Íslendingur


Íslendingur - 25.01.1918, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.01.1918, Blaðsíða 2
14 ISLENDTNOUR 4. tbl. land, sem hún hefir getað náð í. Ef veðurfræðisstofnun væri komið hjer upp, yrði sjálfsagt eitt af henn- ar helstu ætlunarverkum að rann- saka, hvernig ísinn hagar sjer hjer við land, og reyna að 'komast eftir þvf, hvort hann sendi engin boð á undan sjer. Pað er lítt hugsanlegt, að hafísinn, þegar hann er í nánd við landið, hafi engin áhrif á ásig- komulag lofts og sævar hjer við land. Og þá ætti að geta orðið vart við þessi áhrif með þeim tækjum, sem nútímans vísindi hafa á sínu valdi, þó að menn taki eigi eftir þeim við lauslega athugun. Pað gæti iíka komið til álita, að senda menn við og við norður og vestur fyrir landið til að njósna um ferðir hafíssins. Mætti til þeirra ferða nota veiðiskip, er jafnframt notuðu ferð- ina til veiðiskapar. Líklega væri þó enn betra að nota flugvjelar til þeirra ferðalaga. Jeg er að vona, að eftir stríðið fáum vjer flugvjelar, bæði til póst- flutninga og strandvarna, og þá gæti strandvarnaflugvjelarnar einnig haft það starf með höndum, að at- huga hafísrekið. Hafísinn er sá vágestur fyrir land- ið, að það er tilvinnandi að kosta árlega allmiklu fje til að fyrirbyggja, að hann komi að mönnum óvörum. p. porkelsson. I + I Friðfinnur Pálsson, I óðalsbóndi á Skriðu í Hörgárdal, fæddur 20. des. 1863, dáinn 7. júní 1917. Pvi komstu dauði, því komstu svona fljótt, Var kveðjustundin þessa sorgarnótt, þvi hreijstu burt hinn hrausta góða hal, Pú hlijir engu sem að deyja skal. Vjer fáum aldrei fótspor dauðans sjeð, Hann jellir oft hið ýagragrœna trjeð. En eftir stendur ein með blöðin bleik Beygð til jarðar hrörleg feiskin eik. Hve veglegt fagurt var þitt œfistarf, Hver vildi ei feginn gefa slikan arf. Æska Islands lít þú á lifið hans Er leiðarstjarna að gcefu sjerhvers manns. Hann setti markið háit og sigur vann, Pað sýna verkin sem að gerði hann. Hann vjek ei fet, þó ferðin væri ei greið, Pví fjekk hann farið hina rjettu leið. Hann unni vorri sveit með sœmd og dáð Og sifelt veitti mörgum hjálp og ráð. Hann vildi bœta annars böl og nauð. Hver bjó sjer fegralof og dýrri auð. feg heyri bergmáls hljóm úr fjalla sal, Harma Ijóð sem liða um Hörgárdal. öndir hlíð mót himinbjartri sól Hnipir Skriða, hið forna höfuðból. Par sem ætið yndi og gleði var Og öllum fagnað sem að komu þar. Hver mun ei þaðan sárast sakna hans Hins sanna föðurs, góða eiginmanns. En þvi að hryggjast, örstutt leiðin er Yfir brúna, þar sem finnumst vjer. Til Ijóssins heima lyftum vorri önd, Par lifir hann und’ drottins náðar hönd. Vinur. Baráttan gegn kuldanum. Flestum þykir nóg um kuldann á deyi hverjum og ekki ábætandi. En lengi getur vont versnað. Harða vet- urinn 1881 fór frostið niður í -—-36° — og þá sagði Hjaltalín heitinn skóla- stjóri mjer, að hann hefði mælt 3 álna þykkan lagís hjer á pollinum En hvað ætli við mættum segja, ef við ættum von á öðru eins frosti og Grænlendingar og Skrælingjar norðan til í Ameríku eiga við að búa flesta vetur. Þar kcma langir frostkaflar með 40—60 gráða frosti. Eða íbúarnir í Werchoiansk norðaustantil í Síberíu. Þar kemur mesta frost er menn þekkja eða -f-720 C. Og þó berjast þeir góðri baráttu gegn kuldanum og þykir klaufa- skapur að kala. Við íslendingar erum ver settir en þessar þjóðir. Þær eiga árlega að venj- ast þessum kulda, en við ekki nema stöku sinnum og erum því svo illa undir hann búnir Hvorki höfum við húsakynni rije klæðnað sem megi við- unanlega verja okkur gegn kulda. Eini fatnaðurinn sem dugir f þessum feikna- kulda eru