Íslendingur - 30.09.1921, Síða 3
48. tbl.
ISLENDINGUR
183
Framkvæmdalöngun (initiativ) atvinnu-
rekenda lamast og löngunin til starf-
rækslu þeirra fyrirtækja, sem nú eru
rekin, dvín. Það er háskaleg pólitík,
sem norsku löggjafarnir hafa gripið til
á jafn hættulegum tímum og nú eru
fyrir norskt atvinnuiíf.
Áfleiðingar frumvarpsins eru þeg-
ar þær, að almenningur heimtar með
harðri hendi að útgjöld ríkisins séu
minkuð sem mest má. Útgjöld ríkis-
ins eru nefniiega orðin jafnhá og
brúttótekjur landbúnaðarins norska.
(Skand. Sö og Handels-Tid.).
OC
Símfréitir frá útlöndum.
Rvik í gœr.
Prófessor i sálarfrœði við
Kaupmannahafnarháskóla, Al-
fred Lehmann er látinn úrkrabb-
ameini.
Samsœri hefir komist upp i
Warschawa gegn Pilsudski for-
seta Póllands. Var skotið á
forsetann en hann slapp. Ó-
dáðamaðurinn var frá Ukraine
og hefir verið handtekinn.
foffe friðarfulltrúi Rússa á
Bresi Litovsk fundinum hefir
nýlega verið drepinn i Þýska-
landi.
örikkir fara halloka fyrir
Kemalistunum. Hafa peir heit-
ið á Alþjóðabandalagið að hlut-
ast til um að til friðar geti
dregið.
Uppreistin i Indlandi heldur á-
fram. Er hún einkum í Mala-
bar meðal Matlah þjóðflokks-
ins, sem er múhamedstrúa/ og
beinist bæði gegn Hindúum og
Bretum.
x
ínnlendar símfregnir.
Rvik i gœr.
Georg Ólafssyni cand. polit.
hefir verið veitt bankastjóra-
staðan við Landsbankann frá
1. nóv.
Hrisey i gœr.
Skonortan „Rigmor“ strand-
aði vestan megin Eyjafjarðar.
Skipið var með saltfarm til
Sameinuðu verzlananna.
Hásavik i gœr.
Vélabáturinn „Erlingur“
strandaði við Breiðuvík á Tjör-
nesi. Stýrimaður bátsins, fón
Guðmundsson. úr Skagafirði
skaut sig, þegar báturinn
strandaði.
co
i Kirkjan.
Messað kl. 2 á sunnudaginn.
Gagnfræðaskólinn
verður settur að forfallal. kl. 2 á inorgun.
Land/áð?
Franska blaðið V Intransige-
ant birtir leynisamninga rnilli
tveggja íslendinga og Þjóð-
verja.
Kaupmannahafnarskeyti herma þá
fregn að franska blaðið l’ Intransi-
geant hafi á mánudaginn birt skeyti
eftir frétiaritara blaðsins í Stockholm
þess efnis, að 1915 hafi Þjóðverjar
annars vegar en tveir Islendingar hins-
vegar, Einar Arnörsson prófessor og
Guðbrandur Jónsson doktor, gert með
sér samninga þess efnis að Þjóðverj-
ar lánuðu Islandi 10 miljónir króna
iil járnbrautalagninga, brúagerða og
annara nytsamra mannvirkja. Trygg-
ingu fyrir láni þessu átti að setja
með eignum og tekjum hins opinbera.
I samningnum var ákveðið, að Island
\segdi skilið við Danmörk, og ef Dan-
i ir eigi sæltu sig við skilnaðinn œttu
: Þjóðverjar að ógna þeim með her-
valdi. Eina miljón kröna átii að veita
(múta) alþingi til þess að gera það
hlynt stjórnarbyltingunni. Bankana
áiti rikið að taka i sinar hendur.
Þjöðverjum ókyldi heimilt að hafa hér
flotastöð og í þakklœtisskyni' fyrir
frelsisgjöfina átti Island að taka yfir
sig þýskan prins til ríkisstjörnar.
Þetta er í stuttu máli inniháld
skeytanna. Danska blaðið Þolitíken
náði i skeytið á leiðinni iil Frakk-
lands og hefir rœtt það dálítið siðan.
Blaðið er þeirrar skoðunar að skeytið
sé hreinn tilbúningur því l’ Intransi-
geant, hafa alls engan jréttaritara i
Stockhólmi. Á hinn böginn hefir
blaðið fréttaritara i Kaupmannahöfn,
hr. Caro og hefir hann undanfarið
átt i svæsnum deilum við „Politikena;
heimtar Politiken að honum sé nú
vísað úr landi og telur hann við skeyt-
ið riðinn.
Þegar fregnin um þetta kom til
Reykjavíkur, skrifaði Einar Arnórsson
mötmæli gegn þessum ærumeiðandi
áburði i Morgunblaðið. Segir hann
þar meðal annars, að i stjórnartið
sinni hafi Guðbrandur komið til sln
með tilboð um þýskt lán, og hafi ver-
ið ialað um að taka lánið til járn-
brautabygginga. uppkaupa hlutabréfa
Islandsbanka, lúkninga eldri skuldao.fi.
enannaðhafialdrei komið til mála. Sér-
staka tryggingu, aðra en þá, sem
vanalega eru settar við lántökur i er-
lendum ríkjum, hafi hann eigi heyrt
nefndar. Meira heyrðist eigi um lánið
og féll það svo niður i bráðina.
