Íslendingur - 09.08.1918, Síða 2
126
ISLJENDINOUR
32. tbl.
•«• •••••
Erlendar símfrjettir.
Pjóðverjar hafa hörfað undan í
góðu skipulagi norður yfir Vesle.
Segja bandamenn, að undanhaldinu
háfi verið meistaralega stjórnað og
Þjóðverjar eigi mist eina einustu
falibyssu.
Kólera geisar í Petrograd og
segir ein frjett, að 1000 manns deyi
daglega.
Japanskt herskip hefir sprungið í
loft upp og fÖrust þar 500 manns.
Breskt spítalaskip hefir sokkið.
Skipaður hefir verið sameiginleg-
ur yfirherstjóri finsk-þýska hersins á
Finnlandi.
(Einkaskeyti Morgunblaðsins.)
Símon Þórðarson
stúd. jur. frá Hóli í Reykjavík er nú
staddur hjer f bæ og ætlar að syngja
f samkomuhúsi bæjarins á sunnudaginn.
Mun margan fýsa að heyra hann
syngja, því bæði er það, að hann er
af góðkunnri söngætt kominn og sjálf-
ur ágætur raddmaður.
Söngnám hefir hann stundað í Kaup-
mannahöfn og sfðar f Berhn, en varð
að hætta því námi, er ófriðurinn hófst.
Þótti hann þar ágætt söngmannsefni
og að dómi Reykvíkinga er hann tal-
inn með allra fremstu söngmönnum
vorum.
Maður horfinn.
Á sunnudaginn fjekk Þorberg-
ur Jónsson, til heimilis hjer f bæ, lán-
aðan bát út á Pollinn til skemtunar.
Sfðan hefir maðurinn ekki komið fram,
en báturinn fanst með seglum uppi þá
um kvöldið og í bonum jakki Þorbergs.
Talið er sennilegast, að maðurinn hafi
hrokkið útbyrðis.
Þorbergur var einhleypur maður;
hafði verið hjer f bæ allmörg ár, og
stundað ýmsa atvinnu.
Innlendar frjettir.
8. ágúst.
Látinn er Pjetur Sigurðsson í
Hrólfskála, faðir Sigurðar skipstjóra
á wOullfoss".
wWilIemoes" kom í gærkvöldi frá
Ameríku með olíufarm. Fer hann
hjeðan innan fárra daga kringum
land og affermir olíu á ýmsum
höfnum.
Norsk og sænsk blöð rita mikið
um sambandssamninginn og lofa
hann öll og fagna íslandi sem fjórða
fullvalda ríkinu í tölu Norðurlanda.
Bresk blöð flest nema Times birta
samninginn, en leggja engan dóm
á hann. Norskir stúdentar hafa sent
hingað hlýlegt samfagnaðarskeyti.
Einnig hefir komið heillaskeyti frá
Þjóðminningardegi Vestur- íslend-
inga í Wynyard.
(Fijettaritari >ísl.< í Rvík.)
S t a k a.
Hlusíaði eg á hanagal fyrir héila krónu;
hafði andleg hopp og lœti
Haraldur á öðrum fœii.
S. B.
^ •^ ••• • • • ^ •••^1 • • • • • -• •••••^••« •-••-•-••-•-• -
t
/ón Pórðarson,
fyrrum bóndi á Klömbrum.
Heyr til suðurs gulli glæstum
gljúfra stöðugt kveða foss,
þegar aftan sólin sendir
sumarbllðan vorsins koss.
Vefs hann fögrum vafurloga
vota öllum býður gröf, —
þeim, sem eftir þunga dagsins
þrá að sjá hin duldu höf.
Nokkru vestar brosir bjarta
blessuð kirkjan okkar þar,
sú er mörgu hreldu hfarta
huggun lengi mesta var,
þar sem grannar lúnir leggjast
Ijúft l sinnar móður skaut,
þar sem œttmenn okkar margir
enda munu stna braut.
Pú, sem okkur ert að kveðja
öll nú hjer i hinsta sinn.
Pú, sem við nú tjölmörg fylgjum,
fram i þrönga legstaðinn.
Pú, sem gerðir garðinn frœgan,
grœddir hjerna kalinn svörð.
Pú hefir Klömbrur, kotið rýra,
kosta gert að bestu jörð.
