Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 16.07.1920, Side 1

Íslendingur - 16.07.1920, Side 1
Islendingur. Ritstjóri og eigandi: Brynleifur Tobiasson. Akureyri, Föstudaginn 16. Júlí 1920. 32. tbl. t#tt ••••••• •• •••••• • •• •••• ••••• •• •••••••• •• • •• •• • •• -• • • •• ••-•-•- •• • • ••••••• •-• •-• • • - Um stofnun siglingafjelags í Norðlendingafjórðungi. Mjer virðist augljóst, að vöruílutn- ingar til hinna erfiðu hafna við Norðurland muni aldrei aftur kom- ast í það horf, sem var fyrir styrj- öldina miklu. - Hluíaðeigendur verða sjálfir að hefjast handa og stofna: .SigHngafjefag Norðlendinga*. til þess með eigin tilverknaði að framkvæma haganlegar umbætur. íslendingur ræddi um samgöngur norðanlands m. m. í 21. tölublaði þ. á. — Langar mig að biðja um rúm í blaðinu til að lýsa skoöun minni á þvf, hvernig tiltækilegt sje að lagfæra vöruflutninga og bæta samgöngur á sjó á þessu svæði. Það þarf mikið fje, dug og dreng- skap, staðfestu og framkvæmdaþrek til að stofna slíkt fjelag. Og einkum til að framkvæma stötf þess á ókomnum tfmum, svo að vel farnist. En jeg ber það traust til Norðlend- inga, að þeir hafi bæði vilja og mátt til slíkra framkvæmda. Á seinni árum hafa ýms fjelög veitt mikinn beinan arð, en auk þess sparað landsmönnum stórfje. Það hefir t. d. Eimskipafjelag fs lands gert, þótt það hafi ekki hlynt vel að siglingum kringum land. — Væri vel, ef svo mætti hjer veröa, að reynsla Eimskipafjelagsins skap- aði norölenzku siglingafjelagi tilveru- skilyrði og að pannig sannaðist málshátlurinn: „Betra er hjá sjálfum sjer að taka en sinn bróður að biðja.” Vil jeg þá víkja að skoðun minni um það, hvað norðlenzku siglinga- fjelagi hæfir að færast í fang. Fjelag þetta þarf að ná yfir alt svæðið millum Noröur-ísafjarðarsýslu og Norður-Múlasýslu. Tildrög til stofnunar mætti vera þannig: Framtakssamir menn boða til funda í hverjum einasta hreppi innan nefndra takmarka til umræðu um stofnun siglingafjelags í ein- hveiju áþekku foimi, sem að fram- an er greint. Á slíkum sveitafund- um sje mál þetta rætt, gagnlegar tillögur ritaöar og fengnar í hend- ur.l—2 kjörnum fulltrúum, er vald- ir sje til að mæta á fundi, er því næst verði haldinn fyrir hverja sýslu, Á hreppafundunum inna menn af hendi loforð um hlutafje. Minsta hlutabrjef nemi 25 krónum. — Lof- orð uni hlutafje þó afturkallanlegt eftir stofnfund, ef skrifleg rök eru færð íyrir því, að hið lögbundna skipulag ijelagsins hafi snúist mjög frá þeirri stefnu, sem mörkuð kann að verða í einstökum hjeruðum. Sýslusamkomurnar ræða enn mál- ið. Glöggva sig á tillögum sveita- fundanna. Samræma þær og bæta nýjum og skynsamlegum ályktun- um við. Slíkir hjeraðafundir athuga hlutafjárloforð o. fl. o. fl. — Og velja einn sinn hæfasta mann til að taka þátt í stofnfundi, sem háð- ur sje á væntanlegu heimili fjelagsins á Akureyri. Á stofnfundi sjeu samin lög. Kosn- ir 5 menn í stjóin, er eiga heima á Akureyri eða þar í grend. Stjórn fjelagsins ræður framkvæmdarstjóra. Jeg geng út frá