Íslendingur - 18.01.1924, Blaðsíða 1
giT-r— ——-4 —l-1- ■ ? ■' ^ -- —
X. árgangur. Akureyri, 18. janúar 1924. 3. tölub).
Steinolíu-
einkasalan.
Pann 11. nóv. s.l. ritaði eg grein,
sem birtist í 49. tbl. íslendings f.
ár, með sömu yfirskrift og nú. Þar
gerði eg samanburð á innkaups-
verði galisiskrar gasolíu og útsölu-
verði á gasolíu Landsverzlunar, sem
raunar hafði áður verið birt hér, í
fregnmiða, en misskilið, svo eg áleit
þörf á, að birta þetta í opinberu
blaði.
Nú hefi eg séð afrit af steinolíu-
samningnum, sem Landsverzlun
gerði við British Petroleum Co.,
fremur einkennilegur verzlunarsamn-
ingur þessarar aldar. Hann er gerð-
ur 10. ágúst 1922 og gekk í gildi
6 mán. ?einna, eða 5 dögum áður
en Alþing átti að koma saman.
Hver skyldi vera orsök þess, að
þessi þýðingarmikla ákvörðun þoldi
ekki bið þangað til Alþing kom
saman?
Einkasölu- eða einokunarstarf-
semin var búin að Iifa of lengi hér
á landi til þess, að farið væri að
endurnýja hana, eftir að lojóðin hefir
fengið fullveldi sitt og verzlunin að
mestu orðin innlend.
Af því eg hefi ekki séð frumrit
nefnds samnings, vil eg ekki að svo
stöddu bera ábyrgð á því, er eg
birti hér, en vona það verði til þess,
að þjóðin fái að sjá samning
þennan, sem ekki hefir fengist hing-
að til.
Eg gat þess í fyrri grein minni, að
B. P. oil Co. væri söludeild frá Anglo
Persian oil Co., sem jeg síðan hefi
séð staðfest af Héðni Valdimarssyni
í oSíupésa hans, bls. 24. Selji bæði
þessi félög olíu í Engiandi, þá hljóta
þau að liafa sama verðlag, þar sem
þau hafa líka aðstöðu. Pað er eins
og tíðkast alment, að útbú viðskifta-
félaga, sem hafa líka aðstöðu, selja
altaf með sama verðlagi.
Lv. hefir samið þannig, að greiða
fyrir olíuna jafnaðarlegt fob-verð
olíunnar í »tank«-skip á flóahöfn í
Bandaríkjunum, að viðbættum flutn-
ings og öðrum kostnaði til London,
ásamt aukakostnaði við að láta olí-
una í tunnur kaupanda á stöð fé-
Iagsins í London og keyra þeim
þaðan fram að skipshlið.
Olía sú, sem Lv. kaupir af félag-
inu, þarf ekki að vera frá Ameríku,
þótt verðið sé miðað* við hið amer-
íska verð, þó líklegt sé, að Anglo
Persian eigi þar olíulindir, eins og
svo víða annarstaðar. Anglo Persian
er því eiginlega rétti seljandi olí-
unnar til Landsverzlunarinnar. Pað
er framleiðslufyrirtæki, er selur eða
lætur selja þessa frainleiðslu sína á
opnum markaði. Einnig má geta
þess, að upplýst er, að Anglo Persi-
an, Standard oil og SÍiell oil höfðu
sölusamband sín á milli undanfarið
til að haida uppi olíuverðinu.
Eg hefi enggi skýrslu um mark-
aðsverð olíunnar fob Bandaríkin
um það bil, er olíusamningurinn
var gerður. En eg spurði í fyrri
grein minni, hver væri til að »kon-
trollera« kostnaðinn á olíunni frá
U. S. A. til Bretlands. 7. grein olíu-
samningsins heimilar Lv. að útnefna
óháðan fulltrúa í London til þess,
en hann skuli ekki vera viðriðinn
neitt annað firma eða firmu, sem
verzla með svipaðar vörur á Bret-
lancLi. Enda er tæplega hægt að
trúa því, að Lv. hafi haft fagmann
til að rannsaka slíka kostnaðarliði,
þegar sanlningurinn var gerður, sem
eg vil leyfa rnjer að benda á síðar
í grein þessari.
Nú athugum við fyrst Mjölnir-
olíuna (Standard white), miðað við
verð pr. penny, pr. imperial gallon.
