Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1924, Qupperneq 1

Íslendingur - 27.06.1924, Qupperneq 1
SLEND Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. GIIR Strandgata 29. X. árgangur. Akureyri, 27. júní 1924. 26. tölubl. Sparnaðar- málin. Dagur hefir undanfarið verið að fræða lesendur sína um af- drif ýmsra sparnaðarmála, er komu fyrir síðasta þing og afstöðu íhalds- flokksins til þeirra. Er reynt að láta líta svo út, sem flokkurinn yfirleitt hafi verið fráhverfur sparnaði á ríkis- fé og verið ótrúr þeim loforðum, sem þingmenn hans gáfu við síð- ustu kosningar. Tilfærir blaðið nokkur dæmi, sem það ætlast til, að verði tekin sem sönnun í þeim fræði er samkv. lögum miðað við nafn Guðm. Finnbogasonar og legst niður fari hann frá háskólanum. Þá kennir Dagur íhaldsfloknum um það, að stjórnarskrárbreytingin, er fól í sér fækkun þinga, var feld í þinginu. Til að byrja með komst málið aldrei til neðri deildar, og það sem því varð að bana í efri deild, var fleygur frá Framsóknarflokks- mönnum, er þeir komu að við þriðju umræðu um afnám hinna lands- kjörnu þingmanna. Það þarf eng- inn að ætla, að Framsóknarflokkur- inn hafi í raun og veru viljað af nám hinna landskjörnu; síður en svo, en þeir bjuggust við að geta drepið stjórnarskrárbreytinguna með tillögu sinni — og þeim tókst það. , , _ _ „ , Annars er það engin ný bóla, þótt efnum, en seu þau skoðuð n.öur >r» Framsóknarflokkurinn leiki skolla- kjölinn, þa sezt brátt að > flestumT lejk um þetta má, hann heffr f tilfellum eru þau blekkmgar emar. Ij það { tvfgang áður Blaðið segir meðal annars, að íhaldsflokkurinn hafi yfirleitt verið á móti embættafækkun og telur því næst upp þau embætti, sem hann á að hafa beitt sér á móti að yrðu lögð niður. Sannleikurinn er sá, að það voru einmitt íhaldsmenn, sem beittu sér fyrir afnámi sumra þeirra embættá, sem blaðið getur um, t. t. háskólaembættanna (sam- færsla háskólans) dómarafækkun o. fl. En annars var því þannig hátt- að, að þingmenn skiftust ails ekki eftir flokkum um þessi mál. Að samfærsla háskólans dagaði uppi í efri deild, mun aðalleg hafa| átt rót sína að rekja til þess, hvernig þá var orðið ástatt með tvö af þeim þrem- ur embættum, er spara átti. Oðru þannig ráðstafað að Iaunin spöruð- ust, og í hinu maður, sem lá veik- ur og þótti ómannlegt að svifta hann embætti meðan svo stóð á, enda sparnaðurinn næsta lítill, þar sem hann hefði komist á biðlaun. Enda sýndi það sig, að Framsókn- armenn voru ekki einasta ásáttir, að láta Bjarna frá Vogi sitja óhaggað- ann í embætti sínu, heldur jafnframt réttu þeir að honum þann feitasta bitling, sem þingið hafði yfirráð yf- ir. En Jóni Magnússyni er það’að þakka, að háskólinn verður Guðm. Finnbogasonar aðnjótandi áfram, þótt hann hafi tekið við forstöðu Landsbókasafnsins, en önnur Iaunin sparast. Frásögn Dags af afdrifum sendi- herramálsins á þinginu er mjög vill- andi. Það er raunar satt, að em- bættið, sem betur fór, var ekki af- numið með lögum, heldur engin fiárveiting gerð til uppihalds þess á næsta fjárhagsári, verður það því ekki starfrækt í bráðina og er sendi- herrann nú kominn lieim og hefir sagt embættinu lausu. Þannig er málinu nú komið. ísl. hefir alt af verið þeirrar skoðunar, að sendi- herrann væri þjóðinni