Íslendingur


Íslendingur - 13.04.1923, Síða 2

Íslendingur - 13.04.1923, Síða 2
2 ISLENDINGUR Höfuni fyrirliggjandi: Kristalsápa Handsápur Sódi Sódaduft Pvottaduft Kjötkvarnir Umbúðarpappír Hitaflöskur Síðan 1Q20 liefir mikil breyting á orðið í þessu efni sem mörgu öðru, er viðkemur viðskiftum. Þótt núver- andi bankar hafi gott lánstraust er- lendis, hefir Alþingi engu að síður orðið að heimila nýjar lántökur til þess að aflétta peningakreppu í landinu. Það er því bersýnilegt, og um það blandast engum hugur, að hér er skortur veltufjár, og þó einkan- lega í erlendum gjaldeyri. Reyrislan hefir sýnt, að allar lántökur eru tor- veldar og lánin dýr. Ríkið verður að taka á sig ábyrgð lánanna og greiða háa vöxtu af þeini. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga, yrði farin alt önnur leið til þess að auka veltuféð, og jafnframt dregið úr svokölluðum »lausum skuldum« landsmanna erlendis, en þessar skuldir eru aðallega taldar hafa óhagkvæm áhrif á gengi ís- lenzkra peninga. Þeir peningar, sem imi í landið kgma við stofnun þessa banka, eru látnir af hendi án nokkurrar ábyrgð- ar hins opinbera. Hluthafar einir bera ábyrgð á þeim og alla hættu. Bankinn mundi aðeins starfa með hlutafé sínu og ef til vill (að minsta kosti er tímar liðu fram) með spari- sjóðsfé, sem hvortveggja fengist með vægari kjörum en lánsfé það, sem nú er óðíluga gripið til. Það eru því líkur til þess, að bankinn yrði fremur til að lækka forvexti en hækka þá. Öðrum bönkum, sem hér eru starfandi í landinu, ætti að geta orð- ið beinn styikur -að þessum nýja banka, með því að hann gæti létt af þeim viðskiftum, er þeir eiga ó- hægt með að annast, og á þann hátt stutt að því, að þeir gætu bet- ur og óskiftari sint þeim kröfum sem þeir vildu helst láta sitja í fyr- irrúmi og telja fyrst og fremst í verkahring sínum að styrkja með lánveitingum. í frumvarpi þessu er í raun og veru ekki að ræða um nokkur for- réttindi, því að hér er ekki farið fram á meiri réttindi, heldur þvert á móti minni, en samskonar stofn- un hefir nú að lögum, og þetta sérleyfi á ekki að standa lengur en Islandsbanki nýtur sinna réttinda. Frumvarpið áskilur íslendingum forkaupsrétt að fullum helmingi hluta- fjárins ákveðinn tíma, en síðan megi selja afganginn erlendis, og er þar með heimiluð undanþága frá nú- gildandi hlutafélagslögum; þó tryggir frumvarpið íslendingum ætíð yfir- stjórn bankans. Sjórn bankans mundi verða í hönd- um bankaráðs, er hagaði þannig störfum sínum, að það svo að segja daglega tæki þátt í ölium ákvörð- unum um lánveitingar og aðra starf- semi bankans. Um hlutafé til þessa fyrirhugaða banka skal þess getið, að erlendis hefir verið unnið að undirbúningi hlutafjársöfnunar til bankans, og hafa undirtektir reynst svo góðar, að full ástæða er til að ætla, að nægilegt fé fáist. co Símfréítir frá útlöndum. Rvlk i gœr. Svartidauði geysar á Indlandi. Deyja úr honum að meðallali 8 þús- und manns á viku. Ruhrmálin eru ennþá efst á dag- skrá meðal stórveldanna. Hélt Cuno rlkiskanslarinn þýzki rœðu i rikisþing- inu á þriðjudaginn og lýsii þvt yfir, að Pjóðverjar vœru fúsir að ganga á ráðstefnu með Frökkum til sátta- samninga, cf Pjóðverjum yrðu veitt hin sömu réttindi á ráðstefnunni og Frakkar hefðu. Nokkrum dögum áð- ur hafði þýzka stjörnin sent mótmœli yfir Ruhrtöku Frakka til allra þeirra þjóða er undirskrifuðu Versalasamn- inginn. Poincare sendi nýverið einn af ráðgjöfum slnum til Englands til þess að kynna sér hvernig Bretum lœgi hugur í þessum málum, er nú sendi- maður heimkominn aftur og fullyrðir, að 90°i o af bresku