Íslendingur - 21.12.1918, Page 1
ISLENDINGUR.
• •• • • •
• •• •••••••
• • •••••♦-•••••♦•••••♦•• ♦ •••••
4. árg.
Ritstjóri: $ig, Einarssor) Hliðar. — Akureyri, laugardaginn 21. desember 1918.
• • ••• ♦-♦-•♦-••-••-♦-
-♦♦•♦♦
52 a. tbl.
Auglýsingar í íslending.
Pað eru vinsamleg tilmœli mín, að
auglýsingar, sem í blaðið eiga að
koma, sjeu komnar til min eða prent-
smiðju Odds Björnssonar fyrir fimtu-
dagskvöld.
■Sig' £in. Ji/ídar.
Bæjarstjórinn,
Atkvæðagreiöslan um bæjarstjór-
ann fjell þannig, að 201 atkv. var
með honum, en 168 atkv. á móli.
4 atkvæðaseðlar vóru ógildir. Alls
greiddu því 373 kjósendur atkvæði
af rúmlega 900, er stóðu á kjör-
skrá.
Er hjer enn ijóst dætni áhuga-
Ieysis Akureyringa við atkvæða-
greiðslu um merkismál. Sennilegt
er, að enn verði nokkur bið á því,
að bæjarbnar sæki reglulega vel
kjörfund, nema ef verða skyldi við
bæjarstjórnarkosningu þá, sem frarn
á að fara í byrjun næsta mánaðar.
Peir munu eigi vera fáir, sem álíta,
að nú sje kominn tími til að beina
athygli sinni að þeirri kosningu, því
óneitanlega er mikið undir úrslitum
hennar koinið, þar sem kjósa á 11
bæjarfulltrúa — með öðrum orðum
alla bæjarstjórnina, að bæjarstjóra
undanskildum.
Það er máh-manna, að foringjar
Jafnaðarmanna í bænum bíði hungr-
aðir þessa tækifæris, til þess að kom-
ast í ákveðinn meiri hluta í bæjar-
stjórninni, svo þeir geti í praxís sýnt
yfirburði stefnu sinnar í lands- og
bæjarmálum. Mundi tilhugsunin ein
um þann meiri hluta ekki vera næg
til þess að íta við einhverjum svefn-
þungum kjósanda?
Erlendar símfrjettir.
(Frá frjettaritara »Isl.« í Rvík.)
Aðalfriðarráðstefnan verður
sett í byrjun janúar.
Flóti Bandaríkjanna er farinn
heim.
Mackensen hershöfðingi ér
kyrsettur í Budapest og hann
og herstjórnarráð hans afvopn-
að, að boði bandamanna.
Danir hafa kvatt heim ræðis-
menn sína í Rússlandi.
Bretar hafa stöðvað kolafiutn-
inga til Norðurlanda.
Rafveitulán Reykjavíkur.
Nú þykir vis3a fengin fyrir þvf, að
2V2 miljón króna lán sje fengið í
Kaupmannahöfn til rafveitunnar í
Reykjavík,
Bæjargjaldkerastaðan
var á síðasta bæjarstjórnarfundi veitt
Dúa Benediktssyni lögregluþjóni. Var
ákveðið, með i atkvæðismeirihluta,
að hann mætti gegna lögreglustarfinu
samhliða þessu nýja embætti meðan
bæjarstjórnin ekki ákvæði breytingu
þar á.
Alls voru umsækendurnir 6 að tölu,
Auk Dúa Benediktssonar sóttu þessir:
Lárus J. Rlst, kennari. ívar Helgason,
bókhaldari. Sig. J. Fanndal, kaupm.
Jón Þorvaldsson. verslunarmaður. As-
grímur Pjetursson, fiskimatsmaður.
Hátt jarðarverð.
Hrafnagil í Eyjafirði var sel í síð-
astliðinni viku fyrir 41100 krónur.
Kaupandin var Magnús Sigurðsson
kaupm. á Grund.
Er þetta langhæsta jarðarverð sem
dæmi eru til um hjer norðaniands,
og það sjálfsagt þótt víðar væri leitað
hjer á landi.
Fyrir nokkrum árum seldi Iands-
sjóður þessa jörð fyrir 4500 kr.
Vaðlabrýrnar.
Vegamálastjóri tjáði blaðinu nú ný-
lega, að ekki.mundi verða byrjað á
byggingunni á brúnum á Eyjaíjarðará
á sumri komanda.
\X‘f i
Nýbýli—nýlendur.
Eflir Jón Dúasori.
(Framh,)
I.
En hvernig má það verða? íslend-
ingar þola ekki samkepni við stórþjóð-
ir út í heiminum. En innati danska
ríkisins, vors rfkis*, eru mikil lönd,
sem við getum beint útflutningastraum-
num í. Með því móti verðum við stærri
í ríkinu. Við þurfum ekki að óttast,
að Danir leiki okkur cins og^Faraó
ísraelsmcnn forðum, þótt við aukumst
og breiðumst út, því það er einnig
þeim í hag, að við verðum öflugir banda-
menn, að við byggjum þau svæði rlk-
isins, sem þeir gcta ekki notað sjer,
og að vjer reisum fána Norður'.anda
þar sem við erum færari um það en
nokkur önnur norræn þjóð. Við höfum
sopið súrar veigar sambandsins við
Dani; hví skyldum við þá firrast hinn
sæta bikar?
II.