skinnfeldir. Grænlendingar hafa nærskyrtu úr æðar- eða álkuhömum og snýr fiðrið að kroppnum. En utan yfir hafa þeir stakka úr selskinnum eða hreindýra- skinnum og buxur og háa sokka úr skinnum. Þeir láta hárin snúa út, en holdrosann inn. Þetta er áreiðanlega hlýrra og skjólbetra. Heimskautafarar hafa innri fatnað úr ull en ytri úr skinnfeldum með hárin út á við. Þannig er útbúnaðurinn bestur. En hjer verður slíkur fatnaður ekki »( búðum tekinn*. Hjer fæst nóg af silkisvuutum og slifs- úm, en margt ekki sem er okkur miklu þarfara. Við ættum að versla við Grænlendinga og þiggja af þeim skinnavörur fyrir ullarvarning. Mikið hef jeg haft gaman af að lesa ferðabækur ýmsra sem ferðast haía um heimskautalöndin, eins og Norden- skjolds, Nansens, Mylius Erichsens, Kochs, Holms og Garde og seinast Roalds Amundsens. Vil jeg ráða þeim sem dönsku kunna til að lesa bækur þessara. höfunda því við ' íslendingar getum svo margt gott lært af þeim. Af bókum Nansens þótti mjer einna mest koma til »Eskimoliv«, hann skrif- ar manna skemtilegast. Maður þarf að lesa sumt oftar en einu sinni og hjá fleiri höfundum til að trúa þvf, svo ótrúlegt virðist hvað vesalings Skrælingjarnir geta orkað í baráttunni við hina óblfðu náttúiu. Jeg tek t. d. hvernig grænlenskur veiðimaður getur einn sfns liðs með exi, skutli og svarðreipisvað unnið á rostungi 2000 punda þungum f vök og dregið hann upp úr vökinni a’einn, fláð af honum húð og spik og brytjað hann sundur á sleðann sinn. Erfiðast er að koma dólpungnum upp á ísinn. Til þess heggur hann með exinni sex litlar vakir f röð, með litíu millibili. Því næst þræðir hann vaðendanum niður um eina vökina og upp um þá næstu þannig að með því myndast nokkurs- konar trissa eða talfa. Fyrir þetta tekst honum af eigin afli að tosa upp rostungnum. Annað vii jeg minnast á sem meira viðkemur kuldanum Það eru snjóhús- in sem Skrælingjar byggja sjer til skjóls þegar þeir eru á veiðiferðum. Tjöld duga ekkert í frostunum. Stund- um dvelja þeir lengi í snjóhúsunum og una vel hag sfnum. Jeg ætlaði ekki að trúa þvf en satt er það : f þessum kofum hafast þeir við allsnaktir og heimskautafarar þeir sem hafa heim- sótt þá segja, að inni hjá þeim sje svækjuhiti og loítið alveg furðanlega gott. Hróaldur Ámundason, sem jeg áður nefndi, sá það fljótt að tjöld gátu ekk- ert jafnast á við snjóhús á vetraríerð- um. Harin ljet því Skrælingja kenna sjer að byggja snjókofa. Sama gerði Mylius Eiichsen og þeir fjelagar. Þeir bjuggu í snjókofa margar vikur og f þeim hfbýlum lá Moltke málari fár- veikur. Án sjóhússins hefði hann alls ekki komist lffs af. Hróaldur lýsir því f fyrirlestri er hann hjelt f landfræðingatjelaginunorska (Rolfsen: Lande og Folk. Geografien. II. Del. Kbh. 1914, bls. 783 — 788), hvernig Skrælingjar byggja snjóhús sín. Skal jeg stuttlega tilfæra hjer hið helsta úr frásögu hans: Fyrst er vandinn að velja góðan snjó. Til þess hafa þeir sjer til hjálp- ar staf sem þeir kalla »hervond« og er úr upprjettu hreindýrshorni með broddi úr pólnautsbeini. Með þessum galdrastaf kanna þeir snjóinn, en hvers- konar prik gerir auðvitað sama gagn. Qest er að efst sje lausamjöll, en þar undir harðfenni, þó ekki of samanbar- in fönn eða svelluð. Nú moka þeir burt lausamjöllinni, afmarka hússtæðið og kasta snjónum kringum grunninn. Síð- an skera þeir út úr harðfenninu þunna en nokkuð háa hnausa. Til þess nota þcir langskefta og langblaðaða hnífa svlpaða hákarlaskálmum. Og nú hlaða þeir húsið innan írá, einungis úr hnaus- um er þeir taka upp úr sjálfri tóft- inni, en hún dýpkast jafnóðum. Það þarf sjaldan að grípa til verkefnis ut- an við