Íslendingur


Íslendingur - 03.08.1923, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.08.1923, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR. HÉR MEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að kaupm. Eggert Laxdal andaðist að heimili sínu aðfaranótt þ. 1. þ. m. Jarðarförin fer fram, að forfallalausu, þriðjudaginn 7. þ. m. kl. 3. e. h. frá kirkjunni. Eggert M. Laxdal. fón Laxdal. Fjárhagurinn. Ríkisskuldir íslands eru um I6V2 milj. krónur. í eignum, sem hugsan- legt er og forsvaranlegt að telja upp í greiðslu á skuldunum, eigum við í hæsta lagi 6 miljónir og eru þá eftir IOV2 milj. kr. af skuldunum, sem við eigum eignir fyrir að vísu, en sem ekki eru arðberandi, svo að þær geti afborgað skuldirnar. F*ess- ar IOV2 milj. verður því að borga af tekjum komandi ára. Fjárhagur ríhisins er því að eins í réttuhorfi, að tekjur og gjöld standist á, þótt þessar afborganir séu taldar með gjöldunum. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1924, eins og stjórnin lagði það fyrir þingið, var í réttu horfi. Rar var meira að segja gert ráð fyrir dálitlum tekju- afgangi eftir að áætlað hafði verið fyrir öllum afborgunum af lánum. En þingið skyldi þannig við frum- varpið, að það var afgreitt sem lög með nærfelt 200 þús. kr. tekjuhalla. F»ar var aftur stefnt úr réttu horfi. Stjórnin gerði í upphafi ráð fyrir, að leggja ekki fyrir þingið frumv. til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Kvað þess ekki þörf, fjárlögin nægðu til nauðsynlegra framkvæmda á árinu. En ýmsir þingmenn, einkum stuðningsmenn stjórnarinnar, voru annarar skoðun- ar. Kváðu fjárlögin 1923 mjög skor- in við nögl og nauðsyn að heimila dálitla viðbót við gjöldin, sem þar voru áætluð. Stjórnin varð svo við tilmælum þessara þingmanna og lagði fjáraukafrumv. fyrir þingið, þar serh gert var ráð fyrir aukafjárveit- ingum, er námu kr. 52.000,00. Var þar fremur hóflega farið, en þegar þingið svo afgreiddi frumvarp þetta sem lög, voru fjárveitingarnar orðn- ar nærfelt 380.000 kr. og mikið af því styrkveitingar til einstakra manna og fjöldamargar aðrar fjárveitingar, sem vel gátu beðið betri tíma. Nú er það vitanlegt, að stjórnin verð- ur að inna af hendi alla nafnbundna styrki, og afleiðing fjáraukalaganna verður sú, að ríkissjóður verður að greiða óþörfu gjöldin, en þörfu gjöld- in, sem fjárlagaheimildirnar voru fyrir, verða að sitja á hakanum. F’etta er nú þegar komið á dag- inn. Stjórnin hefir þegar gefið skip- anir um, að hætta vegagerðum og ýmsum nauðsynlegum framkvæmd- um, vegna þess að peningar væru ekki lengur til í ríkissjóði, og ein- stökurn fyrirtækjum, er ekki gátu þolað bið, hvað vera haldið áfram með nýjum lánum. Svo altaf miðar lengra og lengra úr réttu horfi. Síð- asta þing hefir fært fjárhaginn um 600 þús. kr. lengra út af réttri Ieið en hann áður var. Sýnist það í meira lagi gálauslega að verið á þessum alvörutímum. Stjórnin á hér talsverða sök að máli. F*ótt hún í þingbyrjun sýndi ótvíræðilega hina einu réttu leið, sem fara bæri, vék hún sjálf út frá henni síðar á þinginu og margar aukafjárveitingarnar eru beinlínis frá henni runnar. En langsamlega flest- ar aukafjárveitingarnar eru komnar í gegnum þingið fyrir tilstyrk Fram- sóknarflokksins og tveggja eða þriggja Sjálfstæðismanna. Atkvæða- greiðslurnar, þar sem nafnakall hefir verið viðhaft, sýna. þetta berlega, og þar sem nafnakail hefir ekki farið fram, má ráða af því, hverjir voru flutningsmenn að fjárveitingartillög- unum um aðstöðu þingmannanna. Eins bera þingtíðindin þess óhrekj- andi vitni, að það er Framsóknar- flokkurinn og nokkir hluti