Innkaupið fob U. S. A., að viðbættri
sjóvátryggingu og lekatjóni á sjó til
Bretiands, var samkv. samningnum
10/s 1922, 31U d. gallonið, eða ísl.
kr. 13,38 (gengið þá, 10ls ’22, ísl.
kr. 25,80 pr. sterlingspund) inni-
hald hvers fats (40 gallon). Fragt-
in fyrir gallonið er ákveðin 1,100
d. eða kr. 4,73 pr. fat. Sanikvæmt
»L’ Exportateur francaise« var fragtin
pr. tonn á steinolíu skráð á 17
shillings pr. tonn (1016 kíló) frá U.
S. A. til Bretlands, er gerir kr. 3,23
pr. fat. Parna virðist manni koma
*nærri 50°/o álagning hjá olíufélag-
inu á sjálfa fragtina. Svo þarf Lv.
að greiða '/a d. pr. gallon = 20 d.
pr. fat fyrir að láta olíuna í hvert
fat kaupanda og 'A d. pr. gallon =
10 d. pr. fat fyrir keyrslu á því, frá
stöð félagsins að skipshlið. Hefir
þá Lv. greitt félaginu kr. 1,50 of
mikið í fragt og kr. 3,23 fyrir ílátn-
ingu og keyrslu, samtals kr. 4,73
pr. fat.
Nú skal lesandinn reikna út, hve
mörgum °/o (prócentum) þetta nem-
ur, sem félagið tekur = kr. 4,73 á
móti innkaupsverðinu, kr. 16,61.
Enn eru ekkikomin öll kurl til graf-
ar; eftir er einn kostnaðarliðurinn, e-
liður, sem heitir: »Álagning seljanda
Vh d. (hálft annað penny) pr.
gallon«. Gat nú nokkrum komið
þetta til hugar? Hann var kr. 6,45'
pr: fat, eftir þáverandi gengi. Pá
var kostnaðurinn orðinn kr. 11,18
af fob-verðinu, kr. 27,79 pr. innihald
(c. 40 gallon) fats kaupandans. Hér
á eg bágt með að trúa mínum eig-
in augum: Að olíufélagið lætur
Islendinga greiða sér slíka álagn-
ingu á sína eigin framleiðslu og
verzlunarvöru fram yfir fylsta
markaðsverð olíunnar, að viðbætt-
um ríflega* reiknuðum flutnings
og öðrum kostnaði við að koma
olíunni í okkar eigin olíuföt, að
skipshlið í London. Eg hefði vel
getað áttað mig á þessum lið, en
þó tæplega eins háum, — þegar
um jafn trygg og langvarandi við-
skifti væri að ræða — ef samið
hefði verið við eitthvert enskt um-
boðssölufirma, sem litfði þurft að
kaupa olíuna af olíufélagi. Vafa-
laust hefði slíkt firina getað fengið
svona samninga án hinnar tilteknu
álagningar olíufélagsins, og þótst
vel sæmt af þeini viðskiftum fyrir
Landsverzlunarinnar hönd með því
að fá l°/o (eitt prócent) í umboðs-
laun hjá Lv.
Nú vil eg gera samanburð á þessu
og dæmi hér heima. Hugsum okk-
ur t. d., að landsstjórinn í Grímsey
gæfij eða seldi Akureyrarútbúi Mjólk-
urframleiðendafélags Eyfirðinga, leyfi
til einkasölu á allri mjólk, er Gríms-
eyingar þarfnast í þrjú ár. Verð
það, er kaupandi greiðir seljanda
fyrir mjólkina, sé tíðkanlegt útsölu-
verð hennar fram í Saurbæjarþorpi.
Kaupandi greiði seljanda auk þess:
1) ríflega reiknað flutningsgjald etc.
á mjólkinni, miðað frá Saurbæ (þó
ef til vill minst af mjólkinni væri
tekið svo framarlega, eins og mað-
ur getur frekar hugsað sér, að Anglo
Persian selji okkur olíu úr olíulind-
um sínum í Evrópu) til Akureyrar-
útbúsins, sem einnig afhendir alla
mjólk, er félagið selur hér og í ná-
grenninu. 2) ennfremur vel í lagt
gjald fyrir að fylla ílát Grímseying-
anna með mjólk og keyra þáu fram?
á bryggju. Maður hugsar sér, að
mjólkurfélagið þættist hafa orðið
fyrir miklu happi með slíkum samn-
ing. Og margur bóndinn, sem sjálf-
ur annast sölu á mjólk sinni, mundi
hreykinn af líkum samningi og trygt
þessa framleiðslu sína afbragðsvel
með því að selja [aannig alla mjólk
sína í þrjú ár, án nokkurrar »extra«
álagningar.