kofann. Þeir leggja nú hnaus við hnaus, ,en þannig að endarnir mæt- ast ekki, heidur leggst næsti hnaus lítið eitt á snið innan við endann á þeim fyrsta o. s. frv. uns hringurinn er lokaður. Svo kemur næsta röð þar oían á og sækist verkið fljótt þar sem hnausarnir eru nokkuð háir. Kofinn verður kúpumyndaður og vandinn er að hlaða hnausunum þannig að smám- saman hvelfist loltið uns gat er eftir á mæninum. Þessu gati loka þeir seinast með haglega tilsniðnum tappa úr snjó. — Venjulega , hjálpast hjón að við bygginguna. Maðurinn stendur inni og hleður, en konan hjálpar til utan við kofann með því að þjetta veggina og dengja að þuitn meiri snjó svo þeir verði þykkri. Inni í kofanum verður smámsaman töluverður úrgang- ur af snjó. Sá úrgangur notast til að byggja úr pallinn þar 3em sofið er og eldað. Þegar maðurinn hefir lokið koía- byggingunni og múrað sig alveg inni, sker hann op á kofann í hæð með pallinum og fer út, en konan fer inn í hans stað. Hann rjettir henni öll búsgögnin, lyrst fjölda af hreindýra- skinnum og selskinnum til að breiða yfir pallinn og því næst spiklampann eða koluna og öll eldhúsáhöld. Að því búnu er aftur hlaðið í gatið. Hið fyrsta sem hún nú gerir er að kveikja á kolunni — kveikurinn er úr mosa, en sjálfur lampinn er trogmyndaður úr járni og hún fyllir hann með því að fyggja spik og spýta því á lampann. Því næst fyllir hún pott rneð snjó og hengir yfir koluna á prik, sem hún stingur inn í kofavegginn. Nú lof að hitna inni í kofanum. Bráðnar þá insta snjólagið á loftinu og á veggjunum, en frýs jafnskjótt svo alt verður gler- að og gljáandi. Hnausarnir frjósa sam- an og þjettast. Síðan breiðir hún leld- ina á palliun og selskínn á gólfið. Og meðan þessu fer fram inni í kofanum hefir maðurinn byggt 3—4 metra langan, lágan, boginn gang upp að kofanum. Hann bfður síðan eftir rnerki frá konu sinni og að þvf fengnu brýtur hann nýtt gat á kofann úr ganginum og skríður inn. Verkið tek- ur þau I */2 klst. — Kofarnir eru mis- munandi stórir, alt eftir því hvað fjöl- skyldan er stór, þeir stærstu sem Hróaldur sá voiu alt að 25 fet að ummáli og 14 fet á hæð, en það voru hreinar hallir fyrir íjölda manns, en venjulega langtum minni eða 10—15 fet að ummáli. Þegar byggingunni er lokið flytja íbúarnir inn í húsið. Þeir skríða hver á eftir öðrum inn um göngin. Fyrst hrista þeir og bursta af sjer snjóinn. Þá er tekið til snæðings. Harðfrosið spik og selskjöt, hreindýrakjöt eða önnur vilhbráð er þýdd í katiinum, en annars etin hrá nema mikið sje haft við. Og þegar allir eru mettir, af- klæðast þeir hverri spjör og leggjast til værðar allsnaktir á pallinum hver upp að öðrum og breiða ofan á sig stóru hreindýraíeldina. Ef þeir hafa nóg að bíta og brenna halda þeir máske lengi kyrru fyrir f sama kofan- um, annars halda þeir lengra áleiðis, yfirgefa þennan koía og byggja sjer nýjan þar sem betra er til fanga. Ef þeir ætla að dvelja lengi í þess- um sama kofa setja þeir á hann glugga og ditta að honum enn betur til að gera hann hlýrri. Rúðurnar tá þeir úr glærum ísnum á vatni eða á þar f grendinni. Höggva út einn eða tvo jaka mátulega stóra og steypa þá inn í þar til gerðar gluggatóftir á veggn- um. Loftræstingin tekst furðanlega með því að súg leggur inn ganginn og á loftinu er dálítill strompur. Þeg- ar kaldast er, er skinn hengt fyrir ganginn eða snjóhnaus lagður fyrir opið. Hróaldur hafðist við í snjókofa í 62° lrosti og Ijet vel yfir, en hann hafði »prfmus« í stað lýsiskolu. Myl- ius hafði aðeins lýsislampa og kvart- aði yfir hve hann fiafði rokið mikið og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.