Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1918, Page 4

Íslendingur - 15.02.1918, Page 4
28 ISLENDINOUR 7. tW. -•• • • • •••••••••••• • •-• •-• • • • ••-•••• • • •.•-•. •-•-•-•-•'•- drengskaparvottorð um birgðir þessar á eyðublöð á sama hátt og móttakendur seðlanna. Heildar- skýrslu um birgðirnar í hverjum hreppi eða bæ sendist landsverslun tafarlaust símleiðis, en frum- skýrslurnar með fyrstu ferð. 6. gr. Almenn seðlaúthiutun fer fram á ijögra mánaða fresti og verða seðlar aðeins látnir af hendi, eftir að fyrsta úthlutunin hefir farið fram, til þeirra sem skiía stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og heimilisfangs. Undantekning frá úthlutunarreglunni er önnur almenn seðlaúthlutun, er fari fram 29. og 30. júní þ. á. Og gildi aðeins til tveggja mánaða, en veiti rjett til fjögra mánaða forða ef hann er fyrir hendi. 7. gr. Seðlarnir skulu vera tvennskonar, sykurseðlar og kornvöruseðlar. Hver kornvöruseðill gildir fyrir einn mann í fjóra mánuði og er ávísun á 40 kílógr. kornvöru. Seðillinn skiftist í stofn og 16 reiti, sem gilda 2% kílógr. hver. Má klippa þá hvern frá öðr- um en varast skal að skerða reitina sjálfa eða stofninn. 8. gr. Hver sykurseðill gildir fyrir einn mann í fjóra mánuði. Skiftist hann í stofn og 16 reiti, er gilda % kílógr. hver, og má klippa þá sundur á sama hátt og kornvöruseðlana. Við Kithlutunina fá þurra- búðarmenn seðlana óskerta, en af seðlum þeirra, er grasnyt hafa og aðallega stunda landbúnað, skulu bæjarstjórnir og hreppsnefndir láta klippa þá fjóra reiti, sem lengst eru frá stofninum, óg varðveitast þeir með seðla-afgangi þeim, sem hreppsnefndir og bæjarstjórnir eiga að standa landsverslun skil á. 9. gr. Brauðgerðarhús mega eigi selja brauð nema gegn brauðseðlum, er skulu útgefnir af bæjarstjórnum eða hreppsnefndum og fást gegn afhendingu korn- vöruseðla. Við seðlaskiftin fái móttakandi brauð- seðils 10% meira kornvöruígildi í brauðseðlinum en hann lætur af hendi í kornvöruseðlinum. Brauð- gerðarhús, er þarfnast brauðefnis, afhendi brauð- seðlana bæjarstjórnum eða hreppsnefndum gegn jafngildi þeirra í kornvöruseðlum, sem almenning- ur hefir áður af hendi látið gegn brauðseðlunum. Sá 10% halli, er á þenna hátt verður við skifti seðlanna hjá bæjarstjórnum og hreppsnefndum, bætist þeim upp af seðlaafgangi landsverslunar í vörslum þeirra, sbr. 4. gr., en skilagrein yfir þá aukaúthlutun skal senda landsverslun. Brauðgerðar- húsin sendi síðan kornvöruseðlana með pöntunum sínum til seljenda brauðefnisins. Með leyfi lands- verslunar geta brauðgerðarhús fengið aukreitis hjá bæjarstjórnum eða hreppsnefndum kornvöru- og sykurseðla til notkunar við innkaup á efni til köku- gerðar. 