Íslendingur


Íslendingur - 21.07.1922, Qupperneq 2

Íslendingur - 21.07.1922, Qupperneq 2
116 ISLENDINGUR 30. tb!. P R I M U S A R „Radius“ °g PRIMUSBRENNARAR Fyrirliggjandi hjá Nathan & Olsen. ekki salta síld sína sjálfir og eiga söl- una undir hinum kvikula útlenda mark- aði, en það munu flestir þeirra gera að nokkru ráði að þessu sinni. Einn útgerðarmanna hér hefir sýnt ísl. sölusamninga sína og eru þeir á þessaleið; Fyrstu lOOOmálin kr. 14,50, annað þúsundið 13 kr., næstu 500 málin 12 kr., og það sem umfram, er fyrir 6 kr. málið, Að öllu athuguðu verður þá afstaða beggja, útgerðarmanna og háseta þeirra, svipuð og í fyrra, eins og núerkom- ið málum. Verkamaðurinn gegir, að hásetar hafi verið ráðnir á »Hjalteyrina« fyrir sömu kjör og í fyrra eða 250 kr. á mánuði og 8 aura premíu, og hælir eiganda hennar mjög mikið fyrir, hve vel hann kunni að meta starf fiskimannanna. Kjörin, sem hásetarnir á þessu nefnda skipi eru ráðnir uppá, eru algerlega samkvæmt núverandi kauptaxta Útgerð- armannafélagsins. Hjalteyrin á að leggja afla sinn upp hér á Akureyri, hin skip- in flest öll á Siglufirði, en svo mælir kauptaxtinn, að 3 aurum hærri premíu megi greiða á skipum þeim sem Ieggja upp veiði á Hjalteyri eða innar við fjörðinn. Vegalengd'n gerir þennan premíumismun ofur skiljanlegan og réttmætan. 09 Skógarsel Akureyrarspftala í Vaglaskógi. Meðal margra berklasjúkra, sem sendir eru hingað til sjúkrahússins eru nokkrir, sem koma frá Vífilstaðahæli án þess að hafa fengið fullan bata. Árlega eru sendir heim af hælinu margir slíkir sjúklingar, þegar veiki þeirra reynist mjög langvinn, enda hafa þeir lært að fara með sig eftir vissum reglum sér til frekari heilsu- bótar og er þá orðið ætlandi að hirða sig svo, að öðrum stafi lítil hætta af. Þegar um fátæka sjúklinga er að ræða, fer venjulega svo, að enginn heima í sveitinni treystist til að taka við þeim, þegar þangað kem- ur, jafnvel þó mikil meðgjöf sé boð- in, því smittunarhræðsla er mikil hjá fólki. Sveitastjórnirnar verða því að koma þessum sjúklingum fyrir á hér- aðssjúkrahúsum og þar kemur fyrir, að þeir verða að dvelja í mörg ár, því í * önnur hús er ekki að venda. Á Akureyrarsjúkrahúsi hafa um hrfð verið 5 slíkir sjúklingar (einn þeirra í rúm 4 ár, hinir skemur). 3 þessara sjúklinga eru unglingspiltar, allvel hressir, venjulega lausir við sótthita, fótaferðafærir og hafa dágóðar bata- horfur. Allir gætu þeir dundað við ýmiskonar létta vinnu, ef kostur væri á að veita þeim hana. Tíminn verður langur svona sjúklingum, einkum um hábjargræðistímann, þegar flestir aðrir eru að útivinnu, en auk þess spillir það góðum mönnum, að lifa sem ómagar til lengdar. Einn þessara sjúk- linga hóf mál á því við mig í vetur, hvort ekki mundi fáanlegt, að þeir í félagi fengju að leggjast út í sumar og búa í tjaldi norður í Vaglaskógi. Mér leist að sumu leyti vel á þetta, en sá strax, að ekki væri það ger- legt nema þeir ættu athvarf að góðu heimili í dalnum. bæði til að fá mat- reitt fyrir sig að nokkru leyti og til að geta flúið úr tjaldinu, ef rigningar og kaldviðri gerðu þeim óvistlegt þar. Eg ráðfærði mig við Stefán Krist- jánsson skógarvörð á Vöglum. Hon- um fanst eini vegurinn, að byggja yfir þá lítinn skála, en lofaði mér um leið, að ef eg fengi leyfi stjórnarráðs- ins til slíkrar byggingar í skóginum og gæti kotnið henni upp, þá skyldi hann 'sjá þeim fyrir miðdagsverði daglega. Enntremur lofaði hann mér, að veita piltunum, ef