Íslendingur


Íslendingur - 29.02.1924, Síða 2

Íslendingur - 29.02.1924, Síða 2
2 ÍSLENDINOUR útvega hinar viðurkendu Cylinder og Lagerolíur frá L. C. Glad & Co. Kaupmannahöfn. Viðskiftamát. Þingmenn Framsóknsrflokks'ns í báðum deildum báru fram tillðgu um skipun viðskiftamálanefndar, er athuga skyldi viðskiftamál landsins. Tillagan var feld og ákveðið, að slík mál heyrðu undir fjárhagsnefndir deildanna. — Kjöttollsmálið á dagskrá. Hafa skeyti komið frá Norðmönnum, er bjóða til- slðkun á tollinum, en gera háar kröf- ur til endurgjalds. Krðfurnar ekki birtar. Lokaðir fundir um málið. Tryggv> Rórhallsson ber fram frv. um, að íþyngja verzlun og atvinnu- vegum Norðmanna hér við land með háum sköttum og tollum. Á það að vega á móti kjöttollinum norska. Bjarnl frá Vogi hefir borið fram þrjú frumvörp, er hann bar fram á síðasta þingi, en þá voru feld, og eru þau: 1. Frv. um breyting á lögum um kosningar til alþingis. »Kosningingar skulu fara fram fyrsta dag vetrar. Skulu þar standa yfir fullar 12 stundir í bæjum, en fulla þrjá sólarhringa i sveitum.* 2. Frv. til laga um lærða skólann í Reykjavík. Aðalkjarni þessi er alger útrýming gagnfræðakenslunnar úr skól- anum, og um leið sambandsslit við Gagnfræðaskóla Norðuriands, enn inn- leiða aftur það fyrirkomulag, er var í lærða skólanum fyi ir 1905. 3. Frv. til laga um nöfn. Birtist það hér í heild sinni ásamt greinar- gerðinni, er fylgdi því úr garði f fyrra. 1. gr. Hér eftir er það lögboðið að fylgja gömlum sið um mannanöfn, og skal hver maður bera eitt íslenzkt nafn og kenna sig til föður síns sem verið hefir, með þeim hælti, sem gerði Snorri Sturluson eður Pórgerður Egilsdóttir. 2. gr. Ættarnafn ná enginn taka sér hér eftir. 3. gr. Óvíttir skulu þeir menn, er nú bera ættarnöfn og eldri eru en 10 ára, þótt þeir haldi ættarnafninu til dauðadags, en þeir skulu leggja þau niður, sem yngri eru en tíu ára. Nú láta foreldrar börn sín eigi hlýða þessari gein, og koma þeir þá undir hæstu sektarákvæði laga þessara. 4. gr. Heimilt skal manni að hafa viðurnefni, setii honum er gefið með nafnfesti að fornum sið. 5. gr. Sektir skulu fyrir koma, ef mönnum eru gefin önnur nöfn en þau, sem fslenzk eru og rétt að lögum tungu vorrar. Pær sektir skulu for- eldrar eða umráðamenn og prestar gjalda hver um sig. 6. gr. Hver maður skal heita einu nafni og jafnan rita fult nafn og föð- urnafn með sama hætti alla æfi. 7. gr. Nú hefir maður hlotið ó- þjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn áður en lög þessi voru sett, og getur hann þá breyft nafni með leyfi kon- ungs. 8. gr. Pessum fyrirmælum skulu allir íslenzkir þegnar vera háðir, svo og þeir, er njóta sömu réttinda sem þeir, og enn þeir erlendir menn, sem hafa vilja hér landsvist til frambúðar. 9 gr. Gömlum bæjarnöfnum má eigi breyta, nema færð séu til rétts máls, en hafi áður verið skökk orðin, né heldur örnefnum, nema sannað verði annað eldra á sama stað. 10. gr. Fornhelg nöfn, svo sem goðanðfn, slík sem Ásaheiti, eða staða- nöfn, slík sem Lögberg, má engi mað- ur óvirða með því að leggja þau við hégóma, svo sem veitingastaði, smákot eða götur í kotbæjum. Skulu slík helgispjöll varða 1000 til 10000 kr. sektum, ef eigi er þegar að gert, en auk þess 10 kr. dagsekt- um þar til fært verður til rétts lags nafnið. 11. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara, öðrum en ákvæðum 10. gr., varða sektum, frá 200 til 2000 kr., og skulu þær sektir allar renna til unglingaskólahalds í sýslum landsins. 