Íslendingur - 27.06.1924, Side 3
ÍSLENDINGUR.
VERZLUNIN PARÍS
— AKUREYRI.
SIGV. E. S. THORSTEINSSÓN
SÍMÍ 36.
N Ý K O M I Ð : Jarðepli, Rúgmjöl, Hrísgrjón, Maís (heill),
Hafragrjón, Bankabygg, Kaffi, brent og mal-
að, Natron, Skipsbrauð og ótal margt fleira,
svo sem: Sjóklæði, Línuverk, Önglar,
Málningavörur, margar teg.
í HEILDS0LU; >Every D a y « mjólkin (sú bezta sem
hingað flytst).
Ný brauð eru seld daglega
frá brauðgerðarhúsi Brynjólfs Hrútfjörðs.
KOL.
Vegna sílækkandi kolaverðs á Englandi lækkar kolaverðið hjá
mér frá 1. júlí n. k. niður í 85 kr. tonnið.
Ragnar Ólafsson.
Símskeyti.
(Frá Fréttaatofu (slands.)
Rvík 24. júní.
Stjórnin í Mexícó hefír gert erind-
reka ensku stjórnarinnar, Gummins,
rækan úr landi og sakar hann um
makk við uppreistarmenn. Bretar
hafa krafist yfirbóta fyrir burtrekst-
urinn og að fenginni synjun slitu
þeir stjórnmálasambandi við Mexico.
Franski forsætisráðherrann nýi,
Herriot, er kominn í heimsókn til
Ramsey Macdonalds, breska for-
sætisráðherrans.
Hlutaútboð norska bankans 2 til
ö miljónir, birt í Lögbirtingarblaðinu.
Utanríkisráðuneytið tilkynnir, að
Norðmenn hafi Iækkað íslenzka
kjöttollinn um 25 norska aura, nið-
ur í 38 frá 20. þ. m. að telja.
Samkomulag hefir orðið milli
Sjómannafélagsins og útgerðarmanna
um kaup yfir síldarvertíðina og er
um þrennskonar taxta að velja á
mótorskipum:
a) ’/s af afla, er skiftistí 16 staði.
Sölusamningurlagður til grundvallar.
b) 260 krónur á mánuði og 6
aurar af hverri tunnu síldar er veiðist.
c) 200 krónur á mánuði, og 10
aurar af hverri tunnu síldar.
Frí matreiðsla og salt f fisk, sem
hásetar draga, fylgir öllum kjörunum.
Á minni gufuskipum (línuveiður-
um) eru kjörin 30% af andvirði afla,
skiftist í 16—17 staði, en á togur-
um 250 krónur á mánuði, frítt fæði
og 5 aurar af hverri tunnu síldar.
Rvík 25. júní.
Fundur forsætisráðherranna, Mac-
donalds og Herriots, talinn mjög
þýðingarmikill. Fullyrt að vináttu-
bandalag Frakka og Breta sé end-
urnýjað. Nýr fundur boðaður 16.
júlí milli forsætisráðherranna og sér-
fræðinga skaðabótanefndarinnar. Er
verkefni hans að ræða um að hve
miklu leyti að bandamenn gangi
að tillögum sérfræðinganna. Sérstak-
ur fundur boðaður til að ræða
skuldaskifti bandamanna innbyrðis.
Ennfremur kalla Frakkar alla Iána-
drotna Rússa á fund í haust með
fulltrúum sovjetstjórnarinnar til ráða-
gerða um þau skuldaskifti.
Morðingjar ítalska jafnaðarforingj-
ans Matteotte handsamaðir og hafa
meðgengið glæp sinn. Búist við
miklum uppljóstrunum um stjórnar-
far Mussoline.
Gullstraumur svo mikill til Banda-
ríkjanna, að fjármálamenn þeirra ráð-
leggja að slaka til á innflutnings-
tollum.
Danir hafa viðurkent sovjetstjórn-
ina á Rússlandi.
Ólafía Jóhannesdóttir lést í Krist-
janíu á föstudaginn var.
Sigurður Greipsson úr Haukadal
hefir unnið Íslandsglímuna í þriðja
sinn.
Rvík 27. júní.
Prófum lokið við við háskólann,
tóku 5 próf í lögum, 4 í læknis-
fræði og þrír í guðfræði. Lögfræðis-
prófið tóku: Jón Eyjólfsson I. eink.
138 stig, Stefán Þorvarðarson 1. eink.
