Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1924, Side 2

Íslendingur - 27.06.1924, Side 2
2 fSLENDINGUR OlsemC Nýkomið, Hveiti, Haframél, Hrísgrjón, Melís, Strausykur, Kandís. bankagæzlustjóri einkar hentuga að- stöðu til að vita um fyrirætlanir ein- stakra manna og fjárhag þeirra og ýmsra fyrirtækja, og viljum við í þessu sambandi geta þess, að hann fyrir nokkru stðan fékk að vita alla áætlun okkar viðvíkjandi þessu fyrirtæki; en nokkuð getur það orkað tvímælis, hvað velviðeigandi það sé að hann miðli öðrum af þessum vísdómi sínum op- inberlega eða noti hann til lúalegra atvinnuspillandi árása. Við skulum fúslega játa, að þessi starfsemi okkar, að vinna fóðurmél úr fiskhausum og dálkum hefir hingað til ýmsra orsaka vegna bakað meðborg- urum okkar hér í bæ nokkurra óþæg- inda, sem við biðjum þá alla velvirð- ingar á, og sem stafaði af, að við í fyrsta skiftið vegna helgidaga gátum ekki komið farminum nógu fljótt í þurkun. En á hinn bóginn finst okkur að við að sömu leyti þó, að minstakosti, ættum skilið nokkurrar samhygðar manna hér í bæ með þetta fyrirtæki okkar. Hér er verið, þó í smáum stíl sé, að gera fyrstu tilraunina hér Norð- anlands til þess að hagnýta til útflutn- ings úr landinu, það sem hingað til hefir verið kastað í sjóinn. Margoft hefir verið vakið máls á því, að hér fari að forgörðum mikil verðmæti, sem að gagni mætti koma, því haus- ar og dálkar nema */* þess fiskjar sem veiðast; mörgum útlendingum hefir þessutan blöskrað hirðuleysi okkar ís- lendinga á þessum sviðum. Nú stóð ennfremur svo á að við höfum þurk- hús, sem gat unnið úr þessu útflutn- ingsvöru, sem hægt er að selja fyrir kostnaðarverð. Og loks má geta þess, að allur framleiðslukostnaður við mél- ið, svo sem skipaleiga, raforka og vinna, að undantekinni olíu og kol- um, sem ekki nema ]/io hluta, lendir allur i landinu sjálfu eða öllu heldur i" hér í bænum. } En því hefir ekki verið að heilsa. ^Síðan við byrjuðum á þessu; og sér- ; staklega eftir birtingu æfintýrsins, höf- [um átt í sífeldu umstangi vegna heil- i brigðisnefndar og ráðandi manna bæjar- lins, og pú vitum við hvaðan aldan íer runnin. Nú er svo komið að við, ;vegna hinna sívaxandi hindrana og ^kostnaðarauka, sem okkur er bakað af [hendi þeirra manna, sem ekki vilja jleggja á sig lífilfjörleg persónuleg ó- , þægindi til að gera nágrönnunum ’greiða, sjáúm okkur ekki fært nema ‘hætta í miðju kafi, og getur nú lækn- íirinn og fylgifiskar hans notið hrcina loftsins í bænum í friði, þar til Krossa- nesverksmiðjan byrjar að starfa. En viðvíkjandi hinni ríku þrifnaðar- og velsæmistilfinningu læknisins, væri fróðlegt að vita hvort sú sögusögn manna væri rétt, að hann hafi látið hrossskrokk einn liggja og úldna, þrátt fyrir margítrekaðar umkvartanir íbú- anna í kjallaranum á húseign þeirri, Hótel Akureyri, sem hann keypti fyrir sanngjarnt verð af íslandsbanka. En í engu húsi í innbænum mun jafnmikið af börnum og einmitt þar. Gat bless- uðum börnunum engin hætta stafað af þessu, eða hefir óþefurinn af grút- arbræðslunni á Oddeyrartanga, Krossa- nesverksmiðjunni, sorphaugunum í fjörunni í Torfunefsbótinni og mörgu fleiru mismunandi áhrif á börnin og einstaka borgara bæjarins, eftir því hverjir hlut eiga að máli. Oneitanlega hefði okkur fundist til- hlýðilegra að læknirinn hefði komið beint til okkar með umkvartanir sínar, því í það eina skiftið sem hann kvart- aði við ökumann okkar, að hausar úr fyrsta farminum væru of sígnir til að breiðast á stakkstæðið framan við höll hans, var því tafarlaust hætt, þegar ökumaðurinn hafði skýrt okkur frá umkvörtuninni, en læknirinn hefir sjálf- ur aldrei einu