Íslendingur - 13.04.1923, Side 3
ISLENDINGUR
3
B. D. S.
Aukaskip e.s. „Bisp“
byrjar að hlaða í Kristianíu 14. þ. m. Kemur sömu leið og »Sirius«
væntanlegt hingað um mánaðarmótin næstu.
Afgreiðsla Bergenske,
Akureyri.
Stórt uppboð.
Mánudaginn þann 16. apríl n. k. verður opinbert uppboð haldíð í
Strandgötu 25 hér í bænum á ýmsum búðarvarningi, svo sem: miklu
af allskonar álnavöru, sérlega vandaðri, tilbúnum fatnaði, regnkápum, skó-
fatnaði, nýlenduvörum, kexi, smjörlíki, glervörum o. fl. alt góðar og vandað-
ar vörur.
Langur gjaldfrestur veittur áreiðanlegum kaupendum.
Akureyri 5. apríl 1923.
Lárus Thorarensen.
I. S. I. I. S. I.
Víðavangshlaup
1. P. F. Þór verður haldið sumardaginn fyrsta (19, apr.) og
hefst hl. 11. f. h. Lagt verður af stað frá Söluturninum.
Nefndin.
Undirritaður óskar eftir tilboði í nokkra ferhyrnings-
faðma af góðu hleðslugrjóti skiluðu við Hafnarstræti 2, Schiöths
verzlun, einnig töluvert af uppfyllingu á samastað, ef um getur
samist.
Carl F. Schiöth.
K-A-F-F-l.
Nokkrar birgðir enn til, og selst með
6ama verði og áður, þrátt fyrir mikla
verðhækkun erlendis.
Jón Stefánsson.
Úr heimahögum.
Glötunarbarmur þjóðarinnar. Erindi
Ouðm. skálds Friðjónssonar, er hann flutti
í Samkomuhúsinu á sunnudaginn var, átti
ekki þeirri aðsókn að fagna, er það verð-
skuldaði, því að bæði var erindið sköru-
lega flutt og svo hafði það mikinu sann-
leik að færa, sem sjaldan hefir verið eins
hvasslega brýndur fyrir almenningi. Kjarni
fyrirlestrarins var að átelja þá lausung í
fjármálum, er ríkjandi væri orðin í land-
inu og ómenningu þá og ábyrgðarleysi,
sem fest hefði djúpar rætur í þjóðfélaginu
á hinum síðustu og verstu tímum. — tsl.
hefir von um, að geta birt þetta ágæta og
þarfa eriudi skáldsins síðar.
Fimtugsafmœliátti IngimarEydal kennari
á laugardaginn var.
Konsert. Músikfélag Akureyrar hélt kon-
sert í Samkomuhúsinu á miðvikudagskvöld-
ið og endui tók það aftur í gærkvöldi. Að-
alþátturinn var pianospil hr. Kurt Haesers.
Voru áheyrenduniirstórhrifnir af spili hans
sem áður, enda listin ótvíræð. Mesta að-
dáun vakti lag Chopins »Nocturne< og
»Orgeltoccata u Fuge« eftirBach. Ounnar
Magnússon söng tvo einsöngva og tókst
laglega og svo söng blandaður kór, erhr.
Haeser hefir æft, tvö lög, er tókust vel.
A þriðjudagskvöldið hafði félagið inn-
gangskvöld og flutti þá Askell Snorrason
söngkennari fyrirlestur um ýms atriði tón-
listarinnar og mintist helztu æfiatriða þeirra
Bachs og Chopins.
Hákarlaskipin »Flink« og »Eirík«, eign
Höepfners verzlunar, eru nýfarin á veiðar.
Samsöngur. »Oeysir skemli bæjarbúum
með söng sínum á laugardagskvöldið og
þótti takast ágætlega. Síðdegis á morgun
syngur kórinn fram á Þverá.
>Sirius« er væntanlegur í fyrramálið.
Kvöldskemlun íþróttafélagsins »Mjölnir«
i Samkomuhúsinu á sunnudagskvöldið var
vel sótt og fór hið bezta fram. Þar sagði
Ingólfur Jónsson stud. jur. frá helztu æfi-
atriðuin Lenins. Ounuar Magnússon og
Sig. O. Björnsson sungu tvísöng, er þótti
takast mjög vel og auk þess skemti »prent-
smiðju-kvartettinn« svokallaði mcð söng.
Gamanleikurinn »StrokuþræIlinn« kom á-
horfendunum til að hlægja.
*Goðafoss« kom sunnan og vestan um
land á mánudaginn síðdegis. Meðal far-
þega hingað voru: Friðjón Jensson læknir,
séra Tryggvi H. Kvaran frá Mælifelli,
Kristján Gíslason kaupm. á Sauðárkrók
og synir hans Axel og Eiríkur, hinn fyr-
nefndi með frú sinni. — Skipið fór héðan
á fimtudagsmorguninn áleiðis til útlanda.
