Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 08.04.1921, Qupperneq 1

Íslendingur - 08.04.1921, Qupperneq 1
Ritstjóri: Jónas Jónasson frá Flatey. Afgreiðslumaður: Hallgr, Valdemarsson Hafnarstrseti 84. VII. árgangur. Akureyri, 8. apríl 1921. 20. tölublað. Samábyrgðin. í 13. tbl. »Dags«, 26. f. m. er löng ritstjórnargrein með ofangreindri yfir- skrift. Rar stendur skrifað um sam- ábyrgð Samvinnufélaganna, rneðal annars: „Hún er pvi hinn krisiilegi grund- völlur, sem bygt hefir verið á.“ Og á öðrum stað í sömu grein stendur: „Samábyrgðin er kristíleg grunnlína lögð iil grundvallar i samstarfinu." Hér skal það ekki gert að umtals- efni, hvort samábyrgð samvinnufélag- anna sé í eðli sínu jafn guðdómleg og talið er í framangreindum setning- um, eða ekki, enda virðist fyrst þörf á því að gera sér ljósa grein fyrir því, hvað er kristilegt. Flestum kristnum mönnum er það væntanlega Ijóst, að sá grundvöllur, sem Kristur byggir fyrst og fremst allar sínar kenningar á, er sannleikur- inn. Samábyrgðin er krisíilegur grund- völlur, segir Dagur. Sá grundvöllur, eetti því að vera svo traustur og ör- uggur, að ekki þyrfti á ósatinindum að halda, til þess að sannfæra menn um ágæti hans og lieilagleik, enda getur það áreiðanlega ekki talist kristi- legt að að byggja lognar kenningar á sönnum grundvelli. En hverjar eru kenningar Dags um samábyrgðirnar? Hann segir meðal annars: »Nú fer eitthvert félag ógæti- lega í intikaupum sínum eða bindur sér á einhvern hátt óhóflegan skulda- bagga gegnum samvinnuverzlunina. F*á er það að leggja ábyrgð á herðar öllum |Sambandskaupfélögunum, en sjálfu sér þó fyrst og fremst.*) Abyrgðfn getur ekkf látið til sítt taka í öðrum félögum, fyr en fé- lagið, sem 4l í hlut, hefir goldið sinn síðasta eyri, þ. e. hver mað- ur í félaginu.«**) Svo mörg eru þessi »kristilegu« orð Dags. Er þessi kennitig hans heilag- ur og kristilegur sannleikur? Eg hefi fyrir mér »Lög fyrir Sam- band islenzkra samvinnufélaga* samþykt á aðalfundi 1917. í 4. gr. þessara laga eru sett ýms skilyrði fyrir upptöku samvinnufélaga í Sambandið, en aðalskilyrðið er þetta, undir staflið b.: „í lögum félagsins sé ákveðin full- trygg sjálfskuldarábyrg (in solidum) atlra félagsmanna fyrir öllum lögleg- legum skuldbindingum félagsins úí á við og inn á við. Enn frcmur full heimild fyrir stjórnfélagsins tíl þess í nafni félagsins og á þess ábyrgð að gera hverskonar samninga og skuld- bindingar, er leiða af varslunarstarf- semi félagsins." *) Leturbreyting Dags. **) Leturbreytingin min. 8. gr. sömu laga byrjar þannig: „Pessi eru aðalstörf formanns: a. Hann annast um verzlun- arframkvœmdir Sambandsins, og eru allir verzlunarsamningar, sim hann gerir fyrir Sambandsins hönd, sam- kvœmt lögum þessum eða öðrum á- kvörðunum fulltrúafunda, bindandi fyrir Sambandið í heild sinni og hverfa eínstaka félagsdei/d,*) enda séu þeir gerðir með ráði og sam- þykki meðstjórnenda hans. Pannig er formanni heimilt að taka peningalán, hvar, hvenœr og með hvaða kjöram, sem hann álitur nauðsynlegt. Pen- ingalán þau, er þannig eru tekin ábyrgjast allar sam- bandsdeildir — „in solidum“ — án þess lántakan sé undir þær borin og án þess þær hafi gefið út sérstakt ábyrgð- arskfal þar að lútandi." *) Eg vil leyfa mér að skora alvarlega á alla