Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 30.09.1921, Side 1

Íslendingur - 30.09.1921, Side 1
Rit stjóri: Jónas Jónasson irá Flatey (SLENDINGUR Afgreiðslumaður: Hallgr. Valdemarsson Hainarstræti S4. VII. árgangur. Akureyri, 30. september 1921. 48. tölubl. Nokkrar athugasemdir. Töluvert mishepnuð ritsmíði virð- ist það vera, sem birtist í 37. og 38. tbl. Dags þ. á. með yfirskriftinni »Ávextirnir af vitsmunum Jóns E. Bergsveinssonar kaupm.« Svo mis- hepnuð er hún frá mínu sjónarmiði að eg get ekki séð nokkra' skynsam- lega ástæðu fyrir því, að hún er komin fyrir alnienningssjónir eins og hún er. Mestu villurnar, svo sem tilvitn- unarskekkjur o. þ.u. I. hafa ekki verið leiðréttar, hvað þá annað, þó eg sérstaklega benti á að þess væri þörf áður ritgerðinni væri lokið, Ritstjóri Dags segir hana vitlausa svo máli skifti og neitar alveg að í henni finnist tilvitnunarskekkjur. Pað gefur því að skilja, að athugasemdir mínar verða að miðast við það hvernig greinin er, en ekki hvernig, hún að mínu áliti hefði mátt vera. Pað sem eg hefi þá,’fyrst að at- huga er fyrirsögnin. Eg heid það geti ekki komið til nokkurra mála, að það geti verið rétt, að það séu ávextir af vitsmunum mínum, sem ritstjóri Dags skrifar. Eg held að það hljóti að vera ávextir af vits- munum hans.^Enda fer betur á því. Mér þykir það leitt'að hafa orð- ið til þess að hrella ritstjóra Dags með áminstum skrifum mínum, sér- staklega með tilliti til þess, að^svar hans til mín er eflaust Vel meint.— Samanber að koma í veg fyrir að jeg verði of montinn. — Hann segir n. 1. að grein mín hafi verið bæði löng og leiðinleg; og get jeg vel skilið að honum hafi fundist svo vera. Aftur á móti tel eg mér það til málsbótar, að jeg hefi gefið hon- um tækifæri til að gleðjast yfir svari sínu til mín, þar sem hann í fyrsta dálki er farinn að brosa og í öðr- um dálki að skellihlæja af ánægju yfir því, hvað svarið tekst vel. Má af þessu sjá að jeg er í rauninni >mesta gæðablóð«. Ritstjóri Dags segir: »að fyrsti geislinn af vitsmunaljósi mínu birt- ist Efyrirsögn greinar minnar, þar sem jeg tali um skattfrelsi samvinnu- félaganna. En í þálbirtu dragi síð- an skugga, er jeg skýrskoti til 28 gr. samvinnulaganna og telji upp þá. margvíslegu skatta, sem þeim er Sert að skyldu að greiða til sveitar.« ^>ð þetta hefi eg það að athuga, ieg hefi hvergi í greinum mínum * Islendingi skýrskotað til 28. gr. í samvinnulögunum rog hvergi á hana minst sérstaklega, enda fjallar hún ekki. vtm skattgreiðslur heldur alt annað. Pví til sönnunar vil jeg birta hana orðrétta, og geta lesend- ur þá dæmt um, hvort einhlýtt muni vera að lesa Dag til þess að kom- ast fyrir það rétta, þegar hann deil- ir við mótstöðumenn sína. 28. gr. samvinnulaganna hljóðar svo: »Ef 3 eða fleiri samvinnufélög með líku sniði koma sér saman um að mynda samband sem sjerstakt félag, skulu uin stofnun þess, skrá- setningu og skipulag gilda sömu ákvæði, sem um samvinnufélög yfir- leitt, að því leyti sem þau eiga við. Hvert það félag sem fullnægir á- kvæðum laga þessara og skilyrðum þeim er sambandið setur, hefir rétt til upptöku.