Milli hrauns og brattrar brekku
brosir núna iðgrænt tún.
Par, sem bœði is og eldur
eiga slna djúpu rún.
Hjer er upp úr rústum risinn
retsulegur sveitabœr.
Hjer má sjá, hváð höndin haga
heima starfsöm orkað fœr.
Hjerna ris þitt bóndabýli,
bygt mót yl og vorsins sól;
hjerna, þar sem blómrik brekkan
besta má þvl veita skjól.
Hjerna, þar sem iðgrœnt engið,
auga stöðugt gleður mitt.
Hjerna er á enda runnið
œfiskeiðið langa þitt.
Pú hefir unnið hörðum höndum,
hœkkað drjúgum lands vors arð,
bygðan upp úr bruna grjóti
býsna margan vegg og garð.
Pú hefir bœði rutt og rœktað,
reist þjer hjerna myndar bú.
Frjótgað látið lendur sinar
Laxá okkar fyrstur þú.
Pú hefir unnið hraustum höndum
haglegt, farsælt bóndastarf,
gefið sonum þinurn þessum
þann hinn mikla, góða arf;
þann að eiga óðals setur,
eitt hið besta i dalnum hjer,
svo þeir ekki bak sitt beygi
burgeisum við fiski ver.
Pú varst ekki að allra skapi,
Áttir lika sjálfs þins bú;
Hirtir ekki um heimsku hverja,
hæst sem hjá oss lœtur nú.
Pú varst sveitar stoð og stytta,
straumnum fylgja vildir ei;
settir hvorki á Guð nje gaddinn,
grannans ekki fyrnta hey.
Pú hefir okkjur sýnt og sannað,
sem að núna stöndum hfer,
að orka og manndáð arfi flestum
einstaklingnum betra er.
Pú hefir marga mannraun þunga
mæddu brjósti llka háð,
aldrei siglt i tjúfu leiði
landsstjórnar af blindri náð.
Nú er trausta tengslið slitið,
taflið þitt á enda kljáð.
Pað sem auga og eyra nemur —
okkat skynjan getur náð.
Yfir strendur brattra bára
beinist nú min hugsun klökk,
fyrir samleið fjölda ára
færðu okkar bestu þökk.
B. F.
Jón Þórðarson er nú dáinn og var
hann grafinn að Grenjaðarstað 27. f.
m. að viðstöddu fjölmenni. Þar hjeldu
ræður, auk prestsins, þeir Guðmundur
á Sandi og Indriði á Fjalli, en Kon-
ráð á Haíralæk og Baldvin sýslubú-
fræðingur Friðlaugsson á Reykjum
fluttu kvæðl. Kvæði Baldvins er birt
hjer að framan og gefur það ágæta
hugmynd um þenna mann. Skáldið
lýsir verkurn hans, er standa sem
traustur minnisvarði langt fram f tím-
ann.
Jón var mesti atorkubóndi. Hann
tók við Klömbrum fyrir tæpum 40 ár-
um, eða 1879, þá í mestu niðurnfðslu,
en í hans höndum varð jörðin sú
myndarjörð, sem sjá má. Leiguliði var
hann mestan hluta búskaparins, og
gerði þó þessar miklu jarðarbætur.
Fyrir nokkrum árum keypti hann jörð-
ina.
Jón sál. varð fyrstur til að veita
Laxá á engi sitt og fjekk betra gras
á þvf en nokkur annar þar ( dalnum
og mun það hafa átt mestan þátt í
þvf, að gera hann að efnabónda. Hann
var einn þeirra fáu manna, sem aldrei
varð f heyþroti og hjálpaði öðrum oft
f þvf efni.
Jón var mikiil garðlagsmaður, eins
og komist var að orði á gömlu máli,
og orðlagður íyrir að hlaða góða og
fallega húsveggi af grjóti, enda mikið
til þess fenginn, meðan hann gaf kost
á.
Gestrisni tg myndarskap Klambra-
heimilisins er viðbrugðið.
Jón fjekk Ræktunarsjóðsverðlaun fyr-
ir jarðabætur sínar fyrir nokkrum ár-
um, þegar hann hætti búskap og syn-
ir hans tóku við. Eru þeir líklegir til
þess, að feta í fótspor föðursins.
