Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1923, Blaðsíða 2

Íslendingur - 31.03.1923, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR N ý k o m i ð : Götukústar, Pottaskrúbbar, Tjörukústar, Fiskiburstar, Gólfskrúbbar, Naglaburstar. Ennfremur fjölbreytt sýnishorn af allskonar 1 e i r - og glervöru frá David Methven & Sons, Kircaldy, sem eru orðnir vel þektir alstaðar á landinu fyrir góð- ar, smekklegar, vandaðar og ódýrar vörur. Komið og’ skoðið. sjáanlegur í svipinn, en »Tíminn* gaf bændunum góðar vonir um, að þá norska þingið kæini saman, myndi sjást árangur af för ráðherrans og tollurinn yrði lækkaður. Bændurnir liíðu því í hinni góðu von blaðsins, bæði að því leyti að ríkissjóður myndi borga þeim skaða þann, sem tollurinn orsakaði þeim, og stjórnin legði fyrir þingið frum- varp til endurgreiðslu á tollinum, og jafnframt .að þá norska þingið kæmi saman, þá yrði kjöttollurinn afnuminn eða að minsta kosti lækkaður. Ekki hefir enn sést að stjórnin hafi orðið við áskorun blaðsins, heldur hundsað hana, og ekki hefir sá trygg- asti flokksmaður blaðsins, landskjörinn þingmaður Jónas Jónsson frá Hriflu, sem bændurnir kusu í beztu von um að hann reyndist bjargvættur þeirra, og legði fram krafta sína á þinginu, að bændur fengju greiddan skaða þann, sem tollurinn bakaði þeim, en máske á hatm það sómastrik eftir, eða í öllu falli er gott að minna hann á það. Og ekki ætlar að verða glæsilegri árangurinn af för atvinnumálaráðherr- ans í kjöttollsmálinu, eða þær góðu vonir, sem blaðið gaf bændunum um að Norðmenn myndu lækka tollinn. Nú kemur það ylir bændurnar sem þruma úr heiðskfru lofti, að Norð- menn eða þing þurra hafi enn hækk- að kjöltollinn um 5 aura hvert kg. Hvernig Iíst nú bændum á? Lof- orðin og góðu vonirnar, sem »Tím- inn« gaf bændunum, virðast fokin útí veður og vind. Seunilega mun blaöið aldrei hafa búist við árangri af því, að bændur fengju kjöltollinn endurgreidd- an af ríkissjóði, því slíkt hefði verið barnaskapur, að koma miklu af endur- gjaldmu yf'r á sjávarútveginn, og í öðru Iagi var sjáanlegt að ríkissjóður er ei svo efnum búinn nú á dögum, að hann sé fær um að endurgreiða einni stétt landsins skakkafall það, sem hún verður fyrir vegna afleiðinga tollsins. Ef ríkissjóður tæki að sjer þá greiðslu, þyrfti að leggja nýja tolta á þjóðina, en henni mun þykja ærið þungir skattarnir þó ekki sé á bætt. Og hverju mun »Tíminn« kenna hina nýju tollhækkun á kjötinu? Ætli það verði Spánarvínin enn? Og hverjir ætli eigi að bæta bændunum upp þann toll? Bændurnir fá sennilega að heyra eitthvað um það, áður en lang- ur tími líður, Rað er annars leiðinlegt þegar menn verða fyrir vonbrigðum af hendi þeirra, sem menn treysta bezt, og afnvel trúa á, eins og sumir bænd- urnir á »Tímann«. Reim hefði þó sannarlega komið vel nú á þessum síðustu og verstu tímum, að fá kjöt- tollinn endurgreiddan, svo skuldabagg- inn hefði heldur létzt á þeim minni, og samábyrgðarflækjan orðið minni á þeim efnameiri. En svo virðist sem það ætli ei að lánast, heldur ný byrði að leggjast á bændurnar. f*að sýnist ganga landplágu næst um utanfarir ráðherranna. Aldrei hefir kveðið meira að því en þetta síðast- liðna ár, þá cinn hefir komið hefir annar farið, hver um sig af föður- landsást, að vinna landinu okkar eitt- hvert gagn, og það er ekki svo sém þeir hafi farið einir, þeir.hafalþurft að hafa frúrnar sér við hönd að slyðja sig í stríðinu fyrir föðurlandið. Mörg- um mun sýnast árangurinn rýr fyrir landið, annar en sá, að borga brús- ann, en aftur hafa ráðherrarnir orðið fengsælir fyrir sjálfa sig, að fá »orður og titla«, sem á skáldamáii eru talin ónýt þing. Bændurnir ættu að skora á »Tím- ann« að vita, hvaðjulanfarir ráðherr- anna með frúnum hafi kostað þetta síðastliðið ár, í öllu falli hvað för at- vinnumálaráðherrans hafi kostað land- ið, þegar hann ætlaði að létta kjöt- tollinum af bændunum. Hver veit nema það gæti orðið græðiplástur