* Pað ætti að vera ölluin ljóst, að mér er nákvæmlega sama, hvort heldur ritstjóri Dags neyðist nú til að leiðrétta sínar eigin vitleysur fyrst hann vill ekki gera það með góðu. eða stendur með opinn munninn til athlægis frammi fyrir lesendum sínum. Að efni til er það nokkurn veg- inn rétt, sem Dagur hefir eftir mér úr 35. tbl. ísl., þótt orðin sé rang- faerð. Jeg fullyrði þar, að ekki sé hægt að benda á neitt, sérstaklega þarft verk, sem samvinnufélögin hafi unnið í þarfir almennings, fram yfir kaupmenn og aðra verzlunar og at- vinnurekendur er réttlætt geti skatta- ívilnanir þeim til handa, framyfirþá. Dagur hefir ekki bent á neitt slíkt verk. Hann gerir enga tilraun til þess að hnekkja þessari fullyrðiugu minni; virðist þó ástæða til að sýna ein- hvern lit á slíku fyrir blað, sem vill teljast málssvari samvinnumanna. Þessi fullyrðing mín stendur því enn; bæði ómótmælt og óhrakin og virð- ist því næst að ætla, að Dagur sé henni samþykkur; að minsta kosti tel jeg að svo sé, þangað til annað heyrist frá honum. t>að, sem Dagsritstjórinn hefir eftir mér úr 37. tbl. ísl., er rangt bæði orðum og efni og er því að sjálfsögðu ástæðulaust að svara því. í 37. tbl. Dags 1. d. 2. síða kem- ur ritstjórinn með greinar, sem hann vill láta mig hafa sagt í 38. og 39. tbl. ísl', um verzlunarkjör hjá sam- vinnufélögum og kaupmönnum. peir, sem lesið hafa greinar mínar í 36. og 39. tbl. ísl. geta sjálfir séð, að eg hefi í hvorugu hinu tilvitn* aða blaði haldið neinu fram um það, hvort betra sé að verzla hjá sam- vinnufélagi eða kaupmanni. Aftur á móti mintist eg í 36. tbl. ísl. á auglýsingar um rúgmjöl frá Kaup- félagi Eyfirðinga og kaupmanni hér í bænum, og báru þær með sér, að verðið var 13°/° hærra hjá kaup- félaginu en hjá kaupmannirium. Rit- stjóra Dags finst þetta vera næg ástæða til þess, að gera ráð fyrir að eg telji, að kaupfélög og kaup- menn selji jafn dýrt, og slær því föstu. Fer svo að tala um kaupfé- lögin hafi komið til leiðar minkuð- um útgjöldum við daglega eyðslu, *safnað sjóðum o. fl. Honum þykir sennilegt, að jeg geti ekki neitað því, að allir sjóðir kaupfélaganna, nema innláns deild, sé sparað fé með samstarfinu fyrir utan árlega uppbót í viðskiftareikninga. Jeg skal játa það, að mjer er ekki með öllu Ijóst, við hvað ritstjórinn á með öllu þessu málæði sínu. Og kemur það áreiðanlega að nokkru leyti til af því, að hann er ekki að svara því sem eg sagði, heldur ein- hverju öðru, seni útlit er til að hann hafi viljað láta mig segja, til þess að geta komið röksemdaleiðslu sinni sem bezt fyrir. En til þess að úti- loka allan misskilning í þessum efn- um, vil jeg taka það skýrt fram hér, að eg álít að kaupfélög selji yfirleitt dýrar vörur sínar en kaupmenn. það álit mitt byggist meðal annars á auglýsingunni um rúgmjölsverðið sem á er minst, og svo veit jeg það eru margir fleiri sem vita það líka — að ákveðið kaupfélag seldi rúgmjöl 25°/o dýrara en íslenzkur kaupmaður í sama kauptúninu á sama tíma s. 1. vor. Að gefnu til- efni skal það tekið fram, að rúg- mjölið, sem kaupmaðurinn seldi, var ekki frá