þjóðinni séu Frökkum fylgjandi að málum. Verka- mennirnir þýzku er mistu lifið i ó eirðunum i Essen i fyrri vilcu, voru jarðsettir á þriðjudaginn og fóru þá fram sorgarathafnir um alt Pýzkaland. Hugo Stinnes, iðnaðarkonungurinn þýzki, brá sér inní Ruhrhéraðið ný- lega, þrátt fyrir forboð frönsku yfir- valdanna, en hann var þegar hand- samaðar og seltur i fangelsi en slept lausum aftnr næsta dag gegn loforði um að hafa sig sem skjótast á burtu, sem hann og gerði. Ráðstjórnin i Moskva hefir látið taka kaþölskan prest af lífi og dœmt marga aðra af yfirmönnum kirkjunn- ar til œfilangrar fangclsisvistar fyrir mótspyrnu gegn stjórninni. Kirkju- höfðingjar Vestur-Evrópu hafa sent kröftug mötmæli til stjórnarinnar yfir þessum aðgerðum hennar. Branting-stjörnin i Sviþjóð er far- in frá völdum. Feldi þingið frumvarp stjórnarinnar um styrk til atvinnu- lausra og lagði Branting þá sam- stundis niður völd. Fyrst var búist við að Jrjálslyndi flokkurinn mundi mynda nýja stjórn með tilstyrk jafn- aðarmanna, en það tókst ekki, og nú er búisi við að ihaldsmenn taki við stjórnartaumunum. Trotzky liggur veikur. Segja lœkn- ar hann hafi krabbamein i mag- anum. Óeirðir urðu allmiklar i Aberdeen á Skotlandi nýlega, milli skotskra og þýzkra fiskimanna. Höfðu um 3000 skotskir fiskimenn gerl verkfall iil að mótmœla isfisksölu þýzkra togara l Aberdeen. Vinnuveitendur i öllum bygginga- greinum á Englandi hafa gert verk- bann og við það hafa um 500,000 manns orðið atvinnulausir. Daglegar loftferðir eru í þann veg- irin að komst d milli Manchester, Lundúna, Hamborgar og Berlin. Stjórnin i Dublin tilkynnir, að hún hafi handsamað í alt nærfelt 10 þús. irskra uppreistarmanna, en ennþá séu um 2500 undir merkjum De Valera. oc Innlendar símfregnir. Rvik i gœr. Kristinn Benjamínsson kyndari á „Borg“ hefir verið myrtur i Barcelona á Spáni. 11 fiskimenn skaðbrendust nýlega á frönskum togara nálœgt Vestmanna- eyjum. Fluttir þangað á spitala og hefir einn látist og annar talinn dauð- vona, Pétur Á. Ólafsson konsúll, sem rik- issijórnin sendi til Mið- og Suður- Ameriku til þess að kynnast söluhorf- um á isl. saltfiski, hefir sent Alþingi skýrslu og telur markaðshorfur frem- ur slœmar. Dágóður afli á togarana. co A I þ i n g i. Fjárlögin. Undanfarna daga hafa fjárlögin ver- ið til umræðu í neðri deild. Á laug- ardaginn var eldhúsdagurinn en þótti fremur bragðlítill. Talið vfst að þing- ið muni standa fram í miðjan maí. Fallin frumvörp. Um skiftirig Eyjafjarðarsýslu í tvö kjördæmi, um afnáni þjóðskjalnvarðar- embættisins, um dyrtíðaruppbót statfs- manna ríkisins, einkasölufrumvörpin á saltfiski og síld, frv. til vinnuhjúalaga, frv. Hriflu-Jónasar um áfengissjóð, frv. um þingmantialjölgun í Rvík, um þmg- mann fyrir Hafnarfjörð. H^aklega útreið fékk frv, Jónasar frá Hriflu um breyting á bannlöguiuim; var þar farið fram á, að hver, sem hittist ölvaður, skyldi heimilt að leiða fyrir dómara, eða hreppstjóra, ef ekki uæst til sýslumanns. Skal hiun ölvaði sæta sektum fyrir hvert brot, sem sani- svaiar vikutekjum hans það ar, og að fyrir hvern líter af óleyfilegu áfengi, sem búið er tí 1 hér á landi, eða flutt inn, skal sá, senr slíkt áfetigi finst hjá, greiða 100 kr. sekt, og auk þess upp- hæð, er svarar mánaðartekjum hans það ár. Fyrir að verzla ineð áfengi skal sá, er brotlegur verður, gjalda 200 krónur í sekt fyrir hvern líter af ó- löglegu áfengi, sem finst í vörzlum hans eða sannast að hanu hafi selt. Auk þess skal hann gjalda í sekt fyrir hvert brot, ér sannast, eins árs tekjur sínar, eins og gera má ráð fyrir, að þær