Íslendingur - 08.06.1923, Side 2
2
ÍSLENDINGUR..
Væntanlegt með »Lagarfoss«:
Hveiti, 2 tegundir.
Appelsínur.
Purkaðir ávextir.
Gaddavír o. fl.
MriwaaMnHMMmmnw .... n»
landsmálasviflinu. Pessi skoðun veikt st
raunar taisverl, er blaðið frétti um
óeininguna, er ríkti inr.an flokksins um
núverandi ríkisstjórn, og við það að
lesa nýkomið Alþýðublað, gamlan og
dyggan samherja Tímans, sem lýsir á-
standinu innan flokksins þverðfugt við
það, sem vér álitum það vera, koll-
varpaðist þessi flokkseiningarskoðun
gersamlega.
Alþ.bl. segir, að Framsókn rflokkur-
inn sé sams.ettur af mörgum andstæð-
um, þó tvö öfl séu þar aðallega ráð-
andi og um Tímann segir það, að hann
sé sjálfum sér sundurþykkur og í hon-
um berjist tvær andstæður. »Annars
vegar fordómslaus og frjálslyndur hugs-
unarháttur hins andlega leiðtoga blaðs-
ins, Jónasar rkólastjóra Jónssonar,. ..
hinsvegar köld og eigingjörn pólitík
hrokafullra stórbænda«, og blaðið bæt-
ir við: »Pessi tvö öfl geta ekki sam-
rýmst.* — »Alþýðuflokkurinn« — segir
blaðið — »sé fús td þess að styrkja
hinn frjálslynda hluta flokksins, Jónas-
ar-brofið, en vílji ekki eiga neitt sam-
eiginlegl með stórbændakiíkunni*. Með
öðrum orðum: Sameignarmennirnir
telja Hriflumanninn sér svo uákominn
og þá, sem honum fylgja, að yfir þá
er lögð blessun flokksins, c-n við bænd-
urna, aðalkjarna Framsóknarflokksins,
vilja þeir, Sameignarmennimir, ekkert
hafa saman að sælda. Fn hvnð segja
nú bændurnir um lýsinguna á sér og
öll þessi boðorð.
Höfuðórar.
Kunningi vor, sem skrifar undir
nafninu »Verkamaður< í tvö síðustu tbl.
»Vm.« um síltarsðltunarkaupið, er sýni-
lega ekki heilbrigður. í fyrra skrifi
sínu hnjóðar hann í ísl. fyrir að hafa
flutt auglýsingu um kaupgjaldið, en
drepur ekki á það með eiriu orði, að
bæði »Dagur* og »Vm.« fluttu sams-
konar auglýsingar, og er honuin var
hógværlega bent á þetta, veður hann
uppi með skammir og skæting. Rifstj.
ísl. hefir ekki með einu orði látið álit
sitt í Ijósi hvoit honum fndist lækkun
kauptaxtans sanngjörn eða ekki, og
fyrir það eitt að flytja auglýsinguna á
hann sannarlega ekki frekar skammir
skilið en hinir ritstjórarnir. Kitstj. fsl.
ann síldarstúlkum og öðru verkafólki
eins mikils kaupgjalds og framleiðslan
sem unnið er að þolir, en með sí-
versnandi sölu á síldinni og öðrum
afurðum vorum, er óhugsanlegt, að
hið sama háa kaupgjald geti haldist
og meðan alt lék i Iyndi fyrir fram-
leiðendunum. Dýrtíðin fer og smátt
og smátt þverrandi og gerir fólki því
kleift að komast af með minna kaup-
gjald en áður var. Þetta ætti hver
meðalgreindur maður að geta skilið.
Pá gengur þessi nafnlausi verkamaður
furðu langt í ósvífninni, er hann segir
að síldarstúlkurnar og annað verka-
fólk vinni fyrir vinnuveitendunum.