kaupfélagsmenn, að bera þessar lagagreinar nákvæmlega saman við angreind ummæli Dags. Mun þá eng- utn meðalgreindum manni geta dulist, að annaðhvort veit blaðið ekki, hvað sjálfskuldarábyrgð er, eða það skýrir vísVltandi rangt frá. Ákvæði þessara lagagreina eru svo skýr og Ijós, að þau geta engra tví- mæla orkað. Ótakmörkuð sjálfskuldar- ábyrgð allra félagsmanna er gerð að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir upptöku hvers einslaks kaupfélags í Santbandið, og hvert einasta kaupfélag sem í Sam- bandinu er, ber ótakmarkaða sjálfskuld- arábyrgð á öllum skuldbindingum Sambandsins. Hver einasti kaupfélags- maðttr ber ótakmarkaða sjálfskuldar- ábyrgð á öllum skuldbindingum síns eigin kaupfélags, ef það er í Sam- bandinu, og auk þess á öllum skuld- bindingum Sambandsins. Og þessi ótakmarkaða sjálfskuldarábyrgð nær eigi að eins til þeirra skuldbindinga, sem stjórn Sambandsins leggur því á herðar samkvæmt lögum Sambandsins, heldur einnig til skuldbindinga sam- kvæmt „öðrum ákvörðutium fulltrúa- funda", t. d. hlutafjárkaupa í Gufu- nesi og stórbyggingu í Reykjavík. Hver einasti Sambands-kaupfélaga-maður er þannig í sjálfskuldarábyrgðum fyrir upphæðum, sem stundum skifta milli- ónum króua og fulltrúafundirnir geta hvcnær sem þeim þóknast, aukið þess- ar ábyrgðir með því að láta Samband- ið leggja fé í ýms fyrirtæki, sem ekk- ert eiga skylt við tilgang og ætlunar- verk kaupfélaganna. Nú er það kunnara en frá ætti að að þurfa að segja, að þegar um sjálf- skuldarábyrgð er að ræða, getur kröfu- eigandinn gengið að hverjum af sjálf- skuldarábyrgðarmönnunum, sem hon- honum sýnist, til lúkningar kröfu sinni, ef hún er eigi greidd í réttan gjald- daga. Og venjulega velur kröfueigandi þann manninn eða þá mennina, sem hann telur mestar líkur til að hann nái skuldinni hjá, sem ^fyrirhafnarminst og kostnaðarminst. Er ekki líklegt að sama yrði raunin á, gagnvart kaupfé- lögunum? Gerum t. d. ráð fyrir, að Samband- ið skuldaði einhverjum hveitikaup- manni 500,000 kr. fyrir hveiti. Pegar að skuldadögunum kemur getur Sam- bandið ekki borgað, sakir þess að nokkrar af sambandsdeildunum skulda því aftur jafnmikla upphæð eða meiri og hvergi er lán að fá, sakir almennrar peningakreppu. Hveitikaupmaðurinn getur þá gengið að hvaða kaupfélagi innan Sambandsins, sem honurn þókn- ast, og hann mundi áreiðanlega ekki ganga fyrst að þeim kaupfélögum, sem skulduðu sambandinu og örðugt ættu eða ómögulegt nteð að borga skuldir sínar. Hann muttdi auðvitað ganga að þeitn félögum sem bezt væru stödd fjárhagslega. Rar væru mestar líkur til, að hann fengi kröfu sína greidda, fyrir- hafnarminst og kostnaðarrninst. Ábyrgðin getur því eigi aðeins lát- ið til sín taka í öðrum félögum, fyr en félagið, sem hiut á að máli, hefir goldið sinn síðasta eyri, þ. e. hver maður í félaginu, eins og Dagur kemst að orði, heldur mundi hún gera það undantekningarlaust, eða að minsta kosti undantekningalítið. — Auðvitað niundu þau félög, [sem neyddust til þess að borga skuldir annara félaga, eignast endurgjaldkröfu á hendur þeim eða sambandinu, og fá ánægjuna af því að innheimta hana. Og líklega ætti þá, samkvæmt kenningum Dags, að ganga fyrst að fátækustu og skuld- ugustu mönnunum, áður en gengið væri að efnamönnunum, sem ekl ert skulduðu. — Dagur