12. gr. Lög nr. 41, 10. nóvember 1913, eru numin úr gildi, svo og ðnnur lagaákvæði, er komið geta í bága við lög þessi. Greinargerð. Nú á dögum hefir erlend sníkju- menning, léleg í alla slaði, náð svo sterkum tökum á mönnum, að þeír sæta hverju faeri, sem gefst, til þess að skafa af sér þjóðerni sitt og glata dýr- mætri menning, er vaxið hefir um þús- undir ára upp 3f norrænni rót, en vár geymum nú að mestu ein'r. Svo langt hefir þetta gengið, að sjálft Alþingi hefir sett lög til slyrktar þessari þjóð- ernisglötun og að sljórn landsins hefir gefið út rit í sama skyni og látið landssjóð kosta útgáfuna. Jeg tala hér um svo nefnda Kleppskinnu. Retta frumvarp mitt er einskonar fyrirspurn til Alþingis, hvort það viti nokkurn annan skyldari til að vernda dýrustu eign þessarar þjóðar en sjálft sig. Leiðrétting. Nöfn þeirra Jóh. Jóhannessonar þm. Seyðf. og Einars Árnasonar 1. þm. Eyf. féll í ógáti í burtu í síðasta blaði úr tölu þeirra þingmanna, er kosnir voru til efri deildar, og Halldór Stefánsson var talinn kosinn þangað í staðinn fyrir Halldór Steinsson. Uppog niður. Trygg>ngfn- Dagur 21. þ. m. gerir tryggingu enska félagsins fyrir olíusamningn- um m. a. að umræðuefni og er mjög á lofti yfir því, að nú sé vissa fyrir því, að hún sé tuftugu þús- und sterlingspund í enskum banka, en ekki 5 þús. í Landsbankanum. Vissuna fyrir þessu hefir blaðið í símskeyti frá alþm. Birni Líndal. í skeytinu stendur, að þessi trygging- arupphæð hafi verið lögð í enska bankann 3. ágúst 1923 — hálfu ári eftir að samningurinn gekk í gildi. Pað verður ekki hrakið, að í samn- ingnum var 5 þús. punda trygging í Landsbanl^anum ákveðin, og að þann 12. marz síðastl. lýsir atvinnu- málaráðherrann því yfir í þinginu, að tryggingarupphæðin sé þetta, en að félagið vilji heldur breyta því í 20 þús. punda tryggingu í enskum banka, — »því að það sje ekki fík- ið í, að hafa 5 þús. pund liggjandi hér aðgerðarlaus«. En ráðherrann kýs heldur 5 þús. punda trygging- una og sama gerir þingið. Tæpum fimm mánuðum seinna lætur Lands- verzlunarforstjórinn að óskum fé- lagsins og breytir þessu í algerðu heimildarleysi., Pannig horfir þetta tryggingarmál nú við, eftir að það hefir verið krufið til mergjar. Þeir menn, sem héldu fram 5 þús. punda tryggingunni, höfðu fyrir sér samn- inginn og Alþingistíðindin, en þeir vöruðu sig ekki á einræði Lands- verzlunarforstjórans og því, að hann matti meira vilja erlends okurfélags en vilja þings og stjórnar sinnar eigin þjóðar. Vesalmannleg blaðamenska hefir það talist, að gera sér mat úr bersýnilegum rit- eða prentvillum, en á Dags-búinu er þetta engin ný- lunda. í næstsíðasta Degi reynir ritstjórinn að slá sig til riddara á þesskonar orðvillu, er nýlega stóð hér í blaðinu og sem svo var auð- sæ, að ekki þótti taka því að Ieið- rétta hana. Þar stóð »skyldur al- ræðismanna«, en átti að vera skyld- ur aðalræðismanna. í sambandi við það, sem á undan var komið, gat engum blandast hugur um, við hvað var átt, og gerir ritstj. Dags sig því ærið lítilmótlegan með þessari fram- komu sinni. Þlngmálafundurinn. Ritstj. Vm. skýtur því til fundar- manna, hvort blaðanna, ísl. eða Vm,, >>hafi sagt réttara frá fundinum«. ísl. flutti orðrétta fundargerðina, eins og skrifararnir höfðu gengið frá henni, en Verkam. birti svæsnar skammir um fundinn og einstöku fundarmenn — og lét þar við sitja. Hvort halda menn að hafi verið réttari frásögn af fundi? Relður er Erlingur nú út af hrakförum sínum á síðasta þingmálafundi. Tel- ur sig hafa verið órétti beittan, að hann fékk ekki að tala nema rúm- an