Hingað til hefir það verið skoðað
ábyrgðarinesta hlutverkið að vera at-
vinnurekandi, áhyggjurnar, stríðið, um-
sjónin og framkvæmdirnar eru á hans
herðum, hann er höfuðið, ;em öllu
stjórnar og eins og máltækið segir
»dauður er höíuðlaus her«, eins liggur
hungurdauði eða hrtppuriun fyrir
verkaíó kinu, dragi atvinnurekandinn að
sér hetidina og neiti um vinnuna. Að
honum verði það bagalegt er til lengdar
lætur, er vafalítið og getur jafnvel riðið
honum að fullu, en hann gelur að
öllu jöfnu fleytt sjer m kið lengur en
vinnulausi verkamaðurinn. Svona svig-
urmæli sem þessa »verkamanns« ættu
ekki að eiga sér slað. Góð samvinna
milli vinnuveitanda og vinnuþiggjanda
er báðum fyrir bezlu, því hvorugur
getur án hins verið og það eru óheilla-
menn, sem blása þar að ófriðarkolum.
Kærleiksheimilið. (Aðs.n).
Fiamkvæmdaistj. Kaupíélags Verka-
manr.a, lierra Erlingur Friðjónsson,
hefir nýlega látið bæjarfógeta gefa út
inilli 20 og 30 stefnur á viðst'ftavini
Kaupfélagsins, flestar fyrir smáskuldir,
en þeir sem hafa orðið fyrir barðinu
á kaupfélagsstjóranum eru menr, scm
honum hafa verið andstæðir í Verka-
mannafélagi Akureyrar. Náðarsól hins
mikla manns nær ekki að skína á þá
rétttiúuðu, hinum skal kastað útí fiin
yztu myrkur. .Svona er bróðurástin á
þessu kærleiksheimilinu.
Meðl Kaupfél. Verkamanna.
cc
♦
Islandslýsing.
Nokkrir enskir kvikmyndaleikendur
dvö'du í Reykjavík í fyrra sumar. Áttu
þeir að leika og kvikmynda ýmsa þætti
úr skáldrögu Hal! Cains: »Týudi son-
urinn* er gerist hér á landi, bæði á
Pingvöllum og viðar.
Pegar þeir komu heim aftur til
Englands voru þeir eins og gengur
spurðir tíðinda af blaðamönnum.
Mr. Arthur Gook var svo vænn að
sýna tnjer úiklippur úr »Daily Express*,
þar sem þessir herrar leysa frá skjóð-
unni og segja fiá, hvernig þeim leizt
á land voit.
Pó frambiirður þeirra minni nokk-
uð á yfirlýsingar Hraínaflóka, eða Ketils
hængs og Karla þræls Ingólfs, en síð-
ur á loftungu Pórólfs smjörs — skal
eg leyfa mér að hafa orð þeirra eftir,
(þótt þau auðvitað séu alls ekki haf-
andi eftir).
Einn þeirra, Mr. Henry, segir:
»Vel! — ísland getur orðið nógu
gott land þegar fram líða stundir.
Hver veit? Pað er undir því komið,
að einhverjum mætti lánast að sam-
ræma eiginleika þess. Pað sem þó
mest af öllu ríður á, er að finna að-
ferð til að nota eldfjallahitann til þess
að bræða alla jöklana.
Að vísu væri þá eftir þrautin þyngri,
að leysa úr þeim vanda, hvað gera
skuli við öll hraunin.
Flvern skrambann á til bragðs að
tak við þessa hraunbreiðu, þar sem
ekki finst stingandi strá og ekkert get-
ur gróið?
Satt er það reyndar, að alveg trjá-
laust er landið ekki. Við töldum þó
nokkur t'é. Rað gerir maður að gamni
sínu þarna norður frá, Ef einhver ís-
lendingur er beðinn að sýna útlend-
ingi eitthvað séistaklega markvert, þá
sýnir hann honum tré.«
Annar kvikmyndaleikarinn (éða rétt-
ara kvikindið), Mr. Coleby, er þar
næT krufinn sagna.
