Íslendingur


Íslendingur - 18.08.1922, Qupperneq 1

Íslendingur - 18.08.1922, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri; Gurinl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 18. Agúst 1922. Steinolíu- einokunin. Mikil tíðindi og ill. Með opinberri stjórnarráðstöfun sýnir íslenzka ríkisstjórnin sig fylgjandi stjórnniálastefnu, sem óhjákvæmilega lilýtur að hafa í för nieð sér harðvítuga stéttabar- áttu innanlands. Alvöru- og erfiðleikatíma vita menn nú að íslenzka þjóðin á í vændum. Síminn hefir flutt þá harma- fregn út um land alt og sennilega víðar, að íslenzka ríkisstjórnin liafi auglýst, að ríkið taki að sér einok- unarsölu á steinolíu frá 10. Febr. 1923. Þetta er gert samkvæmt lieirn- ildarlögum frá Alþingi 1917. Engin hinna ísl. ríkisstjórna hefir notað sér þessa heimild fyr en nú- verandi ríkisstjórn gerir það. Heim- ildin var af Alþingi veitt stjórninni á þeim tíma, sem heimsófriðurinn geisaði sem hæst og þegar gripið var til ýmiskonar ráðstafana, sem engum lieilskygnum manni mundi að öðrum kosti hafa 'komið til hug- ar að nefna á nafn, hvað þá lield- ur framkvæma. Pað er nú tæplega gerandi ráð fyrir, að þingið hafi ætlast til þess, að heimildin yrði notuð á öðrum tímum en ófriðartímum, og allra sízt eins og nú stendur á, jjar sem olíu- verðið liefir farið svo að segja dag- lækkandi hér innanlands fyrir frjálsa verzlun með olíu og samkepni um olíusöluna, er byrjaði með vorinu. Að landstjórnin notar sér hina áð- urgreindu heimild þingsins eins og nú stendur á, ætti að vera Alþingi nægilega eftirminnileg bending um, að láta ekki landstjórnina hafa fleiri heimildarlög til að grípa til, þegar henni sýnist. Pessi síðasta ráðstöf- un er áþreifanlegt og augljóst dæmi þess, hvað harðvítug stjórn getur gert, þegar hún þykist sjá sér leik á borði með að gera stuðnings- mönnum sínum til geðs. Menn eiga erfitt með að átta sig á, hvað valdið hefir þessari stjórn- arráðstöfun. Menn vita reyndar, að aðalstuðn- ingsblað núverandi stjórnar, »Tím- inn«, er sérstaklega andvígt kaup- manna- og útgerðarmannastétt lands- ins. Sá maðurinn, sem mestu ræð- ur við það blað, Jónas frá Hriflu, liefir um nokkur undanfarandi ár skrifað hverja greinina annari fjand- samlegri í garð þessara stétta, auk þess sem liann hefir í »Tímariti kaupfélaganna« ráðist á kaupmenn og útgerðarmenn og reynt að koma inn stéttaríg og baráttu milli at- vinnuvega landsins, og þar nieð gert ýmsar tilraunir til þess að sundra kröftum þ'jöðarinnar í mikilsvarðandi málum, þegar sízt skyldi. A'lenn vita einnig, að annað blað, sem styður núverandi stjórn blaðið »Dagur« — er, eftir þess mætti, ant um, að níða kaupmenn og útgerð- armenn. Menn vita, að Frainsóknar- flokkurinn, sem núverandi stjórn hefir sinn aðalstuðning hjá, hefir verið einhuga fylgjandi allskonar verzlunarliöftum og einokun í verzl- unarmálum. Barátta »Tímans« gegn Spánarsamningulium er gott dæmi þess, hvað blaðið er andvígt fisk- framleiðslu útgerðarmanna og fiski- manna. Menn vita, að Framsóknarflokk- urinn snerist gegn »Tímanum« í Spánartollsmálinu og að hann sem aðrir flokkar í þinginu voru einhuga með samningununi við Spán um lágmarkstollinn áfiski. Blaðið »Dag- ur« harmar það mjög og segir að það hafi verið þungt fyrir flokkinn, að færa þá fórn. Pað er vitanlegt, að Jónas frá Hriflu er voldugasti maður Framsóknarflokksins og sá maðurinn, sem kalla má foringjann og leiðtogann síðan honum var stilt upp sem efsta manni á lista við nýafstaðið landskjör. Það má nærri geta, livort honum hefir fallið það vel, að flokkurinn snerist öndverð- ur í Spánarsamningunum við það, sem hann vildi vera láta. Menn geta getið þess nærri, að þá hafi honum ekki fallið það létt að færa þá fórn, sem »Dagur« segir að flokkurinn hafi fært vegna sjávarút- vegsins í því máli, og að eitthvað verði að koma í staðinn sem sára- bætur frá stjórnarinnar hendi fyrir hans öfluga fylgi. Sumir álíta, að Jónas hafi séð sig um hönd í Spán- arsamningunum, er honum varð það Ijóst, að Framsóknarfloklatrinn ein- samall hlaut að verða í miklum minni hluta í þinginu, ef hann greiddi atkvæði gegn Spánarsamningunum og að hann liafi ráðlagt flokknum að vera með í samningunum. Hann mun hafa álitið það »diplomatisk- ara«, að færa sig smátt og smátt upp á skaftið með að gera sjávar- útvegsmönnum crfiðleika á ýmsum öðrum sviðum, og að smáerfiðleik- ar, nógu margir, gætu með