Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.01.1920, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.01.1920, Blaðsíða 2
0 • # -»-# #-#-# # „ÍSLENDINGUR" kostar 6 kr. árg. Greiðist fyrir i. Júní ár hvert. — Afgreiðslu- og innheimtumaður: Hallgr. Valdemarsson, Hafnarstræti 84. kol væru hingað komin? Þetta er spurning, sem vert væri að svara. Akureyri 10. Janúar 1920. Sig. Ein. Hlíðar. Erlendar símfregnir. Rvík 15. Jan. Enskur fjármálafræðingur Paishe leitar stórláns hjá Bandaríkjunum til að forða Europugjaldþroti. Amer- íkumenn tregir. Bolsjevikar áforma herför gegn Bretaveldi á Indlandí. Vinna Krasnojarsk. Handtaka 60000. Sömuleiðis handtaka þeir 35000 í Kósakkahöfuðborginni Novoshesk- ask. Koltschakshergersigraður. Upp- hlaup í Sofia (í Búlgaríu) gegn kon- ungsstjórnarendurreisn. Rúmenar fá Bessarabiu gegn því aó greiða ríkisskuld gamla Rússlands. Talið er að Clemenceau verði Frakkafor- seti, Poincaré fjármálaráðherra.FulIn- aðarfriðarsamningar undirskrifaðir á Laugardag (10, Jan.). Bandaríkin undirskrifa ekki. Gecil lávarður krefst upptöku Ryzkalands í þjóða- bandalagið. Bardagi svartra og hvítra Frakkahermanna. — Mainz- stjórnin lýsir þýzkaland í umsátur- ástandi, vegna verkfalla og upp- hlaupa út af friðarsamningum aðal- •ega. - Krasnojarsk er bær í hjeraðinu Jen- issejsk f Sfberfu nálægt ánni Jenissej, allsunnarlega, eigi alllapgt frá Tomsk (austar). Kósakkahöfuðborgin Novosheskask, er nefnd er í skéytinu, mun vera Novo- Tscherkask. Sá bær stendur vestan Don fljóts á Suður-Rússlandi suður undir Asóvshafi, er allmikill bær. Forsetakosningar á Frakklandi standa nú fyrir dyrum. Poincaré var kosinn 1913. Porkeli Þorkelsson. cand. mag., fyr skólakennari hjer, hefir verið skipaður forstjóri mið- stöðvar veöurathugana hjer á landi; var sú stöð sett á stofn í Rvík um áramótin; er hún vísir til vísinda- legrar veðurfræðistofnunar (Meteoro- logisk Institut). Danska vísindafjelagið hefir ný-, lega sæmt Þorkel silfurmedalíu í viðurkenningarskyni fyrir ritgerð um rannsóknir á hverum á íslandi; þá ritgerö hefir hann birt í ritum vís- indafjelagsins.— Akureyri. Sjúkrasamlagið stofDaði til sam- komu sfðastliðið I.augardagskveld. — Aage Schiöth stud. art. söng nokkur lög og spilaði systir hans, jungfrú Oda Schiötb, undir. Þar var og flutt stutt erindi. ISLENDINOUR 2. tbl. S p a r i ð k r ó k a 1 e i ð i r! Um 3000 pör af góð- um sjóvetlingum, hálf- og heilsokkum vil jeg kaupa sem fyrst. P e n- ingaborgun eða móti vörum eftir sam- komulagi. Prjónles. Vetlingar, ’í2 sokkar, 'I, sokkar og fingravetlingar verða keyptir hæsta verði í Verzlurtin JCambotg Tilkynning Bald Ryej Undirritaður hefir nókkrar tunn- ur af mjög góðri skepnu- fóðurssíld til sölu. Steindór Hialtalin. Undirritaður hefir til sölu ca. 50 kg. af vel verkuðu selakjöti mjög ódýru. Ennfremur 2 föt af skepnufóð- urssíld. Björn Grímsson. Þar eð greinar þær, er staðið hafa í »Norðurlandi« undir nafninu Víga-GIúmur, eru eign- aðar hinum og öðrum, skal þess getið, að jeg hefi ritað þær. Jóh. Sch. fóhannesson. Hjúktunarfjelagið *Hlíf< hjelt sam- komu Sunnudagskveld. Skemt þar með upplestri (frú Kristfn Matthfasson), ræðuhöldum (frú Ingibjörg Benedikts- dóttir), gamanvísum (frú Rósa ívars) og stuttum leik.— Kapptafl fór fram Sunnudagsnóttina hjer á sfmastöðinni og í samkomuhúsi K. F. U. M. f Reykjavík. Töflin símuð á vfxl. Norðlendingar reyndust Sur.n- lendingum jafn snjaliir. Skýrsla um taflið bfður næsta blaðs. Aðalfundur Verzlunarmannafjelags Akureyrar var haldinn t gærkvöldi. Ný stjórn kosin: Formaður Ragiiar Ólafsson konsúll, ritari Karl Nikufásson konsúll, gjaldkjeri Kristján Sigurðsson kauptnaður. Leikfjelag Akureyrar er að æfa sjón- leikinn »Tengdapabbi« eftir Gustav af Geijerstam. Er búist við að hann verði sýndur ínnan skamms, Leikur þessi hefir verið sýndur áður f Reyja- vík og hlaut þá mikið lof. Lesið! Af því að reynslan hefir hvað eftir annað sýnt og sannað, að allur þorri Akureyrarbúa vill heldur sækja bio, tombólur, dansa og skrípaleiki, en að hlusta á fyrirlestra mína, þó að um mestu velferðamál (slands sje að ræða, og af því að Innflutningur og sala kola er frjáls hjer eftir. Þetta tilkynnist hlutaðeigendum samkvæmt fyr- irmælum stjórnarráðs Islands. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetinn á Akureyri, 13. janúar 1920. JúJ. Havsteen settur. Tilbúinn ytri fatnaður og nærfatnaður handa fullorðnum og unglingum — Linir Flibbar — Linir Hattar — Sokkar — Axlabönd ,— Yfir- frakkar — Sjerstakar Buxur. Stórt úrval Regnkápur og Ullarpeysur koma nú bráðlega. VerzluninHamborg ,Frederikshavn‘ . er bezti fjórgengismótorinn. Hann brennir steinolíu og er mjög sparneytinn. Vjelin er afar vönduð og ábyggileg, gangviss og hæg meðferðan Nánari upplýsingar um vjelina oghiðafarlága verð gefa umboðsmcntiirnir Porsteinn /ónsson, Karl Nikulásson, járnsm., Reykjavík, kaupm. Akureyri, fyrir Vestur- og Suðurl. fyrir Norður- og Austurl. leigan á samkomuhúsi bæjarins er nú meir en tvöfalt hærri en áður og samkomuhúsið hefir verið fest til sjónarleika og þessháttar skemt- ana um helgar þennan og næsta mánuð út, svo virðist rnjer þýðing- arlaust að reyna að bjóða neinn fyrirlestur í því húsi að svo stöddu, en hefi þar á móti ásett mjer að halda áður boðinn fyrirlestur, um húshitun og heilsu, næsta laugar- dagskvöld 17. þ, m., ef veður og kringumstæður leyfa í húsi Sigurð- ar Fanndals. Dyr opnar kl. 8. Fyrirlestur byrjar kl. 8. 30. Nánar auglýst á götunum. Fr. B. Arngrfmsson. Kirkján. Síðdegismessa kl. 5 á sunnu- daginn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.