tveir
kvenmenn hafi fundið upp á því, að skjanna
upp á mannorð sitt (sem ekki virðist þó vera
gustuk). »Ólyginn maður sagði mjer,« er
haft eftir Gróu á Leiti. Skyldi nú ekki þetta
hjal eiga eitthvað skylt við sögurnar hennar
Grón? Þá virðist nærvera þessara tveggja
við bænasamkomurnar á »Sjónarhæð« hafa
verið sár þyrnir í auga Gooks — haft rauðrar
dulu áhrif á hann og hinn nýja, sem hann
virðist vera búinn að gera að öllum sínum
finim skilningarvitum. Virðist Gook þetta
háttalag hans vera í fullu samræmi við gerðir
þess, sem tók að sjer tollheimtumenn, og ber-
synduga og samneytti.þeim? Gook virðist
ekki horfa svo hátt. Ovildin og þrákálfa-
skapurinn virðist hafa náð svo föstum tök-
um á honum.
Trúboðimi kannast við yfirsjón sína, að
hafa borið traust til mín og þeirra manna,
sem hann segir að hafi gert mig að full-
trúa sínum. Má það undrum sæta, hve Gook
skilur illa það, sem hann les, þar sem jeg
hefi opinberlega lýst því yfir, að enginn
annar eu jeg hafi átt nokkra hlutdeild í
framkomu greinar minnar, og enginn gert
mig að fulltrúa, nema Gook. Kitháttur hans
auglýsir sig átakanlega, því við hvert orð,
sem hann úthræmir aðra og lygur á þá,
skrifar hann altaf annað orðið til að rjett-
læta sjálfan sig og slá sjer gullhamra. En
má vera að hann gleynti þessu: Hver sig
sjálfan upphefur, hann mun niðurlægjast.
Þá minnist Gook á það, að tvisvar hafi
mjer hrotið tár af auga í nærveru hans.
Líkir hann tárum þeim við krókódílstár, sem
hann er vel kunnugur. Er Gook að gera sig
þarna að dómara yfir mjer? Veit hann ekki,
að í ritningunni er kristnum mönnuni bann-
að að dæma aðra menn ? Er Góok hjer að
brjóta sitt eigið siðalögmál ? Eða finst hon-
um að framkoma sín benda til þess, aö al-
menningur geti tæplega litið á hann sem
sannkristinn mann?
Þá er nú tilvísunin hjá Sakaríasi (11, 17)
hvorki meira nje minna en orðin að böl-
bæn, seni ekki er hægt að taka til greina.
Skilst mjer því, að hjer bíti sök sekan.
Jeg bið menn að athuga, hvað trúboð-
inn talar hjer virðulega um Guðs orð.
— Þá lýsir Gook því yfir í grein sinni,
að allir sauðirnir sjeu komnir inníSjónar-
hæðarsöfnuð. Hvað skyldi það nú vara
lengi, að þeir haldist þar kyrfir, blessaðir ?
Rekur Gook nokkuð minni til þess, að
safnaðarlimir hans af og til hafi viljað týna
tölunni, — verið að smáfjara út ? Og ef
enn skyldi svo fara, að einhverjir af þess-
um útvöldu, kæru sauðum hans, einhverra
orsaka vegna slæddust úr sauðahópnum,
— hvað skyldi trúboðinn segja þá um slíka
frávillinga ? Ekki vænti jeg, að hann nefndi
þá hafra ? Sorglegast væri þó, ef þessir
umskiftingar skyldu einhvern góðan veður-
dag fá það >inufall«, að þjóta inní Sjónar-
hæðarsal, þegar sem hæst stendur á em-
bættisrekstri trúboðans, og troða illsakir
við hann, tvístígandi á ræðupallinunr, bað-
andi út öllum öngum og veifandi hirtingar-
hrísinu í kringum sig, Iíkt og þegar belja
ber frá sjer íslenskan mývarg, enda þótt
varnartækin sjeu ekki þau sömu hjá báð-
um, meðal annars af því, að beljan er
ekki eins sköpuð og Gook, og getur því
ekki neytt annara vopna í flugnabardag-
anum en þessa eina, sem allir kannast við
og verður því ekki nánar getið hjer.
