Íslendingur


Íslendingur - 16.02.1923, Blaðsíða 3

Íslendingur - 16.02.1923, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Kurt Haeser, kenslustjóri tónlistaskólans á Akureyri. »Musikfélag Akureyrar«, sem stofn- að var 8. ágúst f. á., byrjar nú starf- semi sína. Pað setur á stofn tónlista- skóla á Akereyri og hefir ráðið Kurt Haeser sem stjórnanda og kennara. Kurt Haeser er fæddur 13. jan. 1892 í Leipzig. Fyrstu kenslu í pianoleik naut hann átta ára gamall og kom eigi ósjaldan fram opinberlega til 14 a'ra aldurs. Frá þeim tíma (1907) til arsms 1912 stundaði hann, samhliða mentaskólanámi sínu, tónlistanám við Konservatorium der Musik í Leipzig. Kennarar hans voru Max Reger (tón- frseði og tónsmíði), Prófessor Teich- miiller (pianoleik), prófessor Heynsen (organleik), prófessor Krehl (tónfræði) °g prófessor Hofmann (hljóðfærafræði). Hann vakti þá þegar mikla eftirtekt við hljómleika skólans og hlaut lof blaðanria og ýmsra mikilsmetinna nianna. Sjerstaklega vakti meðferð hans á »Paganini-Variationen« eftir Brahms og »Bach-Variationen« eftir Reger mikla aðdáun, en þessi verk eru í verklegu og andlegu tilliti álitin erfið- ust allra þeirra verka, sem fyrir piano hafa verið rituð. 1912 hóf Haeser braut sína með hljómleikum og var ráðinn kennari við Riemann- Konservatorium í Danzig. Blöðin í Danzig Ijúka miklu lofsorði á leik hans, hæla honum fyrir djúp- tækan sköpunarmátt. skarpleik í failanda, syngjandi og litríkann leik, léttleik, til- þrif og ótakmarkaða verklega kunnáttu, en of langt yrði að telja hér alt það lof. 1914 kom ófriðurinn tnikli og þá var Haeser kullaður t herinn. Pað varð honum til hamingju, að harin lærði orkesturshljóðtæri og komst í einn hljóðíæraflokk hersins. Eftir stríð- >ð var Haeser um tírna í forföllum Próf. Volbachs, forstjóri tónlistaskól- ans í Osnabiiick, en var því næst skip- aður kennari við meistaradeild (Meister- klasse) tónlistarskóla borgatinnar Dort- mund. Því s(arfj hefir hann getigt þing- að til. Starfsemi Haeser hefir í seinni tíð verið afaryfirgripsmikil og hefir hann leikið opinberlega oft í viku og í ýmsum borgum. Hefir hann hlotið öH Þau lofsyrði, sem sögð verða um pianoleikara. Höfundar ummælanna eru: dr. Aber, próf- Ma||er> dr< w< Nie. mann, próf. EUg Segnitz o. fl. Óþarfi er að fjölyrða meir um list Haeser, því að nú munu menn heyra hana sjálfir og sannfærast um gildi hennar. Kurt Haeser er maður ósérhlifinn og hæverskur og gæddur áhuga á flestum lista- og menningarmálum. Má nu mikils vænta af Músíkfélagi Ak- ureyrar, þvf að þar hafa áhugasamir og mikilsmetnir menn forystu. Halle (Saale) 17. jan. 1923. Jön Leifs. CO Arétting. Á þingmálafundinum 4. þ. m< f,arst talið einhverra hluta vegna að þing. helgi og virðingarleysi því sem farið væri að bera fyrir þessari helgistofn- un þjóðarinnar. Vegna nokkurra orða sem eg sagði um þetta á fundinum og hr. alþingismaður, fyrrum ráðherra Sigurður Jónsson fann ástæðu til að ávíta, vil eg faka fram, að orð mín féllu í þá átt að eigi væri við tnikilli virðingu almennings fyrir þlnginu að buast, þar sem vitanlegt væri og föst hefð, að tnálunum væri ráðið til lykta á flokksfundum og nefndum og þing- ið samansafnað þarmeð svift þeim sjálfsagða rétti að vera pólitískur mið- punktur þjóðmálanna, þar sem málin væru eigi einungis afgreidd með at- kvæðagreiðslu heldur einuig undirbú- in og rökrædd. Orð lét eg falla í þá átt, að e!gi væru æfinlega þingmenn einir á nefndarfundum þessum og vítti eg það eigi þareð vitanlegt er að slíkir menn sem þar eru til ráða kvaddir, hafa oft betra vit á málefnum en sjálfir þingmennirnir. En það er einnig vitan- legt að nokkrir þingmenn hafa undan- farin ár haft sagnaranda í húsum prí- vat manna í Rvík. sem hefir sagt þeim hvernig líta beri á málin og hvernig hagað skuli sókn og vörn svo eigi sé lengra farið. Hr alþingismanninum S. J. fundust orð þessi vítaverð gífuryrði, sem eg