telur samhjálpina æðsta takmark samvinnunnar, en satn- kvæmt kenningum hans virðist þessi samhjálp ckki eiga að koma til greina, þegar að skuldadögunum kemur, fyr en búið er að rýja inn að skyrtunni þá, sem sérstaklega þurfa samhjálpar- arinnar við. Er það kristileg samvinna að hjalpa mönnum til þess að komasti skuldir, en ekki til þess að komast úr þeim aftur? Eða er það hjálp í kristilegum anda, til þess að koma fátækum manni úr skuldum að taka fyrst af honum alt það litla sem hann á, áður en neyðst er til þess að borga fyrir hann skuldirnar ? Og er hann nokkru betur farinn, þótt skuldakrafan á hendur honum kotnist yfir á hendur þess manns, er neyðst hefir til þess að borga skuldina hans vegna? eftir að búið er að taka af honutn síðustu ána eða kúna, sem hann hefði undir höndum, eða bátinn, sem var einasti bjargræðisvegur hans. Ef slík samhjálp er bygð á »kristileg- um grundvelli«, þá þætti mér fróðlegt að fá að vita, hvaða Kristur hefir þar lagt hina »kristilegu grunnlínu. Kristur Nýjatestamentisins ér það áreiðanlega ekki. Skyldi ekki eiga betur við að kenna slíka samhjálp við Kristinsson en við Krist? Dagur gefur í skyn, að eg telji »sjálf- sagt gott« að tryggja sig gegn því, »að þurfa að hjálpa náunga sínutn í neyð.« Þetta er rétt, að visssu leyti. Eg tel siðferðislega rétt og kristilegt að tryggja sig gegn þessu með því að hjálpa'náunga sinum tilþess að tryggja sjálfan sig gegn neyðinni, hjálpa hon- um til þess að hjálpa sjálfum sér. Eg tel það menningar og mannúð- arverk að hjálpa mönnum til þess að vinna fyrir sér og sínum á heiðarleg- an liátt, en blátt áfratn skaðlegt að hjálpa þeim til þess að liía iðjulítið og fyrirhyggjulítið á sjálfskuldarábyrgð- utn þeirra manna er neita sér um flest þægindi og vinna baki brotnu til þess að geta verið fjárhagslega sjálfstæðir menn. Samvinnuhöfðingjunum sumum hverj- um virðist vera það alveg sérstakt kappsmál nú orðið að koma samvinnu- fjandskaparbrennimarki á alla þá, er t«lja hina takmarkalausu sjálfskuldar- ábyrgðarkveðju samvinnufélaganna var- hugaverða. Og sennilega er það jafn- framt órækt samvinnufjandskaparmerki í augum þeirra, að skýrí sé rétt frá því, t hverju samábyrgð samvinnufé- laganna sé fólgin. En er það þá kristi- legur samvinnukœrleikur að skýra vls- vitandi rangt frá þvi, í. hverju þessi samábyrgð sé fólgin? Jafnframt og einhver leyfir sér að gera athugasemdir við tilhögun eða eða rekstur Sambands-kaupfélaganna, og benda á breytta tilhögun til batn- aðar, kveður við úr herbúðum höfð- ingjanna, að þetta sé aðeíns gert til þess að spilla fyrir kaupfélögunum og vekja tortrygni gagnvart þeim. En það er líklega til þess að bæta fyrir kaupfélögunutn og auka þeim traust, að skýrt sé vísvitandi rangt frá því, sem þar skiftir mestu máli, að sjálf samvinnublöðin kasti ryki i augu samvinnnumanna til þess að vitla þeim sýn? Er það heilbrigður samvinnufélags- skapur, sem verður tortryggilegur við það, að sagt sé satt um hann? Er það heilbrigður samvinnufélags- skapur, sem þarf á vísvitandi ósannind- um að halda um þann »kristilegá grundvölU, sem hann telur sig fyrst og fremst bygðan á? Rað virðist óhugsandi, að ritstjóri Dags viti ekki, hvað sjálfskuldarábyrð *) Leturbreytingin tnín,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.