— Margt er enn ósagt af því, er jeg vildi
víkja að Gook mínum. Veit jeg hann virðir
það vel, þó jeg láti að sinni hjer staðar
numið, því jeg kann ekki alnrennilega við,
þó fyrirmyndin sje fögur, að feta í fótspor
Gooks með það, að meina ritstjóranum að
rita í blað sitt, einsog Gook þóknaðist að
gera seinast.
Á Magnúsarinessu Eyjajarls 1917.
Oddur Björnsson.
Jarðarför
konu minnar, Jóhönnu Ant-
onsdóttur, sem andaðist 12.
þ. m., fer fram frá kirkjunni
föstudaginn 21. þ. m. kl. 12
á hád.
Akureyri 14. des. 1917.
Þorsteinn Steinþórsson.
Svar til Odds Björnssonar.
Svo kvedur sálmaskáldið H. P.
>Oft má af máli þekkja, manninn, Hver
helst hann er
>sig mun fyrst sjálfan blekkja, sá með
lastmælgi fer
>góður af gleði hreinu, góðorður reynist
víst
>fullur af illu einu, illyrðin sparar síst<.
Gott er þegar' menn fara úr dular-
klæðum stnum, og koma berlega fram
Oddur Björnsson hefir nú klætt sig úr
dularklæðum þeim, sem hann var í
mitt á meðal okkar, en kemur nú fram
eins og hann er. O. B fer sem sje
að lastmæla Mr. Gook og söfnuðinum
á Sjónarhæð, með svo gróíum orfum
og rithætti, að slikt mun varla sæma
menntuðum manni.
O. B skýrir svo frá, að »Arthur
Gook hafi samið útskýringuna f 41.
tbl. íslendings, og kúgað okkur til að
gefa vottorðið«. Við finnum okkur knúð
til að mótmæla þessu, og lýsum þvf
þessi ummæli tilhæfulausa lygi, þar
sem söfnuðurinn átti eins mikinn þátt
f samningu útskýringarinnar, eins og
Mr. Gook. O. B. segir: »að trúboðinn
hafi auglýst útskýringuna á ábyrgð fleiri
eða færri meðlima safnaðarins, en á
sinn kostnað, án þess þó að nokkur
maður áræddi, að setja nafn sitt und-
ir hana til sannindamerkis, og sje þvf
vaíafje, hvaðan sje eða hver eigi«.
Það munu þó allir hafa sjeð, sem
hötðu augun opin þegar þeir lásu út-
útskýringuna, að söfnuðurinn á Sjón-
arhæð var skrifaður undir, eða skyldi
mönnum hjer vera ókunnugt um, hverj-
ir eru í söfnuðinum, við höfum þó ekki
farið í launkofa með það. Eða líklega
veit þó O. B. hverjir eru í söfnuðin-
um, þar sem hann f hálft annað ár
hefir setið á samkomum með okkur,
sem haldnar hafa verið bæði á virkum
og helgum dögum, og hafi hann nú
ekki lekið eltir því, eftir allan þenna
tfma, hverjir vóru í söínuðinum, þá
verðum við að álíta hann eftirtektalít-
inn mann, og er ekki að furða, þó
samkomurækni hans bæri lítinn á-
vöxt. —
Ennfremur segir O. B., að »Gook
hafi láiið nýa söfnuðin gela sjer trausts-
yfirlýsingu«, v!ð mótmælum því, að
hann hafi látið okkur gera það. Okk-
ur var fyllilega Ijóst hvað við vórum
að gera, og gerðum það með góðri
samvisku, að votta það, að við hjeld-
um sömu stefnu og áður, og vildum
af fremsta megni fylgja boðum Jesú
Krists og postula hans, sem er að
finna í Nýja Testamentinu.