Hefði nú einhver forsfjórinn verið
landsstjóri í Grímsey, þá getur mað-
ur hugsað sér, að hann kendi sárt
í brjósti um mjólkurframleiðendurna,
ef það væru t. d. gamlir sveitungar
hans, fyrirað selja Grímseyingum alla
mjólk, er þeir þarfnist í þrjú ár,
fyrir sama verð eða líklega heldur
hærra — í samanburði við olíu-
kostnaðinn — en aðrir mjólkurfram-
leiðendur fá fyrir jafngóða vöru hér
á Akureyri, svo hann miskunni sig
yfir þá með því að bæta þeim upp
liðlega 25°/o (tuttugu og fimm pró-
cent) sem álagningu á mjólkurverð-
ið fram yfir tíðkanlegt útsöluverð.
Maður gæti hugsað sér, að mjólk-
urframleiðendafélagið mundi — ef
það hefði ráð á — krossa hann ær-
lega, þennan landsstjóra Grímsey-
inganna, en tæplega að hann yrði
fyrir slíkri virðingu af þegnum sín-
um (Grímseyingunum).
Ennfremur mætti minna á, að gas-
olía Lv. kostaði, þegar samningur-
inn var gerður 1922, 5,405 d. pr.
gallon (þar inn í falin álagning selj-
anda, sem er ekki nema 1 d. pr.
gallon af þeirri olíutegund), eða hver
40 gallon kr. 23,24. Dragi maður
frá þessu álagningu seljandans á
hverju fati hráolíunnar, kr. 4,30, þá
kostar innihaldið kr. 18,94, eða hvert
kíló 11,8 aura f. a. s. London í
tunnum kaupanda. Til samanburð-
ar má geta þess, að galisisk gasolía
var seld í smá-»partium« í Kaup-
mannahöfn í jan. 1923 fr. 10 d,
Alúðar þakkir fyrlr sýnda sam-
úð vlð andlát og jarðarför Bald-
vins Gunnarssonar í Höfða.
Höfða 13. janúar 1924.
Fjölskyldan.
aura kílóið fob Kbhn í tunnum
kaupanda. Hver og einn getur feng-
ið upplýsingar um þetta hjáGlahn-
sons Efterfölger í Kbhn. Olíu þessa
hefði eflaust mátt fá ódýrari, ef um
stærri kaup — heila farma — hefði
verið að ræða. Þó er hún (olían)
með hér tilfærðu verði heldur ó-
dýrari en hráolía Lv. var í London,
áður en verð hennar er smurt með
hinni margumgetnu álagningu stein-
olíufélagsiúis. Hér er líklega bezta
sönnun þess, hve óþarfur skattur
hefir verið lagður á þjóðina með
þessum (e)-lið einokunarsamnings-
ins.
Ef til íslands.eru fluttt árlega frá
35—40 þús. föt af olíu, þar af c.
5000 föt af hráolíu, þá nemur sá
skattur (eftir núverandi gengi, kr.
30,00 pr. sterlingspund) kr. 7,50
pr. fat af »water white« og »Stand-
ard white« olíutegundunum, en kr.
5,00 pr. fat af gasolíunni, árlega
frá 250—289 þús. krónum, eða 750
til 868 þúsund krónum í þau þrjú
ár, ^em samningurinn á að gilda.
En Landsverzlunin má ekki leggja
nema 4 kr. pr. fat. Nú getur hver
dæmt fyrir sig: Hvort steinolíu-
einkasalan með núverapdi fyrirkomu-
lagi er frekar til hagsmuna fyrir ís-
lendinga eða British Petroleum
Company.
8. gr. samningsins tiltekur, að selj-
endur skuli leggja fyrir sinn reikn-
ing inn í Landsbanka íslands Rvík
£ 5000 (fimm þúsund), og skal féð
vera því til tryggingar, að þeir upp-
fylli sem vera ber skuldbindingar
sínar og skyldur samkvæmt þess-
um samningi. Pað er sennilegt, að
Landsv.forstjóranum hafi dottið í
hug einhver Iéleg braskarasál, þegar
hann lýsti því yfir hér á þingmála-
fundi, að þessi upphæð væri fjór-
um sinnum hærri, n.l. 20 þúsund.
Akureyri 15. janúar 1924.
Axel Kristjánsson.
QO
Bæjarstjórnarkosningar
eru nýlega um garð gengnar á ísa-
firði og Seyðisfirði, á þrem fulltrúum
á hvorum stað. — Á ísafirði voru
kosnir: Magnús Ólafsson og Jón H.
Sigmundsson af verkamannalistanum,
°g Sig Kristjánsson ritstj. af borgara-
listanum.
Á Seyðisfirði: Sig. Baldvinsson póst-
meistari og Gunnlaugur Jónsson af
bandalagi samvinnu- og verkamanna,
og Sig. Arngrímsson ritstj. af borgara-
listanum.
OO
\