eigi gæti staðið að ógleymd- um. M. J. K. þingm. okkar Akureyr- inga, sem lét sér mjög óþingmannleg orð um munn fara, Erlingi Friðjóns- syni og öðrum skríl til ánægju. Eg árétti utnmælin hérmeð skriflega til þess ef háttvirtum þingmönnum þætti ástæða til að ræða málið nánar, að það verði þá gert á prenti, þar sem almenningur sér, svo að ef um goðgá er að ræða, að hún þá verði gerð heyrum kunn, J.J. CO Ósannindum mótmælt. í síðasta tölubl. Dags er spannar- löng klausa um þingmálafund kaup- staðarins. Lætur blaðið vel yfir fund- inum að öðru leyti eti því, að því þykir furdarstj. ,nú verðandi bæjar- fógeta, hafa verið ærið mislagðar hend- ur. Telur blaðið að viðaukasetning sú, sem eg bætti við aðra tillögu þingmansins hafi í raun og veru ekki verið samþykt. Pví atkvæðagreiðsla hafi verið mjög óljós, og talan því óábyggileg. Sannleikurinn er sá, að talan var eins rétt og með nokkurri sanngirni verður heimtað, Bæjarfógeti hafði tilnefnt 2 menn (sem líklega báðir teljast til Dags og Verkamanna flokksins) til að telja atkvæðin. Höfðu menn þessir góða aðstöðu t:l að sjá yfir salinn, og báru enda tölurnar saman áður en fundarsíjóri lýsti yfir úrslitunum. Eg efast ekki um að menn þessir hafi talið eftir bestu samvisku, og því algerlega rangt að bríxla þeim og fundarstjóra, um að talan og úr- slitin hafi leikið á tvímælum. Menn munu eigi geta varist að brosa þegar Dagur fer að tala um pólitíska angurgarpa, sem láti sig litlu skifta ábirgð orða sinna. Pað er ekki lengra síðan en í fyrra, að blaðið var dæmt til að afturkatla persónuleg meið- andi gífuryrði um heiðvirðan andstæð- ing sinn, svo illa situr á því að bríxla öðrum um sínar marg drýgðu syndir. En það sannast löngum, að sinn brest láir hver mest. Eg þykist vita, að blaðið muni hafa meint til mín ummælin um gífuryrði þau er eg átti að hafa svívirt þing- menn með, er eg sagði að virðingin fyrir þinginu færi að vonum mínkandi, þar sem vitanlegt væri, aðýmsirutan- þingsmenn réðu í raun og veru eín- alt úrslitum málanna. Pessi ummæli er eg reiðubúinn að sanna með dæmum hvenær sem vera skal, og verður eigi frekar minst á það nú. Mjög ómakleg eru ummæli blaðs- ins í garð fundarstjóra, um hlutdrægni íegna jarðarfarar forstjóra Hallgríms Krist- inssonar, verða sölubúðir okkar og skrifstofur á Akureyri og Dalvík lokaðar mið- vikudaginn 21. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga á fundinum. Pegar eg hafði spurt þingmanninn okkar hvernig á því stóð, að hann hefði í sumar þrátt fyrir þingmálafundartillögu frá í fyrra í gagn- stæða átt, gert sitt til að koma stein- olíueinokunni á, þá svarar hann spurn- ingunni engu — það hefir M. J. K. sjaldnast gert hér á þingmálaíundum, en likir mér þar á inóti við Qlæðir. Pá mannlýsingu geta menn lesið, en auðsætt er að algerlega var rétt af fund- arstjóra að víta þessa framkomu, þar er ummæli mín áður höfðu als eigi verið persónulega mæld eða meint og því órétt að svara þeim persónuleg- um skætingi; virtist flestum fundar- mönnum sama um þetta og fundar- stjóra. Eg vil að lokum eindregið mót- mæla aðdróttunum blaðsins um fund- arstjórnina. Hún var óaðfinnanleg og hlutdrægnislaus í alla staði. Mun Dag- ur fá fáa viðstaddra til að bera tneð sér hið gagnstæða. Annars er það um þessa aðra til- lögu M. J. K. að segja að hún var lævíslega gerð tiiraun til þess að fá Akureyrarkjósendur til þess að fallast frá fyrriskoðunum sínum um landsverzlun. Viðaukinn sýnir það bezt, að við vilj- um, af því eigi er annars völ, hlúa að ríkisrekstri eins og síma og póst- rekstri. Um brunatryggingar ríkisins er öðru máli að gegna, þó nú verði eigi hjá þeim komist, en verzlun (verzl- unarbrask á Dags og Tímamáli) ríkis- ins viljum við bæði samkvæmt marg yfirlýstum skoðunum okkar þar að lútandi og samkv. ákvörðun þingsins að sé lögð niður, eins fljótt og mögu- legt er. Petta ætti þingmaðurinn okk- ar M. J. K. sérstaklega að festa