1193/3, Ásþór Matthíasson I. eink.
llö'Á, Gústaf Aðólf Jónasson II.
betri eink. 101 V8, Jón S. Thorodd-
sen II. betri lOO'/s stig.
Læknisfræði: Jóh. J. Kristjánsson
I. eink. 173 stig, Haraldur Jónsson
I. eink. 167^/s, Bjarni Guðmundsson
II. betri 143 og Árni Pétursson II.
eink. betri 134 stig.
Guðfræði: Þorsteinn Jóhannesson
I. eink. 114’/a stig, Jón Skagan I.
eink. 1101/8 og Sig. Þórðarson I.
eink. 105% stig.
Ágætur afli á togara og er nú
meiri lifur á land en nokkru sinni
áður.
oo
Úr heimahögum.
Jóti Sveinsson bæjarstjóri hefir fengtð
2000 kr. styrk úr Sáttmálasjóði til þess að
fara utan og kynna sér sveitastjórna- og
kaupstaðalöggjöf. Mun hann sigla í haust.
Húsavikurför. íþróttafél. »f>ór« fór á
laugardaginn, nteð m. k. »Reginn«, til
Húsavíkur, til þess að þreyta knattspyrnu
við Knattspyrnufélag Húsvíkinga. Fór
knattspyrnan fratn á sunnudaginn og urðu
úrslitin þau, að »Þór« vann 6 leiki en
Húsvíkingar engan. Hingað komu kapp-
arnir aftur á mánudagsmorguninn og létu
hið kezta yfir förinni og viðtökunr á
Húsavík.
Leiðrétiing. í nokkrum hluta af upplagi
síðasta blaðs misprentaðist fyrirsögnin á
fyrstn greininni, stóð Þúfnabanninn, en
átti auðvitað að vera: Þúfnabaninn.
Skipakomur. Esja, Díana, Lagarfoss og
Granheim hafa öll verið hér í einni bendu.
Með Esju kotnu að sunnan Erlingur Frið-
jónsson kaupfélagsstjóri, Ingimar Eydal
kennari og frú og Halldór Guðmundsson
útgerðarmaður. Frá Blönduós kom frú
Sigríður Davíðsson, Með Díönu komu frá
útlöndum Tönnes Wathne og frú, A.
Gottfredsen útgerðarmaður og Kristján
Þorvaldsson verzlunarmaður.
Aðalfundur Ræktunarfél. NI. var haldinn
á Hólum í Hjaltadal 20. og 21. þ. m. lsl.
hefir ekki frétl annað af honum en það,
að Guðm. G. Bárðarson kennari sagði sig
úr stjórninni, og að Stefán Stefánsson á
Varðgjá var kosinn í hans stað, Sig. Ein.
Hlíðar endurkosinn í stjórnina og einnig
á Búnaðarþingið ásamt Sig. Baldvinssyni
á Kornsá.
Landveg frá Reykjavík komu á þriðju-
daginn Vilhj. Þór kaupíélagsstjóri, Jónas
Þorbergsson ritstjóri, Kristján Karlsson
bankaritari, Steindór Steindórsson stúd.
art og Þorsteinn Davíðsson sútari.
„Ferð til Kcvlar“ heitir 5 þátta kvik-
mynd, sem sýnd verður í Akureyrar-Bíó
á laugardags- og sunnudagskvöldið. Er
myndin áhrifamikil og ágællega Ieikin.
Gengi peninga hjá bönkum í dag.
Sterlingspund . . kr. 32,00
Dollar . . . . — 7,40
Svensk króna . . — 196,68
Norsk króna . . — 100,18
Dönsk króna . . — 123,00
Franskir frankar , — 40,45
Ká I r æ kt.
Þar eð menn hafa lagt þá spurn-
ingu fyrir mig, hvort ekki mundi vera
hægt að rækta hér ýmsar þær kálteg-
undir, sem flytjast hingað frá útland-
inu, vil eg biðja íslending fyrir eftir-
farandi:
Til eru margar káltegundir og all-
brytilegar, en tilheyra þó allar kross-
blómaættinni, og eru ræktaðar vegna
yfirvaxtarins, sem aðallega eru blöð,
en þó stundum stöngulhlutar.
Blómkál.
Það er fenginn full sönnun fyrir
þvf, að blómkál nær hér fullum þroska,
ef rétt er að farið með ræktun þess.
