Íslendingur - 08.04.1921, Side 2
74
ÍSLENDINOUR
tbl. 20
>íslendingur< kemur út á hverjutn
föstudegi og aukablöö þegar ástæða er til.
Árgangurinn kostíir sex krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg,
bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu-
rnanns fyrir 1. október.
Innheimtumaður blaðsins er Hallgrímur
Valdemarsson Hafnarstræti 84.
er. Þess vegna hlýtur hann að fara hér
með ósannindi gegn betri vitund. Og
þetta virðist hann hafa gert með fullu
samþykki húsbænda sinna, því að ekki
hafa þeir látið hann leiðrétta þessi ó-
sannindi.
Hversvegna er þetta gert?
Um þetta ættu samvinnumennirnir
sjálfir fyrst og fremst að spyrja, bæði
sjálfa sig og aðra, og þá einkum rit-
stjóra Dags og húsbændur hans, spyrja
þessa herra þangað til þeir fá fullnægj-
andi svar, en gera sér ekki að góðu
útúrsnúninga og blekkingar.
En þrátt fyrir þetta afartortryggilega
athæfi þessara háu herra. niega góðir
kaupfélagsmenn aldrei gleyma þvf, að
að heill og heiður meginhluta íslenzkr-
ar alþýðu veltur nú orðið á því að
kaupfélögunum verði forðað frá sið-
ferðislegri og fjárhagslegri glötun, áð-
ur en það er orðið of seint.
B. L.
CO
Símfréttir frá útlöndum.
Rvili i gœr.
Bandarikin hafa neitað harð-
lega að gefa bandamönnum
nokkuð eftir af lánum peim,
sem peir tóku til styrjaldarinnar.
Alment kolaverkfall i Eng-
landi. Ástœður pess taldar pœr,
að námueigendur geta ekki aý
tfárhagslegum ástœðum haldið
námurekstrinum áfram. For-
stöðumenn verkamanna beita
sér mjög fyrir pvi, að fá járn-
brautamenn og flutningamenn
allskonar til pess að ganga inn
i verkjallið með sér, og er pá
talið að verði 5 miljónir atvinnu-
lausra manna á Englandi.
Grikkir hafa beðið ósigur i
Litlu-Asiu fyrir Tyrkjum.
Karl áður Ungverjalandskon-
urigur kominn til Ungverjalands
ogliggur par alvarlega veikur i
hálsbólgu.
Finnland hejir fengið 100
miljónir finskra marka lánaða
t Svipjóð með 6l/2°jo. Greið-
ist með jöfnum afborgunum á
árunum 1927—31.
oo
Síðustu fregnir.
Rvik i dag,
Tildrög enska kolaverkfalls-
ins pau, að atvinnumálaráð-
herrann breski skýrði foringj-
um verkamanna frá pví á fundi,
að kolanámueigendur gœtu eigi
goldið jajnhátt kaup eftirleiðis
og gert hefði verið hingað til.
Verð l kolanna vœri svo hátt
vegna kaupsins, að\markaðirn-
ir erlendis væru að tapast. Þeg-
ar fulltrúar verkamanna höfðu
heyrt málavexti simuðu peir
út um alt Stóra-Bretlandi til
námumanna, að peir skyldu
leggja niður vinnu pá pegar.
Er ástandið i Englandi talið
mjög ískyggilegt.
Parlamentið breska hefir i
tilefni af kolaverkfallinu heim-
ilað stjórninni að leggja eign-
arhald á kolanámur, hesta,
vagna, lýsingartæki og skipa-
skurði. Jajnframt heimilast
stjórninni að takmarka og banna
vöruútflutning, ráða yfir stjórn
allra hafna, banna skipum að
láta í haf úr breskri höfn sem
og uppskipun vara. Enn hefir
stjórnin vald til pess að ákveðá
verð á kolum, gasi, vatni, raf-
magni, benzini o. fl.
Loks heimilar pingið stjórn-
\nn\ að nota her rtk\s\ns t\l
brýnustu nauðsynjaverkanna.
Lögregluliðið heí\r verið auk-
\ð og pvi ge\\n heimúd t\\ að
að rannsaka hús og handtaka
grunsama menn.
oo
Innlendar símfregnir.
Rvík í gœr.
Ólafur Eyjóljsson stórkaup-
maður hejir lýst sig gjaldprota.