þeir vildu. atvinnu við að gæta gróðrarstöðvarinnar f skóg- inum, vökva þar og lúa. Eg skrifaði atvinnumálaráðherra Klemens Jónssyni og leyfði hann mér góðfúslega að byggja skála 12X6 al. í skóginum í ofangreindum tilgangi. Meðnefndar- menn mínir í sjúkrahdsnefndinni, þeir Jón Sveinsson bæjarstjóri og Pétur Ólafsson bóndi á Hranastöðum, féllust á það með mér, að leyf§ piltunum að dvelja sumarlangt í þessum skála, ef mér tækist að koma honum upp, sjúkrahúsinu að kostnaðarlausu. Petta gæti skoðast sem útbú sjúkrahússins og bæri sjúkrahúsinu að borga fæði piltanna eins og endranær, leggja þeim til rúm, rúmfatnað, matföng og annað nauðsynlegt til dvalarinnar. Skálinn eða Skógarselið (sem eg vil kalla) er nú þegar í smíðum. Pað verður einlyft steinsteypubygging með íverueldhúsi og svefnskála og getur rúmað allt að 6 sjúklinga (karlmenn). Kostnaður er áætlaður rúmar 3000 krónur og höfum við Stefán skógar- vörður tekið að okkur að útvega þá upphæð, bæði úr eigin vasa og ann- ara til að geta síðan skeinkt sjúkra- húsinu þessa selstöð. En ef þessi selstöð reynist óþörf, þá vona eg að engu fé sé til ónýtis sóað, því hægt verði að nota húsið á annan arðvænan hátt. Ungmennafélag Akureyrar og ýmsir bændur beggja megin heiðarinnar hafa sýnt þá velvild, að flytja ókeypis mest alt efnið norður. Fyrir forgöngu Ungmennafélags Fnjóskdæla var á Sunnudaginn var haldin skemtisamkoma mjög fjöisótt í skóginum. Ágóðinn af henni rann til byggingarinnar og varð 903 kr. Ymsir vinir mínir hér á Akureyri hafa lofað mér tilstyrk sínum, svo eg er að vona að við Stefán rís- um vel undir þessurn bagga, sem við vildum lyfta. Af ofanrituðu sést, að málið hefir fengið góðan byr og þótt bæði þarft og gott. Vona eg að vel geti farið um pilt- ana í skóginum, því hollari staður mun vandfenginn til heilsubótar berklaveik- um mönnuni en Vaglaskógur. Ef veður er kalt, geta þeir haft nóg hlýindi í skálanum, því ókeypis eldi- viður er á næstu grösum og holt starf að safna honum, en gott skóginum að grisjað sé. Miðdegisverð eiga þeir að sækja sér heim til Vagla, en halda sig sjálfa með málamat. Þó undarlegt sé, hefi eg heyrt haft eftir einhverjum, að þettta tiltæki með sumarskálann kunni að tefja fyrir heilsu- hæli- á Norðurlandi. Petla nær engri átt. Pað væri þá lítil þörf fyrir heilsu- næli á Norðurlandi ef 6 manna sumar- skáli fullnægði í bráðina. Eg held þvert á móti, að þetta litla sumarbyrgi geti ýtt undir að hælið komist upþ. Hefði eg vöidin skyldi eg strax fara að láta byggja dálítinn hluía af hæiinu, og auka síðan við eftir þörfinni. Þvi það er i rauninni enginn, sem veit hve stórt Heilsuhœli Norðurlands þarf að vera: Eg veit þsð ekki, laudlæknir veit það ekki og Slgurður Magnússon heilsuhælislæknir veit það ekki. Síðast- nefndur heldur jafnvel, að á norð- lenzku hæli sé engin þörf; en það hygg eg vera rangt. Hver veit betur? Pað væri gott að þeir segðu til, sem þykjast vita bezt! En það veit eg, að í bráðina er ekki þörf á, og mjög óhyggilegt að hafa ' hælið eins stórt og sumir vilja. Pað væri góð úrlausn í bráðina, að fá að- eins lítið hæli líkt og mörg privat- hæli erlendis, Má síðan færa út kvíar eftir vild. Ennfremur hefi eg heyrt, að sumir telji sýkingarhættu kunni að stafa af sjúklingunum fyrir lystiferðafólk til skógarins og jafnvel alla Fnjóskdæla. Eg skal geta þess, að berklasjúkling- ar, sem verið hafa á heilsuhæli eða Akureyrarspítala hafa vanist að hafa hrákabauk í. vasa og krenna