Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 16.07.1920, Side 2

Íslendingur - 16.07.1920, Side 2
126 ISLENDINOUR 32. tbl. Til minnis. • Bæjarfógetaskrifstofan opin kl, 10-12 og 1-6. Bæjarstjóraskrifstofan opin kl. 1V2-4. BókasaíniðopiðáMánud 0gLaugard.kl.7-8 Heimsóknartími spítalasjúklinga kl. ii-is og 4-S- Islandsbanki opinn kl. 10V2-12 og 1-2V2. Landsbankinn opinn kl. 11-2. Lytjabúðin opin kl. 8-8 á virkum dögum og á helgum 8-6. Pósthúsið opið kl. 10-6 á virkum dögum og á helgum 11-11V2. Símastöðin opin kl. 8-21 virka daga og á sunnudögum 10-20. Skrifstofa Ræktunarfjelags Norðurlands í tilraunastöðinni opin kl. 10-11V2 og 4-6. Verksmiðjan Gefjun opin kl. 8-6. Viðtalstími hjeraðslæknis kl. 1-2. t,ÍSLENDINGUR“ kostar 6 kr. árg. Greiðist fyrir i. Júní ár hvert. — Afgreiðslu- og innheimtumaður: Hallgr, Valdemarsson, Hafnarstræti 84. Bannmálið og »Fram«. Siglfirzka málgagnið, er nefnir sig »Fram«, hefir undanfarið flutt langa grein um bannmálið. Á grein þessi að vera svar við því, er jeg reit um þetta mál í vetur hjer í blaðið. Eins og lesendur íslendings muna, var grein mfn eigi árás á neinn. Ef þessi grímuklæddi herra ( »Fram« hefði ritað um málið fúkyrðalaust, þá hefði jeg ef til vill spjallað eitthvað við hann um þetta mál, jafnvel þó að leitt sje að fást við þá menn, sem eru svo Iftilhugaðir, að þora eigi að rita undir sfnu rjetta nafni. En úr því að þessi maður hefir tekið þá stefnu að ráðast á mig per- sðnulega, þá dettur mjer eigi f hug að virða hann svars. Jeg mun standa jafnrjettur fyrir þvf, þó að þessi eyðufyllir blaðsins »Fram* andi fúlt f minn garð. Brynleijur Tobiasson. Samkoman f Vaglaskógi 11. þ. m. var fjölsótt. Veður var bjart og fagurt. — Leifur Kristjánsson á Vöglum setti samkom- una. Hornaleikaraflokkur Akureyrar Ijek á horn. Steingrfmur hjeraðslæknir Matt- hissson flutti erindi um Fnjóskadal að fornu og nýju, einkum skóginn, snjalt og fróðlegt. Ritstjóri þessa blaðs fiutti erindi, er hann nefndi: Rœkiuð þjóð i rœkluðu landi. Stein- grfmur læknir sagði kafla úr ferða- sögu um Noreg. Guðmundur Ólafsson kennari f Skógum flutti stutt, en gott erindi, — Glímur fóru fram. Varð Eysteinn Jóhancesson frá Ytra-Hóli f Fnjóskadal hlutskarpastur. Á víð og dreif. Ný bók. Um þessar mundir kemur út ný bók eftir dr. Alexander Jóhann- esson, er heitir: Frumnorrœn máifraði. Er þar rakin saga frumtungu Norður- landamála frá 3.—8. öld e. Kr. Jóhann Sigurjðnsson. Stjórn íslend- ingafjelagsins f Kaupmannahöfn leitar fjársamskota tii minnisvarða yfir Jó- hann skáld Sigurjónsson. Legsteinninn er sjóbarinn grásteinn, er Jóhann hafði valið sjer sjálfur fyrir löngu, að sögn ekkju hans. Vildi hann að steinn þessi lægi ofan á fslenzkri hraungrýlisdyngju, en utan með leið- inu væri fáein fslenzk blóm. Landsbankinn. Vjer höfum nýlega fengið sendan reikning hans íyrir árið 1919. Tekju afgangur við árslok er kr. 768383,52. Rekstur útibúsins á Selfossi hefir eigi borið sig, tapið er kr 3464,98. Gróði bankans hefir aldrei verið jafn mikill og árið 1919. Nýir