10. gr. í hverri sýslu og kaupstað skal vera bjargráða- nefnd og skipa hana sýslumaður, bæjarfógeti eða borgarstjóri ásamt tveim mönnum er hlutaðeigandi sýslunefnd eða bæjarstjórn kýs. Nú eru ekki nægar kornvöru- eða sykurbirgðír fyrir hendi í landinu eða einhverjum hiuta þess til þess að selja gegn þeim seðlum, sem þegar hefir verið úthlutað, og skulu þá bjargráðanefndir í sam- ráði við landsverslun gera áætlun um hve birgðirn- ar endist lengi og skipa fyrir um hve miklum hluta seljendur varanna megi veita móttöku af úthlutuð- um seðlum, þar til nýr forði bætist við í landið eða landshluta þann, sem um er að ræða. Ef bjargráða- nefndum þykir ástæða til, skulu þær og setja ákvæði um skamt einnar eða fieiri kornvörutegunda vegna skorts á þeim að tiltölu við aðrar tegundir og skulu þá seljendur rita aftan á stofn seðilsins hve mikið af þeirri vörutegund, sem þannig er skömtuð, sje seld í hvert sinn, svo og nafn verslunarinnar, þann- ig að sjeð verði á seðlinum hve mikið eigandi hans hafi þegar fengið keypt af vörunni. Póknun fyrir störf bjargráðanefnda greiðist úr hlut- aðeigandi sýslu- eða bæjarsjóði. 11. gr. Sje kornvara keypt þannig að ekki standi á 2'h kilogr. getur seljandi gefið kaupanda viðurkenningu fyrir að hann eigi óafhent það sem vantar á að hann hafi fengið fult kornvöruígildi seðilreitsins (2lh kilogr.). 12. gr. Kaupmenn og fjelög, er panta kornvörur og syk- ur hjá heildsölum innanlands eða landsverslun, skulu senda með pöntunum sínum kornvöru- og sykur- seðla, er svara til vörumagr/s pöntunarinnar. Sje það óframkvæmanlegt vegna þess að pöntun sendist símleiðis eða af því að seðlar eru eigi innleystir, skulu þeir sendir svo fljótt sem unt er. Fyrir seðla- sendingar þessar greiða sendendur ekki burðargjald. Engar pantanir má afgreiða án samþykkis lands- verslunar og skal þess ávalt getið hvort seðlar hafi fylg pöntun eða ekki þegar samþykkis er leitað. 13. gr. Innflytjendur kornvöru og sykurs skulu, jafnskjótt og þeir fá þær vörur frá útlöndum, tilkynna lands- verslun hve mikið þeir hafi fengið af hverri vöru- tegund. Mega þeir eigi selja vörurnar nema gegn seðlum, sbr. þó 12. gr. Seðlana skulu þeir senda landsverslun jafnótt og þeir fá þá í hendur. 14. gr. Nú telur landsverslun nauðsyn bera til að flytja kornvöru eða sykur frá einum landshluta í annan, og skulu þá vörueigendur skyldir að hlíta fyrirskip- unum þeim, er iandsverslun kann að gera um ráð- stöfun varanna. 15. gr. Fyrir rýrnun kornvöru og sykurs við flutning og sölu, eða ef vörurnar verða fyrir skemdum, fá hlut- aðeigandi kaupsýslumenn hæfilega seðlafúlgu hjá bæjarstjórnum eða hreppsnefndjim eftir ákvörðun og fyrirmælum landsverslunar. 16. gr. Bjargráðanefndir skulu hafa á hendi eftirlit með því, að steinolíu, sem berst til umdæma nefndanna, verði skift niður eftir þörfum í umdæminu, og ber kaupmönnum og öðrum, sem hafa keypt steinolíu af innflytjendum, að hlýða fyrirmælum nefndanna um úthlutun og sölu olíunnar. Hinsvegar verða inn- flytjendur að hlíta ákvörðun landsverslunarinnar um skifting á innfluttri steinolíu milli umdæmanna. 17. gr. Smjörlíki má ekki selja nema eftir ráðstöfun hlut- aðeigandi bjargráðanefndar, sem setur reglur um söluna. 18. gr. Landsverslunin annast allar frekari framkvæmdir reglugerðar þessarar. 19. