Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 27.12.1918, Qupperneq 1

Íslendingur - 27.12.1918, Qupperneq 1
ISLENDINGUR. • • • • • • • • • • •• • • • • • • • • • • • • • • •-• • • • •-• • •• • • ••• • • ••• •••• • •••••••••••••• •••••• • • • 4. árg. ; Ritstjóri: Sig. Einarssor) Hlíðar. — Akureyri, föstudaginn 27. desember 1918. f 52b. tbl. • «-••••••• ••• ••••••• •• • • « • • • ••-•• • • •••••••• •••••-•••-•-••••-••-•-•••••-••••-•-•-•••••-••-•••••-•• Kað er ákveðið að jarðarför eiginkonu minnar Quörún- ar Þóreyjar Jónsdóttur, sem andaðist 21. þ. m., fari fram hjer á Qrund laugar- daginn 4. janúar n.k. Þetta tilkynnist vinum okk- ar og vandamönuum. Grund 26. des. 1918. Magnús Sigurðsson. Ollum þeim, er með nær- veru sinni, eða á annan hátt, sýndu hluttekningu við jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns, föður og tengdaföður Kristins Ketilssonar, vottum við innilegasta þakklæti. Hólmfríður Pálsdóttir. Sigurður Kristinsson. Aðalsleinn Kristinsson. Lára Pálmadóttir. Auglýsingar í Islending. Pað eru vinsamleg tilmœli min, að auglýsingar, sem í blaðið eiga að koma, sjeu komnar til min eða prent- smiðju Odds Björnssonar fyrir fimtu- dagskvöld. Sig. £in. Jl/íðar. »Bragi« ætlan að láta til sín heyra annað kvöld einsog auglýs. ber með sjer á öðrum stað í blaðinu. Þarf víst engan að hvetja til að sækja þá skemtun, síst þegar þetta unga og eínilega söngfjelag ver öll- um ágóðanum til Berklahælissjóðsins. Skipstrand. Á sunnudaginn strandaði á Garðs- skaga danska seglskipið »Helen<. Kom það frá Spáni með saltfarm. Erlendar síinfrjettir hafa engar komið til Reykjavíkur s(ð- an fyrir jól. Kvöldskemtun ætla Skátar að halda nú á Sunnu- dagskveldið 29. og munu aðallega eiga að verða til styrktar heilsuhælis- sjóðnum. í Skátafjelaginu eru að mestu fátækir drengir írá 10—16 ára og þá langar til að leggja sinn skerf til þessa þarfiega íyrirtækis. Inflúensan. Bæði að sunnan og vestan frjettist að inflúensan sje í rjenun og annað- hvort mjög væg, þar sem hún kemur, eða alveg að deyja út. Fyrir nokkru s(ðan var þeim 7 bæjum í Húnavatns- sýslu vestanverðri, þar sem veikin hafði komið, slept úr sóttkví. Allir vóru iöngu orðnir frískir. Veikin hafði lagst mjög vægt á alla; engu verri en með- al kvefsótt. En þar eð nú má óttast, að einhverjir kunni enn að sýkja frá sjer, og fyrir það kunni veikin að blossa upp aftur, afrjeð læknirinn á Blönduósi að halda enn áfram vörn- um við Gljúfurá og teppa þar allar samgöngur, svo að veikin bærist ekki austur á bóginn. Það hafði verið í ráði, að sleppa tveimur farþegum með Villemoes norð- ur á Húsavík. Af þvf Hka mátti óttast, að þeir kynnu að bera veikina þang- að, var f ráði að teppa samgöngur frá Húsavík hingað við Skjálfandafljót eða ( Ljósavatnsskarði, en þess mun ekki þurfa við, því Húsvíkingar munu hafa sjeð sig um hönd og frábeðið sjer heimsókn nefndra farþega. Það verður erfitt að ráða fram úr þvf, hversu óhætt verði að taka upp sam- göngur aftur við Suðurland og Vesturl. Þó veikin sýnist dottin niður, getur maður óttast, að hún gjós upp á ný. En það ætti að sýna sig nú næstu tvo mánuðina. Og þó nú veikin haldi á- fram að stinga sjer niður, eða íari að útbreiðast á ný, þá er mesti munur- inn, ef hún er orðin miklu vægari. Sóttvarnknar hafa þá eigi að síður orðið að ómetanlegu gagni. Það á að geta sýnt sig ljósar hjer en víðast- hvar annarstaðar, á hve miklum rök- um kenningin um heilbrigða smittbera er bygð. í inflúensufarsóttum erlendis hefir oftar en einu sinni komið inflúensu- faraldur á hestum, sem iýsir sjer á þeim líkt og á inönnum. Jeg las um það (í Salomonsens Konversationslexi- kon) að í farsóttinni 1890 hefðu mörg þúsund hestar veikst í Danmörku, og það fylgdi sögunni, að reynslan hefði sýnt, að folar, sem hefðu haft veikina gætu sýkt hryssur, jafnvel ári eftir það, þó þeir virtust heilbrigðir. Þar sýndist vera um smittbera að ræða. — Mjer vitanlega hefir ekki komið fyrir inflúensufaraldur á hestunum okk- ar íslensku og vonandi verða þeir heldur ekki nú til þess að viðhalda kvefpestinni í landinu. Sigurður dýralæknir segir mjer nú, að þýskir vísindamenn neiti því, að hestainflúensa sjé samkynja sjúkdómur og mannainflúensa, en lærðir menn sjeu ekki á sama máli ( þessu fremur en mörgu öðru. Steingr. Matthíassoa, Nýbýli—nýlendur. 