Íslendingur - 23.04.1920, Blaðsíða 2
78
ISLENDINOUR
20. tbl.
• -•-• • • •• • • • ••-•-•-•'•-•-•
„ÍSLENDINCUR"
kostar 6 kr. árg. Greiðist fyrir i. Júní ár
hvert. — Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Hallgr. Valderaarsson, Hafnarstræti 84.
að bæjarbúar kunnu vel að meta fyr-
irhöfn hans, með því að fjölmenna svo
mjög, að maður stóð við mann í hús-
inu. Mörg lögin voru endurtekin og
enginn fór víst svo, þegar búið var,
að hann hefði ekki haft mikla ánægju
af söngnum, enda sýndi Hokkurinn
það veglyndi, að gefa ágóðann óskift-
an f stofnunarsjóð Berklahælis á Norð-
urlandi.
Að síðustu vildi jeg óska, að flokk-
urinn mætti dafna og þroskast lengi
og veita bæjarbúum eins mikla á-
nægju og »Hekla« forðum, og síðast
en ekki sízt, að hann mætti njóta
Magnúsar 3em allra lengst.
Z.
Sumarmál.
«Gleðilegt sumar!" Pessi orð
hljóma frá manni til manns á sum-
ardaginn fyrsta. Ungmennið á æsku-
skeiöi og silfurhærður öldungurinn
bera þau sjer á munni. Þessi orð
eru merki samúðar og vinarþels,
en jafnframt er einhver sigur- og
fagnaðarhreimur í þeim. Og ekkert
er heldur eðlilegra.
Hvað ætti fremur að vera mönn-
um fagnaðarefni en koma sumars-
ins? Svo hefir það einnig verið frá
alda öðli.
Sumardagurinn fyrsti hefir íengið
á sig einhvers konar helgiþlæ. Skáld-
in hafa þá kveðið fögur og dásam-
leg ljóð hinu komanda sumri til
dýrðar, og svo er það enn í dag.
Og orðið sumar er í meðviiund
manna orðið tákn blóma og þroska-
skeiðs í lífi einstaklinga og þjóða.
Er það rjettmætt og vel til fallið.
Því að sumarið er fremur öðrum
árstíðum tími lí/s/ns.
Sumargyðjan fer vermandi geisla-
hönd um láð og lög. Hún bræðir
snæ- og klakhjúpinn, sem veturinn
hefir lagt eins og nálín um ættjörð
vora. Hún vekur líf, þars áður var
kalt og dautt. — Blómin spretta í
geislasporum hennar og vefja marg-
lita blæju um brekkur og grundir.
Fuglarnir kveða oss gleöiljóð. Foss-
búinn, sem frostið hefir knúið til aö
hætta hörpuslætti, tekur á ný að
knýja dásamlega og fagra tóna úr
gígju sinni. Alt starfslíf verður fjör-
ugra og fjölbreyttara. Lífsmörkin eru
auðsæ á öllum sviðum.
Og sumarkoman snertir einnig
hugi manna og slær á strengi hjart-
ans. Það sjest Ijóslega á ljóðum
skáldanna, t. d. þessari alkunnu
stöku:
Sumarhug og sumarþrá
sumar vakna lætur.
Sumar í auga, sumar á brá,
og sumar við hjarlarœtur.
Vísa þessi sýnir glögt hin and-
legu áhrif sumarkomunnar; en þeirra
áhrifa gætir alt of lítið. «Sumar við
hjartarætur," þess þörfnumst vjer
mörgu fremur. Hjariakuldinn er of
• •• • •
mikill meðal margra af oss, svo
mikill, að hann varnar því, að hin
gullnu blóm kærleika og annara
dygða geti fest rætur hjá oss; en
í þess stað spretta í hjörtum þeirra
þistlar og þyrnar haturs og eigin-
girni, því að slíkur gróður dafnar
f köldum og Ijósvana jarðvegi.------
Vjer höfum yndi af að sjá blóm-
um skreyttar grundir og hlíðar, en
oss finst ömurlegt að líta auðnir og
öræfi. Svo er því fariö, er vjer virð-
um fyrir oss jurtalífið hið ytra í
náttúrunni, En oss ætti ekki síður
að vera það hugleikið, að Iönd
hjartna vorra væri prýdd fögrum
blómum, en eigi vaxin þistlum eða
öðrum öræfagróðri. Og þá löngun
— löngunina eftir því að fegra og
bæta hjatiagróðut vorn — á sumar-
koman að glæða, og hún á einnig
að auka Ijósþrá vora; því að sum-
arið er tími birtunnar — ljóssins —,
þá skín sól á hæsta hring. En ljós-
þráin er, að meira eða minna leyti,
meðfædd hverjum manni; hún er
tignarmark mannsandans — aðall
hans. Maöurinn finnur, að hann er
í ætt við ljósið, og að hann á að
stefna í sólaráít.