hrák- ana, þegar baukurinn er tæmdur. Auk þess vil eg segja, að ef óttast þarf að koma í Vaglaskóg, þó þ*r dvelji nokkr- ir berklasjúklingar — hvar verður þá óhult á landinu? Pví í öllum sveitum eru menn berklaveikir og margir hættu- legri en þessir. Og erfitt yrði þá að finna stað fyrir Heilsuhæli Norðurlands með enn þá fieiri og hættulegri sjúk- lingum. Einhversstaðar verða vondir að vera. Danskur læknir hefir sagt: »Berkla hræðslan er góð innan vissra takmarka til stuðnings sigursælli baráltu gegn berklaveikinni, en hún má ekki verða að baráttu gegn sjúklingunum*. Berkla- hræðslan er orðin of mikil víða hér á landi af því fólk hefir ekki tesið nógu vel það, sem víð læknar höfum skrifað um eðli veikinnar. — Börnuin er mikil hætta búin af að smittast af óvarkárum sjúklingum, en fullorðnuin lítil. En því eldri sem börn verða, þess meiri líkur eru til að smittunin veiki þau ekki og þau verði ónæin gegn smittun síðar. Flestir fullorðnir menn liafa eirihvern tíma smittast og hafa þá flestir, sem betur fer, sloppið skaðlausir frá því. Pelta sýnist'einfalt mál, en þó veitir ekki af að endurtaka það hér. Margir berklasjúklingar eiga bágt vegna þess, hve allir hræðast þá. Peir verða margir að fara huldu höfði eins og sekir skögarrnenn fyrrum, sem taldir voru úalandi og úferjahdi. Eg vil full- yrða, að sjúklingarnir, sem eiga að búa í Vaglaskógi sér til heilsubótar megi teljast saklausir skógarmenn, svo að öllum geti verið óhætt eftir sem áður að ríða norður í Vaglaskóg sér til skemtunar. Stgr. Matthíasson. Símfréitir frá útlöndum. Rvlk l gœr. Fregnir af Haagráðstefnunni i byrjun vikunnar hermd, að Litvinoff, formaður rússnesku samninganefndar- innar, hafi haldið fast við óbilgjarna stefnu sína viðvikjandi láníökumálinu og skaðabótamálinu og þverneitað því, að Rússar skiluðu aftur eígnum ein- stakra manna, sem sijórnin hefir slegið eign sinni á. Greame, formaður fund- arins, lýsti því þá yfir, að eins og málunum vœri nú komið vœri þýðing- arlaust að halda samningaumleitun- um áfram og réttast að sllta ráð- stefnunni. Rússar svöruðu, að banda- menn bœru ábyrgðina yrði ráðstefn- unni slitið. Á nœsta fundi ráðstefn- unnar um miðja vikuna hafði Litvinoff breyit um stefnu og var iilleiðanlegur að slaka til á öllum sviðum. Þjéðverjar hafa beðið um greiðslu- frest í 2Vj ár. Enska stjórnin hefir greitt Banda- rikjunum 31/2 miljón sterlingspunda fyrir skotvopnaflutning á striðsárunum. Landmandsbankinn œilar að afskrifa 553U milj. kr. af varasjóði sínum sem tapaðar, og verða þá að eins 5 milj. kr. eftir i varasjóði. En Þjóðbankinn lánar varasjóði bankans 30 milj. kr. Lloyd George œilar að leggja fyrir enska þingið 3 merk frumvörp. 1. um, að Englendingar taki innlent lán til þess að endurgreiða Ameriku- mönnum lánin, sem Bretar tóku hjá þeim á ófriðarárunum. 2. um, að Englendingar gefi Frökk- um upp skuldir þeirra við England frá ófriðarárunum. 3., að rikin, sem undirskrifuðu jrið- arsamning&na i Versailles, sendi full- trúa á fund iil þess að endurskoða skaðabótaákvaði Þjóðverja. Englandsbanki hefir fœrt forvexti sina niður i 3 af hundraði. Ameriski miljónamœringurinn John D. Rockefeller er látinn. Tveir af morðingjum Raihenaus náð- ust á Mánudaginn, en gátu báðir jramið sjálfsmorð áður en þeim vai komið i fangelsi. Borgarastyrjöldin á Suður-Irlandi heidur áfram af miktlti grimd og veitir stjórnarhernum að jafnaði betur.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.