hafi verið undanfarið ár. Jóh. Jóhannesson talaði aðallega á móli frumvarpinu og sýndi fram á að það rækist bæði á ýmsa aðra löggjöf og ákvæði og væri illa hugsað og heimskulegt, alveg án tillíts til þess, hvaða skoðanir menn hefðu að öðru leyti á bannlögunum eða framkvæmd þeirra. T. d. væri hreppstjórum eftir því ætluð dómsvöld, og sektarákvæðin væru þannig, að ef nienn þyrflu að sitja af sér sektirnar, mundi mannsæf- in ekki duga til þess um sumar þeiira. Frumvarpið var felt frá 2, umræðu, sætti sömu forlögum og frumv. sama manns um afuátn eftirlauna Björns Kristjánssonar. Virium og vandamönnum tilkynn- ist hér með að Oddur S. J. Thorarensen andaðist 5. þ. m. eftir langvarandi heilsubilun. Jarðarför hans er ákveðin Miðvikud, 18. þ. rn. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1. e. h. Ekkja og sonur. Réttindi og skyldur hjóna. í e. d. voru 4. apríl 8 mál á dagskrá. Meðal þeirra var frv. um lögfylgjur hjónabanda, sem áður var kallað, en nú heitir utn réttindi og skyldur hjóna, og hafði Ingibjörg H. Bjarnason fram- sögu og var það fyrsta ræða hennar á þinginu. Rakti hún sögu málsins og nauðsyn þess fyrir hag og réttstöðu kvenna að fá slík lög samþykt, en þetta eru síðustu lögin úr siffalagabálki þeim, sem unnið hefir verið að und- anfarin ár og þitigið hefir samþykt af áður þreun lög um afstöðu for- eldra til skilgetinna og óskilgetinna barna og urn stofnun og slit hjúskap- ar. Að síðustu bar hún fram þakkir íslenzkra kvenna til stjórnar og þings fyrir þessar réttbætur og til lögfræð- inganna Jóns Magnússonar, sem fyrst flutti frv. og Jóh. Jóhannessonar, sem báðir hefðu mjög unnið að undirbún- ingi málsins og því, að koma því í gott horf. En frv. er upphafiega sam- ið af L. H. Bjarnason eftir samskonar löggjöf annara Norðurlanda. Þjóðleikhús. í n. d. var fyrst rætt um frv. frá Jak. Möller og Þorst. Jónssyni um skemtanaskatt og þjóðleikhús og flutti J. M. ræðu um ástand og hag leiklist- arinnar hjer nú, og nauðsyn þess, að hún yiði ekki látin falla niður, eins og helst væru horfur á, vegna hús- næðisleysis, nema tekið væri í taurn- ana. Fer frv. fram á það, að skattleggja ýmsar skemtanir í kaupstöðam þeim, sem hafa yfir 2000 íbúa, 10 — 20 af hundraði, og leggja það gjald í sjóð, »!3jóðleikhússjóð«, sem verja á til þess að koma upp þjóðleikhúsi í Rvík og til að styðja sjónleiki, sem sýndir verða að staðaldri í því húsi. Gert er láð fyrir því, að leikhúsið standi inn- antil á Arnarhólstúni fyrir norðan Hverfisgötu. Frv. er sagt flutt fyrir til- nræli ýmsi a frömuð t leiklistarinnar hér á landi, og hefir þetta inál verið lengi á döfinni. Launahækkun. F*á var tekið fyrir frv. til laga um br. á lögum um stofnun Landsbanka, um hækkun launa bankastjóra, bókara og gjaldkera. Flm, eru Jón A. Jónsson og Jak. M. Hafði J. A. J. framsögu. Eru bankastjórum ætluð 24 þús. kr. laun, eins og hinum stjórnskipuðu bankastjórum íslandsbanka, bókara og aðalgjaldkera 5000 kr. byrjunarlaun, hækkandi upp í 6500, og aðstoðar- gjaldkera 4000 hækkandi upp í 5500 kr. Er launahækkun þessi réttlætt með því, að störf þessara embættismanna séu ekki sambærileg við önnur embætt- isstörf, sakir þeirra ábyrgðar og erf- iðis, sem þeim fylgja. Að lokinni ræðu frsm. var frv. vfsað til annarar umr. með samhljóða atkv., og til fjárhags- nefndar. Nýtt hjá S. Sigurðssyni bóksala: Eiríkur Albertsson: Kirkjan og skól- arnir. Ólafía Jóhannesdóttir: Aurrastar allra. Sveinb. Egilson: Ferðaminning- ar. Alrnanak sjómanna 1923. Eim- reiðin 1,-2, Sumarkort o. fl,

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.