Unglingsdrengur,
19 ára gatnall, Stefán Jóhannsson
frá Nunnuhóli, hljóp burt úr föður-
garði 5. þ. m., alslaus að sögn.
Orsökin mun vera afleiðing ils
atlætis um langt skeið, —móöir hans
undanskilin. — Stefán þessi er vel
gefinn, duglegur og drengur góður
að mörgu leyti, en ógnar stífur og
þrár, þegar því er að skifta.
Hver sá, sem kann að verða var
við dreng þennan, geri svo vel að
greiða honum veg, seðja hungur
hans, skýla nekt hans, koma hönum
fram til starfa og gera undirrituð-
um aðvart, hvar hann er.
Stefán Marzson.
Fróðleikur úr
ýmsum áttum.
Stgr. M. týndi saman.
Enn um kaffi.
Sönnum kaffivinum til hugfróunar
skal jeg bæta þessu við um kaffið
(sjá 28. tbl. íslendings). Ekki eru all-
ir læknar og vfsindamenn á sama máli
um skaðsemi katfisins. Er það með-
fram fyrir það að þeim sjálfum þykir
sopinn góður og vilja þvf ekki lasta
það um of. Hinn ágæti norski lyfja-
fræðingur próf. Poulsson í Kristjanfu
sem hefir ritað lyfjafræði þá sem les-
in er við marga háskóla í Norðurálfu,
þar á meðal okkar háskóla, er t. d.
kafánu hlyntur @og gerir fremur lítið
úr illum afleiðingum þess nema þeg-
ar þess er neytt altof óhóflega.
Hann segir frá tilraun sem gerð
hefir verið á froskum er sýni að þreytt-
um vöðvum aukist kraftur um helm-
ing, >þegar blessað kaffið kemur*.
Tilraunin er gerð þannig að einn vöðvi
í fæti frosksins (kálfavöðvinn) er örf-
aður með rafmagni og látinn lyfta
vissum þnnga þar til hann verður lje-
magna af þreytu. Að því búnu er
kaffiefni (coffein) spýtt inn í æðar
írosksins. Þá vex honum aftur ás-
megin og lyftir helmingi meiri þunga.
Þetta styrkir Poulsson í þeirri trú
að kaffiefnið sje kraftalyf. En aðgæt-
andi er að auk kaffieínisins eru í kaff-
inu ýms önnur efni sem geta verið
skaðleg einkum fyrir meltingarfærin.
Þessvegna hefir þassi tilraun ekki fult
sönnunargildi hvað áhrif kaffisins
snertir.
Ennfremur segir Poulsson: Coffeín-
ið verkar örfandi og vekjandi á taug-
arnar. Þessvegna hefir kaffið rutt sjer
til rúms sem hentugt lyf til að eyða
svefnleyfunum eftir nóttina og til að
koma í veg fyrir deyfð og drunga
sem annars fylgir á eftir saðsamri
máltfð.
Frá alda öðli hafa menn þekt plönt-
ur þær sem innihalda coffeín eða önn-
ur efni með líkum áhrifum (eins og
the, kola, cacaó og maté) og notað
þær sjer til hressingar. Á seinni ár-
um hafa verið gerðir út grasafræð-
ingar til að leita að fleiri plöntuteg-
undum sem hefðu þessi dýrmætu efni
að geyma en þær hafa ekki fundist.
Ómentaðar villiþjóðir hafa með öðrum
orðum hver í sínu lagi fyrir langa
löngu íundið þessar fáu plöntur og
með óskeikulli vissu lært að þekkja
þær af verkunum þeirra.
í Norðurálfu vaxa engar af þessum
plöntum á víðavangi. Þegar kaffi og
the fluttist fyrst hingað til álfunnar
um miðja 17. öld náði hvorttveggja
fljótt alþýðuhylli — þrátt fyrir það
þó prestarnir settu sig á móti þvf
eins og flestum öðrum nýjungum. Til
varnar þessum nautnalyfjum var þó
þegar notað líkt og enn er vitnað f,
nfl. að þau dragi úr ofnautn áfengis.
>Ef ekki er hægt að telja kaffi og
te annað til tildis þá verður þó að
játa að fyrir þeirra tilstilli hefir
drýkkjuskapur nærri horfið, en hann
var farinn að keyra fram úr öllu hófi.
Nú geta konur vorar og dætur drukkið
kaffi á 10 stöðum um formiðdaginn