Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1922, Síða 3

Íslendingur - 30.06.1922, Síða 3
27 tbl. ISLENDINGUR. 105 Nokkrar stnlkiir ræð eg í síldarvinnu á Siglufirði í sumar. Gottfreð Hjaltalín. Hákarlsugga, herta og ósaltaða, bæði bak- og eyr- ugga, kaupir hæsta verði Páll Hall- dórsson, erindreki Fiskifélags ís- lands, Svalbarðseyri. Póstmálastjórnin tilkynnir að yfir- færsla á peningum til Danmerkur gegn- um póstafgreiðslur sé nú byrjað að nýju og kasta 100 dauskar krónur 130,50 kr. íslenzkar. Leiðarþing héldu þingmenn sýslunn- ar að Grund í Eyjafirði á Mánudag- inn. Ringmaður Akureyrarkaupstaðar var þar einnig og tók þátt í umræðum. Aðalfundur Ræktunarfélags Norður- lands stóð hér daganna 23. og 24. þ. m. Voru þar ýms áhugamál fél. rædd, gefið yfirlit yfir starfsemi þess á árinu, lagðir fram reikningar o. s. frv. Einn maður gekk úr stjórninni að þessu sinni að enduðu kjör- tímabili, Björn Líndal lögmaður og bóndi að Svalbarði, náði hann ekki endurkosningu heldur var kosinn í hans stað Guðm. Bárðarson kennari. Kom mörgum þessi kosning all ein- kennilega fyrir þar sem Líndal er með framkvæmdarsömustu bændum hér um slóðir og var talinn einhver atkvæða- mesti maður stjórnarinnar, verður því ekki hjá því komist að álíta að pótitík hafi hér ráðið úrslitum. Pað var reynt að innleiða hana í félagið á bænda- námskeiðinu í vetur en mistókst þá, nú virðist það kafa tekist og er slíkt illa farið. Fulltrúi R. F. N. til að mætak á búnaðarþingi var endurkosinn Sig. E. Hlíðar og til vara Brynleifur Tobías- son og endurskoðendur Lárus J. Rist og Davið Jonsson hreppstjóri, Kroppi. Slys. A Miðvikudaginn vildi það slys til að ung stú'ika, María Kristjáns- dóttir, féll af hjólhesti á harðaferð og meiddist mikið í höfði. Uir. sama leiti fótbrotnaði ungliugspiltur Jónas Jens- son, fóstursonur Friðjóns læknis, í knattspyrnu. Verkamaðurínn spyr af hvaða ástæðu Islendingur þegi um annan mann D- listans Sigurð ráðunaut. Vilji ritstj. Iesa 24. tbl. Islendings mun hann sjá að þar er eindregið mælt með Sigurði. Kirkjan. Messað á Sunndaginn kl. 5 sd. að öllu forfallalausu. Söngskemtun. Aage Schiöth hefir skemt bæjarbúum tvívegis með söng sínum og þótt vel lakast. Hann hefir sérlega hljómfagra rödd og nær háum tónum. Hrein unun var að heyra hann syngja lög Verdi’s úr Rigoletto, »La donna'e mobile« og »Questa o quella« Agóðinn af seinni söngskemtuninni gekk til Listigarðs Akureyrar. „Goðafoss* kom hingað sl. Föstu- dagskvöld að sunnan, margt farþegja, m. a. J. G. F. Arnesen konsúll frá útlöndum, Eiríkur Leifsson heildsali Porbergur Rórðarson málfræðingur frá Reykjavík, frú Rafnar og ungfrúrnar Sigrún L. Björnsdóttir og Asta Levy frá Blöndósi. Með skipinu fóru héðan tii Seyðisfjarðar Theodór Lilliendal símritari og ungfrúrnar Sigríður Davfðs- dóttir og Laufey Lilliendal. „Island“ væntanlegt í kvöld. Meðal farþegja Ragnar Ólafsson konsúll. Jón- as Jónasson frá Flaley, Jakob Thor- arensen kaupmaður, frú Hulda Rorsteinsson, Eggert Laxdal, séra Geir Sæniundsson og frú hans, Jón Stefánsson og Eggert St. Melstað. . Rafvciiunefndin c\vr..r J S. Esphol- in