Fögur er frásögnin um Þorkel
mána, er segir, að hann hafi á bana-
dægri beðið að bera sig í sólskinið.
Sýnir það glögt, hve Ijóselskur hann
var, og var hann þó maöur heið-
inn. — Þá er einnig mælt, að skáld-
mæringurinn Goethe hafi mælt síðast
orða: „Meira ljós!"
Þau orð skulum vjer marka á
skjöld vorn—brenna þau inn í hugi
vora og hjörtu. Meira ijós yfir þetta
land, meiri yl!
Svo mikla birtu og hlýju, að hver
einasti frjóangi á lffmeið hinnar ís-
lenzku þjóðar geti þroskast og dafn-
að, og klaki sá, er Iykur um hjört-
un, bráðni og eyöist, því að eins og
H. Hafstein segir:
Öllum hafís verri er hjartans fs,
sem heltekur skyldunnar þor.
Ef grfpur hann þjóð,
þá er glötunin vis,
þá gagnar ei 3Ó1 nje vor.
Enn sá heiti blær,
sem til hjartans nær
frá hetjanna fórnarstól,
bræðir andans ís;
þaðan aftur rís
fyrir ókomna tíma, sól !
Richard Beck.
I
Póstmeistaraembœttið
hjer á Akureyri er veitt Guðmundi
Bergssyni, er um alllangt skcið var
póstafgreiðslumaður og bóksali á ísa-
firði, frá 1. Maf n. k. Auk hans sóttu
Finnur Jónsson, er var fulltrúi póst-
meistara Möllers hjer á Akureyri um
hríð, og Jóns Þ. Sigtryggsson cand.
juris á Grundarhóli á Fjöllum.
Friörik Möller,
er nú lætur af póstafgreiðslu hjer,
hefir gegnt þeim starfa 38 ár sam-
fleytt á Eskifirði og Akureyri.
Möller hefir verið einkar samvizku-
samur og áreiðanlegur póstafgreiðslu-
maður,
Ferðaminningar úr
utanför.
Efíir
Steingrím Matthíflason.
Framh.
»Mf miff er mitf og alt þitt er
mitf."
Þegar við gáðum f búðargluggana
í Berlín, þótti okkur verðið mjög ginn-
andi En þegar við fórum að verzla,
þá var oftast viðkvæðið þetta: Útlend-
ingum getum við ekki selt svo ódýrt.
Og verðið á vörunum var sett npp.
Að vísu var þó það ráð, að hafa hót-
elþjóninn með sjer og láta hann kaupa.
En það var umsvifamikið og honum
þurfti þá lfka að launa. Annað var þó
verra. Altaf voru að koma út lagaboð
til að koma f veg fyrir hina illræmdu
»útsölu Þýzkalands<. Alstaðar heyrð-
um við amast við útlendingunum, sem
notuðu sjer verðfall þýzku peninganna
til að kaupa og kaupa. Höfðu margir
þeirra látið svo greipar sópa, að fjölda-
margt var algerlega uppgcngið. Við
urðum oft fyrir ónotalegu augnaráði
ýmsra ættjarðarvina, sem ekki vildu
láta rýja landið sitt. Og stöðugt heyrð-
ist á sveimi nýr og nýr orðrómur um,
að nú væri bannaður útfíutningur einn-
ar vöru og svo annarar. Eða að svo
og svo hár tollur yrði lagður á allu
útflutta vöru.
Allur þessi orðasveimnr var svo ó-
þægilegur og ástandið alt »á hverf-
anda hveli* að okkur fanst hyggileg-
ast að legga árar f bát og eiga sem
minstan kaupskap við Þýzkarann.
Hjer við bætist enn fremur það, að
hvergi þótti óhult fyrir þjófum. Dag-
lega lásum við i blöðunum um stór-
þjófnað — t. d.: Tveim bifreiðum
stolið á miðri götu; 600 litrum af
spiritus stolið, vatn sett á tunnurnar
í staðinn; öllum húsbúnaði úr einu
stórhýsinu stolið o. s. frv. Og altaf
kvartað undan sívaxandi póstþjófnaði.
Á undan styrjöldinni þurfti ríkið að
borga nálægt 5 milj. marka fyrir póst-
sendingahvarf, en iqiS 150 milj.
marka. Me3t stolið mat og nauðsynja-
vöru.
