Íslendingur - 21.07.1922, Blaðsíða 3
30 tbl.
ISLENDINGUR.
117
Göíubardagar I Limerick og Water-
ford og mannfall mikið. Sijórnarher-
inn hefir náð borgunum Colloney,
Tullow og Baltinglass úr höndum upp-
reistarmanna og tekið marga fanga.
De Valera hefir lýst yfir lýðveldi.
Jafnaðarmenn i Vln hafa lýst því
yfir, að eina björgunarvon Austurrikis
vœri sameining við Pýzkaland.
Allsherjar járnbrautarverkfall er
hafið í Bandaríkjunum.
Banatilræði var Millerand Frakka■
forseta og lögreglustjóranum i París
sýnt franska þjóðhátíðardaginn, 14.
þ. m. Var skotið 2 skotum á vagn
þann, sem þeir óku í, en hvorugan
sakaði. Tilrœðismaðurinn handsam-
aður, franskur anarkisii, Gustave
Bouvet að nafni.
Sendiherra-ráðstefnan í París hefir
kunngert, að Monleuegro sé úr sög-
unni sem riki og innlimað i Júgö-
Slaviu.
Sendiherra Breta i Btrlin hefir til-
kynt, að þýzki ríkiskanzlarinn œtli
bráðlega að biðja um upptöku Pýzka-
lands i þjóðasambandið og að Bret-
ar hafi lofað að styðja cð því.
Stokkhólmi 18. þ. m.
Símskeyti frá Riga til »Svenska Dag-
bladet« segir, að Lenin hafi verið
myrtur á leiðinni til Kaukasus að
morgni þess 3. þ. m. Fór morðið
fram í járnbrautarvagni rétt áður en
lestin fór yfir ána Don á Rostov-
brúnni. Líkið var vafið innan í segl-
dúk og kastað í ána. Hinir gerbreyt-
ingasamari bolshevikar eru sagðir
valdir að morðinu. (Fregnin ekki stað-
fest af ábyggilegum fréttastofumý.
03
Innlendar símfregnir.
Rvík i gœr.
Oddfeilows halda 25 ára afmœlis-
hátið reglunnar hér á landi með mik-
illi viðhöfn. Nokkrir danskir fulltrú-
ar, þar á meðal dr. Petrus Beyer,
yfirmaður reglunnar í Danmörku, eru
viðstaddir hátíðarhaldið.
Skozkir knattspyrnumenn keppa við
höfuðstaðarfélögin og gersigra þau.
Landskjörsatkvœðin verða talin 26.
ágúst nœstk.
Póstbáturinn ísfirzki, »Bragi<,
sírandaði skamt Jrá Isafirði i bezta
veðri. Á bátnum voru um 130 manns
og björguðust allir.
co
Sleggjudómur.
Þó kvennfólk beri létta lund
Og lini sorg og þraut
Og karlmönnunum stytti stund
Og styðji á lífsins braut
Og margar eigi mentagull,
Sem meta ber til auðs,
Og konan sé af kærleik full,
Hún kjaftar mann til dauðs.
K. N. \
03
Úr heimahögum.
Einkasala. Á bæjarstjómarfundi á
Rriðjudaginn, er fundargerð rafveitu-
nefndar var til umræðu, var talsvert
talað um einkasötu á rafljósalömpum
(perum) og voru þessar samþyktir
gerðar.
a) Bæjarstjórnin saniþykkir að taka
einkasölu fyrir Akureyrarbúa á Ijós-
perum, ef tilboð um sölu á þeim
kemur fyrir bæjarstjórn, og tilboðið
þykir aðgengilegt.
b) Fundurinn tekur enga ákvörðun
utn einkasölu eða frjálsa 1 sölu raf-
magnsáhalda fyr en rafmagnsnefnd
hefir borist tilboð, sem Iýst hefir ver-
ið yfir að í vændum væri. .
Hafði Erlingur Friðjónsson lýst því
yfir, að tilboð væri í vændum frá fé-
lagi er byði rafljósaáhöld 50°/o fyrir
neðan »Lager« verð.!!
Landveg sunnan úr Reykjavík komu
á Miðvikudaginn Eggett Stefánsson
söngvari og Halldór Hansen læknir.
