Íslendingur - 15.02.1918, Page 2
26
ISLENDINOUR
7. tbl-
Handa vinn ukenslu
byrja jeg mánudaginn 18. febrúar.
Valgerður Ólafsdóttir,
Brekkugötu (Brunastöðinni).
Klúbbskem tun
— hin síðasta —verður haldin í Templarahúsinu næstk. sunnudag kl. 7 e. h
Nokkrir aðgöngumiðar að skemtuninni fást keyptir við innganginn.
Erlendar símfrjettir.
Khöfn 6.—13. febr.
Friðarsamningar voru undirritaðir
í Brest—Litovsk kl. 2 á laugardag-
inn milli miðríkjanna og Ukraine-
stjórnar.
Amerískt herflutningaskip hefir
verið skotið í kaf hjá írlandi, 205
menn fórust.
Seudinefnd var gerð til Finnlands
til þess að sækja sænska borgara.
Segir hún þaðan hræðilegar frjettir
af ástandinu. Stjórnleysi fer altaf í
vöxt.
Rússneskir sjóliðsmenn ræna í Hels-
ingfors. Rússar ætla að senda her-
lið til Finnlands til pess að vernda
ríkiseininguna. Maximalistar hafa
rekið sendiherra bandamanna úr
landi.
Seidlerstjórnin hefir orðið í minni-
hluta í austurríska þinginu, en keis-
arinn vill ekki veita stjórninni lausn.
»Vorwártz" hefir verið dæmt
fyrir landráð.
Rússneskir hermenn hafa móðg-
að sendiherra Dana í Petrograd, en
Trotsky hefir síðan beðið fyrirgefn-
ingar.
Pólverjar hafa tekið herbúðir
Rússa við Mohilev og handtekiö
hershöfðingjann og herráð hans.
Maximalistar hafa afnumið öll
landslög.
Orusta var háð hjá Tammarfors
á Finnlandi. Vann stjórnarherinn þar
sigur á 10,000 Rússum.
Venizelos hefir Iátið varpa Skulu-
dis og Lombros í fangelsi.
Friöarsamningar Ukraine og Mið-
ríkjanna hafa verið birtir; helstuat-
riðin: Fullkominn friður og vinátta
með málsaðiljum og opinbert stjórn-
málasamband, engar hernaðarskaða-
bætur, hertekin lönd yfirgefin, her-
teknir menn fái heimfararieyfi, versl-
unarviðskifti þegar hafin, landamæri
ákveðin.
Maxímalistar vilja ekki undir-
skrifa friöarsamninga, en yfiriýsa þó,
að ófriðarástandið sje upphafið og
rússneski herinn algerlega uppleyst-
ur.
Mackensen hefir sett Rúmenum
„ultimatum". Stjórn Rúmeníu hefir
sagt af sjer. Ferdinand hefir beðið
Averescu hershöfðingja að mynda
nýja stjórn.
í Finnlandi magnast stjórnleysi,
morö og manndráp.
Syndicalistar í Khöfn gerðu á-
hlaup á Börsen, brutu glugga, hús-
gögn o. s. frv., lögreglan tvístraði
múgnum og hnepti fjölda manna f
fangelsi.
(Einkaskeyti Morgunblaðsins.)
Bannlagabrot.
Nýlega hafa 5 menn verið sektaðir
í Reykjavík fyrir bannlagabrot: Gunn-
ar Sigurðsson veitingamaður í Báru-
búð um 500 kr., N. Petersen í Berg-
staðastræti um 300 kr., tveir menn af
»Villemoes€ um 200 kr. og einn af
»Í3Íandi« um 200 kr.
í Hafnarfirði var skipstjóri seglskips-
ins »San«, sem nýkomið er frá Spáni
með salt, sektaður um 240 kr.
(Eftir Lögrjettu.)
»Dagur«
heitir biað, sem hóf göngu sfna hjer
f bæ sfðastliðinn Sprengidag. Ritstjóri
þess er Ingimar Eydal kennari. Blað
þetta er f mjög litlu broti; á það að
koma út tvisvar í mánuði; verð ár-
gangsins er 2 kr.
í innganginum telur ritstjórinn, að
hjer ( landi sjeu f raun og veru ekki
nema tveir flokkar, nú sem stendur.