bœklingar, útgefnir af S. Á Gfslasyni cand. theol., hafa borist blaðinu. Heita þeir Við veginn eftir O. C Breda, þýddur af Jakob Jób. Smára, og Skilningsþrautin, erindi flutt 4. Ág. 1919, eftir John Personne, sænskan biskup. — Báðir eru bæklinganir kristilegs efnis. Biskupafundur fyrir öll Norðurlönd. Biskupi vorum hefir verið boðið til biskupafundar fyrir öll Norðurlönd (að Finnlandi og íslandi meðtöldum), sem haldinn verður í Svíþjóð nú í sumar, dagana 22.—28. Júlí. Gangast þeir fyrir þessu fundarhaldi erkibisk- upinn í Uppsölum, Dr. N. Söderblom, og biskupinn í Lundi, Dr. Gottfrid Billing, og er efnt til fundarins til þess að ræða sameiginleg áhugamál kirkjunnar, eins og þau hafa skapast nú við heimsstyrjöldina og við öll þau fjelagsleg umbrot með þjóðunum, sem hún hefir haft í för með sjer. Er þetta í íyrsta skifti í sögu Norður- Ianda, sem efnt er fil slfks sameiginlegs biskupafundar fyrir Norðurlandakirkj- urnar allar, og þyk ir tíðindum sæta. Fundurinn verður haldinn á hinu fagra og nafnkenda greifasetri, Kulla Gunnarstorp, skamt frá Helsingborg á Skáni. En biskuparnir verða gestir greifans, Axels Wachtmeisters, fyrrum kanslara Uppsalaháskóla, meðan á fund- inum stendur. AHureyri. Með Sterllng sfðast fóru hjeðan til Reykjavíkur framkvæmdarstjóri Hallgrímur Krist- insson, alþingism. Magnús Kristjánsson, Eggert Laxdal kaupm. og skólastjóri Steinþór Guðmundsson með frú. Skip Nýlega fjekk Kaupfjelag Eyfirðinga tvö skip með timburíarmi. Á þriðja skipi fjekk það og mikið af steinlfmi. Nýlega kom skip með vörur til sam- einuðu verzlananna. Vörur flytjast nú svo miklar til Akureyrar, að hver búð er full, þrátt fyrir inn- flutningsteppuna og peningavandræðin. Nóg á boðstólum af brjóstsykri, sígarettum, öli og öðrum slíkum »nauðsynjavörum«. Læknarnir sjá um, að þeir geti fengið spíritus, sem ekki geta án hans vérið. Vísubotnar. Ferhendurnar lifa. íslendingur er beðinn að mælast til þess við hagorða menn, að þeir botni þessar vísur: 1. Sunnan andi sólu frá Sveipar bandi skýja. 2. Lækka sól á lofti fer Lengist njólan svarta. Runólfur í Dal. íslendingur verður við þessum til- mælum Runólfs. Gerið svo vel að senda botna hið fyrsta, hagyrðingar góðir og skáld! Brot úr ferðasögu. Jeg fór með vjelskipi hjeðan af Akureyri 14. Maf út Eyjafjörð og sem leið liggur til Siglufjarðar. Sjórinn var sljettur, engin alda bærðist, og minti það á, að sumar- blfðan væri að koma, en báðum megin fjarðarins voru hlíðarnar hvftleitar af snjó, og fjallátindar alhvítir. Jeg kom á Siglufjörð nóttina eftir, og brá mjer þá f brún, að sjá þvflfkan snjó f sjálfu kauptúninu, snjóskaflar upp á mið húsin við aðalgötu kauptúnsins og eitt hús sá jeg uppi á bökkunum eða við veginn suður að Höfn, sem alveg var f kafi, nema hvað mokað hafði verið frá dyrum og gluggum, en mjer sýndist húsið vera aðeins ein Iofthæð. Svo var útlitið bæði á Siglu- firði, Ólafsfirði og vfðar þar ytra sem maður væri kominn f annan heim, þvf að um það leyti voru flestar götur Ákureyrar snjólausar og þurrar. Frá