á sárin. E. S. oo S v a r til » F r a m t í ð a r I n n a r ♦ . Hinn 11. þ. m. hljóp nýtt blað af stokkunum hjer á Siglufirði, er nefnist »Framtíðin«. Er ritstjóri þess Hinrik læknir Thorarensen, en ábyrgðarmað- ur er enginn. Blaðið fer fremur snot- urlega af stað, og flýgur ekki á nein- um lánsfjöðrum úr föðurgarði, enda má teija víst að það eigi langa og veglega framtíð fyrir höndum, því allir vita hve skýr og blettlaus er skjöldur ritstjórans, og nierki sínu, sem jafnan hefir táknað göfugar hugsjónir, hefir hann alla jafna haldið hátt á lofti og fylgt því snúðugt fram. Enn sem komið er vita menn þó ekki stefnu blaðsins aðra en þá, að það kveðst munu ræða tnál þau er þennan bæ varða — svo og þjóðar- heildarinnar, og leggja það eitt til málanna, er heillavænlegast sé þjóð- inni, eins og ritstjórans var von og visa. Aðalefni þessa fyrsta blaðs er grein um íshús það, er hér er í byggingu og er eign hlutafélags, sem kosið hefir sér fimm manna stjórn. Aðaláhersluna leggur greinarhöfundurinn á það, að víta mig, sem kosinn er formaður fé- lagsins, fyrir aðgerðaleysi mitt í því, að flýta þessu fyrirtæki sem mest, og er svo að sjá á grein hans, að eg sé alveg einvaldur í félaginu eða einn í stjórninni. Má með sanni segja, að meðstjórnendum mínum sé fremur lít- ill vegsauki að grein þessari, því svo mætti virðast, sem þeir væru harla litlu sjálfstæði gæddir eða andlegu þreki, og að sannfæring þeitra væri svo hviklæst, að eg einn og mlnar skoðanir ríði þeim á slig, að eg réði einn öllu, en þeir væru í rauninni ekkert annað en fjórfaldur »Stumtjener« i nefndinni. Euda líka gæti eg trúað því, að meðstjórnendum niínum þætti lítið varið í vilnisburð þann, er þeim með þessu er gefinn. Nú sný eg mér að málefni grein- arinnar. En um grein na í heild sinni skal það tekið fram, að hún er, að fióðra manna sögn, sknfuð af ótak- mörkuðu þekkingarleysi á íslenzku máli, og ætti þó ekki hálærðum lækni að verða vatidi úr því, að greina á milli setninga í sínu eigin skarphugsaða röksemdakerfi. Kommur sjást ekki nema hingað og þangað á reiki, og málvillur og dönskuslettur koma þar álíka oft íyrir og lambaspörð á stekk. En þetta kemur nú ekki mér í rauninni við né mínum málstað. Fyrstu ósannindi greinarinnar eru þau, að eg (forntaður félagsins) hafi strax í vetur farið á stúfana, og ráðið fjölda smiða, og látið þá lofa því, að vinna fyrir litlu kaupi, en í staðinn hafi eg lofað þeim vinnu í allan velur. Pessu til sönnunar birli eg, hér á eítir grein* minni, vottorð þeirra manna er vinnuna áttu að þiggja. Smíðirnir sem eg hefi ráðið, ern einungis þrír — það er nú allur fjöldinn, og Ioforð þau, er þeir hafa á mig að herma, sjást svart á hvítu í vottorðinu. Og hvað það snertir, að þeir hafi ekki unnið fyrir meiru en 25 — 50 krónum, er sá sannleikurinn gripinn úr sömu skúffunni; — þeir hafa allir unnið fyrir miklu meiru. Hvað ummælum haus viðvíkur, er hann segir að »formaður« hafi stung- ið uppá að hafna öllum tilboðum, þá er sannleikurinn sá, að tilboða var leitað, (sem hann og segir) og kom stjórnin saman á fund, til þess að ræða hin framkomnu tilboð, 7. des. f. á. Voru þar allir stjórnarmeðlimir mættir. Komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að öll væru tilboðin hæiri en svo, að hægt væri að sinna þeim fjár- hagsins vegna. Enda var svohljóðar.di ályktun samþykt á fundinum í einu hljóði: *Tilboð þessi eru svo há, að stjórnin sér sér cnga leið til að byrja á byggingunni fjárhagsins vegna að svo stöddu, og samþykkir þvi að taka engu tilboðanna.