gagnlegur, auk þess sem það væri vegsauki fyrir ríkið að hafa hann, þennan eina fulltrúa sinn í útlandinu — full- trúa, sem geti komið fram fyrir þjóðarinnar hönd, bæði til samninga og á jjjóðfulltrúafundum. Engin víð- sín þjóð vill eiga alt undir blindri hendingu, heldur vera eins vel við búin og unt er, að sjá verziun sinni borgið. Sendiherrann var hið vak- andi auga hagsmuna vorra eriendis. í kjöttollsmálinu norska vann hann íslenzku bændastéttinni ómetanlegt gagn. Ríkissjóður sparar 20 þús. kr. eða tæplega það við niðurlagningu emmbættisins. Er það ábati? Er það ekki að spara eyririnn en fleygja krónunni? í bráðina stendur em- bættið óskipað, hver svo sem hin endanlega ákvörðun verður. Og það er ísl. sérstakt gleðiefni, að Björn Líndal skyldi vera í tölu þeirra þingmanna neðri deildar, sem halda vildu sendiherranum við líði. Það er mikið rétt, að Jónas frá Hriflu bar fram í efri deild frv. um sameining þessara embætta. Átti sam- einingin að ganga í gildi, er Iands- bókavarðarembættið losnaði, en frv. var felt, mest fyrir þá sök, að J. M. gaf vonir um að takast mætti að sameina embættin án þess að grípa til þröngvunarákvarðana og að sam- einingin kæmist fyr í framkvæmd með því móti. Fékk hann því svo til vegar komið, að Jón Jacobson lét af forstöðu Landsbókasafnsins og Guðm. Finnbogason tók við henni með loforði um að halda áfram kenslu sinni við háskólann. Prófessersembættið í hagnýtri sálar- Þegar gera á upp milli íhalds- flokksins og Framsóknar í sparnað- armálum, nægir það ekki að líta á aðstöðuna til einstakra embætta- fækkana, það er margt annað, sem kemur til greina, sem meira er um vert. Því það að skera niður eitt eða tvö embætti, getur aldrei bjarg- að fjárhag ríkissjóðs. Það, sem aðallega hefir þýðingu er meðferð- in á fjárlögunum, og hvernig að þau eru úr garði gerð frá þinginu. »Dagur« segir réttilega fjárlögin að þessu sinni gætilegri en fjárlög nokkuð margra síðustu ára, en þakkar það aðallega fjármálaráð- herra Framsóknarflokksins, Kl. Jóns- IHjgHEKBHHHHSS AKUREYRAR BIO Á laugardags- og sunnudagskvöldiö: FERÐ TIL KEVLAR. Sjónleikur í 5 þáttum. Éftir hinu heimsfræga verki HEINRICK HEINES, (Með sama nafni). Aðalhlutverkin leika: 1 RENÉE BJÖRLING og JESSIE WESSEL. Frægir sænskir leikarar. Mikilfengleg mynd, snildarvel leikin. syni, er lagði frumvarpið fyrir þing- ið. Klemens er sparnaðarmaður, að því er hann sjálfur segir, og frumvarpið hans gekk svo langt í sparnaðaráttina, að heilum gjalda- liðum var slept, sem óhjákvæmilegt er að greiða og aðrir áætlaðir langt fyrir neðan það, sem vissa var fengin fyrir, að þeir mundu hlaupa, og yfirleitt var frumvarpið þannig úr garði gert, að fjárveitingarnefnd neðri deildar kvað upp einróma þann dóm, »að jaað væri að blekkja sjálfan sig« að halda sér að áætlun þess, ogvar tengdasonur Klemens- ar, sjálfur Tímaritstjórinn, einn af þeim, sem kváðu upp dóminn því hann átti sæti í nefndinni. Á sparn- aðarviðleitni sem Klemensar er litið að græða og gefur slæman grun um að tilgangurinn hafi öllu öðru fremur verið sá: að sýnast. Er fjárlögin komu svo úr nefnd rignir yfir neðri deild hækkunar- og bitlingatillögum og það aðallega frá Framsóknarmönnum, sýnir það hið sanna sparnaðarinnræti þeirra. En fyrir harðfylgi fjármálaráðherra