Íslendingur - 29.02.1924, Qupperneq 3
ÍSLENDINGUR.
3
Garðyrkjunámsskeið
verður haldið í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands komandi vor
og sumar, með svipuðu sniði og undanfarin ár (sjá auglýsing aftast á
Ársriti félagsins 1921—22). Vornámsskeiðið stendur yfir frá 14. maí til
30. júní, en sumarnámsskeiðið frá 1. maí til 15. okt. Veitt bæði verkleg
og bókleg fræðsla. Framkvæmdarstjóri félagsins og æfð garðyrkjukona
annast kensluna. Piltar geta ef til vill fengið verklega æfingu við vatns-
veitugerð á engi að vorinu. Umsóknir sendist formanni Ræktunarfélags-
ins fyrir 1. apríl næstkomandi.
Akureyri 27. febrúar 1924.
Sig. E. H líðar
(p. t. formaður Ræktunarfélags Norðurlands).
Baktai Dags.
„Veistu hvaða bein
mér þykir bezt að
bita? Pað er hryggj-
arliðurinn." Þ. Þ.
Síðan á frambjóðendafundiiuim síð-
astl. haust hefir blaðið »Dagur« altaf
ððru hvoru verið að veitast að ýmsum
mætum borgurum bæjarins, einkum
þeim, sem hafa verið fjarverandi þann
tírna, sem síðan er liðinn. Árásir blaðs-
ins hafa allar bygst á ummælum þess-
ara manna um olíusamning og olíu-
verð Landsverzlunarinnar, og ekki ein-
asta á ummælum þeirra, heldur einnig
á ýmsum fjarstæðum og öfg.’m, sem
Dagur leggur þeim í munn. í næst-
síðasta tbl. keyra fjarstæðurnar svo úr
hófi, að það gegnir jafnvel furðu, að
Dagur skyldi birta þær. Þannig segir
blaðið t. d., að Ásgeir Pétursson hafi
á áðurnefndum fundi sagt, »að hægt
væri að fá olíuna 20 kr. lægri tunn-
una en Landsverzlun borgaði fyrir
hana á erlendum markaði*. Bersýnileg
ósannindi og fjarstæður eru þessi um-
mæli, eins og bezt sést á því, að inn-
kanpsverð Landsverzlunar á hverri olíu-
tunnu var mi|li 20 og 30 kr., og hefði
þá Ásgeir með þessum ummælum átt
að segja, að hann gæti keypt olíuna
inn fyrir 5-10 kr. pr. tunnu. En
auðvdað sagði Ásgeir aldrei neilt slíkt,
svo þessi eftir höfðu, tilbúnu ummæli
sanna aðeins raunalega heimsku og
illkvittið skeytingarleysi á blaðið sjálft
og ritstjórn þess.
Svo maður sýni Degi þá ómaklegu
virðingu, að hafa eftir rétt ummæli
Ásgeirs, þá voru þau á þá leið, að
mnkaupsverð Landsverzlunar á tilsvar-
andi olíutegundum og hann keypti
væri 20° o of hátt. Ýmsir valinltunnir
skipstjórar og vélstjórar báru vitni um
gæði olíu Ásgeirs, og verðsamanburð
sinn bygði hann á innkaupsverði sínu
(hann lagði fram kaupreikninga yfir
olíuna á fundinum) og útsöluverði
Landsverzlunar hér á sama tíma og
hann hafði sína vöru til sölu. Hámarks-
álagning Landsverzlunar er með lög-
um ákveðin, svo að henni frádreginni
°g með því sð reikna flulningskostn-
að og önnur gjöld jöfn hjá báðum,
þá var hægur vandi að sanna þennan
mismun með óhrekjanlegum tölum,
sem og Ásgeir gerði, og sannaði þar
með jafnframt óhagkvæm innkanp Lv.
samkv. brezka samningnum á olíu
hennar.
Pað verður ekki í fljótu biagði séð,
hvað bændablaðinu Degi getur gengið
tn að vera að sletta sér inn í mál,
sem flokk þess varða nauðalítið, en
sem er lifsspursmál fyrir útgerðarmenn
að ráðist sem bezt til lykta. Pakklæti
Dags mundi minsta kosti lítið, ef út-
gerðarmenn færu að beita ’sér fýrir
því, að neyða tipp á bændur einhverj-
um lögskipuðum verzlunarstofnunum,
sem sannanlégt væri, að færist verzl-
umn ver úr hendi en þeim sjálfum.
Vöm ritstj. Dags, með titsletni sinni
til ser vaudaðri manna, fyrir ríkisveizl-
un er því annaðhvort keypt eða þá
vesældarleg ástríða til að bakbíta fjar-
verandi menn. Hvortveggju er trúandi
upp á blaðið. j
OO
Til leigu
frá 14. maí í innbænum 2 sainliggj-
andi herbergi. R. v. á.
t
Zophonías Guðmundsson
f. 19. ág. 1900 — d. 3 sept. 1923.