Annnarsvegar sjeu flestir kaupmenn og
þeirra íylgifiskar, sem sje illa við lands-
verslunina og f nöp við samvinnustefn-
una; hinumegin þeir, er telji lands-
verslunina þjóðarnauðsyn, meðan strfð-
inu ekki slotar, og þeir, sem unni
samvinnuhugsjóninni. Er þá og ofur
eðlilegt, eftir slfka fullyrðingu, að hann
nefni þessar stefnur: Kaupmannastefnu
og samvinnustefnu. — Þar er enginn
meðalvegur.
Er þvf ekki að Ie/na, að oss finst
gæ.ta eigi alllítillar ósanngirni í þess-
ari staðhæfingu blaðsins og býsna kyn-
legt, að ritstjóri þess skuli hafa sleg-
ið þessu fram, jafn órökstuddu. Er
það bert, að blaðið og aðstandendur
þess ætla að fylla flokk »Tímans«, sem
virðist helst stefna að þvf, að koma
allri verslun landsins í hendur sam-
vinnufjelaga, nema á þeim vöruteg-
undum, sem landsstjórnareinokun á að
spenna yfir. Þetta á að vera »fram-
sökn«.—Fyrir þá sök, að þessi flokk-
ur — »Tímans«menn — óttast það, að
»íslendingur« verði andvfgur þessari
verslunarstefnu, reyna þeir nú að
hnekkja áliti hans, þar sem því verð-
ur við komið og er þá sú aðferð helst
notuð meðal kaupfjelagsmánna, að fuli-
yrða, að hann sje andvfgur samvinnu-
hugsjóninni, keyptur af kaupmönnum
og sje afturhaldsblað. Þetta hefir »Dag-
ur« gripið á lofti og hampar nú fram-
an f lesendum sínum.
»íslendingur« hefir hingað til ekki
farið neitt dult með skoðanir sfnar,
leitast við að ræða landsmálin fyrir
málsins sök, en forðast að blanda per-
sónum inn í, að svo miklu leyti, sem
hægt hefir verið. Samvinnustefnuna
hefir hann látið hlutlausa f seinni tfð.
Meðan kaupfjelögin voru aðeins sam-
tök bænda til þess að koma afurðum
sínum í hærra verð en áður og fá
hagfeldari innkaup á erlendum vörum,
virtist oss stefnt f rjett horf; en nú,
þegar nýr flokkur rís upp með það
aðallega fyrir augum, að hóa kaup-
fjelagsmönnum og öðrum, einkum bænd-
um og verkamönnum, saman í eina
hvirfing um samvinnustefnuna, gera
hana, hin írjálsu samtök bænda, að
landspólitiskri klfku, til þess að koma
allri verslun landsins í hendur einu
allsherjar „amvinnufjelagi, þá sáum
vjer, að samleið áttum vjer ekki ieng-
ur í þessu efni. Er það föst og óbif-
ánleg sannfæring vor, að samvinnu-
stefnan sje heppilegust og geri mest
gagn eins og hún hefir verið rekin
hingað til hjer á landi f samkepni
við kaupmenn. Verði þessum keppi-
nautum kaupfjelaganna bolað af velli,
reki brátt að því, að kaupfjelögin verði
sá verslunarhringur, sem vjer vildum
gjarna losa oss úr. Verslunarástandið
yrði lftið betra eða jafnvel verra en
áður en kaupfjelögin komu hjer til
sögunnar. Og hve lengi halda þessir
nýmóðin3 samvinnumenn að þeir geti
haldið andstæðunum — bændum og
verkamönnum saman? Er það hugsan-
legt, að verkamaðurinn fylgist lengi
með kaupfjelagshreyfingu, sem aðeins
væri gróðaíyrirtæki framleiðenda —
bænda?
Af því sem hjer er sagf vonum vjer
að allir sanngjarnir menn sjái, að vjer
erum ekki kaupfjelagsskapnum and-
vígir, þó vjer getum eigi átt samleið
með þeim mönnum, sem að vorum
dómi eru að beina honum inn á skakka
braut. Og það er hættulegur misskiln-
ingur hjá þessum mönnum, ef þeir
halda að kaupfjelagsmenn yfirleitt sjeu
þeim þakklátir fyrir þessa stefnubreyt-
ingu. Hinir gætnari menn sjá, að
kaupfjelagsstefnan þrffst best meðan
henni er haldið fyrir utan flokkspóli-
tiskar æsingar og öfgar.
Kvikmyndir.