Sjálfstæð- ismanna, sem mesta hlutdeild eiga í tekjuhallanum í fjárlögunum fyrir næstkomandi ár. Ef haldið verður mikið lengra út í þessar fjárhagsógöngur er gjald- þrot fyrirsjáanlegt. Að bæta tekju- halla ofan á tekjuhalla getur ekki haft nema þann eina endir. Hér verður því að grípa í taumana áð- ur en það er um seinan. F*að kem- ur nú til þjóðarinnar kasta að taka til sinna ráða. Kosningar eru fyrir dyrum! Ot) Innflutnings- höft. Ríkisstjórnin tilkynnir: »Með því að reglugerð 31. marz 1921 um bann gegn innflutningi óþörfum varningi er enn í gildi, auglýsist hérmeð, að ráðuneytið samþykkir eigi framvegis innflutn- ing á varningi þeim, sem ræðir um í reglugerðinni, eftir á, held- ur verða menn að beiðast inn- flutningsleyfis áður en þeir panta vörurnar frá útlöndum.« f*essi tilkynning stjórnarinnar mun koma mörgum all-einkennilega fyrir sjónir. Sé það ætlun stjórn- arinnar að banna með öllu innflutn- ing á óþarfa varningi, því segir hún það þá ekki ótvírætt, með því gerði hún hreint fyrir sínum dyrum og sparaði mönnum með því óþarfa fyrirhöfn að sækja um leyfin. Sé á hinn bóginn aðeins ætlað að tak- marka innflutninginn, verður þetta aðeins fálm-ráðstöfun, sem að engu haldi kemur, en leiðir aðeins til þess, að vekja óánægju, því að ekki mun stjórnin verða svo sanngjörn í leyf- isveitingum sínura, að öllum finnist sér gert jafnt undir höfði. F’að munu flestir játa, að eina leiðin til þess að hækka gengi ísl. krónunnar sé með því að flytja meira át af vörum að verðmagrw til en inn í landið. Með algerðu banni á einstökum vörutegundum, er menn geta helzt án verið, hefði gengið kanske lagast að nokkru, en mála- mynda innflutningshöft bæta ekkert úr skák. Óþarfinn nær inn í Iand- íð engu að síður, og eftirspurnin eftir erlendum gjaldeyri minkar ekki að heldur. En það sem kæmi að mestu haldi væri, að þjóðin af sjálfs- dáðum og þvingunarlaust reyndi að spara við sig seni mest af út- lendum varningi og notaði innlend- an, þar sem því yrði við komið, og neitaði sér sem rnest um óþarfa og munað. Fyndi þjóðin köllun hjá sér til að haga ráði sínu þannig, mundi ffjótlega rakna fram úr vand- ræðunum. Fús og frjáls sparnaðar- viðleitni vinnur margfalt á við bann og hömlur. cc Uppog niður. Franiboð. Hér í sýslunni bjóða götnlu þing- mennirnir báðir sig fram aflur. En nú er fullyrt, að miðstjóm Framsókn- arflokksins ætli sér að spaika Steíáui í Fagraskógi, þykir hann ekki nógu auðsveipur og hlýðinn flokksmaður. Hefir heyrst, að Bernharð bóndi Stef- ánsson á F'verá í Öxnadal muni eiga að verða meðkandidat Einars á Eyr- arlandi. Einnig hefir heyrst, að Klem- ens Jónsson ráðherra eigi að verða fyrir náðinni, og er sagt, að nieiii- hluti miðstjórnar flokksins sé honum hlyntur, en i henni eiga sæti Jónas frá Hriflu, Magnús J. Kristjánsson og Tryggvi ritstjóri Þórhallsson, tengda- sonur Klemensar, og kváðu það vera hinir tveir síðartöldu, er honum fylgi að málum. Klemens mun þó ennþá ekki heyra Framsókmuflokknum til. Óaf- ráðið er ennþá um frambjóðendur af hálfu stjóinarandstæðinga. Hér á Akur- eyri eru allar líkur til að verði í kjöri Magnús J. Krisfjánsson og Björn Lín- dal lögmaður. Á Seyðisfiiði býður Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti sig fram að nýju og á móti honum er sagt að verði Vilmundur Jónsson læknir á Ísafírði; er hann jafnaðarmaður. Á ísafirði hafa Framsókuarflokkurinn og jafnaðarmenn sameinsst um Harald Guðmundsson bankagjaldkera sem frambjóðanda, hantr er jafnaðarmaður, og í Vestur-ísafjarðarsýslu gerir sama bandalagið Kristinn Guðlaugsson á Núpi út af örkinni. U111 mótkandídata hefir ekki frézt í þessum kjördæmum. í Skagafjarðarsýslu bjóða báðir gömlu þingmennirnir sig fram aftur, þeir Magnús Guðmundsson og Jón á Reyni- ,stað, en frambjóðeudur á móti þeim hefir Framsóknarflokknum ekki tekist að fá ennþá. »Brjóstheilindi«. Ritstj. »Vm.