Fjalla-Eyvindur hefir verið
leikinn 20 sinnum fyrirfullu húsi.
Magnús Friðriksson bóndi að
Staðarjelli hefir gejið ríkinu
jörðina með húsum. förðin hefir
verið metin á annað hundrað
púsund krónur. Á að stofnsetja
par kvennaskóla.
Neðri deild Alpingis hejir
sampykt ríkiseinkasölu tóbaks
og vins með 14 atkv. gegn 13.
Nýtt landsmálafélag hefir
verið stofnað í Reykjavik. Kall-
ast félagið »Stefnir«.
Umsóknarjrestur um Arnes-
sýslu og Suður-Múlasýslu út-
runninn. Um Árnessýslu sækja:
Magnús Torfason bœjarfóg.
Kristján Linnet sýslum.
Páll fónsson fulltrúi cand jur.
Steindór Gunnlaugsson —
Um Suður-Múlasýs/u sœkja:
Magnús Gislason fulltrúi.
Páll Bjarnason fulltrúi.
Sig. Sigurðsson jrá Vigur.
fón Sigtryggsson cand.jur.
Páll Jónsson cand. jur.
Ajli og veiðarfæri togara
peirra, sem Fylla tók um dag-
inn, var seldur fyrir 35,000 kr.
Varðskipið Fylla kom inn i
morgun með einn enskan togara.
Ajlabrögð mjög góð.
Síðustu fregnir.
5 Rvlk l dag. .
Óskar Halldúrsson hefir í gœr lýst
sig gjaldþroia.
Breski togarinn sem »Fylla« tók
siðast hefir verið sektaðurum 10 þús.
krónur.
. 03
Vináttan til bæjarins.
Dagur síðasta tbl. reynir af veikurn
mætti að sýna fi am á, að vantraust
Íslendings á jafnaðarmannafulltrúunum
í bæjarstjórn sé vantiaust á bænum. Hér
blandar Dagur herfilega saman bæjar-
félaginu — bænum og nokkrum bæjar-
fulltrúum kosnum af nokkrum hluta
bæjarfélagsins. Vér höfum áður sagt
og segjum enn, að vér vantreystum
jafnaðarmönnum þessa bæjar til að
fara svo með völdin — fjárráð bæjarins
á þessum tíma að vel fari. Þetta hafa
þeir sjálfir vitað svo hér er ekki um
nuna uppgötvun’ að ræða af Dags
hálfu.
Jafnvel þótt svo væri, að vér van-
treystum allri bæjarstjórn, sem vér nú
auðvifað ekki gerutn þó vantreystum
vér ekki hag bæjarins þar með. Hann
mun ntí sæmilegur. Og þó vér kvett-
um menn til að kaupa skuldabréf
bæjarins og létuni í veðri vaka, eins
°g Dagur vill halda fratn að bærinn
væri að fara á hausinn þá gerir það
hvorki til né frá, því skuldabrcfin hafa
ábyrgð ríkisins að baki sér og geta
þess vegna aldrei tapast nema bæði
bærinn og ríkið færi á hausinn.
Þessu hefir Dagur sennilega gleymt
því annars hefði hann ekki lagt upp
með greinarstúf þennan.
C3
AKUREYRI.
Lystigarðsjdlagið ætlar að halda skemt-
un á sunnudaginn. Verður þar margt gott
til skemtunar. Menn ættu að koma sjálf-
um sér til ánægju og Lystigarðsfélaginu
til styrktar. Peningar þeir, sem inn koma
ganga til Lystigarðsins. Er garður þessi
orðinn mjög laglegur og slendur til að
verða bæjarprýði.
Bló hefir sýnt undanfarið eftirtektarverða
mynd sem heitir Ættardýrgripurinn. Mynd-
in er tekin upp af Astra Film Co. í Dan-
niörk og leikur Ólaf Fönss aðal karlmanns-
hlutverkið. Aðal kvennahlutverkið leikur
frú Alnia Hinding Gad, sem talin er bezli
>Miniikker« Dana.
OO
Eg hefi orðið þess var að ýmsir ætla
eg eigi einhvern þátt í ritstjórn >fslend-
ings,« og finn því ástæðu til að lýsa yfir
að svo er ekki. — Hefði það verið, mundi
t. d. ekki hafá‘ verið birt athugaserndalaust,
svigurmæli er í blaðinu hafa staðið um
þá Magnús alþingismann Kristjánsson og
Hallgrím Kristinsson framkvæmdastjóra.