Mun Eggert skemta bæjarbúum með
söng bráðlega. Láta sunnanblöðin hið
b«zta af söng hans, segja hann til
muna betri en nokkru sinni áður.
Yfirullarmatsmenn allra landsfjórð-
unganna höfðu ráðstefnu hér 15. þ.
m. f þeim tilgangi að samræma matið
og koma sér saman um aðferð við
verkun ullarinnar.
»Sirius« kom hingað að morgni
þess 15. með fjölda farþega. Meðal
þeirra sem hér fóru af skipinu voru.
Morfen Hansen skóiastj., Jónatan Por-
steinsson heildsali, Leifur Rorleifsson
kanpm, og frú, frú Helga Andersen
og Alma dóttir hennar, Hallgr. Sig-
tryggsson verzlunarm., Garðar Ror-
steinsson stúd. júr. og frú hans, Hol-
berg og Andersen rafieiðslumenn.
Með skipinu fóru héðan til Austfjarða.
Frú Hedvig Skaptason, frú Maren
Ounnarsson og ungfrúrnar Valgerður
og Halldóra Vigfúsdætur, allar snöggva
ferð.
»Annaho« korn að vestan á Manu-
daginn. Með henni komu J. G. F.
Arnesen konsúll og Thor E, Tulinius
stórkaupmaðurog frú.
»Lagarfoss« kom á Miðvikudaginn.
Með honum var Andres Félsted augn-
latknir, Stefán A. Pálsson heildsali,
Jón Pórðarson kaupm. frá Winnipeg
og móðir hans Dýrfinna Jónsdóttir og
ýmsir fleiri farþegar. Skipið fer í
kvöld.
»Goðafoss? væntanlegur síðdegis á
morgun.
Augnlœknirinn tekur á móti sjúk-
lingum frá kl. 1-3 í húsinu nr. 43
Strandgötu. Aðrir tímar eftir sam-
komulagi. Síðasti dvalardagur læknis-
ins verður Mánudagurinn n. k.
Sigurður Guðmundsson skólameist-
ari og Guðjón Samúelsson húsagerða-
meistari fóru landveg suður til Reykja-
víkur á Mánudaginn.
Kirkjan messað klukkan 2 á Sunnu-
daginn,
Kaffivinir!
í Reykjavík hafa nýlega verið settar
upp vélar, er brenna og mala kaffi.
Pær brenna um 2000 pd. á dag.
Kaffið er brent með ca. 400 gráðu
heitu lofti. Pað er ljóst á iit en gegn-
umbrent. Meðal annars hafa þessar
vélar sér það til ágætis, að þær
hreinsa úr kaffinu alt rusl, sem er ca.
3%, sem menn annars drekka sorann
af. Einnig hreinsast úr kaffinu allar
járnörður, þar eð það gengur í geng.
um stokk, sem segulstál er í.
Vfð brenslutta léttist kaffið um
ca. 40°/'o.
Mantalsþing
fyrir Akureyrarkaupstað
verður haldið í bsejarstjórnarsalnum Föstudaginn 28. þ. m, og hefst kl. 1 e. h‘
Par verða menn einnig krafðir um framtal til búnaðarskýrslna.
Bæjarfógetinn á Akureyrar 21, Júlí 1922.
Steingrímur Jónsson.
Brent og malað kaffi fæst nú í
flestum matvörubúðum á Akureyri, og
mun mörgum koma vel að fá brent
eða malað kaffi f stað þess að eyða
tíma og fé í að brenna.
Biðjið um brent eða malað kaffi!
oo
S t a k a .
Dagur karl með sambandssöng
sagar galla’ í okurhting.
Klagar alla rök með röng.
Ragur hallar sannfæring.
Hrafn.
Q&
Hringhendur.
(ortar 17. Maí)
Blærinn þýði bræðir snæ,
brosir hlíð mót sólu,
lifna víða í foldu fræ
fjarri hríðargjólu.
Aldinn Norðri út við pól
á sér forðann snjóa;
vill mót skorður setja sól;
sér hann storðu gróa. *
Ávalt ríkir út víð pól
engri tnýking gæddur,
ekki fíkinn er í skjól,
ísaflíkum klæddur.