»Vel!« — segir Mr. Coleby og er
þungbrýnn og seinmæltur, »!sland er
horngrýtið sjálft. — Eg tek svo Ijótt
orð í munn af því, að eg þykist hafa
fulla kirkjulega heimild til þess. I
Reykjavík kyntumst við af hendingu
biskupi nokkrum, sern mælti á enska
tungu, og héldum við fyrst að hann
væri búsettur í landinu og dáðumst
að þreki hans og dugnaði. Hann
bandaði frá sér með hendinni og eg
spurði hann þá:
»Eigið þér ekki heima á íslandi?*
Biskupinn staldraði við, hugsaði sig
um og sagði síðan: »Ef mér væri
sagt, að eg ætli æfilangt að búa á ís-
landi, þá mundi eg óðara fara fram í
fordyii, taka byssuna mína ofan af
snaga og skjóta mig rakleitt gegn iim
höfuðið.*
Mr. Coleby bætti síðan við fiá eig-
in brjósti:
Jule Verne lét eina af söguhetjum
sínum leita sér lífsþæginda á Islandi
með því að fara ofan í eldgíg. Hvað
sjálfan mig snertir, þá reyndi eg að
klæða mig þannig, að inst var eg í
tvennum nærfatnaði, þar næst ullar-
peysu, síðan vesti, þar utan yfir tví-
hnept. in vaðmálsjakka og yzt þykkum
loðfeldi. Allur þessi klæðnaður gat
þó ekki varið mig innkulsi og ofkæl-
ingu.
Sannast að segja finst mér ísland
vanta nokkur skilyrði til að geta dreg-
ið að sér ferðamenn með álíka miklu
aðdráttarafli og strai.d'engjan við Nissa
og Genúa.»
Sígr. M. þýddi.
GO
Úr heimahögum.
Gagnfrœðaskólinn. Skólanum var sagt
upp 30. f. m. 133 nemendur gengu undir
próf að þessu sinni, þat af 17 undir inn-
tökupróf og stóðust 14 prófið. 42 nemend-
ur gengu undir gagnfræðapróf og stóðust
það allir. Þeir sem útskrifuðust voru:
Stig.
Aðalsteinn Jónsson S. Þ. 78’Zo
Arnþór Jensen S. M. 62—
Ásgeir Guðjohnsen S. Þ. 76'/s
Ásgeir Jónsson Ak. 62
Bárður ísleifsson Ak. 80
Bergur Björnsson Sk. 75
Bjarni Pálsson E. 67a/s
Björn Bjarnason Hv. 77
Einar Gultormsson M. 75
Erlendur Blandon Hv. 69-
Fanney Jónsdóttir Rv. 58 -
Finnbogi Jónsson Hv. 83
Finnbogi R. Valdemarsson ísaf. 79
Gísli Ásmundsson S. Þ. 74'/»
Gunnar Kaaber Rv. 65’/»
Halldór Olafsson Str. 58—
Hannes Þórðarson S. M. 59—
Ingólfur Árnason ísaf. 71 '/8
Ingólfur Gíslason S. M. 71—
Jóhann Fr. Frímannsson Hv. 68—
Jóhann Ó. Haraldsson E. 81 —
Jóhann Sigvaldason Ak. 50
Jóhann Þorkelsson Sgf. 7i_
Jón Jónsson E. 78>
Jón Stefánsson Ak. 75_
Jósef Einarsson D. g2—
Júlíus Sigurjónsson E. 82
Kristinn Stefánsson S. M 531/,,
Leo Maronsson Ak. 73
Marianna Baldvinsdóttir Ak. 71'/»
Ólafur Halldórsson V. 70
Sigurmon Hartmannsson Sk. 51 —
Stefán Björnsson S. Þ. 50
Stefán Thorarensen E. 86a/»
Steingrímur Sigurðsson Sk. 69—
Teodór Mathiasen Hf. 48—
Stig.
’Viggó Ólafsson E. 68-
Þorsteinn Símonarson Sk. 74-
Utanskóla.
Einar Sturlungsson Str. 73
Ingólfur Guðmundsson Rv. 73—
Ólafur Halldórsson Hf. 55'/s
Pétur Valtýsson Rv. 64
Til þess að ná 1. einkun þarf 82 stig,
annari einkun 54 stig og til að standast
próf þarf 45 stig. Til þess að komast í
lærdómsdeild mentaskólans þatf 68 stig.
Hæstu einkunn að þessu sinni hlaut Stefán
Thorarensen frá Lönguhlíð í Hörgárdal
86a/» stig.