Svar. Einar á Stokkahlöðum svarar
ritstj. »Dags« í næsta blaði.
Athygli aimennings viil ísl. vekja á upp-
boði Jósefs Jónssonar ökumanns á þriðju-
daginn kemur. Þar er á boðstólum margt,
sem ökumenn og bændur þarfnast. Upp-
boðið verður haldið við Lundargötu 15
og hefst kl. 11 f. h.
Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hefir staðið
yfir undanfarandi daga. Verður lokið á
morgun.
Framhald af grein J. J., »Um sterti-
mensku«, kemur að öllu forfallalausu í
næsta blaði.
Mannalát. Þann 8. þ. m. andaðist á
heilsuhælinu á Vífilsstöðum jóhann Oeorg
Kristjánsson, efnispiltur 19 ára, sonur
Kristjáns Kristjánssonar símamanns hér í
bæ. — Bráðkvaddur var síðastl. sunnu-
dagsnótt Sveinn Jóhannsson bóndi að Hól-
koti í Hörgárdal. — A laugardaginn var
andaðist hér í bænum ekkjan Björg Guð-
mundsdóttir, rúmlega níræð.
Misprentun- Gjöfin frá ungmennafje-
laginu »ArsóI« í heilsuhælissjóðinn var
168 kr., en ekki 68, eins og stóð í sið-
asta blaði.
Tennisfélagið heldur dansleik í Sam-
komuhúsinu annað kvöld. Menn vitji að-
göngumiða 1 verzl. »Oeysir« eða brauðbúð
A. Schiöth (innri).
Hornaflokkurinn „Hekla“
spilar úti á leikvelli barnaskólans
fyrsta' sumardag, þ. 19. þ. m., kl. 4
síðd., ef veður eða önnur forföll eigi
hindra.
P r o g r a m :
1. O. Lindbiad: Vorið er komið.
2. I. Pacius: ísland, ísland.óættailand.
3. H. P. Danks: Silver threads.
4. * * *; Blörneborgarnes Marsch.
5. A.v. Lvoff: RussiskNationalhynine.
6. O. Lindblad: Fósturjörðin.
7. C. lulius: Ella Steila (Valser-
potpourri).
8. * * *: Choral nr. 7.
9. E. C. 1. Wejso: Hvað er svo glatt.
10. Reissiger: Til íslands (Það laug-
ast svölum úthafsöldum).
11. Svb. Sveinbjörnsson: Ó, guð
vors lands.
12. C. Reinhardt; Steinmefz Marsch.
OO
Mótmæli enn.
Það lítur ekki út fyrir, að ritstjóri
Dags hafi kristnast mikið á sfðustu
flækingsför sinni til Reykjavíkur. í
síðasta blaði fer lionum eins og jóska
bóndanum, að hann neitar staðreynd-
um. Dómstnálabækur sýslunnar eru
vitni þess, að hann var dæmdur í sekt-
ir í tveimur inálum og orð hans dauð
og ómerk. Eg get vel skilið, að J. Þ.
sárni gapuxaskapuritm úr sjálfum sér og
vilji sem minst láta á hann minnast
því það er ekki beitih'nis til þess að
auka virðingu manna, að láta dæma
orð sín dauð og ómerk. En það upp-
sker hver eins og hann sáir.
J. Þ. hefir mjög fjölbreyltar gáfur.
Nú síðast er jiað fyndisgáfan, sem hann
slær itm sig með og verður síst sagt,
að tilraunin fari í handaskolum. Mað-
urinn er neyðarlega fyndinn!! Sjáið
andríkið og listinal! Það eitt spitlir
fyrir að innan um alt-aman er J. Þ.
óbeinlínis að lcvarta yfir því, að eg
skuli ekki hafa spiut liaun leyfis um
inngöngtt í fyrirtæki það, sem eg hefi
verið viðriðinti við. Svona er veröldin.
Eg vissi um gáfur J. í3. og góövilja,
en mér þótti ekki rélt að spyrja hann
ráða, að því cg hafði heyrt, að ýms
af hfandi fyrirtækjum þeitn, er hann
starfrækir sjálfur hér gengu á tréfptum.