einasta orði minst á þetta við okkur þó hann margsinnis hafi haft tækifæri til þess. Brœðurnir Espholin. Vestur- heimsferð. Pistlar frá Stgr. Matthíassyni. Winnipeg (frh.). , Götur eru flestar langar og mætast vanalega i réttum hornum, likt og tíðk- ast í Ameríku. Sporvagnar ganga eftir mörgum götunum, en bifreiðar alstað- ar á sveimi. Inni í miðbænum eru einlægar raðir af stórhýsum með milli 10 og 20 gólfum. En utan til í borg- inni verða húsin smærri, flest öll úr timbri og mörg fremur flausturslega bygð og með einföldu sniði. Víða eru líka ferhyrnd lóðarsvæði, sem standa auð eða hálfbygð og vaxin illgresi. Má f útjöðrunum sjá marga húsakassa með flötu þaki eins og vanti ofan á þau, eins og hafi ekki verið ráð á að byggja meira. En flötu þökin minna á byggingarnar suður í Algier og á Egyftalandi. Borgin á auðsjáanlega langt í land til að vera fullsköpuð að forminu til. En með vaxandi efn- um tekst það fljótt. Pó margir fallegir lystigarðar, trjá- raðir og blómreitir prýði borgina auk fljótanna, sem eg áðan nefndi, þá fanst mér Winnipeg í öllum aðalatriðum eins og hver önnur stórborg hvar sem er í heiminum. Pægindin sömu, en ókostirnir líka sömu. Sama reykjar- mislrið hvílir yfir ðllum stórbæjum. F*að er aðeins með höppum og glöpp- um, að hægt sé að fá gott útsýni, jafnvel þó farið sé upp f einhvern turninn. Og svo þetta þéttbýli, ein- lægt grjót undir fæti. Stórhýsi, sem skyggja á himin og hauður. Hávaði og asi á öllu. »Knúðra véla kaldur hjartasláttur*. Auðæfi mikil annars- vegar, en hins vegar efnaskortur og atvinnuhörgull. Á kvöldin ljómar alt loftið og húsveggirnir af marglitu raf- ljósaletri og skringilegum myudum til að vekja eftirtekt á ýmsum varningi, glysi, svikalyfjum, sigarettum og alls- konar óhófs — og óhollustu dóti. »Hvílík sóun bæði á hjarta og hug, hégóminn og þetta óðaflug* segir Stefán G. . En þetta á ekki frekar við um Winnipeg eti um ameríska stórbæi yfirleitt. Datt mér oft í hug, að þarfara væri að raflýsa með loga- letri skæru uppi yfir húsþökunum nokkur spakmæli hinna beztu manna sögunnar, heldur en alt þetta tóbak, tanlac og tyggingar-gúmmí (sem mér var sagt að margar ungar stúlkur vendu sig á að tyggja allan daginn líkt og karlmenn munntóbak). Það væri t. d. verkefni fyrir kirkjuna, að birta þannig ýmsa góða ritningarstaði, eða segjum boðorðin, ef ske kynni að þau skýrðust fyrir það betur í mannanna hjörtum. Væri þetta áreiðanlega eins þarft og kosta miklu til að boða Halanegrum trúna. Bað var eitt stórhýsi í Winnipeg, sem eg dáðist mjög að, það var þing- húsið nýja (fyrir Manítobafylki). það gnæfir hátt með hvelfingu sína, og scst Iangt að. Efst á kúplinum stend- ur logagylt líkneski framgjarns ung- lings, sem heldur á blysi og minnir á Hermes með Þyrsosstafinn. Ásmund- ur Jóhannsson, var einn af byggingar- meisturunum meðan húsið var í smíð- um. Hann sýndi okkur það í krók og kring. Hann var svo vænn að koma altaf annað veifið til okkar Gunnars, og aka með okkur í bifreið sinni hingað og þangað um borgina, til að sýna okkur alt það markverðssta. Við gátum ekki fengið betri leiðsögumann, síst til að skoða þinghúsið, því þar var hann öllu sérlega kunnugur. Það er alveg framúrskarandi vönduð bygg- ing, bygð úr granit, marmara og öðr- um dýrindis steintegundum, og hefi eg óvíða séð jafn tígulega byggingu. Pað kostaði 10 miljónir dollara. Kring- um húsið er snotur listigarður, og þar standa líkneski ýmsra merkra , stjórnmálamanna. En þeirra á meðal er líkneski af Jóni Sigurðssyni eftir Einar Jónsson. Þar stendur kempan Jón og sómir sér vel innan um hið enska stórmenni. Er það augljðs vott- ur hve íslendingar eru