Það hefir lengi tíðkast, að menn úr
hlutlausum löndum sendu matgjafir
kunningjum sínum þýzkum. En þær
haía oít viljað týnast á leiðinni, eða
að minsta kosti rýrna í meðferðinni.
T. d. fjekk þýzkur maður smjörkvart-
el frá kunningja. Þegar það var opn-
að, var smjörið þar girnilegt og gott
á bragðið, en þegar komið var Iftið
eitt niður fyrir yfirborðið, glamraði
hnífurinn í grjóti. Það þykir tfðindum
sæta, þegar takast má að breyta stein-
um < brauð, og er fiestum kærkomin
sú umbreyting, en að smjör verði að
grjóti kemur sjer ver.
Sviplíkar sögur þessum heyrðum
við og lásum hvað eftir annað. Það
var þvf ekki að kynja, þó að við yrð-
um hrædd um pjönkur okkar og
mintumst heilræðanna úr Hávamálum:
Gáttir allar
áðr gangi fram
um skygnast skyli 0. s. frv.
Við vorum þó svo heppin, að sleppa
við gripdeildir, að því einu undan-
teknn, að stolið var frá mjer bók.
Jeg var í leikhúsinu að horfa á Pjet-
ur Gaut eftir Ibsen og skemti mjer
prýðilega, þvfað vel var leikiðog sýn-
ingarnar ágætar. Til þess að hafa
meira gagn af leiknum hafði jeg keypt
mjer leikritið á þýzku. Milli þátta
lagði jeg það frá mjer; um leið var
því stolið og þjóíurinn faldi sig f
mannþrönginni. Mjer lá við að kalla
upp eins og í þjófaspili: Er sýslu-
maður hjer á þingi?
Neyðin skapar þjófa og því miðúr
fjölgar þjóíum daglega f öllum lönd-
unum, þar scm örbirgð hefir skapast
af völdum stríðsins. Allir eru að eðlis-
fari meiri eða minni þjófar. Hver hefir
ekki stolið sykurmola frá mömmu
sinni, þegar hann var krakki? Það
þarf bjargfast siðgæði til að halda að
sjer höndum og stela sjer ekki brauði,
þegar sulturinn sverfur að.
Það er eins og nú gangi farsótt
yfir löndin; spiltur hugsunarháttur,
sem virðir að vettugi öll eignarjett-
indi og ábyrgðartilfinningu. Keisarar,
kongar, þjóðhöíðingjar og auðmenn
haía leitt þjóðirnar útí ófærur. »Ykkur
var um að kenna* segir fólkið, »nú
er bezt þið súpið seyðið af.« Keisar-
ar og kongar hafa verið hrópaðir af,
en ennþá sitja margir við völd, sem
sömu leið ætti að fara. »Auðvaldinu
þaif að velta úr sessi* segja Bolvfk-
ingar, en það er hægra sagt en gjört.
Þvf hvar byrjar auður og hvar fátækt?
Takmarkið er þó eigi það, að allir
eigi að verða fátækir, heldur fremur
hitt, að allir verði efnaðir.
»Nú nötrar hin marggylta mann-
fjelags höll<. —
Það leið varla svo dagur, að við
værum ekki áhyggjufull útaf þessu
smáræði, sem við höfðum keypt okk-
ur. Hún er undarleg þessi rjettartil-
finning fyrir því, sem maður hefir
eignast, þó ekki sje nema smámunir.
Hvað þá heldur ef um auðæfi er að
ræða. Það er eins og líkaminn vaxi
út til allra auranna og eignanna, til
landa og Iausafjár, svo að öll . eignin
verði eins og hold af manns holdi.
Og það er eins og sálin sendi sfnar
angalfur út til allra hlutanna, eins og
út f ytra hörund, sem umlyki þennan
stærri skrokk með öllum hans útlim-
um og öngum. Og skerðist partarnir,
veldur það sársauka, engu sfður en
þegar komið er við okkar eiginlega
viðkvæma hörund.
Það þyrfti að finna upp lyf í lfk-
ingu við klóroform, til að deyfa risa-
skrokkana, þvíað á mörgum þarf að
gera skurð. Jeg fyrir mitt leyti væri
til með að skera.
Skíðafjelag Siglufjarðar.
Nýstofnað er fjelag með þessu nafni
• í Siglufjarðarkaupstað. Stefnuskráin er
»að efia og iðka skíðahlaup«. Lofs-
veið tilraun til þess að efla áhuga á
þessari fögru íþrótt.
Qagnfrœðaskólinn.
Upplestrarleyfi undir árepróf hófst
21. þ. m., áð loknum kenslustundum.