Íslendingur


Íslendingur - 17.11.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.11.1922, Blaðsíða 1
/ VIII. árgangur. Akureyri, 17. Növember 1922. 48. tölubl. Aðalstræti 16. Talsími 105. Ritstjóri; Gunnl. Tr. Jónsson. Kjöttollurlnn. Aðalmálgagn samvinnufélaganna, »Tíminn«, gerir þá kröfu til þings og stjórnar, að bændastéttinni ís- lenzku verði að fullu bætt tjón það, sem hún bíður á aðalframleiðslu- vöru sinni, kjötinu, vegna tollsins, er Norðmenn hafa lagt á innflutn- ing þess. Kröfuna . byggir blaðið aðallega á þeirri staðhæfing sinni, að það sé íslenzkri löggjöf að kenna, að Norðmenn hafi stigið þetta spor, og þessvegna beri sijórnarvöldum vorum að bæta bændunum skað- ann. Væri þessu nú þannig varið, og blaðið heldur frain, mælti sanngirni með því að kröfu þess værl sint. En þar sem að krafan er bygð á ósannindum, eins og margsiunis liefir verið sýnt frain á, rýrnar gildi liennar að stórum mun. Blaðið hefir haldið því fram, að íollhækkunin stafaði af ráðstöfun- um, sern gerðar hafa verið til þess að tryggja sjávarútveginn; eru ráð- staíanir þessar: Spánarsamningarnir og landhelgislögin, er hnekkja síld- veiðum Norðitianna hér við land; væri því tollhækkunin refsing á oss íslendinga fyrir þessar aðgerðir. Nú er það sannað, með yfirlýsing norsku stjórnarinnar sjálfrar, að þetta er til- hæfulaust. Frumvarpið um hækkun kjöttollsins var ekki lagt fyrir þing- ið af stjórninni. Það var meirihluti tollmálanefndar Stórþingsins, sem bar það frani, í samrœmi við ein- dregna kröfu bænda, um frekari tollvernd fyrir einstakar landbúnað- arafurðir. Tollhækkunin á heldur ekki við ísl. kjöt aðeins, heldur alt innflutt kjöt til Noregs, hvaðan úr heiminum sem það kann að vera, og sýnir það eitt ótvíræðilega, að Norðmenn eru ekki með þessu, að hefnast á oss íslendingum sérstak- lega, fyrir Spánarsamningana eða annað. Það sem fyrir norsku lög- gjöfunum vakti, var vernd fyrir heimamarkaðinn og ekkert annað. Pess má og einnig geta í þessu sambandi, að tolllagafrumvarpið kom fyrir Stórþingið, áður en Alþingi hafði tekið nokkra afstöðu til Spán- arsamninganna, og landhelgisiögin ennþá í frumvarpsformi. Afdrif þess- ara mála voru því Norðmönnum alls ekki kunn, er þeir sniðu þessa nýju tolllöggjöf sína. Af þessu er það auðséð, að sjáv- arútvegurinn íslenzki ber ekki sök á kjöttollinum. Þá færir »Tíminn« jafnframt mál- stað sínum til stuðnings, að sjáv- arútvegurinn hafi á undanförnum árum dafnað á kostnað landbúnað- arins, og að bændurnir hafi glaðst yfir framförum hans. Svo hafi þeir verið óeigingjarnir og göfugir í hugsunum. Þessvegna beri nú sjáv- arútveginum að rétta landbúnaðin- um hjálparhönd, er að honum kreppir. Þó vér efum enganveginn gleði bænda yfir framförum sjávarútvegs- ins, getum'vér ekki annað en mót- mælt þeirri kenningu »Tímans«, að sjávarútvegurinn sé skuldunautur landbúnaðarins, og beri nú að end- urgreiða þá skuld. Sjávarútvegurinn hefir á seinni árum verið svo að segja féþúfa ríkissjóðs, og er því ekki saman að jafna, hversu skatt- byrðirnar hafa verið þyngri sem hann hefir borið, eða landbúnaður- inn. Má vera að gieði bænda stafi að einhveriu leytinu af þessum á- stæðum. Nú er svo komið, að fylli- lega sii af öllum tekjum ríkissjóðs koma af sjávarútveginum. Enda eru byrðirnar orðnar svo þungar, að tvísýnt er að hann fái undir þeim risið. Liggur sökin í.því, að sjávar- útvegurinn hefir liaft svo miklu færri talsmenn á Alþingi en land- búnaðurinn, meirihluti þingmanna eru landbændur; þessvegna hefir þingið lagt skatt á skatt ofan á sjávarútveginn, unz honum liggur við sligun utidir þeim. Ef ríkissjóður á nú að fara að endurgreiða bændum tap það, sem norski kjöttollurinn bakar þeim, verður fé það sem til þess þarf, að nást með nýjum sköttum, og eins og hið háa Alþingi er nú skipað, þarf naumast að ganga að því grufl- andi, hvar þeir munu helst látnir koma niður. Sjávarútveginum yrði látinn blæða svolítið meira. Hinsvegar er það rétt hjá »Tím- anum«, að stjórnmálaflokkunum ber skylda til að beita hinu pólítíska valdi réttilega, og að stéttir þjóð- félagsins verða að styðja hvorar aðra í lífsbaráttunni, með hag lands- ins í heild sinni fyrir augum. Að- eins leiðinlegt, að »Tíminn« skyldi ekki verða þessa meðvitandi fyr en kreppa tók að stétt þeirri, sem liann þykist vera málsvari fyrir. Atvinnu- vegirnir eiga að rétta hvorir öðrum hjálparhönd þegar að