(Undir nafni nióður hans)
Eg forðast vildi fegin
að festa mína sjón
á gljúpa græðis veginn,
sem geymir slys og tjón.
Og hroll að huga setur,
ef heyri eg stormsins lag,
því aldrei gleymst mér getur,
hve grimt hann söng einn dag.
Eitt fley á ferðastími
með fjórum sveinum var,
þá ölyggur rauk og Gými,
í grimmar sviftingar.
Mín veiktist 'dýrsta vonin,
þó viðkvæm lifði þrá:
að heilan heimti’ eg soninn
úr heljar greipum þá.
Minn btjúgi bænaróður
á böli vann ei frest.
Peir fórust. Ouð minn góður!
Pín gæzka sá það bpzt,
hann framar mig ei fyndi
og feldist minni sýn,
sem var mitt elsku yndi
og eliistoðin mín.
Hans líf var kuntiugt lýði,
sem lýsti jafnan sér
með dygð og dagfarsprýði,
er dýrast mat hann hér.
Pví lofstír fagur lifir,
og Ijósi halda kanti
þe m horfna ávalt yfir,
svo aldrei gleymist hann.
Minri hefnir hugum kæri,
sem hrannar gistir beð,
þér fagra kveðju færi, ,
og fórn þakklætis með
af heittelskandi hjarta,
sem huggasl við þá trú:
á landi Ijóssins bjarta
að lifi alsæll þú.
OO
Úr heimahögum.
Kappskdk. Á laugardagskvöldið og
sunnudagsnóttina háðu Skákfélag Akur-
eyrar og Taflfélag Reykjavíkur hina ár-
legu kappskák sína og sendu leikina sím-
leiðis eins og venjan hefir verið. Alls
tefldu 11 hvoru megin, 5 úr fyrsta flokki
og 6 úr öðrum, beztu mennirnir úr hvor-
um flokki. Úrslitin urðu þau, að Akur-
eyringar unnu að þessu sinni giæsilegan
sigur, höfðu 7 vinninga á móti 4, tefldi
skákkóngur íslands, Stefán Ólafsson, nú
þeirra megin. Leikendur voru sem hér
greinir, og sýna tölurnar vinningana.
Fyrsti flokkur.
Akureyringar: Reykvikingar:
v. v.
Ari Guðmundss. 0 Egg. Guðmundss. 1
Jón Sigurðsson '/» Sigurður Jóiisson ’/»
Stefán Ólafsson 1 Lúðv, Guðmundss. 0
Haltdór Arnórss. 1 Pori. Ófeigsson 0
Þ. Þorsteinsson 1 Stefán Kristinsson 0
Annar flókkur.
Sig. Hlíðar 0 Ein. Arnórsson 1
Jóh. Havsteen 1 S. Féldsted 0
O. Gunnlaugss. 0 Ágúst Pálmason 1
A. Bjarnason ■/> Ein. Porvaldsson ‘/»
Þ. Gíslason 1 Br. Jónsson 0
St. Sveinsson 1 A. Árnason 0
Vinningar 7 i Vinningar 4
tiriðarveður gerði í gærdag og var
biindbylur lengstaf kvöldsitis og fram
eftir nóttu. Sama veður í dag. A Siglufirði
var stórhríð og ofsaveður.
Látin er hér á Oddeyri, ekkjan Elín
Guðmundsdóttir, móðirjóns Baidvinsson-
ar og þeirra systkina.
Taugaveikin. Úr henni andaðist á sótt-
varnarhúsinu hér í bænum í fyrrinótt
Lúðvík Sveinsson, ungur maður, er var í
vetrarvist á Hótel Goðafoss, hinir sjúk-
lingarnir liggja allir þungt haldnir. Veikin
hefir ekki breiðst frekar út í bænum.
00
I
Vínbannið í Bandaríkjunum.
í fiéttagrein í danska blaðinu »Ber-
linske Tidende* rétt fyrir síðastl. jól,
stóð iýsing á því, hverjum firnum á-
fengisvínsmyglarar koma inn fyrir
landaniæri Bandaríkjanna. Utan við
strendur landsins, einkum hjá New
Jersey, liggur heill floti (22 skip) með
hleðslu, sem nemur 5 miljónum doll-
ara. Segja tollþjónarnir, að flest þess-
ara skipa sigli undir brezku flaggi.
