Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1922, Side 1

Íslendingur - 14.07.1922, Side 1
Aðalstræti 16. Talsími 105. Ritstjóri; Gunnl. Tr, Jónsson. VIII. árgangur. Akureyri, 14. Júlí 1922. 29. tölubl. Landsverzlun. Á umræðufundi þeim sem þing- maður Akureyrar hélt í sl. viku, var eins og við var að búast, talsvert minst á • Landsverzlunina, starfsemi hennar og efnahag. Oat einn ræðu- manna þess, er hann hafði fengið upplýsingar hjá þingmanninum um hag verzlunarinnar, að hann sýndi sem sig hefði lengi grunað »að hún væri altaf að tapa.« En til þess nú að lesendur ísl. geti fengið nokkurnveginn glögga hugmynd um hag verzlunarinnar, þykir hér rétt að birta útdrátt úr greinargerð þeirri sem viðskiftanefnd Alþ. lagði fram á síðastaþingi og gerir glögga grein fyrir hag verzlunarinn- ar og rekstri hennar sl. ár. Ábyggilegri heimildir er naumast hægt að fá. í árslok stóð hagur verzlunarinn- ar svo, að hún átti í varasjóði rúm- lega 1900 þús. kr., en allan þennan sjóð á verslunin f raun og veru útistandandi í skuldum ýmsra við- skiftavina og eru þó heldur meiri, eða 2 milj. 1551/2 þús. kr. Skuldir þessar skiftast þannig: Samb. ísl. samv.fél. og önnur kaupfél. skulda 1,019,000 kr., kaupmenn 972 þús., hreppafélög 37 þús., og aðrir 166 þús. í sjóði var talið 848 þús., inn- eignir í bönkum 555 þús., vöru- birgðir 740 þús., fasteignir 146 þús. Eignir samtals 4,457,000. Hinsvegar skuldaði verslunin ríkissjóði 2 mil- jónir og öðrum um V2 miljón. Viðskiftavelta verzlunarinnar sl. ár nam 8,161,000 kr. Eru tekjur af þeirri verslun taldar 512 þús. af »ýmsum vörum.« 129 þús. af kolum og 140 þús. af steinolíu. En gjalda- megin er talið verðfall á seldurn vörum 567 þús. kr. og koma þar af 398 þús. kr. á kolin, svo að í raun og veru hefir orðið á 3. hundrað þús. kr. tap á kolaverzluninni og hagnaður af verzlun með »ýmsar vörur* um 170 þús. kr. minni en talið er, eða aðeins 342 þús. En steinolíuverslunin hefir »borið sig« afbragðs vel, með 140 þús. kr. ágóða. Og auk þess hefir verzlunin grætt 348 þús. kr. á »gengismis- mun« (á láni, sem tekið var til vörukaupa í Ameríku). Hinsvegar hefir reksturskostnaður orðið: Beinn kostnaður 340 þús., flutningsgjald og útskipun 39 þús., vextir 91 þús. o. fl. — Rekstrarágóðinn á árinu varð rúmlega 73 þús. kr. Við nán- ari athugun kemur þannig fram, að 1 raun og veru hefir verzlunin sjálf verið rekin með allverulegu tapi. því að ágóðinn af verzl. ineð ýmsar vörur (342 þús.) og steinolíuverzl- uninni (140 þús.), samanlagður 482 þús., hrekkur ekki nema rétt aðeins fyrir rekstrarkostnaðinum. Að kola- verzluninni sleptri, hefir verslunin aðeins borið sig, og það er gengis- gróðinn, sem jafnar hallann og það svo ríflega, að afgangs verða 73 þús. kr. Útistandandi skuldir verzlunarinn- hafa aukist að nokkru á árinu, frá því sem þær voru í árslok næstu á undan, og það þrátt fyrir fyrir- mæli þingsins 1921 um að gera gangskör að innheimtun þeirra. Skuldaaukningin er aðallega hjá út- búinu á Seyðisfirði. Par hafa skuld- irnar aukist um 160 þús. kr. frá því árinu áður. Á Akureyri hafa skuld- irnar aftur á móti minkað um 100 þú§. kr. og í Reykjavík um 40 þús. krónur. Pað varhugaverðasta, að því er séð verður í fljótu bragði, við þenn- an efnahagsreikning eru útistand- andi skuldir verzlunarinnar: tvœr miljónir og hartnœr hundrað og sextlu þúsundir króna, það er gíf- urlega fúlga, og naumast getur hjá því farið, að ekki tapist eitthvað algerlega, og að dráttur verði á inn- heimtun meirihluta þess er borgast, og að af drættinum leiði einnig tap. Annars skal ekki farið útí gagn- rýning Landsverzlunarinnar að þessu sinni; — Iesendurnir geta dregið sínar eigir ályktanir út af efnahags- reikningnum; hann er ótvíræður og segir sögu sína í bláköldum raun- veruleik, r>o Hagnýting jarðelda. Fyrrum var það trú manna, að hel- víti væri niðri í jörðinni. Þar sem eldfjöll eru og jarðhitinn meiri en annarstaðar hugsuðu menn sér helvíti nærri, og að kölski og púkar hans legðu leið sína um eldgígina upp úr jörðinni. Hekla og Etna á Sikiley voru hvor í sínu lagi taldar vera aðal- uppgönguaugu allra djöfla. Margar sagnir eru um það hér á landi, að iðulega hafi sést djöflar í eldinum, þegar Hekla gaus. Aðrir þóttust hvað eftir annað sjá einkenni- lega fugla, er syntu á hraunleðjunni, og héldu menn það vera einhverja ferlega helvízka fugla með málmnefjum og þesskonar fiðri, sem ekki sakaði í eld- inum. Öll þessi þjóðtrú mun nú vera far- in að dofna, og svo langt er komið fyrir sumum, að