O. B. segir það »gjörómögulegt,
að nokkur maður með fullu viti og
sjáffstæðri skoðun á, hvað hann er að
gera, geti með góðri samvisku skrifað
undir útskýringuna, til þess þurfi safn-
aðar meðlimir sjerhver og allir, að
hafa borið hvert kenningarorð trúboð-
ans, bæði fyrir og eftir 7. september,
nákvæmlega saman við alt Nýja Testa-
menti*. — þessu ætlum við ekki að
svara öðru en því, að Oddur hfir aldrei
neitað því, meðsn hann var með okk-
ur, að kenning Mr. Gooks væri sam-
kvæm Nýja Testamentinu, en við höf-
um vitnað og vitnum enn, að kenn-
ingin er sú sama síðan, enda munu
þeir, sem komið hafa á samkomur,
hafa heyrt það, að kenuingin er sú
sama.
Þá fer O. B. með þau ábyrgðar-
miklu orð, »að safnaðaröldungurinn
Arthur Gook hafi þarna hlaupið í gön-
ur með sjálfan sig, og alla halarófuna
í blindni á eítir sjer í glötunina«. Við
þökkum Guði fyrir, að svo er ekki.
Það er ekki Oddur Björnsson, sem
dæmir á þeim mikla degi, því Faðir-
inn hefir falið Syninum á hendur allan
dóm Jóh. 5. 22. Þá verður Oddur
Björnsson ásamt öðrum, að standa
reikningsskap af sínum orðum og gerð-
um. Róm. 14. 12.
Hvað því við víkur, að »trúboðinn
hafi bannaó nýja söfnuðinum, að hafa
nokkurt samfjelag við, eða jafnvel tala
við gamla söfnuðinn«, þá eru þessi um-
mæli ein aí hinum mörgu rakalausu
ósannmdum, sem grein O. B.. er full
af. —Eii nig neitum við því, að »Gook
hafi gert andlegan þrældóm, að inn-
tökuskilyrði í söfnuð sinn«. — Sömu-
leiðis leyfir O. B. sjer, að fara með
þau stórkostÞgu ósannindi, sem hann
hefir hlotið að rita á móti betri vit-
und, og sem samviska hans áklagar
hann fyrir, ef hún annars er vakandi,
»að í fjármálum safnaðarins, sje Gook
sömu praktisku trúar, og safnaðar öld-
ungurinn Mormona f Utha, að sam-
kvæmt Guðs orði í Nýja Testament-
inu, beri hvjerum safnaðarlim að leggja,
— svona til að byrja með, — tíunda
hluta af andvirði aleigu sinnar í föstu
og fríðu í Guðskistuna á Sjónarhæð,
og svo þurfi safnaðarlimirnir árlega,
aðeins að leggja í sömu hirslu Vio
hlutann af öllu því, sem þeim áskotn-
ast«.
Þessu mótmælum við algerlega, með
því, að það hefir aldrei verið gert að
skyldu, að sjerhver safnaðarlimur legði
neina sjerstaka upphæð til. Hitt er
annað mál, að hver safnaðarlimur er
frjáls, að gefa eftir því, sem hann hefir
löngun til.
O B. spyr: »hvort söfnuðurinn kalli
það bróðurlega samúð, að neita að taka
í hendina á trúarsystkinum sínum, þeg-
ar þau kveðja, að stökkva út úr sam-
komusalnum til þess, að komast hjá
að biðja undir sama þaki, og að gera
uppreisn á bænasamkomu (sem hann
kallar), til þess að neita þeim um
sambæn«. —
Við höfum ekki neitað neinum trúar-
systkinum okkar um samfjelag, nema
þeim, sem haldið hafa því stíft fram,
að sumir meðlimir safnaðarins væru
svikarar og færu með lygi. Þessvegna
vildum við ekki hræsna með þeim,
því öll hræsni er bönnuð kristnum
mönnum.
Annars er ýmsu enn ósvarað í þéss-
Fryst dilkakiöt
verður selt úr íshúsi Tuiiniusar dagana 15., 18., 22. og 29.
þ. m. kl. 12-^2. Verð 1.12 kr. kílóið.
Bjargráðanefndin.x