Íslendingur - 25.01.1918, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR.
• • • # • • • J • • • • • • • • ••••• •-• • •-• ♦-•■•'• •- • • • •-•-♦-•-•-♦ ■•••••♦♦ -•-•-•-•-♦-•-• •-•- ♦ • • ♦- ♦ ♦ -♦ ♦-•-♦ ■ • ♦♦♦ ♦ ♦-#-
4. árg. • Ritstjóri: Sig. Einarsson Hlíðar. — Akureyri, föstudaginn 25. janúar 1918.
4. tbl.
Jarðarför
föður okkar og tengda-
föðurs kaupm. Snorra
Jónssonar, fer fram frá
heimili okkar næstkom-
andi miðvikudag kl. 11 ‘|2
f. h.
Rögnvaldur Snorrason
öunnar Snorrason
Sigríður Sveinsdóttir.
Snorri Jónsson,
kaupmaður á Oddeyri,
ljest á heimili sínu að morgni [3.18.
þ. m., 69 ára gamall. Hann var
fæddur 7. júlí 1848 að Holárkoti í
Skíðadal, þar bjuggu foreldrar hans
við mestu fátækt. Var hann hjá þeim
framyfir fermingaraldur eða þar til
að hann rjeðst í vinnumensku. í
vinnumensku var hann á Uþsum
og Sauðanesi þar til hann sigldi til
Danmerkur 24 ára. Lærði hann
þar stórskiþasmíði, en að því námi
loknu var hann nokkur ár í sigl-
ingurn út um heim sem timbur-
maður. Fyrsta árið eftir að hann
kom heim til íslands var hann í
Hvammi í Höfðahverfi, en síöan alt-
af á Akureyri. Settist hann að hjer
í bæ fyrir tæpum 40 árum; lagði
hann fyrst stund á skipa- og húsa-
smíði, uns hann byrjaði kaupskap,
í fyrstu aðallega trjáviðarverslun.
Fyrir rúmum 20 árum byrjaði hann
á sjávarútgerð og hefir rekið hana
síðan jafnhliða versluninni. Hefir
hann því brotist í mörgu og þótt
jafn hygginn og jafn atorkusamur í
öllu, enda græddist hojium brátt fje,
þótt efnalaus kæmi frá Danmörku,
svo að hann var nú talinn með efn-
aðri mönnum þessa bæjaríjelags.
Hann kvongaðist í Danmörku og
gekk að eiga Lovísu Loftsdóttun
bónda á Sauðanesi í Svarfaðardal
Varð þeim hjónum þriggja sona
auðið:
1. Jón, dó á öðru ári.
2 Rögnvaldur, kauprn. á Oddeyri.
3. Ounnar, verslunarmaður.
Var hjónaband þeirra hið ástúð-
legasta og besta í alla staði, enda
var frú Lovísa fyrirmyndar húsmóð-
ir og móðir; hún andaðist 1907 og
var mjög harmdauði einkum manni
sínum og sonum.
Með 'Snorra sál. Jónssyni á þessi
bær á bak að sjá einum af elstu og
merkustu borgurum sínum og mun
vandfylt það skarð.
Snorri sál. var orðlagður elju- og
atorkumaður, fáskiftinn, en fastur
fyrir og fylginn sjer þar sem hann
lagðist á. Hjálpsamur var hann og
raungóður og tryggur vinur vina
sinna.
Mun þessi bær lengi geyma minn-
ingu hans.
Gagnsemi
veðurfræðinnar.
. ígreininni »Haröindi« í næstsíðasta
tbl. »ísl.« skrifar hjeraðslæknir Stein-
grímur Matthíasson: »Veðurfræðin
er því miður enn of ung vísinda-
grein til að koma að praktiskum
notum.« Af því setning þessierall-
villandi, ef hún er skilin bókstaflega,
verð jeg að gera við hana nokkrar
athugasemdir. Jeg býst reyndar eigi
yid því, að hinn heiðraði höfundur
áminstrar greinar hafi meint veður-
fræðinni það eins illa og hann segir.
Pví að jeg veit, að hann þekkir vel
til veðurfræðisstofnana erlendis og
þeirra starfsemi. Ef veðurspár þeirra
kæmu að engum notum, mundu
ríkin varla halda þeim stofnunum
uppi ár eftir ár, með ærnum kostn-
aði. Veðurfræðisstofnanirnar segja
daglega, hvernig veðurútlitið sje fyrir
næsta dag, og reyndin er sú, að
veðurspárnar eru ætíð næstum rjett-
ar, og þeir, sem gefa þeim gaum,
hafa af þeim gagn. Sjerstaklega eru
þessar veðurspár til mikils gagns
fyrir menn við sjávarsíðuna með því
að vara þá við óveðrum, sem í hönd
fara, og til þess að sem flestir gefi
þeirra gætur, hafa t. d. Danir látið
reisa merkistengur í mörgum sjávar-
þorpum til að veðurfræðisstofnunin
gefí þar merki, þegar hætta er á ferð-
um vegna illviðris. Virðist mjer þetta
vottur þess, að Danir álíti veður-
spádómana bæði nokkuð ábyggi-
lega og gagnlega.
Mjer þykir og Þorvaldur Thor-
oddsen í bók sinni »Árferði á ís-
landi* taka nokkuð djúpt í árina, er
hann segir: »Alt það sem veðráttu
snertir er alstaðar mjög óreglulegt,
hvikult og hverfult, svo enginn get-
ur spáð með vissu til næsta dags,
hvað þá lengur.« Nema orðið alstað-
ar eigi aðeins við alstaðar á íslandi.
Getur það þá til sanns vegar færst,
eins og þekkingu manna hjer á landi
nú er farið.