4 Eftir Jón Dúason. (Framh.) Fólkið flykkist úr sveitunuro, en hvers vegna tala menn um að stofna kotbýli, meðan íslensk höfðingjasetur og góðar bújarðir standa auðarf Hin fornu bjeruð íslendinga á Grænlandi standa enn auð; skrælingar búa þar ekki. Er ekki nær að byggja þauf Hjer skal ekki á það litið, að kota- búskapur er ómögulegur á vorri tíð, þótt hann kunni að verða mögulegur einhverntíma síðar. Menn vilja gefa þeim jarðnæði, sem óska þess, og menn vilja rækta móa og mýrar á íslandi. Aðalatriðið er að veita mönn- um íslenskt jarðnæði og menn haía ekki komið auga á annað en óræktað land á íslandi. Móar og mýrar hlaupa ekki frá okkur, þótt þær bíði órækt- aðar enn nokkur ár. Þær verða ætíð íslenskar. En, nemum við ekki Græn- land, endurreisum við ekki bæi vora þar og forníslensk hjeruð, áður en langt um líður, hættir þetta land að vera íslenskt, því aðrar þjóðir nema þá landið og taka þann arf, sem við ekki viljum hirða, Grænland, að minsta kosti bygðir»vorar þar, eru eins ís- lenskt land eins og nokkurt land getur verið. Eftir að íslenskur maður hafði fundið Grænland og kannað það á 3 árum, námu fá hundruð íslendinga það og stofnuðu þar tvær bygðir, báðar á Vesturströndinni; aðra við fjarðar- botnana innar frá Skrælingjaþorpinu Guðvon, hina við íjarðarbotnana á suð- vesturhorni landsins, á lfku breiddar- stigi og Kristiania og Stokkhólmur. Þessar nýlendur efldust brátt; bæjum, kirkjum, klaustrum og fólki fjölgaði. Þess hefir verið getið til, að þegar bygðir þessar stóðu með mestum blóma, hafi þar búið 10,000 íslend- ingar, en þó var landið ekki nærri þvf hálfnumið. Á Grænlandi var sett íslenskt þing og þar voru íslensk lög tekin í gildi. Grænlenskir íslendingar fundu Ameríku eins og kunnugt er, settu þar á stofn nýlendu og fóru þangað ’margar ferðir, en gátu ekki haldist þar við vegna Skrælingja. Af þessum fáu íslendingum, sem fluttu til Grænlands, höfum við hlotið meiri frægð og viðurkenningu, en af nokkuiri jafn fjölmennri sveit á íslandi. Ýms af eddukvæðunum eru og ort á Græn- Iandi og ýmsar af íornsögum vorum hafa að meira eða minna leyti gerst þar. íslensk bygð stóð á Grænlandi um hálfan tug alda. Eftir að Græn- land var komið undir Noregskonung var sett einokunarverslun á Grænlandi. Sfðar trössuðu konungar siglingar til landsins og að lokum lögðust þær alveg niður. Bygðin stóð enn um nokkra hríð, en leið undir lok fyrir árásum Skrælingja, sem læddust að bæjunum á náttar þeli og brendu fólkið inni. íslendinga skorti aðflutning allra vara og voru járnlausir og vopnlausir. En Skrælingjar flýðu skyndilega undan á húðkeipum sínum er til þeirra skyldi taka. Skrælingjar settust þó ekki að í bygðum vorum, heldur byggja eyjar og útnes. íslendingar eru þeir einustu menn, sem h^fa átt þessi lönd. Hin grænlenska ættjörð geymir enn bein forfeðra vorra. Viljum við ekki kannast við grafir Leifs og manna hans og heimili þeirra sem vort, eigum við enga heimtingu á þeim heiðri að hafa fundið Ameríku? Annað hvort hefir Grænland aldrei verið óðal vort eða það hefir verið það og er það enn í dag. Þau lönd, sem íslending- ar námu og áttik að eiga f gröfum sínum enn í dag, bíða nú nýrra land- námsmanna. Og þar sem Danir, sem við eigum það að þakka, að Grænland er ekki nú í varga höndum, hafa ekki viljað eða getað notað sjer þessi lönd leikur enginn efi á, að við höfum fullan rjett til þeirra og þar með þá skyldu að gera Grænland aftur norrænt land. t Guðrún (ónsdóttir húsfrú á Grund í Eyjafirði, kona Magn- úsar kaupmanns Sigurðssonar, andað- ist að heimili sínu 21. þ. m., eftir langvarandi vanheilsu. Með Guðrúnu sál. er hnigin í valinn ein af merkiskonum norðanlands, sem vann sitt lífsstarf með frábærri elju og alvöru. Guðrún sál. var myndarkona í sjón og reynd. Skip. 1 ,Botnía“ tekur saltkjötið úr »Ster- ling« og fer á mánudaginn frá Rvík beina leið til Kristjaníu. itSlerling11 fer til Austfjarða að taka kjöt og þaðan út. I Upp á Fjöllum. 'Pegar vor-sólin blið tekur joldina i faðm, ogfrelsið oss boðari hrifandi myndum, þegar ólgar vort blöð af áhuga og þrá, þá er útsýni dýrðlegt af fjallanna tindum. Hjer er andi minn frjáls, hjer er eðli mins sjálfs aftur fundið, þvi vorblærinn þýtur um vanga. Hjer er sjönhringur stór yfir hauð- ur og haf, heim i œttjarðardali og norður á Tanga. S. 2.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.