Heimavistargjaldið fyrir skólaveruna nam
kr. 558,43 á neinanda eða kr. 2,39 á dag,
þar í falið fæði, húsnæöi, hiti, Ijós og
þjónusta. Er þetta mjög ódýrt og stórum
mun lægra en verið hefir hin síðari árin
og er hin góða útkoma þökkuð sérstak-
lega duglegri og ráðdeildarsamri stjóin
forstöðukonunnar, frú Júliönu Björnsson.
„Akureyrar Bíó". Hið nýja kvikmynda-
hús Hallgr. Kristjánssonar, Ragnars Ólafs-
sonar 8t Co. er nú fullgert. Vigslusýning
fór fram á þriðjudagskvöldið og höfðu
eigendur boðið fjölda fólks. Bauð Ragn-
ar gestina velkomna með nokkrum vel
völdum orðum og Valdemar Steffensen
læknir flutti erindi uin kvikmyndir. Næst
var sýnd mjög hrífandi og falleg mynd,
• Litla stúlkan hans«, leikin af nafnkpnnum
amerískum leikendum. Pá söng »Geysir«
nokkur lög, og sýndi það sig strax, að
húsið er sérlega vel fallið til söngs og
konserta. Húsið er hið veglegasta, rúm-
gott og með nýtízku sniði. Rafmagns-
loftræsting er í húsinu, sem stöðugt end-
urnýjar loftið. Er húsið í heild sinni
bæði eigendunum og bænum til sóma.
Augnlœknirinn, Helgi Skúlason, dvelur
hér í bænum dagana frá 8,- 23. ágúst.
Skipakomur. »Annaho« er nýlega kom-
in með kol til Ásgeirs Péturssonar. Enn-
frenrur »Svalen«, þrímöstruð skonnorta,
með trjávið til Kaupfél. Eyf. Þá kom skip
til »Ægis« í Krossanesi með kolafarm frá
Spitzbergen. Munu það fyrstu kolin, sem
þaðan hafa komið hingað til lands.
Konsert Kurt Haesers á sunnudagskvöld-
ið var vel SÓtlur og höfðu áheyrendurnir
hina mestu unun að hinum frábæra piano-
leik þessa listamanns.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Alfa Pétursdóttir, héðan
af Akureyri, og Eiríkur Einarsson banka-
stjóri og alþingismaður frá Hæli.
Fiskafli er orðinn góður úli fyrir. Hafa
mótorbátar af Siglufirði aflað frá 5000—
7000 pd. af málsfiski á dag.
Mannalát. Nýlega er látinn í Reykja-
vík Einar Viðar kaupmaður, sonur Indriða
Einarssonar leikritaskálds. Hann var kvænt-
ur Katrínu dóttur Jóns sál. Norðmanns. —
Látinn er á Húsavík úr taugaveiki Aðal-
steinn Jónsson, sonur Jóns ísfjörðs skó-
smiðs hér í bæ. Maður á bezta aldri.
Rússneskur kvenmaður, Ljuba Friedland
að nafni, kemur hingað um rniðjau mán-
uðinn. Ætlar hún að flytja hér fyrirlestra
um ástandið í Rússlandi og verður Stgr.
læknir Matthíasson túlkur hennar. Einnig
mun hún flytja erindi í Músíkfélaginu um
rússneska sönglist. Hún talar á dönsku.
77. júni. Eins og að undanförnu ætlar
U. M. F. A. að gangast fyrir því, að fæð-
ingardagur Jóns Sigurðssonar verði hald-
inn hátíðlegur hér í bænum með skrúð-
göngu, ræðuhöldum, hornablæstri, söng og
íþróttasýningum. Seldar verða veitingar
og hátíðamerki til ágóða fyrir Heilsuhælis-
sjóð Norðurlands. Er vonandi, að bæjar-
búar sýni áhuga sinn fyrir þessu þarfa
heilsuhælismáli með því að styðja féiagið
til fjársöfnunar þennan dag og með því
að kaupa merki, sem seld verða.
* Há fyrsta einkunn. Vantar einkunnir
fyrir 2 námsgreinar, ritleikni og teiknun,
sem nemandinn gat ekki tekið þátt í vegna
þess, að hann er fatlaður á höndum.
Þjóðvinafélagsbækurnar 1924
komnar í bókaverzlun
Porst. M. Jónssonar.
Mjólk
fæst daglega og alt árið ef óskað er hjá
Jóni Helgasyni Eyrarlandi.