Skinfaxi hefir oft flutt greinar um
nýbýli. 1 septemberblaðinu tpiýtilfærir
J. K. eftirfarandi málsgrein og segir,
að hún sje bókstaflega sönn.
»Við erum tveir bræður. Faðir okk-
ar hefir ákveðið að bróðir minn taki
við jörðinni eftir sinn dag, og ekki
þykir okkur hún til tvfskiftanna. Jeg
* Afhs. Þessi grein er rituð löngu áður
en breiting varð á satnbandi Danmerkur
og íslands. Rttstj.
er giftur og kann því ekki við að fara
í vinnumensku. Hver jörð, sem losnar
til kaups eða ábúðar hjer f sveit, er
seld eða leigð með uppsprengdu verði,
og fá þó jafnan miklu færri en vilja.
Jeg vildi svo feginn fá eitthvert jarð-
næði, en því er ekki að heilsa, svo
jeg býst við að þurfa að flytja í eitt-
hvert sjávarþorpið og una illa mínu
hlutskifti.*
Þetta er rökfærsla nýbýlamanna fyrir
þörf nýbýla. Hún er góð og gild.
Næsta atriði verður: Er hægt að stofna
nýbýli? Vafinn leikur ekki á þvf, að
hægt sje að finna ræktanlegan blett
og rækta hann og byggja þar bæ,
heldur hvort svona kotbú geta staðiat
samkepni við annan atvinnurekstur,
sjerstaklega sjávarútveginn. Þetta höf-
uðátriði hafa nýbýlamennirnir jafnan
farið ljett yfir. Ef sveitirnar gætu fleytt
fleira fólki í samkepninni við sjávarút-
veginn, mundi fólkið vera kyrt í sveit-
unum þar sem það er og skiftaVjörð-
inni sundur og rækta hana. En af þvf
vinna og auður hlýða hagfræðislegum
lögum og eru hneigð til að leita þangað,
sem mestan arð er að fá, safnast bæði
fólk og handbær auður að sjónum.
íslensku sveitirnar eru ofbygðar. Að
því er jeg veit, hefir enginn þorað að
segja þetta fyr. Það er þó ekki að
ræða um algera ofbygð, þ. e. að ekki
sje hugsanlegt, að fleiri geti lifað á
hlutaðeigandi svæði. Alger oíbygð er
aðeins hugsanleg, en menn vita ekki
til, að hún hafi átt sjer stað í nokkru
landi. í sveitunum okkar er hluifalls-
leg ofbygð, [f. e. að miðað við auð,
iðnfræðislega fullkomnun, í atvinnu-
rekstrinum verð á vörum, gildandi lög-
gjöf og það stig menningár og dugnað-
ar, sem íbúarnir standa á á ákveðnum
tíma, geti elcki fleira fólk búið á svæði.
Hlutfallsleg ofbygð er mjög almenn,
jafnvel í strjálbýlum löndum. Að þessi
ofbýgð er í íslensku sveitunum kemur
fram f þvf, að fólkinu er ekki að eins
hætt að fjölga í sveitunum, heldur
sýna síðustu skýrslur, að þvf fækkar.
Jeg vildi ógjarnan rýra rjettmætt traust
manna á landi niðja vorra og forfeðra.
Ef það á að verða kleyft að rækta
upp sveitirnar, svo þær geti borið
fleira fólk, þarf til þess miklar og
kostnaðarsamar umbætur, sem mörg
ár, ef ekki áratugi, þarf til. Það þarf
að leggja járnbrautir, breyta fyrir-
komulagi og rekstri búskaparins, bréyta
meðferð búnaðarafurðanna, breyta versl-
un landsin3 og peningastofnunum, bæta
samgöngur landsins við umheiminn og
að endingu spara saman þann auð,
sem þarf til þessara umbóta og til að
rækta landið og byggja ný heimili.
Það þarf með öðrum orðum að hækka
búsafurðirnar í verði og minka kostn-
aðinn við framleiðsluna. En þótt ým-
islegt mætti gera til eflingar land-
búnaðinum, eru þó framtíðarmöguleik-
ar sjávarútvegsins miklu meiri. Sjávar-
útvegur á stórum, haffærum skipum,
með hreyfiafli og nýtísku útbúnaði, með
íullkomnum stöðvum, með tækjum til
að afferma og verka aflann, er ekki
aðeins gróðavænlegri f svipinn en land-
búnaðurinn, heldur einnig miklu trygg-
ari. Fólkið mun halda áfram að flytja
úr sveitunum að sjónum og ef til vill
þaðan til Ameríku, eða til Ameríku
beina leið, fyrir því, þótt nýbýli sjeu
gerð. Besta sönnunin fyrir því er sú,
að smájarðir eru að leggjast f eyði,
en þó munu þær ekki lítið ódýrari og
auk þess betri en nýbýli með ræktuðu
landi. Það eru stórar engja- og út-
beitarjarðir, sem gefa mikinn arð fyrir
hverja auðs- og vinnueiningu, sem not-
uð er á henni, því landbúnaður getur
naumast greitt vinnulaun til jafns við
sjávarútveginn.
Spilafundur
í Verslunarmannafíelaginu i kvöld kl. 8.
Fyrsta
alþýðufyiiilestui
Stúdentafjelagsins á Akureyri heldur
Síeingr. hjeraðslœknir Matihíasson
í samkomusal bæjarins sunnudaginn milli jóla
og nýárs kl. 4 e. h.
Efni: Algengustu kvillar skólabarna.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.