mikils virtir í Kanada, að stjórn Manítobafylkis gaf rúm þjóðhetju vorri á þessum stað. En Vestur-íslendingar settu varðann. Önnur bygging sem mér þótti gaman að skoða, var Eatonsverzl- unarhúsið í miðbænum. Bað er lang- stærsta verzlun borgarinnar, og álíka tilkomumikil og samskonar verzlanir eru í Chicago og New-York. Húsið þekur lóð, sem eru 4 ekrur að um- máli, (en hver ekra er tæplega dag- slátta). Pað er ein af þessum stór- verzlunum, sem hrósar sér af að hafa alla hugsanlega hluti á boðstólum, alt frá kanaríufuglum til kláðasmyrsla. Pví kunnugir sögðu mér, að það þyrfti sérstakt hugvit til að spyrja eftir því, sem ekki fengist þar. Alls eru þar 7000 þjónar við búðarborðin, en mest fríðar stúlkur, sem hafa sérstaka æfingu í því að lokka til sín kaup- endur og koma þeim til að verzla. Fyrst þegar inn er komið, finst manni aðkoman eins og f völundar- hús. Fó rætist úr þessu, því prúð- búnir leiðsögumenn eru alstaðar reiðu- búnir til að leiða alla á rétta braut. Mikið hlýtur sá embættismannafjöldi allur að kosta ekki síður hér, en í voru íslenzka ríki. Lyftivélar ganga upp og niður og skila hópum af fólki frá einni bygð til annarar. Par að auki var þar breiður stigi tvískiftur, sem hægt var að nota ef manni sýndist það heldur. Hefðarfrúr, meyjar, mey- kerlingar, menn og börn fóru þarna í hópum upp og niöur líkt og englarnir Jakobsstigann forðum. En sá var mun- urinn, að þessi stigi var það þsfegi- legri, að hann færðist upp og niður sjálfkrafa, upp annar helmingurinn en Innilegustu þakkir vottum við öllum, sem sýndu og veittu T*or- keli B. syni okkar sarnúð og hjálp í banalegu hans á Eiðum, og gerðu útför hans virðulega. Einn- ig þeim seni á annan hátt hafa sýnt okkur hluttekningu. Við biðjum þeim öllum blessunar. Kolkósi 1.' júni 1924. Kristín Símonardóttir. Hartmann Asgrímsson. Hjartans þökk til allra, sem auð- sýndu okkur samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför okk- ar kæru dóttur og systur, Krist- ínar Gísladóttur. — Sérstaklega þökkum við U. AV F. A., sem svo samhuga og kærleiksríkt heiðr- aði minningu hennar. Akureyri 24. júní 1924. Móðir og systkyni. Öllum þeim mörgu, er hafa sýnt okkur hluttekningu í fráfalli okkar elskaða sonar og bróður, Jónasar Friðrikssonar frá Kamb- hóli, vottum við hjartans þakkir. Einkum þökkum við þeim hjón- um, Gíslínu Friðriksdóttur og Stefáni Jónassyni, þeirra miklu hjálp og hluttekningu. Foreldrar og systkini. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar, Gests Magnússonar, og heiðruðu útför hans með nærveru sinni, kröns- um og minningargjöfum. Akureyri 24. júní 1924. Ólöf Árnadóttir. Magnús Oddsson. níður hínn, en vélar í kjallaranuiu hreyfðu þannig stigann kring um ás. Fólkið þurfti ekki að hafa fyrir því að ganga tröppurnar fremur en það vildi. Pað sveif upp og niður fyrir- hafnarlaust, og var mér starsýnt á þessa himnaför. Seinna sá eg bæði í New-York og London, samskonar menpingarnýung. En það er mikið álitamál hvort menn:ngarauki sé mikill með þessu fenginn, því fremur miðar þessi sjálfhreyfistigi til að auka hóg- lífishug og hægðatregðu í mannheimi, heldur en til að bæta mannfólkið til lífs og sálar eða baks og kviðar. Sargent Avenue heitir breitt stræti, sem sporvagnar ganga eftir, um þvera borgina. 1 þessari götu og þar í grend búa margir landar. Og þarna er mið- ,stöð hinnar Vestur-íslenzku menningar. Par eru prentsmiðjur og ritstjórnar- skrifstofur »Lögbergs« og »Heims- kringlu*, og þar er bókaverzlun ís- lenzk. í prentsmiðjunum hafa hin mörgu vesturíslenzku rit verið prent- uð og útgefin. (Framh). 09 I

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.