Landsverzluninni. Ef þetta nægir ekki, þá er auð- velt að koma með fleiri ástæður; að minsta kosti eins margar og vik- urnar eru frá síðasta útkomudegi Dags og til næstu áramóta. En ekki vil eg lofa því að þlnefna fleiri en eina á viku og er það með tilliti til þess, að hann fái nægan tíma til þess að athuga hverja einstaka fyrir sig. Oetur hann svo upp úr næstu áramótum frætt lesendur sína um hver útkoman verður. Hitt skal eg fúslega játa, að mér er með öllu óskiljanlegt, hvernig það geta verið minkuð útgjöld við daglega eyðslu, ef menn kaupa vör- ur, þótt ekki sé nema 13°/o dýrarj hjá kaupfélagi en kaupmanni, þegar um er að ræða vöru, sem ekki er ágóðaskyld hjá viðkomandi kaup- félagi. Ef vara, sem ekki er ágóða- skyld er seld 13% dýrari hjá kaup- félagi en kaupmanni, eins og átti sér stað með rúgmjölið s. I. vor, samkvæmt auglýsingum sein á var minst; og sá verðmunur liggur í meiri álagningu hjá kaupfélaginu en kaupmanninum, virðist ekki svo undarlegt, þótt sjóðir kaupfélaganna — að undantekinni svonefndri inn- lánsdeild — vaxi. Og séu sjóðirn- (jLLUM þeim, sem sýndu okk- ur hluttekningu við fráfall sona okkar, Bjarna og Axels, síð- astliðið ár og í vetur, vottum við fyrir hönd okkar og barna okkar innilegt þakklæti. Húsavík 10. sept. 1921. Halldóra Guðmundsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson. ir að miklu leyti myndaðir á þann hátf, þá orkar mjög tvímælis — hversu ósennilegt sem ritstjóranum þykir það — að slíkir sjóðir séu sparað fé með samstarfinu. Eg efast ekki um að ritstjóra Dags finnist vel rúmgott um sig við röksemdafærsluna, þegar hann fer að hrekja þetta fyrir mér, en ekki öfunda jeg hann af þeim rúmgæð- um, þótt honuin finnist þröngt um vik hjá mér. í 36. tbl. ísl. hélt eg þvffram.að það hefði verið blint samvinnuflokks- fylgi — en ekki umhyggja fyrir vel- ferð landsins, sem hefði ráðið því, að Sigurður Jónsson frá Yztafelli var gjörður að atvinnumálaráðherra Og að ranglætið í skattaálögum frá stjórnartíð hans mundi verða mörg- um tilfinnanlegt eftir því sem tímar liðu. Ennfremur gat eg þess, að í því ranglæti gætu menn fundið or- sökina til atvinnuleysisins 1 kaup- stöðunum nú og erviðleikana á ýms- um sviðum. oo Tímarit Þjóðræknisfélagsins. Framh. Annað, sem ekki er rétt hermt í þessu riti, er frásögn þess um stofn- un biaðsins »Heims-kringlu«, og um ritið, sem eg samdi fyrir Kanadastjórn árið 1885. Ritið var ekki og átti ekki að vera einungis »Lýsing af Norðvest- urlandi« Kanadaveldis (The Great Northwest). Rað átti að vera — og það var — lýsirig af öllu Kanadaveldi, sem var þá sjö fylki og fimm skatt- lönd (Territories) að auk. Handritið, The Handbook of Canada, var ritað á ensku og þótti vel samið. Blaðið »Heimskringlu« stofnaði eg einsamall með þvi fé, sem eg fékk frá Kanada- stjórn fyrir þýðingar á bók minni um Kanada og eins fyrir auglýsingar, sem Akuiyrkju-deild Kanadaveldis, Kyrra- hafsbrautar-félagið og ýmsir kaupmenn í Wmnipeg létu birta í blaðinu. Reir EggertJóhannsson og Einar Hjörleifs- son áttu engan annan þátt f stofnun

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.