Laugardaginn 9. þ. m. íór jeg í
»Bíó«. Myndin sem sýna átti var á
götuauglýsingum nefnd »George«. Hún
var líka sýnd, og gafst þar á að lfta
aumustu og svívirðilegustu sýning kvik-
myndar, sem jeg nokkurntíma hefi
sjeð. Lftilmótlegustu og lægstu hvatir
kvensniptar einnar eru dregnar þar
upp með slfkum ofsa, að manni hrýs
hugur við. Jeg heyrði líka fólk um-
hverfis mig tala um, að rjettast væri
að ganga af sýningunni. Um gang
myndarinnar vil jeg ekki tala hjer.
Mjer þykir hann svo soralegur.
Það, sem knýr mig til þess að rita
línur þessar, er aðallega tvent: Fyrst
og fremst það, að reyna að opna augu
foreldra þeirra, sem senda börn sfn
á kvikmyndasýningu, fyrir því, að þau
grenslist vel eftir, hvað er á boðstól-
um, áður en þau geta börnum fje til
þess að eyða því til jafn lítilíjörlegr-
ar og siðspillandi skemtunar og illar
kvikmyndir eru. Jeg tel ofangrcinda
mynd í röð hinna verstu.
Annað er það: að vekja máls á þvf,
að til þess að stemma stigu fyrir sið-
spillandi áhrifum kvikmynda, hafa ut-
anlands víða verið settar reglur um
eftirlitsmenn og þeir skipaðir. Hafa
þeir fult leyfi til þess, að banna al-
gerlega sýningu mynda þeirra, er sið-
spillandi þykja, eða að minsta kosti
takmarka sýningu þeirra. Slíka eftir-
litsmenn hygg jeg að skipa ætti hjer
á landi jafnframt þvf, sem kvikmynda-
hús rísa upp. Bæjarfógetar og sýslu-
menn vœru .sjálfskipaðir, þar sum þeir
eiga heima á staðnum. Ef þeir þá
ekki væru hluthaíar f fyrirtækinu.
Jafnvel nú, þó ekkert ákvæði sje
til um þetta, lít jeg svo á, að bæjar-
fógeti geti bannað, minsta ko3ti, að
börnum sje ieyfður aðgangur að slík-
um myndum, sem þeirri. er jeg hjer
að oían hefi nefnt; sjái eigendur »Bfós«
ekki sóma sinn f þvf, að banna það
ótilkvaddir, nú þegar þeir hafa sjeð
þessa saurmynd.
Illar myndir eru eins skaðlegar feg-
urðar og velsæmistilfinningunni eins
og góðar myndir geta verið lærdóms-
ríkar.
Ritað 12, febr. 1918.
Ing. /ónsson.
1
I sófahorninu.
V.
Bóndi nokkur, gamall og vitur, hafði
margt að segja frá sínum bernskuárum.
Sjerstaklega var honum hugþekt að
minnast þess að foreldrar hans höfðu
Iítinn garð að húsabaki. Skiftu þau
honum f reiti. Hafði hvert barn sinn
ákveðna blett til ræktunar og allrar
hirðingar. Leiðbeintu foreldrarnir þeim
í því verki.
Börnin áttu alt sem óx í þeirra
hluta af garðinum; máttu þau fara
með það eins og þau vildu.
Enginn hegning varð börnunnm eins
sár og sú að gera mistök eða fá á-
vítur íyrir það, sem þau unnu f garð-
inum.
En ekkert varð þeim meira til gleði
en það, að sýna þeim, sem komu,
beðin sem 'þau áttu sjálf, og einnig
hitt, ef aukið var við reitina af því
að starfskraftarnir uxu.
Þegar börnin komu úr skólanum
á daginn flýttu þau sjer út f gaiðinn
til að sjá ef nú væri eitt eða annað
blóm sprungið út, eða nú væri þörf
á að vökva og annað að starfa þar
inni.
Margt, sem börnin lærðu f skólan-
um, stóðu þau augliti til auglitis við í
garðinum heima.
Með þessu varð snemma vakin skiln-
ingur barnanna fyrir skipulagi, hrein-
læti, innileik og fegurð.
Á einu sumri lærðu þau, á þennan
hátt, meira en mörg önnur börn á
heilu ári.
Þegar ávextir þroskuðust á trjánum,
þá voru valdir þeir bestu af þeim tll
að gefa foreldrunum þá. Og gamli
maðurinn lauk máli sfnu á þennan hátt:
þannig varð mjer jarðræktin kær, hún
er heldur ekki annað en garðyrkja í
stærri stfl.
(Lausl. þýtt.)