J. Þ. fcr strákslegum orðum um
framkomu mína á þingmálafundiiium
síðasla. Eg veit ekki hvort þaö er af
ást ti! M. K. eða af sannleiksást að
J. Þ. leikur sér að því að stórýkja frá-
sögn sína um ummæli mín og cfni
þeirra, sem eg hefi skýrt frá í Islend-
ingi. Eg hefi ekki sagt annað um
framkomu og starfsemi alþingis en
það sem allir vita að er satt, semsé
það, að málunum er ráðið til lykta í
nefndum stundum utanþings en stund-
um innanþings. Það er einnig satt
samaher ummæli próf. Valtýrs Guð-
r undssonar í Eimreiðinni. að nærvera
þeirra, sem um styrk sækja eða koma
vilja sínu fram í þinginu, er mjög
mikilsverð í augum ósjálfstæðra þing-
manna. Þannig er inælt, að þegar
samvinnufélagslögin komu til atkvæða-
greiðslu og úrslita umræðu, hafi nú-
verandi alþingismaður Jónas Jónsson
frá Hriflu, faðir og aðalkvatamaður
þess afkvæmis staðið í dyrurn þing-
salsins og bent 4 alþingismönnum að
tala við sig eins og það væru ein-
hverjir sveinstaular eða viljalaus verk-
færi í hendi hans. »Ummæli Sigurðar
Þórðarson fyrritm sýslumanns, um tneð-
ferð og undirbúning laga um hæzta
rétt í þinginuj benda einnig í þá átt,
að það er satt seni eg sagði, að úrslit
málanna liggja ekki innanþings þótt
höfuðin séu víð, heldur hjá forkólfutn
pólitísku flokkanna utanþings og oft
innan veggja óviðkomandi manna.
En gat þess ennfremur, að til lítils
væri fyrir kjósendur Akureyrar að sam-
þykkja þingmálafundartillögur þareð
vitanlegt væri, að núverandi þingmað-
ur M. K. færi aðeins eftir því einu
sem hann persónulega vildi. Tvö ár í
röð hafa kjósendur Akureyrar sam-
þykt afnám Landsverziunar og einmitt
þessi tvö ár hefir M. K. komið því
fram rneð flokk sínutn, að komið var
á bæði steinolíueinkasölu og tóbaks-
einkasölu. Jafnframt gat M. K. þess í
ræðit sinni um Santvinnufélög að hann
væri lögunnm satuþykkur jafnvel
þólt hann vissi að kjósendur sínir væru
á móti þeim d: hagur kjöidæmisins
alment að áliti kjósenda biði tjón við
breytifiguna. Það væri annats fióðlegt
að vita hvort M. K. hugsaði sér að
bjóða sig fram hér tii þistgs þegar
kosið verður næst og fá þá ttákvæma
skýringu núvetandi þinginanns á or-
sökum og ástæðum fyrir því, að hann
liefir uudanfarið starfað móti vilja
kjóseuda sinna og hag bæjarins.
Kanske Dagur vilji svara.
J. Þ. telur það slettirekuskap minn
að eg skrifaði tim tilsletnisgrein hans
í Degi um fundinn Þetta eru ósannindi
því eg var annar aðili og hafði því
rétt til umræðu málsins. Hafi nokkur
gert sig sekan um slettirekuskap er það
etigin annar en J. Þ. J. J.
2—3 herbergi (
fyrir einhleypa til leigu frá 14. mat
n. k. Eigininngangur. R, v. á.
N ý k o m i ð :
Eimreiðin 1. og 2. hefti.
Séra Eitíktir Albertsson: Kirkjan og
skólarnir.
Ólafía Jóhannesdóttir: Aumastar allra.
Sumarkort. Fermingarkort.
í Bókaverzlun Kr, Guðmundssonar.
Innistúlka
óskast frá 14. n. k. á gott og fá-
ment hcimili hér í bænum.
Gott kaup. R. v. á.
Munið eftir
úlsölunni og fermingarfataefnnnum
handa strákum og stelpum hjá
Car/ F. Schiöth.
Munið eftir
beztu og bjölbreyttustu mat- og krydd-
vðruverzluti bæjarins, sem er
Schiöths- verzlun.
Hvar er bezt
að verzla?
Þar sem er bezt vara og sann-
gjarnast verð.
Reynslan er sannleikur, og því
ætti hygginn kaupandi að grensl-
ast eftir verði hjá mér. Eg hefi
aðeins nauðsynlega vöru
svo sem:
Semulumél,
Hrísmél,
Hálfbaunir,
Bankabygg,
Rúgmél,
Hveiti,
Hafragrjón
og flestar nýlenduvörur.
St. Ó. Sigurðsson.
Nýkomið:
Léreft hvít þvegin 7 teg.
do. hvít óþvegin 3 teg.
Léreft fiðurhelt á kr. 2,30
pr. meter.
Stúfasirz sérlega góð í
H A M B O R G .
Gljáfægilögur áhúsgögn,|
Jjólfáburður og
Gólffernis
ódýrast í
H A M B O R G .
Netalitur
(Kattegó)
á kr. 1,80 pr. kg. í
H A M B O R G .