sér í minni þegar Landsveizlun kemur ti umræðu á þinginu í vetur. J- J- C3 Or heimahögum. Kirkjan. Morgunmessa á sunnudaginn kl. 10V» (vegna safnaðarfundarins kl. 2 e. h.). „Vér morðingjar." Leikfélagið hefir nú leikið »Vér morðingjar« tvisvar og mun leika þá í þriðja sinni n. k. sunnudags- kvöld. Mun ekki ofmælt þó að sagtsé, að' meðferð leikendanna á hlutverkunum sé svo góð að sjaldan eða aldrei hafi betur tekist á leiksviði hér í bæ, þegar á alt Sr litið, og sjálfur á leikurinn mikið erindi til almennings. í næsta blaði birtist ítarleg- ur dómur um leikinn, Embœttisprófi hafa 3 Eyfirðingar lokið við Háskóla íslands í þessari viku. f læknisfræði Steingrímur E. Einarsson með hárri I. eink., í lögum Stefán Stefánsson frá Fagraskógi með II. eink. betri, og i guðfræði Ingólfur Þorvaldsson frá Kross- um með II. eink. Krossar. Nýlega hefir konungur heiðr- að Kristján Jónsson dómstjóra með því að gera hann að Stórriddara Fáikaorðunn- ar, og riddara sömu orðu hefir liann gert m. a. O. C. Thorarensen konsúl, Eggert Laxdal kaupm., Stefán Th. Jónsson kon- súl á Seyðisfirði, Knud Zimsen borgar- stjóra í Reykjavík, Emil Nielsen fram- kvæmdarstjóra og Þorbjörgu Björnsdóttir Ijósmóður, Rvík, Framkvœmdarstjórastarfið við Ræktun- arfél; Nl. hefir verið veitt Ólafi B. Jóns- syni landbúnaðarstúdent í Danmörku, enn ekki tekur hann við starfanum fyr en 1924. Embœtti. Um Blönduós læknishérað sækja, Kristján Arinbjarnarson, settur læknir þar og Árni Helgason i Qrenivík. Um Hólmavíkurhérað sækja, Árni Helgason (fái hann ekki Blönduóshérað, og kandí- datarnir Karl Magnússon og Helgi Jónas- son. Utn Nauleyrarhérað sækir Jón Bene- diktsson frá Grenjaðarstað, sem þar hefir verið settur lækni um hríð, og aðrir ekki. Munið ejtir aukasafnaðarfundinum á sunnudaginn kemur. Hann verður haldinn í Samkomuhúsinu og hefst kl. 2 e. h. Valdemar Stef/ensen iæknir fjutti ágæt- an fyrirlestur, er hann kallaði »Þáttur úr sögu mannsandans,« í Samkomuhúsinu sl. sunnudag. Fyrirlesturinn var fluttur að til- hlutun Stúdentafélagsins. Sextugur varð Lárus Thorarensen 10. þ. m. Látinn er hér í bænum 14. þ. m. Geir- mundur Kristjánsson verkaniaður, úr lugna- bólgu. Mesti elju- og dugnaðarmaður og drengur góður. Var 44 ára. OO Lára Hölm frá Eskifirði D á n a r m i n n i n g. Pessi efnisstúlka, sem hafði svo góða og mikla hæfileika til að bera, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar þann 3. jan. þ. á. aðeins 16 ára gömul. Hún var ákveðin og áreiðanleg, ná- kvæmni hennar og lipurð, næstum einstök, háttprúð og mjög skemtileg í viðtali, gekk euginn gruflandi aðþví, sem átti tal við hana ogjkyntist henni, að hún var bráð gáfuð, enda hafði hún strax í berr.sku af mörgum verið kölluð undrabarnið. Snillingurvarhún einnig íhöndunum. Svo mikla umhyggju bar hún fyrir yngri systskinum sínum, sem laezta tnóðir og lét ekkert aftra sér frá að annast þau, þó hún sjálf væri sár-las- in, gat hún því verið mörgum ungum til fyrirmyndar. í einu orði, hún bar af flestum á hennar aldri og er þetta ekkert oflof. Pví hlýtur harmur for- eldranna að vera þungur og sár, en huggun er það fýrir þau, að vita að allir, er kynntust henni, leituðust við að létta henni byrðina eftir því sem mögulegt var, og á héraðslæknirinn sérstaklega þakkir skilið fyrir þá miklu nærgætni og umhyggju er hann bar fyrir ungu systrunum. Systir Láru, 6 ára gömul, liggur enn á sjúkrahúsinu en bróðir þeirra sem var þar, fékk bata, og fór beim. Yfir- hjúkrunarkonunni máheldur ekkigleyma svo vel sem hún reyndist þeim systr- um. — Menn segja að það sé ekki nema sjáltsögð skylda að vera þeim veiku góður, hvar sem þeir eru, en það vitum við að mennitnir eru æði misjafnir, og þess góða, sem gert er, er ætíð vert að geta. Kunnugur. Til sölu ágætt íbúðarhús á Akureyri, fyrir lágt verð og með góðum borgunarskilmál- um. Böðvar Bjarkan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.