f næsta bl:iði. 5vor frá prófessor Haraldi Níelssyni upp á fyrirspurnirnar í siðasta blaði, gat ekki komist að í þessu blaði. Kemur uæst. — Mikið af öðrum greinum hefir einnig orðið að bíða sökum rúmleysis, og eru höf. beðnir velvirðingar á drættinum. OO Frú Anna Stephensen ekkja Stephans Stephensens umboðsmanns, andaðist í gær- kveldi í Reykjavík. — Merk kona og hámentuð. Hér á Ak- ureyri átti hún heima í 45 ár, og átti almennutn vinsældum og virðingu að fagna. Frú Anna var dóttir Páls Melsteðs sagn- fræðings, og mun hafa verið um sjötugt er hún lést. C3 Opið bréf til Jónasar Porbergssonar, ritstjóra, m. m. Jónas sæll! Eg ætla að þessu sinni, að senda þér nokkrar línur, í viðurkenningar- skyni fyrir hin mörgu og andríku!! ummæli, sem þú hefir látið falla í núnn garð, í síðustu blöðum »Dags« þíns, þau spegla svo dásamlega vel hina hálfköruðu sál þína, að hafi nokk- ir áður verið í vafa um hvað innri niaður þinn hefði að geyma, þá er nú skýlan dregin frá augum þeirra og þú afhjúpaður í allri þinni dýrðarmynd!! Blaðamensku ferill þinn hefir verið ófagur frá því fyrsta, svo að jafnvel þeir sem notað hafa þig til skítverk- anna hafa viðurkent það, og fyrirverða sig í raun réttri fyrir að þurfa að nota þig, en þér hefir verið lofað að hanga við blaðið vegna þess hvað þú varst þægur og auðsveipur dindill Hriflu- mannsins. Dindilmenska þín er sterk- asti þátturinn í blaðamensku þinni; sjálfstæðar skoðanir hefir þú aldrei átt. Situr það því illa á þér — dindilnum litla, að vera að brígsla mér eða öðr- um um skoðunarleysi. Ert það er stráks- eðli þitt, sem þar kemur í ljós: að æpa að öðrum eigin vansæmd! Annar sterkasti þátturinn í blaða- mensku þinni — er taumlaust sjálfsálit ogfroðugorgeir; — heimskra manna ein- kenni, — sem gera þig flestum hvitn- leiðan á skömmum tíma. — Rriðji þátturinn í blaðamensku þinni er saur- kastið. F>ú rökræðir sjaldan nokkurt mál, heldur hellir þér þess í stað með ókvæða skömmum . og saurkasti yfir andstæðinga þína, og ert þess boru- bratfari — þess fleiri saurslettum þú keniur á papírinn, en þú gætir ekki þess, að meginið af saurnum loðir við sjálfnn þig og gerir þig og blað þitt að óþverra. Rannig er myndin, sem blasir við sjónuin manna af blaðamanninum Jón- asi Rorbergssyni. Rað situr því næsta illa á slíkri per- sónu sem þú ert í blaðaheiminum, að vera að brígsla mér eða öðrum um óvandaðan rithátt. Pú fyllist, í 25. tb). »Dags«, heilægri vandlæting yfir því, að eg hafi snúið útúr orðum þínum í einum stað í Jónasar-æfiágripinu fræga og þú telur það fölsun og ódrengi- legan vopuaburð m. m. Sannleikurinn er sá, að eg sneri alls ekki útúr orð- um þínum, orðin sem eru tilfærð inn- an tilvísunarmerkja, eru nákvæmlega hin sömu eins og stóðu í Degi, þó eg hinsvegar teldi óþarft að prenta upp fleiri þumlunga af sama góðgætinu, eða sem svaraði frá greiharskiftum til greinarskifta, kjarninn fólst í orðunum sem tilfærð voru. Reiði þín stafar í rauninni ekki heldur af þessu, heldur því, að sum Reykjavíkurblöðin hafa dregið þig sundur og saman í háði fyrir þessi »geislastafs« ummæli þín, og það að verðleikum. Pú hefir