Eins og kunnugt er kœrði cand.
polit. Jón Dúason dr. Guöbrand Jóns-
son fyrir að vera þýskur njósnari o.
fl. i þá átt og sendi kœruna til stjórn-
arvalda ríkisins 1917. Stjórnin lét
rannsaka málið litilsháttar og la það
niðri þar til á-alþingi 1920 að hald-
inn var um það leynifundur innan-
þings. Kom þar i tjós að dr. Guð-
brandur Jónsson hafði eitt einasta
bréf frá Þýskalandi sem snertir þetta
mál en af þvi urðu engar ályktanir
dregnar sem á nokkurn hátt gœti
sannað ákœruna. Var þar með bund-
inn endi á málið. Jön Dúason hefir
lýst yfir þvi, áð hann dgi alls engan
þáit i þvl að þessi fregn er nú fram-
komin.
Að svo miklu leyti sem séð verður
i fljótu bragði virðist fregnin einung-
is bláber uppspuni. Englendingar tóku
dr. Guðbrand fastan meðan á styrj-
öldinni stóð og reyndu þá að sanna
á hann að hann væri njósnari Pjóð-
verja en gátu engar sannanir fengið.
Málið hefir samt sem áður vakið
mikla eftirtekt.
Frímann B. Amgrímsson gefur oss
eftirfarandi upplýsingar.
Blaðið l’lntransigeant var lengi fyrir
styrjöldina eitt hið æstasta »þjóðsinna«
blað í París. Henri Rochefort, sjálfur
æfintýramaður en mikill ritsnillingur
var lengi ritstjóri þess þar til hann
tók við blaðinu »L. Patrie.« Pessi
Rochefort var bitrasti fjandmaður Pjóð-
verja og átti meira en nokkur annar
franskur blaðamaður þátt í því
að egna Frakka til hefndarstríðs á
hendur Pjóðverjum, hindra landnám
þeirra í Afríku, og koma heimsófriðn-
um af stað.
CO
Ný lesbók.
Kennarafélagið á Akureyri er um
þessar mundir að láta gefa út nýja
lesbók handa börnum og unglingum.
Gamla lesbókin var að ýmsu göll-
uð og þessari er ætlað að vera eins-
konar tengiliður milli fyrri og síðari
hluta hennar.
í fljótu bragði virðist lesbókin góð.
Efnið er fjölbreytt og vel við unglinga
hæfi, enda munu það flest valdir'kenn-
arar sem valið hafa innihald bókar-
innar.
Frágangur og prenfun á bókinni er
í bezta lagi. Prentsmiðja Björns Jóns-
sonar kostar útgáfuna.
Verðfall.
Jnserat.
Verzlanir H/f Carl Hðepfner og
Gudmands Eftfl. hafa nú nýskeð fært
niður enn á ný alla vefnaðarvöru og
fl. vörutegundir um 20 — 30°/o. Með
þessari nýju verðlækkun er söluverð
verzlananna á vörum þessum komið
niður í upprunalegt innkaupsverð og
kaupendurnir njóta þess verðfalls sem
nú er orðið á erlendum markaði.
Fólk sein kaupa þarf til vetrarins eitt-
hvað af áðurnefndur vörum ætti að at-
huga verð þessara verzlana áður en
það fer annað.
Náttlampar,
Verkstæðislampar,
Lampaglös,
Reykhettur,
Maríugler
er nýkomið í
H A M B O R G .
*
Ovenjulega stórar og góðar
handsnúnar
Saumavélar
nýkomnar.
Sígmundur Sigurðsson.
Nýkomið:
Snowflake-,
Lunch- og
Cabin - KEX.
Sætt kex, margar teg.
»PIantall« margarine.
(ódýrasta og bezta smjörlíkið).
Cacao, mjög gott.
»Sunlight«-sápa
o. fl.
Espholin & Co.
Stór afsláttur
af allri
álnavöru
er nú í
HAMBORG.
Ennfremur af
regnkápum
Og
tilbúnum fötum.
Skósólningar
— sléttar — verða seldar hjá mér
með niðursettu verði.
að stórum mun frá 1. október
gegn borgun um leið.
Akureyri 30. sept. 1921.
Sigurður Porsteinsson,
Strandgötu 23.
Stúlka
óskast í vetrarvist á fámennu heim-
ili, helzt hálfan daginn.
Áfgr. vísar á.
Eldavél,
lítið notuð, hentug fyrir litla
fjÖlskyldu, er til sölu með tæki-
færisverði. Nánari upplýsingar
gefur Vigfús Friðriksson,
Hðepfners verzlun.
nú með e.s. »ísland« komu
leikfimísskór-„HEDEBÖ“
af öllum stærðum í verzlun
M. H. Lyngdal.
Prentsmiðja Björns Jónssonar,