þrengir, og skifta byrðunuin sem jafnast niður. En nú hefir sjávarútvegurinn verið órétti beittur af löggjafarvaldinu í fleiri ár, og að byrðirnar, sem á herðum hans hvíla, eru orðnar hon- um um inegn. Ábætandi er því ekki, jafnvel þó viljinn sé góður á að rétta landbúnaðinum bróður- hönd; enda aðgætandi, að það væri ekki að jafna byrðunum, að bæta þeiin þar á, sem þær eru margsinnis þyngri fyrir. C3 Norski bankinn. í danska blaðinu »Nationalti- dende« stendur eftirfarandi klausa. »í ýmsum norskum blöðum er um þessar mundir, mikið talað um stofnun norsk-íslenzks banka í Reykjavík,* og eftir því sem fréttir þaðan herma, hefir ekki aðeins Verzltmarráðið í Bergen heldur og einnig Kaupmannasainband ríkisins (Norges Handelsstands Forbund) léð fyrirætlaninni fylgi. Tilgangurinn með bankastofnun þessari er augljós. Með aðstoð bankans ætla Norðmenn sér að ná ennþá fastari ítökum á íslenzka markaðinum en hingað til hefir ver- ið, og ber því sízt að neita, að stofnun sérstaks norsk-íslenzks banka, sem ef til vill hefir þessutan stuðning norska ríkisins, er einkar vel fallið til að koma þeim ásetn- ingi í framkvæmd. Ennþá mun þó málið ekki kom- ið á lengri rekspöl en yfirvegunar- innar.« Útaf ummælum blaðs hér í bæn- um, í sambandi við þessa fyrirhug- uðu bankamyndun, kröfur, fylgi þingmanna o. fl., hefir ísl. leitað sér upplýsinga hjá ábyggilegum manni í Reykjavík og nákomnum núverandi stjórn og fengið það svar, að engin hreyfing vœri kornin á málið, og litlar líkur til að nokk- uð yrði úr þessari bankamyndun í náinni framtíð. co Bókfregn. i. Sigurjón )ónsson: Silki- kjólar og vaðmálsbuxur. Skáldsaga. Rvík 1922. Höf. þessi'er ekki ókunnugur. Iiann hefir áður sent frá sér tvær bækur, »Fagrihvatnmur« og »Öræfagróður« og hlotið hrós fyrir báðar. Þessi síð- asta bók l»ans ber þó af hinuni. Þelta. er allsfór skáldsaga, um baráttuna rnilli útlendrar tildurtízku og staðgóðrar sveitamenningar, hún speglar einnig kaupslaðar- og sveitalífið, sérstaklega þó skuggamyndir kaupstaðah'fsins, en bjartari hliðar sveitalífsins, og sýnir það að höf. muni vera úr sveit kom- inn. Kann hann illa áhrifurn kaupstaða- menningarinnar á sveitalífið, þó hann láti silkikjólana bera sigur af vaðmáls- buxunum í baráttunni. Langsterkasti þátturinn t skáldskap höf. er ímyndunaraflið, og honum þykir gaman að segja æfintýri. í þess- ati sögu hans eru þau 3 talsins, éru tvö þau síðari »Móður« og »Frans« bæði rækalli smellin, þó sumum kunni að finnast hið síðartalda ganga full langt í spillingarlýsingum sínum. Mörgum mun þó þykja að því gaman. Persónulýsingar höf. eru víða ágæt- ar, og í frásögninni er svo mikið fjöl- breytni og fjör, að lesturinn verður hverjum manni skemtilegur, jafnvel þó sagan fari illa. Málið á bókinni er gott, og frá- gangur vandaður. II. Jóh. Örn Jónsson: Burkn- ar. Ljóðmæli, 189 bls. 8 vo. Akureyri, prentsmiðja Odds Björnssonar 1922. Hún er farin að verða fullmikil við- koman í íslenzku Ijóðagerðinni. Fjórði hver maður þykist nú vera orðinn skáld, og tciur það heilaga skyldu sína að láta alþjóð vita að svo sé, og það gerir hann með þeim hætti að gefa út Ijóðabók. Raunar eiga fæstar þeirra skilið svo vegiegt nafn, þó það sé þrykt á titilblaðið, því oftlega er meirihluti innihaldsins leirburðarstagl, eða þegar bezt gegnir bragðlausar stælingar skáldanna. Ljóðmæli þau sem hér ræðir um eru þó af skárra taginu, þesskonar bragsmíða. Höf. þeirra er sýnilega Iélt um að kveða, þótt hann skorti bæði þrólt og frumleik í Ijóðagerðina. Margt er létt og lipurt hjá honum, og á stöku stað bregður fyrir skáld- legum tilþrifum. En það sem fellir gildi bókarinnar, er mergðin af fánýtu hnoði. í bókinni má segja að séu um 10 lagleg kvæði, frumsamin og þýdd, hefðu þau aðeins verið gefin út hefði höf. hlotið frekar lof en last. En eins og illgresið, sem vex upp á meðal hveitisins, dregur úr vexti þess eða kæfir það, eins er þáð með mergðina af lélegu Ijóðunum; hún yfirgnæir svo laglegu Ijóðin að þeirra gætir ekki, úr því þau ná ekki því stiginu að vera perlur, er fá skinið gegnum leirinn. Kvæðið »Drangey« bis. 89 og • Hinzlu orð útlagans* bls. 181 má telja góð kvæði, eins er erindið »Bæn- in mín« laglegt, það er svona; Ó gefðu mér, Guð minn, að hljóta þann geisla sem voniruar þreyja. Æ, lof mér að lifa og njóta og lát rnig í gleðínni deyja«. T/ )

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.