hálftíma, fyrst 23 mínútur og síðar 10. Hefðu nú röksemdir Er- lings verið eins veigamiklar og hann vill láta líta út fyrir að þær séu, þá virðist svo sem hann hefði átt að geta rutt þeim úr sér á hálftíma. En af þvf að af iitlu var að taka af viti og röksemdum, þá entist Erl. hálftíminn ekki til annars en jórtra upp æfagamlar fjarstæður um ger- samleg aukaatriði, dagskrármálinu með öllu óviðkomandi. Þegar hér við bættist, að Erlingur var síðast- ur ræðumanna og enginn fékk orðið á eftir honum, þá mátti hann vera ánægður með fundarstjórnina, og sannarlega voru þau orð bæjarfó- geta rétt og sönn, að áslíkum um- ræðum sem Erlings um steinolíu- málið græðir hvorki málefnið né áheyrendur. Heilindi Dags. Ritstj. Dags segist í blaði sínu í gær ekki vera fylgjandi »allsherjar- ríkisverzlun«, en hann er eindregið fylgjandi ríkisverzlun á steinolíu, vill gjarnan að hún sé á kolum og telur rétíast að ríkið taki í sínar hendur einkasölu á fiski og síld — með öðrum orðum: blaðið vill einka- sölu á nauðsynjum og afurðum sjávarútvegsins, en láta landbúnaðinn njóta fullkom- ins verzlunarfrelsis. Dagur er bænda- blað. — Vináttuþelið til sjávarút- vegsins er bersýnilegt. co Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 25. febr. Brezka stjórnin hefir ákveðið að smíða beitiskip til atvinnubóta. Útaf þessari ákvörðun bar frjálslyndi flokkurinn fram vantraustsyfirlýsingu á stjórnina, en hún var feld með atkvæðum íhaldsmanna. Samningstilraunir til þess að af- stýra verkfalli í Noregi mistekist. 30 þúsundir manna gert verkfall. Sérfræðinganefnd skaðabótanefnd- arinnar segir Þjóðverja eiga 8 milj- arða gullmarka í erlendum bönk- um. Rvík 26. febr. Frakkaþing samþykti með 100 atkv. meirihluta öll skatthækkunar- frumv. stjórnarinnar. Á yfirstandandi fjárhagsári Breta hefir tekjuafgangur orðið 50 miljónir sterlingspunda, sem varið verður til afborgana á ríkisskuldum. Hafnar- verkfallið brezka hélt áfram sumstað- ar eftir sættina, en er nú lokið. Rvík 27. febr. Bretar hafa lækkað innflutnings- toll á þýzkum vörum úr 26°/« nið- ur í 5°/o og auk þess veitt Þjóð- verjum gjaldfrest á tollinum, þar til fjárhagsmál þeirra eru komin í fast horf. Olíuhneykslismálið í Bandaríkj- unum magnast altaf. Allir helztu stjórnmálamenn stjórnarflokksins eru faldir bendlaðir við það. Franska ráðuneytið hefir samþykt að sleppa yfirráðum atvinnurekstúrs í Ruhrhéraði og veita Þjóðverjum tveggja ára gjaldfrest, en vill ekki sleppa hernámi. Mussoline hefir rætt við sendi- herra Frakka í Róm um viðskifta- samning ríkjanna, til svars við því, að Bretar auka flota sinn í Miðjarð- arhafinu. Rvík 28. febr. Ríkisþjng Þjóðverja byrjaði í gær umræður um fjárlögin. Lýsti kanzl- arinn því yfir, að hann myndi rjúfa þingið, afgreiddust þau ekki breyt- ingalítið. Brezka verzlunarstéttin er ánægð með tolllækkun þá, sem stjórnin hefir veitt Þjóðverjum, en iðjuhöld- ar óánægðir, segja hana spilla fyrir enskuni iðnaði. Símritarar við Landssímann hóta verkfalli um mánaðarmótin verði launakjör þeirra ekki bætt. Síðustu þingfréttir. Jónas frá Hriflu ber fram þings- ályktun um að takmarka nemenda- fjölda lærdómsdeildar Mentaskólans við 75. Þórarinn á Hjaltabakka ber fram frumvarp um að lögleiða átta stunda vinnutíma á skrifstofum ríkisins. Sveinn í Firði og Jörund- ur Brynjólfsson um sameining á- fengisverzlunar ríkisins og Lands- verzlunar. Stjórnarskifti á næstunni. Líldegt talið, að gömlu ráðherrarnir fari báðir í íslandsbanka. 00

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.