allra manna mest gert þig sekan í því að rangfæra orð andstæðinga þinna, slíta sundur setningar, kubba af þeim og misþyrma, svo þær urðu að fjarstæð- uni, má benda á hin auðvirðilegu svör þín til Einars á Stokkahlöðum á liðnum vetri, því til sönnunar, sem mest bygð- ust á þannig löguðum rangfærslum. Pú ert þvi samkvœmt eigin dómi fyrir neðan þá hillu sem hingað til hefir verið kallað vansœmi i blaðamensku og ritdeilum — og þú ættir að þekkja þig bezt. Að þú skulir því gerast siðameistari, er sú meata óskamfleini sem þú hefir ennþá gert þig sekan um, og er með því mikið sagt. Þá reynir þú að gera þér mal úr ávarpsorðum mínum til lesenda Isl. er eg tók við blaðinu, þeim, að eg bæði þá að fyrirgefa þó mér kynni að verða eitthvað á fyrst í stað, vegna ókunnugleika mfns, er stafað af margra ára fjarveru minni, og þú spyrð með þjósti: hvenær eigi að hætta aðfyrir- gefa og hvenær eg sé fullveðja blaða- maður. Svarið er þetta: Eg hefi frá því eg tók við blaðinu borið ábyrgð orða minna og mun gera það í fram- tíðinni, og hlífðar hefi eg aldrei átt að mæta frá þér né heldur vænst hennar. Hinsvegar er það altaf gott að góðir drengir umberi og fyrirgefi yfirsjónir, þær geta hent alla, en sakir ókunnug- leika bið eg engrar hlífðar framar — síst af öllu — þig. Og þótt þú sért allra rnanna treg- astur að sjá og játa yfirsjónir þínar, þá vita allir, sem einhver kynni hafa af þér, að fáum er frekar þörf fyrir- gefningar en einmitt þér—Jónas sæll. í þessu sama blaði ertu ennþá að þvæla með Hriflu-áveituna, og heimt- ar, að eg konú með vottorð frá Holta- kotsbóndauum um að hann hafi átt hugrnytidina en ekki Jónas frá Hriflu, eða heiti eg vísvitandi ósannindantaður ella. Mér kemur ekki til hugar að fara að ríða austur f Holtakot og eyða í það tíma og peningum og kanske fótbrotna á leiðinni, til þess að geðjast þér í þessu; heimildin sem eg hef fyrir staðhæfingu jninni er svo góð» að jafnvel þú munt ekki dirfast að hrekja hana, sögumaður minn er: bróðursonur Hoitkotasbóndans, maður, sem þú þekkir er vel og munt naum- ast þora að kalla ósannindamann. Annars sýnist óþarft að gera mikla rekistefnu úr áveitu um lönd tveggja kotbæja, sem þessutan mun hafa verið styrkt úr Ræktunarsjóði; og dýrðarljómi Hriflumanmins hvorki dafnar eða dvín, hvort hann hefir átt mikla eða litla þátttöku i henni. Að þessu sinni nenni eg ekki að svara þér frekar; brígslyrðum þínum og aðdróttunum vísa eg heim til föð- urhúsanna. Að síðustu. Láttu ekki dindilmensk- una stíga þér frekar til höfuðsins en orðið er. Vertu þægur og góður dind- ill og þú verður Iátinn í friði. Gitnnl. Tr. Jónsson. Kálfskinn og Lambskinn kaupir hæsta verði. J. H. Havsteen. TROS selur altaf ódýrast E. Einarsson. Hert Lambskinn, Selskinn og verkaða sundmaga kaupir undirritaður eftir 1. júlí. Jacob Thorarensen. Umbúðapappír Pappírspo ka og allan Skrifpappír selja ódýrast og bezt Brödrene M oltzau, Kristiania. Aðalumboðsmenn: Stefán Á. Pálsson & Co. Reykjavík. Kálfsskinn og lambskinn tekin með haésta verði. E. Einarsson. Prentaraiðja Björns Jónssonar,

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.