Yfir Kanada vellur áfengisstraumur,
inn í víkur og þá helst norðausturhér-
uð New-York-ríkisins. Landamærin eru
þar 160 mílur, en aðeins 58 verðir;
jafnvel þótt lögreglan hafi bifreiðar
og mótorhjól, og þjóti á þessum far-
artækjum með landamærunum, og nái
á þann þátt mörgum, kernst þó fjöidi
smyglara undan og inn í landiö. í bæn-
um Malone náði t. d. lögreglan í yfir
100 vagna, sem smyglarar áttu; þó
eru þessi gæzlutæki ekki einhlýt, því
stnyglararnir aka á fljúgandi ferð yfir
landamærin í bifreiðum sínum þannig,
að lögreglan getur ekki haft hendur í
hári þeirra.
Sagt er að Indíánarnir aðstoði smygl-
arana eftir mætti. Sigla þeir á nóttunni
bátum sínum hlððnum vínföngum
upp eftir St. Lawrencefljótinu, og af-
henda vínbirgðirnar hér og þar eftir
fyrirskipunum eigendanna. Og yfir
landamærin er smygluninni svo hag-
lega fyrir komið, að heita má að eitt
smyglunarkerfi sé fiá Kanada gegnum
Adisondachsfjöllin til Hudsonfljótsins,
með fylgsnum og geymslustöðum á
fárra mílna millibili, þar sem verkfæri
og benzin m. a. er geymt til þess að
auðvelt sé að dytta að bifreiðunum og
flutningsvögnum, sem hafa þenna verð-
mæta farm að flytja hinum þostlátu
sálum hinnar voldugu Bandaríkja-
þjóðar.
OC
Bókafregn.
Vísnakver Fornólfs.
Með myndum eftir
Björn Björnsson. Bóka-
verzlun Ársæls Árna-
sonar. Rvík 1923.
Petta er tvímælalaust einkennilegasta
og merkasta Ijóðabókin, sem komið
hefir á íslenzka bókamarkaðinn á seinni
árum. Nýtt skáld kemur fram fyrir
þjóðina, en ineð engum viðvanings
brag, heldur heilsteypt og frumlegt
skáld, er vekur aðdáun og hrifning
með Ijóðum sínum.
Meginhluti þessarar fágætu Ijóða-
bókar eru söguleg kvæði, hvert öðru
ágætara að rímsnild, sögulegum blæ
og þrótti — kvæði, sem öllum hljóta
að verða hugþekk og ógleymanleg.
Lengst af kvæðum þessum er »Man-
söngur Svarts á Hofstöðum um Ólöfu
Loftsdóttur«, rúmar 40 bls. Hin kvæð-
iri í þessum flokki eru: »Björn Guðna-
son og Stefán biskup«, »Ögmundur
biskup á Britnara Samson* og »Vísur
Kvæða-Önnu«. Af þessum snildar-
kvæðum eru þó líklegast »Vísur Kvæða-
Önnu« beztar, —• þær eru perlur, sem
maður dáist því meir að, sem þær eru
oftar lesnar.
»Forspjallsorð II.« er lýsing á höf-
undinum, kærleika hans á hinum fornu
yrkisefnum og æfistarfi hans, afbragðs-
kvæði og santiort. Höf. segir um
sig m. a.:
» — — eg hefi morrað mest við það,
að marka’ og draga’ í land
og koma því undan kólgu, svo
það kefði’ ekki’ alt í sand«.
Pá eru í bókínni nokkur ættjarðar-
kvæði, ort þegar baráttan stóð sem
hæst um sjálfstæðismálin, hvatninga-
kvæði, kveðin af eldmóð og kyngi-
krafti. Par má Iesa:
»Standi fyrri í einum eldi
allur barmur þessa lands
en það lúli annars veldi
eða kúgun harðstjórans;
fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka
og rofin hrynja’ í tóítirnar,
brend til ösku fjðllin fjúka
og flæða yfir rústirnar*.
Kvæðið »Yfirlit« í þessum flokki
ber þó af hinum.
Af öðrum kvæðum bókarinnar má
sérstaklega nefna »Vopna-Teitur«, »Ein-
ar sjór« og hin gullfögru eftirmæli
Ólafs Davíðssonar frá Hofi.
Að Fornólfur er dr. phil. Jón Por-
kelsson landskjalavörður, sem nú er
nýlátinn, mun á flestra vitorði, og ekki
lýgur afkvæmið föðurinn.
Myndir eða pennateikningar Björns
Björnssonar eru hinar prýðilegustu og
auka mjög á fegurð bókarinnar og
öll er útgáfan hin vandaðasta.
OC
Bruni.
Símað er frá Borðeyrf í morg-
un, að fangahúsið á lsafirði hafi
brunnið í nótt og unglingsmað-
ur inni.
Einnig kviknaði í símastöðinni
þar, en tókst að slökkva eidinn.
B O L L 1) R
eru viðurkendar beztar frá
Olgeir Júlíussyni.
Fást í Havsteens-bakaríi
og hjá Sveini Sigurjónssyni.