Vill ei tapa völdum sá
vinarskapi taptur,
hvæsir napurt nösum frá;
návalds gapir kjaftur.
Hristir gráa skör og skegg,
skelfur lá og jörðin,
Gýs út frá því helkalt hregg;
hylja snjáar svörðinn.
Fellir grá og geigvæn hríð
grös í dá með hraða.
Bændum þá og búalýð
boðar vá og skaða.
kaupa þessi vín, svo að blaðið »Dag-
ur« má hætta því, að setja druknanir,
slysfarir o. fl. óhöpp í samband við
komu Spánarvínana!
Það má mikið vera að Spánverjum
þyki þetta ekki „hindranir* á útbreiðslu
afurða þeirra, sem lofað var, að engin
skyldi verða. — Og afleiðingin af öllu
þessu verður sú, að í staðin fyrir þau
réttu Spánarvín — sem gátu hindrað
alla ofdrykkju — halda mennj áfram
að srnýgla, drekka læknabrennivínið,
suðuspritt og ýmsann óþverra, alt eins
og áður.
Spánervlnsvinur.
Hérmeð
ern menn alvarlega ámyntir um að láta
gera yfir leiði ástvina sinna hér í kirkju-
garðinum og vera búnir að því ekki
síðar enn fyrir Júlímánaðarlok n. k.,
að öðrum kosti verður gert ofan yfir
Ieiðin á þeirra kostnað.
Akureyri 20. Júlf 1922.
Quðmundur fónsson.
Unglingspiltur
15 — 17 ára óskast í búð R. v. á.
Nú í hatist
kemur út fyrri hluti af hinni ísrenzku-
dönsku orðabók Sigfúsar Blöndals.
Peir, sem gerast vilja áskrifendur að
bókinni snúi sér til
Bókaverzl. Kr. Guðmundssonar.
Með e.s. Goðafoss
kemur mikið *úrval af súkku-
laði, 12 tegundir af fínu Kexi,
Appelsínur, Sultutau, Eggjaduft
o. m. fl. í
„GEYSIR“
Nú þótt dörvi höggvi hart
hug með djörfum sjóli,
sólar örvum undan snart
út að hörfar póli.
lóhann Sveinsson
(frd Flögu).
oo
Spánarvínin.
Pað má með sanni segja, að þau
berast hingað ti!tNorðurlandsins, bæði
seint og illa! Loksins þegar það kem-
ur, er það svo rándýrt, að flaskan —
með flutning hingað frá Rvík. verður
að líkindum 8—12 kr., þar sem þau
í Khöfn eru hjá smásölum 3 — 5 kr.
flaskan. Á miðunum (Etiketten) sumra
flaskanna stendur: »Randes—Köben-
havn«. — Varð hr. Mogesen að fara
út í Randers, bæ útájótlandi, til þess
að sækja þangað spönsku vínin? —
Sérstakann toll á þessi vín má víst ekki
leggja, annann en þann sem ver áður
en bannlögin gengu í gildi. En með
allri þessari sérvizkuaðferð — því má
t, d. ekki fá þau beitít hingað til ueyt-
neda? — munu það verða sárafáirsem
Silfurkvenúr hefir tapast
síðastl. Laugard. á götum bæjarins,
Skilist til skólastj. Steinþ. Guðmundss,
Peir, sem vilja ódýra og
fljóta vöruflutninga ættu að nota
vöruflutningsbílinn. Flytur einnig
fólk. Hringið í síma 137.
Kristinn He/gason.
Erlend mynt.
Kaupmannahöfn 20. Júlí.
Sterlingspnnd . . . 20,62
Dollar 4,63
Mark (100) .... 0,96
Sænsk króna (100) . 120,86
Norsk — — 77,10
Franki — 39,10
Svissn. franki — 89,20
Líri — 21,60
Peseti — 72,10
Gyllini — 181,00
Reykjavík sama
Sterlingspund . . . 26,10
Danskar krónur . . 126,39
SaawtKtr brónur . . 156,86
Norskat krönur . . 99,40
Pollar,,,,,, 5,99