mjög almennri þálttöku í stofnun fjelags þessa um alt Norðurland. Kaupfjelög, sýslu- fjelög, hreppsfjelög, verzlunarmanna- fjelög, ungmannafjelög, sparisjóðir, kaupmerin, embættismenn, útgerðar- menn, bændur, hjú, daglaunafólk — yfir höfuð allir, er vetlingi geta valdið, eða eitthvað eiga — verða að leggja fram krafta sína. Vegna þátttöku opinberra stofnana o£ ýmsra ómyndugra, og með tilliti tii þeirra miklu breytinga, sem orðn- ar eru og væntanlega verða, sem af- leiðingar styrjaldarinnar, á högum og liáttum manna, þá hygg jeg sanngjarnt að fjelag þetta hafi full- trúaráð, sem ásamt stjórn þess, ráði úrslitum mála á aðalfundum. — Og að í fulltrúaráðinu eigi sæti tveir menn úr hverri sýslu á fjelagssvæð- inu. — Annan manninn velja hlut- hafar. Umráð á 100 kr. í hlutafje veiti 1 atkvæði, en stærri upphæðir tvö atkvæöi. Hinn tullírúann kýs sýslunefnd í hverri sýslu. Siglufjörð og Akureyri mun rjett að skoða sem hvert annað sýslufjelag. Stjórn fjelagsins og framkvæmdarstjóri eigi sæti í fulltrúaráöinu, þó án þáttlöku í þeim málum, er snerta störf stjórn- ar eða framkvæmdarstjóra. Hiutafje kærkomið frá öllum. En umráð þess bundin við fjelagssvæðið. Aðalfund verður að halda á sumr- in, þegar gott er umferðar. Fjelagið Iáti byggja fyrst og fremst eitt sterkt og vandaö trjeskip 1000 — 1500 sinálestir að stærð, haganiega útbúið til vöruflutninga og vel kjör- ið til siglinga (segla-notkunar) þegar byr gefur. — Trjeskip mun miklu betur kjörið til ferða gegn um haf- ís. — Skipið sje með Diselvjel, er hreyfi það 8—9 mílur á vöku i kyrrum sjó. Það flytji erlendar vörur beina leiö á allar hafnir á fjelags- svæðinu 2-4 sinnum á ári. Býst jeg við, að til þe^s verói það að fara 4 áætlunarferðir árlega. í fyrstu ferð sjeu einkum fluttar vörur til Húnaflóa og Skagafjarðar, áður enn hafíshindrun verður þar tíðust. Auk þess verður skipið að eyða tíma til kjötflutninga af flestum höfnum Norðurlands. Ef til vill væri rjett að ákveða töluverða aukaflutnings greiðslu, ef mjög mikill tími eyðist til að taka farm á vondum höfnum vegna hafróts. Þann tíma, sem af- lögu verður þessum ferðum ætti skipið að fiytja vörur til Akureyrar, og þaðan til útlanda. Á Akureyri ætti að stofna tvær öflugar heildsölu verzlanir. Aðra handa kaupfjelögum á fjelagssvæð- inu. En hina, sem sameign allra þeirra kaupmanna, er til þess vildu bindast samtökum. Fjöldi af smærri vörum yrði með því móti fluttar til Akureyrar í allstórum heildum. En þar yrði vörunum skift til hæfilegra birgða handa hinum ýmsu fjelögum og kaupmönnum. Væntanlega kæmi fljótt f ljós þörf fyrir annað — eða jafnvel fleiri — fíutningaskip áþekk pví, sem jeg hefi lýst. Ett skip, þótt stærra væri, ætti t. d. að hafa nóg að starfa við að flytja steinolíu, fóðurvöru, girð- ingarefni ofl. beint frá Atneríku. — Kol þarf og að flytja frá Englandi, salt frá Spáni, efni í tunnur frá Noregi, timbur frá Sviþjóð, Cement frá Danmörku, rúg frá Eystrasalts- löndum o. s. frv. (Meira). Hjálpið börnunum! Hinn 4. Júlí er í Morgunbl. birt