þeir eru farnir að hagnýta sér öfl þau, sem geymast í iðruin jarðar, og eru farnir að láta þessa feikna krafta knýja vélartil margs- konar þarfa. Eins og mörgum er kunnugt, hefir dr. Helgi Péturss haldið því fram, að í framtíðinni mundu menn læra að beizla ‘eldfjöll, engu síður en ár og fossa. Pað mega nú kallast góðar fréttir okkur íslendingum, að spár þessar sýnast ætla að rætast. ítalskir verkfræðingar og efnamenn hafa lagt saman krafta sína til að beizla gosöfl hvera þar í landi og eru þegar vel á veg komnir. Skal hér stuttlega skýrt frá þessum þessurn merkilegu tilraunum og fram- kvæmdum, og hefi eg sótt þann fróð- leik í ameríkst blað, sem Gunnar bróðir minn sendi mér (»Seattle Sun- day Times«). Byrjun tilrauna var gerð í Toscana fyrir rnörgum árum síðan upp f ó- bygðum. Par er mesti sægur af gufu- hverum, smágígum, sem þeyta úr sér gufustrókum, en þar að auki eru þar vellandi hverir og iaugar. Pað var þegar í byrjun 19. aldar, sem sú uppgötvun var gerð, að bör- sýra var í hveragufunni. Var henni náð úr gufunni með því að gufan var Iátin streyma undir járnpotta á hvolfi, þéttist þá bórsýran og kristall- aðist innan í pottunum. Petta var svo dýrmætt efni, að fjöldi manna streymdi nú til þessara náma og urðu margir stórefnaðir. Pá fann verkfræðingur nokkur Ciaschi upp á því, að bora fleiri holur en þær, sem fyrir voru. Ekki þurfti djúpt að bora, þá spratt upp sjóðandi vatn og vatnið reyndist þrungið af bórsýru. Vatninu úr hverum þessum var nú ausið í katla og sett yfir eld. Var það síðan soðið, þar til bórsýran ein var eftir. Með þessu móti vanst langt um meira af bórsýru en nokkru sinni áð- ur. Var það gróði fyrir ftali og síð- an er bórsýran orðin ódýr vara því áður fékst hún aðeins frá Tibet og var flutt ldyfjaflutning yfir Himalya- fjöll. Ciaschi þessi varð seinna fyrir því slysi, að detta niður í einn hverinn og varð það honum að bana. Til eldsneytis var notaður skógvið- ur, en smám saman eyddist skógur- inn þar í grendinni, en kol dýr. Pá fann franskur maður, Larderel upp á því að leiða gufuna frá hver- unum undir katlana og reyndist hit- inn nægilegur til þess að eima vatn- ið. Þannig notuðu menn í mörg ár hverina til hitunar. Pað var fyrst 17 árum síðan, sem tókst að hagnýta gos- kraftinn líka. Eigandi borsýrunámanna, Ginori Conti, fann upp á því að leiða guf- Hér með tilkynnist að lík frú Önnu sál. Stephensen, sem andaðist í Reykjavík 29. f. m., er á leið hingað með skipinu Sirius, sem væntanlegt er hingað Föstudag- inn 14. þ. m. Tekið verður á móti líkinú á ytri hafuarbryggjunni og það flutt í hús mitt, Aðalstræti 54. Jarðarförin fer fram frá kirkjunni Priðjudaginn 18. þ. m. kl, 1. e. h, Fyrir hönd aðstandenda. Davíð Sigurðsson. bulluna snúa vindu á vél. Petta tókst ágætlega, og ári síðar gerði hann aðra vél miklu öflugri og lét hana fram- leiða rafmagn til að lýsa alt námu- svæðið. Petta var 1906 . Vélin hefir starfað síðan og smámsaman hafa ver- ið bygðar fleiri og fleiri vélar og fá nú margir bæir rafmagn til lýsingar frá Larderelló, þar sem hverirnir eru. Enn er verið að byggja aðra stöð, enn þá stærri (10.000 kw.) þar í sveitinni. Svo er reiknað, að af gufuhverunum við Larderelló gefi hver 6000 til 30800 pund-feta af gufuþrísting á hverjum klt., og hitinn er 160° C. 11 nafarraufir hafa reynst gefa jafnmikla orku á hverri klukkustund og 10 smálestir af steinkolum. Dýpstu holurnar eru 400 feta djúp- ar eða meira, en oft þarf ekki að fara dýpra eu 60 fet til þess að ná í gufu. í þessar nafarraufir er stungið niður járnpípum, 8 til 16 þml. að þvermáli. Pegar búið er að styrkja nafarsraufina með þessum hólk, er þungum stál- kólfí slept niður í gatið. Er hann hafð- ur í bandi, og nægilega stór til þess, að fylla pípuna. Síðan er kólfinum snögglega strokkað upp á leið með dráttvindu, en loftþynningin, sem af þessu leiðir, kerour af stað gosi, svo að kólfurinn skýst upp úr gatinu. Brýst þá um leið sjóðandi vatn, leðja og grjót hátt í loft upp. Gosið varir nokkrar mínútur, en þar á eftir held- ur áfram að spýtast upp gufa eins og úr hinum venjulegu gufuhverum, en reynsla margra ára hefir sýnt, að guf- an brýzt fram óaflátanlega, án þess að hún virðist nokkurn tíma ætla að þrjóta. Ítalía er kolalaust land og ver ár- lega feilcna miklu fé til kolakaupa, því verksmiðjuiðnaður er þar töluverður. Pess vegna er eðlilegt, að öll hin ítalska «na iun I dælusívakiing og Jét dælu- þjóð h^rfi pieð eftirvæntingu á «ð

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.