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt að 10 þúsund krónum og fer um þau mál sem önnur lögreglumál. 20. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er með henni numin úr gildi reglugerð 11. apríl 1917 um aðflutta kornvöru og smjörlíki, reglugerðir 18., 21. og 26. apríl 1917 um viðauka við reglugerð 11. apríl 1917 um aðflutta kornvöru og smjörlíki reglu- gjörð 16. maí 1917 um breyting á reglugerð 16. apríl 1917, reglugerð 7. ágúst 1917 um úthlutun og sölu steinolíu, reglugerð 5. september 1917 um notkun mjölvöru og um sölu á landssjóðssykri, reglugerð 30. nóvember 1917 um festun á fram- kvæmd ákvæða um sykurseðla og reglugerð 14. desember 1917 nm afnám ákvæða um höftábakstri bakara. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 23. janúar 1918. Sigurður Jónsson. Jói) Hermannssoi). Munið eftir aðalfundi Dýraverndun- arfjelagsins á sunnudag- inn kl. 2 hjá Fanndal. Húseignin nr. 28 ( Aðalstræti er til sölu ásamt stórri lóð. Lysthafendur semji við undirritað- an fyrir io. mars n. k. Akureyri 14. febrúar 1918. Karl Magnússon. T-a-p-a-s-t hefir hundur, svartbotnuhosóttur, með hvítan hring um hálsinn, og Iítinn blett hvítan öðrumegin á trýn- inu, og hvíta tíru í rófunni. Sá sem kynni að verða var við hund þennan er vinsamlegast beð- inn að gera mjer undirrituðum að- vart það fyrsta. Klúkum í Hrafnagilshreppi 13. febr. Sigurður H. Jónsson. Misprentun. í klausunni um Verkakvennafjelagið »Eining« f síðasta blaði, var formað- ur fjelagsins nefndur Guðrún, átti að vera Guðný. Úr brjefi frá merkisbónda f Húnavatnssýslu 4. febr. . . . »Þessar almennar fréttir: Algerlega bjarglaust. Öll hross á gjöf. Fáir vfst, ef nokkur er, sem telja sig fóðurbyrga. Vafalaust að nærri því að segja enginn þolir þetta fram úr og þar á ojan vor, eins og 3 þaa síðasí- liðnu Á hrossaásetningin sök á því. Nú enginn fóðurbætir hjer til. 2 skíðishvalir hafa verið drepnir og skornir og er það góð hjálp íyrir Vind- hælishreppsbúa. Aðrar sveitir engin gæði af (snum.« Mannalát. Björn Ólafsson gullsmiður ftá Sveins- stöðum f Húnavatnssýslu ljest aðfara- nótt Þorláksmessu, eftir langa leguog þunga, kominn nokkuð á sjötugsaldur ((. ‘••/3 1854)- Var hann hinn síðasti hinna kunnu Sveinsstaðasystkina, barna Ólafs alþingismanns, og dannebrogs- manns, bróðir síra Halldórs heit. á Hofi og þeirra systkina, barna Jóns prólasts Pjeturssonar á Höskuldsstöð- um og Eiísabetar Björnsdóttur frá Ból- staðarhlíð, en þaðan er runninn rnikill ættbálkur f landi hjer, svo sem kunn- ugt er. Björn heit. var kvæntur Sig- ifði Jónsdóttur (prests á Hofi í Vopna- flrði) og eiga 2 börn uppkomin (Odd- ný I Rvfk og Jón verslunarstj. á Þórs- höln) —Björn var mikill hagleiksmað- ur, svo sem margir þeir ættmenn og ljúfmenni. ísafold 29. des. '17 (77. bl. '17). • Nýlega er látinn hjer á sjúkrahús- inu Ólafur bóndi Kristjánsson á Hól- um f Eyjafirði. Banamein hans var lifrar- veiki, Ólalur sál. var dugnaðar bóndi á besta aldri. Kirkjan. Sfðdegismessa á sunnudaginn,

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.