íhaldsflokksins, sem þá var kominn til valda, tókst að koma fjárlögun- um svo í gegn um þingið að á þfeim er hægt að byggja, og alt bendir til, að afkoma komandi fjár- hagsárs verði hin bezta fyrir þjóð- arbúskapinn. Framsóknarflokkurinn hefir verið slysinn í fjármálastjórn. Hann hefir haft tvo fjármálaráðherra á þeim tveimur árum, er fjármálastjórnin var á hans ábyrgð. Annar þeirra hröklaðist í burtu eftir ársvist við lítinn orðstýr og enn minni eftirsjá en hinn, KI. J., verður svo blindað- ur af sparsemissýkinni, að hann týnir vaxtapósti, er nemur næstum V4 miljón krónum, og reiknar fast- ákveðinn útgjaldalið 200 þús. kr. lægra, en hann á að vera, auk smærri 'yfirsjóna. Er því ekki að undra, þótt almenningur fari að vera vantrúaður á fjármálaspeki Fram- sóknargarpanna og stjórnsemi,þeirra. Alþingistíðindin sýna, að frá því Framsóknarflokkurinn varð fyrst til og fram á þennan dag, hefir liann oftast staðið sem múrveggur gegn allri sannri sparnaðarviðleitni, og að bruðlunarsömustu þingmennirnir hafa verið þar til húsa. Við síð- ustu kosningar riðlaðist sú hin fríða fylkingin: allmargir féllu og nokkrir nýliðar bættust í hópinn, en leið- togarnir eru hinir sömu, og eftir höfðinu dansa limirnir. co Æfintýri læknisins. Eintómar kvarnir, sagði and .... og ekki nema tvær þorskkindinni sagði skáldið Jónas, í Þingvallaæfintýrinu forðum. Nú hefir herra Friðjónjensson, læknir og skáld, ritað æfintýri eitt í síðasta tölublaði Isl., og nefnist það »Þorsk- hausabærinn.< Hefst það með róm- antískri lýsingu á Akureyrarbæ — þvf allir skilja við hvað átt er — þégar bærinn reis hér fyrst undir brekkunni hjá fjóluhvömmum og fossaniði, og þegar allir lifðu hér í ást og eindrægni, og nábúakritur, auragirnd og gróða- fýkn eigi höfðu náð að festa rætu hér á eyrinni — og okkur liggur við að segja, áður en bankaráðsmenn og fasteignabraskarar komu og rufu friðinn í þessum friðsæla bæ. Annavs er greitiarkorn þetla ósvífin dularklædd árás á starfsemi þá, sem við höfum reynt að koma á fót og ráðist í, og getum við tæplega skilið hvaða ástæðu læknirinn hefir til að ráð- ast á okkur þannig, og það allra síst op- inberlega. Kallar hann okkur unga oflát- unga, og gefur í skyn og er drjúgur yfir að miljónir, sem okkur hafi áttaðdreyma um, séu ekki ennþá komnar í kassann, rekur hann svo vefinn lengra og lengra, og dylgir um, að við hrifsum valdið af lögreglunni, og að við með öllu þessu athæfi munum gera okkur seka í glæp- samlegu atferli, stofnum til sýkingar- hættu og yrðum að lokum einskonar barnamorðingjar, eins og Heródes forðum. Gott er að vera læknir og vera fljótur að þekkja sjúkdóma og orsakir þeirra. Okkur er ekki kunnugt um, hverjar eru skoðanir læknisins um velsæmi f rithætti, en orðið oflátungur er að skoðun okkar hnjóðsyrði og ærumeið- andi, og mætti að líkindum láta hann sæta ábyrgð fyrir ef til kæmi. Hvað miljónunum viðvikur, sem okkur á að hafa veitt erfitt að fá í kassann, mætti eflaust segja líkt um svo marga aðra, sem ráðist hafa í íyrirtæki á þessum síðustu tímutn, að þeir hafi ekki fleig- ið feita göltinn, — og það mun hon- um sent fyrverandi útvegsmanni í Sjö- stjörnufélaginu vera bezt kunnugt um. Annars hefir iæknirinn, sem

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.