brjef frá presti, sem á heima í Efra- Austurríki í fjallahjeraði, sem nefnt er Salzkammergut. Er þar afskapleg hungursneyð, engu minni en f Vínar- borg. Einkum eiga börnin bágt. Þau veslast upp og deyja unnvörpum. Presturinn segir að 3000 börn sje þar, hungruð og köld, er biðjist hjálp- ar og biður hann íslendinga með mörgum og átakanlegum orðum, að miskuna sig yfir þau og senda þeim peninga, svo að þau deyi ekki. Meðal annars ritar hann: »Yzt í hafi liggur þú, eyjan fjarlæga með frægðar sögurnar þínar. Kærleik- ur og hjálpfýsi voru skjaldarmerki þitt. Aldrei barði framandi maður ár- angurslaust að dyrum þínum, aldrei var svöngum manni úthýst. Jeg kem með 3000 svöng og köld börn til þfn, ástkæra fóstra ísland. 6000 barns- augu mæna á þig grátandi og segja: Hjálpaðu okkur, mamma! Þúsundir barnsvara bærast í hljóðíi bæn og segja: Hjálpsðu okkur, mamma! Ökk- ur ei kalt á höndum og fótum, vang- arnir eru íölir og kraftarnir að þrotum komnir. Geíðu okkur ull, föt, mat, peninga! Gefðu ofekur u!l við kuldanum!« Ennfremur ritar presturinn: »Ef til vill myndu íslenzkir menn eða konur vilja velja sjer eitthvert * barn, er þau hjeldu sinni verndar- hendi yfir t, d. 1, 2, 3, mánuði eða lengur, og gæti jeg þá keypt mat og föt. handa þeim. Þau geta valið um drengi eða stúlkur, ákveðið aldur og beðið um ljóshært eða dökkhært barn bláeygt eða dökkeygt. Skal jeg þá velja barnið úr, senda mynd af þvf og koma á brjefsskiftum við foreldra þess eða umráðamann. Þrátt fyrir. fjarlægðina mætti tengja á þennan hátt bönd milli barnsins og veigerð- armanns þess, er lengi myndu haldast.* Fallega væri það gert af fólki að hjálpa þessum vesalings hungruðu og klæðlitiu börnum. Akureyringsr! Ekki munar ykkur mikið um að skjóta saman nokkrum hundruðum króna handa þeim. Sveitamenn! Jafnrjettir stæðuð þið í efnalegu tilliti, þó að hvert hmmili gæfi 5 — 10 krónur. Fyrir 100 kr. danskar fást nú 2400 austurrfskar krónur. Fjársöfnun er byrjuð í Reykjavfk. Akureyringar og nærsveitamenn, sem vilja gefa austurrfsku börnunum eitthvað, geta snúið sjer til undirrit- aðs, er veitir gjöfunum móttöku. Páll J. Árdal. Símfrjettir. Rvík 1;. Júlí. Pjóðbandalag skipar lögfrœðinga, til að athuga Álandseyjamálið. Ósamlyndi á Spa-ráðstefnunni út af kolamálum og ráðstöfun Aust- ur-Prusslands. Foch og Wilson kvaddir til Spa. Lithauar og bolsjevikar semja frð. Pólverjar fara halloká og biðja bandamenn hjálpar Peir neita, en bjöðast til að leita um sœttir. Grikkir taka Smyrna. Stjórnarbylting i Boliviu, Ritstjóri þessa blaðs fór á Þriðjudag vestur í Geldingaholt f Skagafirði með heitmey sinni. Dvelja þau þar mánaðartíma. Páll J. Árdal skáld annast ritstjórn- ina í fjarveru ritstjórans. — Samkoma var haldin á Grund f Eyjafirði s. 1. Sunnudag íyrir forgöngu eyfirzkra kvenna. Voru þar ræðuhöld og upp- lestur kvæða, hlutavelta og sýning á heimilisiðnaði. Veitingar voru seldar og merki. Ágóðinn af samkomunni rennur í heilsuhælissjóðinn.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.