Síglufirði íór jeg 16. Maf og kom á Ólafsíjörð snemma morguns 17. Mjer varð starsýnt á að sjá ánum hleypt á gaddinn kl. 8 árdegis. Þær löbbuðu eftir slóð út alt fjallið svo langt sem sjeð varð, en ekki var sjáanleg nein björg fyrir þær, nema ef vera kynni visin lambagrastó eða mosatætla á þeim fáu melahryggjum, sem upp úr fannhafinu stóðu með löngu millibili. Mjer var sagt, að þá væri búið að sleppa til beitar um 4°° Ijár í Ólafs- fjarðarmúla, en ekki sýndist þar mikla björg að (á, því að snatbratt og kohvart klettafjallið sýndist ekki líklegt til bjargar, en kjarngott kvað vera þar, ef f nokkuð annað næðist en grjótið. Samt skil jeg ekki f því, hvað þar gat dulist augum mínum, er satt gæti þessar skepnur til lengdar. Snjórinn var afskaplega mikill að sjá fram til sveitarinnar ÍÓlafsfirði, og vfst næstum einsdæmi á þeim tíma. Ber þvf á að lfta, að mikil nauðsyn hefir knúið Ólafs- firðinga og fleiri útsveitir til þess vegna fóðurskorts, að reyna að koma íjenaði sfnum áfram á þessum mela- og klettabeltum, sem upp úr stóðu. En hvernig sú afkoma hefir orðið, veit jeg ekki; kindurnar þegja um það og máske mennirnir líka, en vonandi gengið alt vel. Jeg sigli inn fjörðinn spegilsljettan, snjórinn minkar eftir því sem innar dregur, láglendi Eyjafjarðar sýnist alt snjólaust og tabvert upp f fjallshlíðar. Jeg sigldi mót sól og sumri, frá hel- kulda ísbafsins til Akureyrar. Fagur ert þú Eyjafjörður, ekki sízt þegar vorblærinn andar um þig, og rekur vald Norðra í útlegð um lengri tfma, eftir strangan vetur, og ekki mundu vesalings kindurnar f útsveitum Eyja- fjarðar fagna öðru meir en blíðu vors- ins, ef þær kynni frá að segja. Ferðamaður. Jijálmar og Jngibjörg. — Srundloig. — Hún Ingibjörg stóð uppi’ á standbergs hlein og starði’ út á Ránar djúp. Hún þráði Hjálmar, inn horska svein, i hjarta svo vörm og gljúp. En nornirnar sköpunum skifta. Hún saumaði skyrtu úr silki þá er sinum hún œtlaði vin. Og skyrtunni glitruðu geislar frá sem glóandi sólarskin. Pá leit hún dreka á lagarhyl, er lýsti sem gullið skœrt. Ó, skyldi’ hann flytja’ henni unaðsyl, — það eina sem henni var kœrtl Á móti skipinu skundaði fljóð, sem skilaði’ að ströndu sjár. Par Örvar-Oddur l stafni stóð sem standklettur beinn og hár. „Ó, Oddur, — sagði hin svása mey — mér seg þú hið Ijósasta af, hvort flytur nú drekinn minn fornvin ei, er flutti hann suður i ha}“. »Jú, Ingibjörg, vlslega hann er hjer, en hljóður og'fölur sýn. Pú verður aö ýinna’ hann og ýylgja mjer, — hann fœr eigi komist til þln“. „Æ, fylgdú mér strax á fundinn hans sem fjötruð er við min önd“. — — Og dúkinn frá ásýnd hlns dauða manns hún dró með titrandi hönd. Sem dúkurinn varð hennar bllða brá — hún bliknaði leiýturskjótt, þvl hjartað barðist l bana þá um brennandi harmanótt. í unnustans látna fjell hún faðm og fann þar eilífa rö. — — —* Pau vaka i haugi hám við baðm og horfa’ yfir alda-sjó. En nornirnar sköpunum skifta. Jóh. 0rn þýddi. Kirkjan. Messað kl, 2 á Sunnudaginn.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.