En þó að víða annarstaðar sje
hægt að spá til næsta dags um veð-
ur, er það þó mjög mismunandi,
hve langt fram í tímann unt er að
spá. Það fer mikið eftir staðháttum.
Hjer á landi vantar algerlega innlenda
rannsókn í veðurfræði, svo að eigi
er unt að svo stöddu að segja, hvort
hægt muni vera að segja fyrir um
veður svo löngu fyrir, að það komi ,
að notum. En það er auðsjeð, að
vegna þess, hve landið er afskekt,
verða miklir örðugleikar á því að
spá hjer um veður eftir veðurat-
hugununum. Einkanlega á þetta við
suðvesturlandið; mjer viróist að
miklu auðveldara inuni vera að segja
fyrir veðri á norðausturlandinu; að
minsta kosti man jeg eftir skaðaveðr-
um hjer á Norðurlandi, sem auð-
velt var að sjá af veðurskýrslunum
að voru í vændum. Hefði veður-
fræðisstofnun þá verið hjerá landi,
hefðu veðurspár hennar getað kom-
ið í veg fyrir slys, sem þá uróu.
Hvort nokkuð svipað muni inega
gera á suðvestur landinu, skal jeg
láta ósagt; en mjer þykir það eigi
ósennilegt, að það megi einnig þar
með nokkrum fyrirvara spá veðri
ekki síst, ef greinileg veðurskeyti
fengjust frá útlöndum. Pau skeyti
mundu þó kosta allmikið, nema ná-
ist í þau þráðlausu veðurskeyti, sem
að öllum líkindum verða send frá
Eiffelturninum í París, er stríðinu
linnir. Byrjað var að senda þessi
skeyti nokkru fyrir stríðið til leið-
beiningar fyrir skip, sein sigla um
Atlantshafið og geta tekið á móti
þráðlausum skeytum. En sennilega
hefir verið hætt við þau aftur, með-
an striðið varir.
Jeg hygg því, að veðurfræðin gæti
komið hjer að allmiklum notuin, og
sömu skoðunar hafa þeir alþingis-
menn verið, sem fluttu á síðasta
Alþingi frumvarp um stofnun veð-
urfræðisstofnunar í Reykjavík. Mjer
er eigi kunnugt, hverjar undirtektir
þetta frumvarp fjekk á þingi; það
varð eigi útrætt, ásamt fleirum frum-
vörpum.
Hins vegar er því eigi að leyna,
að veðurfræðin er þess eigi megn-
ug, að sjá langt fram í timann;
meira að segja hafa veðurfræðingar
látið rannsóknir á þeim efnum held-
ur sitja á hakanum til skamms tíma,
líklega af því að þeim hefir þótt
fyrirsjáanlegt, að það gæti aldrei
orðið um annað að ræða en heldur
Það tilkynnist vinum og
vandamönnum, nær og Ijær, að
okkar hjartkæra móðir i,g
tengdamóðir, Hólmfrlður Jóns-
dóttir, andaðist að heimili
okkar 20. þ. m.
Jarðarförin fer fram föstud.
1. febr. frá heimili okkar, Gler-
árgötu 7, og byrjar með h'ús-
kverju kl. 12 á hád.
Stefanía Sigurdardóttir.
Eggert Guðmundsson
óábyggilegar. líkur, þegar spá ætti
langt fram í tímann. Vjer megum
eigi vonast eftir því, að veðuríræð-
in geti sagt oss, hvernig muni viðra
um heiian vetur, en auðvitað væru
slíkir spádómar þýðingarmestir fyrir
íslenskan búskap, ef þeir þá væru
svo ábyggilegir, að eftir þeim mætti
fara á haustinu, er sett væri á heyin.
í nánu sarnbandi við veðráttuna
íslensku eru hafísarnir. Vetrarhörk-
urnar og vorharðindin stafa oftast
beinlínis af ísnum; og í herferð
þeirra gegn landsmönnum er hon-
um ætlað það hlutverk að leggja
hafnbann á Norðurland, svo að menn
geti eigi dregið að sjer forða annar-
staðar frá gegn harðindunum.
Porvaldur Thoroddsen hefir látið
þá skoðun uppi, að ekki verði um
það sagt með neinni vissu fyrir
fram, hve nær sje hafísa von. Petta
er í samræmi við það, sem sagt hei-
ir verió hjer um veðurspádóma til
lengri tíma. En þó að eigi sje unt
að segja fyrir hafískomum löngu
fyrir, þá væri það þó til stórmikils
gagns, e! sagt væri fyrir um hafís-
komur með nókkurra vikna eða jafn-
vel. daga tyrirvara. Jafnvel í þeiin til-
fellum, þegar flestum virðist það
liggja í augum uppi, að hætta sje
á því, að hafís hindri skipagöngur
við Norðurland, þá væri mikils uin
það vert, að einhver hefði það hlut-
verk að segja til hættunnar, því að
altaf eru það einhverjir, sem ekki
taka eftir hættunni og þuría viðvör-
unar við.' Petta sjest best á ierða-
lagi »Lagarfoss«. Pegar það frjettist,
að hann hefði eigi komist fyrir Horn
vegna iss, bjuggust víst fiestir Norð-
lingar við hafísnum hjer á hafnir
Norðurlands, því að þá er öðrum
vá fyrir dyrum, er einum er innum
koinin; en okkur vantaði þá stofnun,
sem bæri skyldu til aö minna þá á
hættuna, sem ráða fyrir ferðum »Lag-
arfoss«.
Veðurfræðisstofnunin í Kaup-
mannahöfn hefir um mörg ár hald-
ið uppi veðurathugunuin hjerá Iandi
og jafnfraint hefir hún safnað öllum
þeim skýrslum um hafísa hjer við