Akureyri 31. rnars 1921.
Jön Stefánsson,
Ath.
Oss er með öllu ókunnugt hverjir það
eru, sem álíta Hr. J. S. við ritstjórn íslend-
ings riðinn. Hitt er oss fullkunnugt að al-
menningur veit hver aðstaða Hr. J. S. er
til þeirra herra alþingismaun M. K. og
framkvæmdastjóra H. K. sem og það, að
persónulegar skoðanir Hr. J. S. hafa verið
alveg andstæðar skoðunum blaðsins í
viðskiftamálum þjóðarinnar sbr. athvæða-
greiðsluna á þingmálafundinum í vetur.
»• Rltstj.
00
m
íheilum tunnum fæst í
HAMBORG.
Hnakkar
með spöðuui og spaðalausir. Aktygi
með krögum og án kraga. Notaða
hnakka og söðla, Beizlisstengur úr
járni, nýsilfri og kopar, sem og flest
tilheyrandi söðlasmíði, selur undirrit-
aður. — Einnig liefi eg tvö hús til sölu
H. Halldórsson.
Hr. ritstjóri!
Þér hafið í 18. tbl. blaðs yðar tekið
til umræðu grein inína >Um skólamál<
í 11. tölublaði Dags. Þér birtið ekki
niðurlag þeirrar greinar, en segið að það
sé »mest aðköst og dylgjur til núverandi
skólameistara og vígslubiskupsins séra
Geirs.c Þetta er rangt með faiið. Dagur
hefir enga menn nafngreint í sambandi
við skólameistarastöðuna. Þér teljið yður
ókunnugt um, hverjir sæki um þessa stöðu.
Hvernig vitið þér þá, hvaða nöfnum
Dagur hefir lieyrt fleygt? Eða hvernig er
hægt að skilja almennar athugasemdir
minar um embættisaldur, ættartengsli og
vináttu sem aðköst og dylgjur tíl nafn-
greindra nianna, ineðan óvíst er um
hverjir sæltja? Eg vil því vinsamlega en
fastlega mælast til þess, að þér birtið þessa
athugasenid og jafufram skora á yður, að
birta umræddan gréinarkafla hið fyrsta í
blaði yðar.
Virðingarfylst.
Jónas Þorbergsson
ritstj. Dags.
Ath.
Vér höfum því miður eigi rúiti til þess
að birta þennan umrædda greinarkafla í
blaðinu: Hvað spurningar yðar snertir um
hvaða nöfn Dagur hefir heyrt í sambandi
við umsókn um skólameistara stöðuna þá
vítum vér áreiðanlega að blað yðar hefir
heyrt báða hina umtöluðu menn nafn-
greinda — Séra Geir og núverandi skóla-
meistara Árna Þorvaldsson. Tíminn nefndi
séra Oeir með nafni í sambandi við
skólann og í sambandi við yeitingarvald
ríkisins. Allir vita að Hr. Árni Þorvalds-
son sækir. Þér hafið þá heyrt báða þá
umsækjendur sem hér skiftir máli nefnda.
Almennar athugasemdir yðar um em-
bættisaldur ,ættartengsli og vináttu hljóta
að sjálfsögðu að skiljast sem stílaðar í
garð þessara tveggja væntanl. umsækjanda,
annar er í ættartengslum við forsætisráðh.
en hinn hefir embættisaldur sem skóla-
meistari. Oss er kunnugt að fjöldi manna
hér í bæ sem og viðkomandi menn sjálfir
skyldu þctta á þennan veg. Eða hvers
vegna undan skylduð þér ekki rnennina í
öndverðu, þegar þér þó vissuð hvernig
málum var komið. Ef það hefði verið
gert voru athugasemndir yðar um em-
bættisaldur, ættartengsli og vinátiu eins
almcnnar eins og þér ætluðust til að þær
væru.
Rttstj.
CO
Kirkjan.
Messað kl. 2 á sunnudaginn.
Athu£*ið.
Árspróf 1. og 2. bekkjar Gagn-
fræðaskólans hefst 6. maí eins og aug-
lýst cr í blaðinu í dag, ekki 13. eins
og stóð í síðasta blaði.