« segir, að ritstj. ísl. sé brjóstheill maður með afbrigðum, og vitnar í því sambandi til frásagnar ísl. af kaupdeilunum síðustu. í þeirri frásögn er satt og rétt skýrt frá, en iil þess þarf brjóstheilindi að dómi ritstj. »V/w.«. Hann er því ekki vanur maðurinn! Hrossakaup. »Stefnan« segist hafa frétt, að eftir- fylgjandi »hrossakaup« eigi að gerast á næsta þingi: »Norðlendingar fá menlaskóla með tilstyrk Suunlendinga, en Sunnlending- ar fá járnbraut með hjálp Norðlend- inga.« Andbanninga sigur, í fylkinu Maniloba í Cauada hefir algert víubann veiið í giidi uokkur ár, en gefist illa svo sem viðast vill verða, og fór óánægja með það dag- vaxandi. Komu víðtækar raddir fram Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við and- Iát og jarðarför móður og tengda- móður okkar, Sigurbjargar Krist- jánsdóttur. Akureyri. 2. ágúst 1923. Kristjana Hallgrímsdóttir. Rorvaldur Helgason. um það, að breyta bannlögunum þann- ig, að leyfa mætti sölu vína og öl- fanga og að vínsölustöðum yrði kom- ið á fót. Lét stjómin tilleiðast samkv. ósk þingsins að bera þetta undir at- kvæði fylkisbúa og fór sú atkvæða- greiðsla fram seint í juníniánuði, og urðu úrslitin þau, að sainþykt var þessi týmkun á bannlögunutn með 40 þús. atkv, meirihluta. Fjórum árum áður bafði álíka inikill meirihluti krafist al- gers vínbanns. Reynsfan hefir kent mönnum að skiíta um skoðun — og liúri er ólýgnust! »Ónafngreindar konur*. »Dagur« segir, að 6 inenn hafi sótt vísnakvöld Jótis S. Bergmnnns — þrír karlmenn, sem blaðið nafngreinir — þó ranglega eitm þeirra, og þrjár ö- nafngreindar konur. í kvetmahópnum hefir þá Böðvar J. Bjarkan lögmaður verið, því að hann var einn þeirra, sem komu til að hlusta á skáldið. OO Símfréttir frá útlöndum. Rvlk i gœr. Járnbrautarslys vildi nýlega til ná- lœgt Klausenburg i Rúmeniu, biðu 65 manns þar bana og margir meiddust. Annað járnbrautarslys vildi til skamt frá Kassel á Pýzkalandi, fórust þar 29 manns og tim 50 slösuðust. Jardskjálftar miklir hafa orðið á Spáni ■ kringum Saragossa. Mikið landflœmi breyttist i siöðuvatn og mörg hús hrundu til grunna i ýmsum bæj- um. Danir og Norðmenn kornnir i hár saman út af Grœnlandi. Einnig eru Fœreyjar orðnar þrœtuefni þeirra t millum. Hefir Joannes Paturson, leið- togi fœreyska Sjálfstœðisflokksinsgef- ið tilefnið með skrifum i norsk blöð, með því að segja það ekki fjarri huga Fœreyinga að sameinast Noregi, fengju þeir við það sjálfstceði. Dönsk blöð kalla hann föðurlandssvikara. Harding forseti Bandaríkjanna er hœttulega veikur. Var nýkominn úr kynnisferð frá Alaska. Frakkar farnir að vœgja til fyrir Pjöðverjum i Ruhr. Samgöngubann- inu á herteknu svœðunum létt af, og Pjóðverjar aftur fengið yfirráðin yfir borginni Essen. Ástandlð i Pýzka- landi mjög alvarlegt. Hungursneyð viða. Blöðin i Berlin heirnta að mat- vœlaskömtun verði aflur upptekin. Stjórninni hallmœlt fyrir afskifta- og aðgerðaleysi. Vilja að einhverjum eiriitm manni verði fengið alrœðisvald. Markið fer stöðugt lœkkandi. Dollar er nú 1 100,000 mörk, sœnsk króna 176,000 mörk og sterlingspund 5 miljönir marka virði. Tilraunir Rlkis- bankans að jafna muninn á gengi marksins utan latids og innan hafa orðið árangurslausar. Rikisþingið kallað saman í nœstu viku. Stjórnar- skiftum spáð. Friður er kominn á milli Tyrkja

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.