tíman- um liaft eins áhrifarik eða áhrifarík- ari afleiðingar fyrir sjávarútveginn, eins og spanski hámarkstollurinn, og að slík aðferð væri ólíku sigur- vænlegri. Að svo stöddu verður Framsókn- arflokknum ekki beinlínis kent um steinolíu-einokunarsölu stjórnarinn- ar, sem auglýst hefir verið. Á næsta þingi verður liann að sýna hreinan lit í því máli. Pangað til verður landstjórninni einni um það kent og ráðunautum hennar, Jónasi frá Hriflu og Magnúsi Kristjánssyni Lands- verzlunar-forstjóra og forseta sam- einaðs þings, að hafa með opin- berri stjórnarráðstöfun sýnt sig and- víga öðrum aðalatvinnuvegi lands- ins, sjávarútveginum, sem ríkissjóð- urinn aðallega lifir á; því undir þeim kringumstæðum, sem nú eru með steinolíuverzlunina, vita menn ekki að neitt geti réttlætt slíka óheilla ráðstöfun sem steinolíu-einokunar- sala ríkisins hlýtur að verða. En ein- hverjar sérstakar ástæður eru fyrir hendi fyrir þessari stjórnarráðstöf- un, sem almenningur ekki veit um, ber stjórninni skylda til, að láta þær uppi tafarlaust. Mönnum er kunnugt uni, að Jón- as frá Hriflu hefir haldið því ein- dregið fram í langlokuþvælu-grein- um, er hann hefir skrifað í kjallara »Tímans« (neðanmáls), með yfirskrift- inni »I<omandi ár«, að landið ætti að taka að sér einokunarsölu á stein- olíu. Hann hefir einnig í sama greinargraut haldið því fram, að landið eigi að annast sölu á fiski og síld. Með öðrum orðum: að útgerðarmenn og fiskimenn eigi að vinna sem þjónar ríkisins að fisk- ffamleiðslunni; hvort þeir eigi að hafa nokkuð fyrir vitmu sína eða ekki er hvergi getið. Menn vita, að núverandi stjórn hefir farið að ráð- um hans í steinolíu-einokunarsöl- unni; það er því ástæða til að ætla, að hún einnig fari að ráðum hans í því, að taka að sér sölu sjávar- afurðanna, svo fljótt sem færi gefst. Þessi steinolíu-einokunarsala er því að líkindum að eins upphaf að alls- herjar verzlunareinokuu í landinu. Sjávarútvegsmenn munu fljótlega sýna, hvernig þeir taka þessari ný-auglýstu steinolíu-einokunarsölu. Kaupmenn munu einnig fljótlega sýna, hversu þeim er ant um verzl- unareinokunina nýboðuðu. (Framh.). cc 34. tölubl. „Röksemdir“ Dags fyrir réttmæti Landsverzlunar með steinolíu, eru framsettar í 31. tbl. þ. á. svohljóðandi: 1. »Að enginn kaupsýslumaður eða kaupsýslumenn gætu tiáð jafnhag- kvæmmn samningutn sent einkasala ríkisins. 2. sAð á engan hátt verði betur trygt sanngjarnl verð á olíunni til allra landsmanna eins og í rikisverzlun undir aga þingsins, og 3. að á engan annan hátt verði betur trygt, eins og á stendur, að arðurinn af þessari verzlunargrein renni beint og óbeint til landsmanna sjálfra.« Svör mín við þessum skrifum eru þannig: 1. Þetta er getgáta eða spádómur,' sent ekki hefir við ueinar líkur að styðjast hvað þá atinað. Reyusla ís- lenzku þjóðarinnar frá einokunartím- anum bendir í gagnstæða átt við það, sem Dagur spáir, svo líkurnar eru á móti honum. 2. Það er ntér ofvaxið að dærna utn, hvað Dagur kallar sanngjarnt verð hjá Landsverzlun eða ríkiseinokun, þegar um er að ræða verð á stein- olíu, sem sjáfarútvegurinn þarfnast svo mjög. Það má vel vera að hann kalli sanngjarnt olíuverð, þó ríkiseinkasala seldi olíutunnu með 150 kg. innihaldi 20 — 30 kr. dýrari en hægt væri að fá hana fyrir í frjálsri verzlun. Ef dæma má eftir því verði, sem Lands- verzlun seldi olíu fyrir árið 1921, þá má gera ráð fyrir, að ekki væri um neina smávegisálagningu að ræða á þeirri vöru, til þess að Dagur kallaði það ósanngjarnt, því ekki er vitanlegt að lionum hafi fundist olíuverð Lands- verzlunar ósanngjarn 1921. Um aga þingsins er ekki vert að tala mikið fyr en ástæða er til. Síðasta þing sýndi það greinilega, að hann var þá lítils virði, þegar Landsverzlun átti í hlut og svo getur það orðið einnig, þó uni ríkiseinkasölu væri að ræða. 3. Dagur hefir ekki komið með tjeinar tillögur um það, á hvern hátt eigi eða ntegi tryggja það, að arður- iuii af steinolíuverzluninni verði trygð- ur laudsmönuum, þó ríkiseinokun með sleinolíu kæmist á, meðan hann gerir það ckki, er ervitt að vita hvað fyrir honum vakir í þeim efnum; blá- berar staðhæfingar hafa ekkert sönn- unargildi, hversu oft sem Dagur ber þær frain. Skrif Dags ttm olíumálið og anuað, er sttertir sjávarútvcginn verða athug- uð síðar, þegar tíini vinst til. Nú ltefi eg ekki tíma til að róta í öllu því

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.