Því skal sáð t vermireiti, eða jafnvel
jurtapotta eða kassa í húsum inni, og
síðan flytja það úr þeim í vermireit-
ina. Þegar líður á sumarið fara
»höfuð« að myndast í blaðhvirfing-
unni efst á stöngulendanum, og verð-
ur að hlífa því fyrir sól, annars verð-
ur höfuðið hart (trénað) og ramt, og
þá jafnframt meira eða minna græn-
leitt. Þegar að því líður, að kálið er
fullþroskað, losnar höfuðið í sundur,
og verður þá að taka það upp áðttr
en það verður til muna. Bezt þrífst
blómkál í leirkendri mold, sem ekki
er of þur. Það þarf mikinn áburð,
og gildir það fyrir allar káltegundir,
helst nýjan húsdýraáburð og þegar,
kálið er nokkuð farið að vaxa, þykir
gott að vökva það með áburðarlegi.
Blómkálið skal tekið upp úr vermreit-
inum og gróðursett á bersvæði þegar
nokkurn veginn er víst að ekki sé von
mikilla kulda. Það skal sett niður í
4 feta breið beð, með 17 þuml. milli
raða og 12 þuml. millib. í röðunum.
Káltegund þessi er mjög ljúffeng og
er notuð með kjötmeti. Það er talið
að í því sé um 5°/o eggjahv. 6°/o
kolvetni og geri 35 hitaeiningar 100
gr. Blótnkál skal geymt á dimmum
rökum stað,
Hvítkál
er ræktað eingöngu vegna blaðanna.
Seinni part sumars vefjast þau saman
líkt og hjá laukum og mynda oft stór
kálhöfuð. Það þarf lengri vaxtartíma
en blómkál, en hefir þó náð sæmileg-
unt þroska hér á landi. Engrar sér-
stakrar aðgæzlu þarf við hvítkálshöfuð
Hveiti,
Strausykur,
Melís,
Rúsínur,
Sveskjur,
Epli ný og þurkuð,
Makaroni,
Kex í pökkum,
Laukur,
Kartöflur.
Verð hvergi lægra. Með næstu
skipum kemur mikið af matvöru
sem seld verður afaródýrt í
heildsölu.
Verzl. BRATTAHLÍÐ.
Islenzk frímerki
brúkuð, kaupir undirritaður
háu verði.
Innkaupsverðlisti sendist ef um
er beðið.
Kr. S. Nielsson,
Abel Kathrinesgade 25
Köbenhavn B.
Húsgagnaáburðurinn
Liquid Veneer,
gerir gamla hluti sem nýja. Er kom-
inn aftur.
Verzl. P. Pjeturssonar.
eins og blótnkálshöfuð, og má segja
að ræktunaraðferðin sé að öðru leyti
sú sama. í því er talið 3% eggjahv.
5°/o kolvetni og 30 hitaeiningcr í 100 gr.
Rauðkál.
Það líkjist mjög hvítkáli að öðru
leyti en litnum. Ræktað og notað á
sama hátt, hefir sama næringargildi,
en er öllu fljótvaxriara.
Blöðrukál og Toppkál.
Þessar káltegundir hafa náð hér
góðum þroska. Bezt er að sá þeim í
vermireiti í lok apríl og gróðursetja á
bersvæði í byrjun júní. Káltegundir
þessar geta haldið áfram að vaxa fram
í október ef tíðatfar leyfir. Aðurnefnd-
ar ræktunaraðferðir gilda.
Grænkál.
Það er lang harðgerðast allra kál-
tegunda og svo fljótvaxið, að það nær
hér á landi, í hvaða árferði sem er
fullum þroska fái það nógan áburð.
Það myndar engin höfuð. Blöðin eru
stór, dökkgræn og eins og krækluð
eða krulluð. Betra er að sá því í
vermireiti, því þess fyr er hægt að
nola það. En góðum þroska nær það
án þess. Grænkál er mest notað í
súpur. Það þolir að standa úti fram á
vetur. Geymast skal það á rörkum
stað, einnig má salta það niður til
geymslu. í þvt eru talin 4% eggjahv.
13°/o kolvetni og 70 hitaeiningar í
100 gr. slagar það því hátt upp í
jarðepli.
Rósakál.
Það þykir standa grænkáli næst að
harðgerfi, en hefir þó gengið hálf iila
að rækta það hér. Það myndar höf-
uð og er ræktað á sama hátt og
hvítkál. G. J.
Húsmæður! Prófið brenda og malaða
kaffið frá kaffibrenslu Akureyrar
Strandgötu 11.