« Litlu síðar samþykti stjórnin að kalla saman borgarafund til þess ef auðið yrði, að safua méiru hlutafé. Kom þar fram tillaga, sem hlaut samjjykki fund- arins um það, að bæjarsjóður legði fram kr 5000,00 til viðbótar áður lof- uðu lilutafé, ef þá mætti svo fara, að hægt yrði með þeirri viðbót að halda áfram fyrirtækinu. Bæjarstjórnin sam- þykti að leggja fram þessa upphæð, þó ekki fyr en komið var fram í febrú- ar. En í von um væntanlegt samþykki bæjarstjórnar hafði íshússtjórnin, með- an á þessu stóð, leitað nýrra tilboða og fengið þau, svo hægt var þegar í stað að snúa sér að þeim, eftir að trygging var fengin fyrir því, að mögu- legt yrði að ráðast í byggingu íshúss- ins á þessu ári. Samþykti stjórnin norskt tilboð er hún hafði, og ætlað- ist stjórnin til að efnið kæmi með febrúarferð »Siriusar«. En er til kom fór »Sirius« aldrei lengra en til Bergen, í stað þess að fara til Kristjaníu eins og stóð á áællun, og gat efnið því ekki náð nefndri ferð. Ressu til sönn- unar biiti eg hér á eftir vottorð með- stjórnanda minna um þetta efni. Mun H. Th. tæplega færast í fang að vefengja þenna sannleik. Hvað viðkcmur skrafi H. Jh. um kaup á erlendum gjaldeyri, er því til að svara, að á þeim tíma, er peningar voru hér loks fengnir, var hvorki í bönkum né annarsstaðar hægt að fá keyptar norskar krónur undir því verði, sem eg í saniráði við meðstjórnendur mína keypti þær fyrir. Að síðustu er gieinarhöfundurinn svo óskammfeilinn að fullyrða með gleiðu letri, að eg hafi í fullri óþökk allra félagsmanna, nema tveggja, tekið á móti formannsstöðu minni í félag- inu. Þelta er auðvitað svo heimskulega framsett ósannindi, að óþarft mætti virðast að andinæla. Eg er kosinn með yfir 100 atkvæðum af tæpum 150, sem mætt voru á fundinum, sem for- maður félagsins, og sit f þvf sæti f fullri tiltrú allra þeirra, er mig kusu. Ekki get eg að því gert þó H. Th. fengi ekki eitt atkvæði til þessa trún- aðarstarfa, eins og eg get ekki að því gert, að hann, H. Tti., hefði orðið að hanga hér á horriminni sem em- bættislaus smáskamtasali, ef hann hefði ekki gripið til annara úrræða svo sem blaðaútgáfu — og fleira. Annars er um niðurlag greinarinnar ekkeit að segja nema það eitt, að þar er Ijót árás á mig; illa yfirveguð. Eg trúi þvf ekki að slíkt sé skrifað sjálf- rátt. Retta hlýtur að vera pennagleði í höndum viðvanings, sem þekkir ekki skil á bakka og egg. Fetta ætti sá að læra, er greinina hefir skrifað. Greinin er nafnlaus. Eg dirfist ekki að segja með fullri vissu, þótt eg hafi eignað H. Th. greinina, að hann hafi sjálfur skrifað hana. Hans er hvergi getið. En hver er þessi *eg., sá sem brýst út í enda þessa furðulega ritverks, — Er »eg« naut, sem ræðst á menn með óþyrmi- legum krafti, eða er »eg« naut, sem bölvar undir inoldarbakka og gerir engum ilt. Er þetta »framtíðin«? Að gefnu tilefni vottum við undir- ritaðir, er gerst höfum hluthafar í h. f. »íshúsfélag Siglufjarðar«, og greið- um hluti okkar með vinnu við bygg- ingu íshússins — aðallega við tré- smíði, — að við höfum þvf aðeins fengið Ioforð fyrir vinnunni, að eitt- hvert efni væri fyrir hendi til að vinna úr, en alls ekki, að Helgi kaupmaður Hafliðason hafi ráðið okkur með þvf loforði, að við hefðum takmarkalausa vinnu allan veturinn. Siglufirði, 10. marz 1923. Ólafur /. Reykdals Pórður jóhannesson (trésmiður). (smiður). Johati Landmark (smiður). Að gefnu tilefni lýsa meðstjórnend- ur h. f. »íshúsfélags Siglufjarðar« þvf yfir, að formaður stjórnarinnar Hélgi Hafliðason hefir haft samþykki allra meðstjórnanda til þeirra framkvæmda á útvegun á efni, sem gerðar hafa verið. Allar slíkar framkvæmdir hafa áður verið samþytkar á stjórnarfundum. Efni f fshúsið kemur með næstu ferð e. s. »Sirius«, en með siðustu ferð skipsins fékst það ekki flutt, af þvf »Sirius« kom ekki við í Kristjanfu eins og stóð á áætlun Siglufirði, 11. marz 1923. Friðbjörn Niclsson. Sophus A. Blöndal. G. Hannesson. Þormóður Eyjólfsson. Siglufirði, 14. marz 1923. Helgi Hafliðason. Aths. Kjósi ritstj.»Framtíðarinnar« held- ur að svara H. H. hér í blaðinu en í sinu eigin blaði, er honum það heimilt. Ritstj. S T O F A með sérinngangi er til leigu frá 1. maí næstkomandi hjá Pétri Halldórssyni Spítalaveg 17. Brúkaður Legubekkur fæst keyptur. Jónatan Jóhannesson hjá Höepfner.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.