Íslendingur


Íslendingur - 03.01.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.01.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Kjörseðill fyrir bæjarstjórnarkosning í Akureyrarkaupstað 6. janúar 1925. A-jistinn. B-listinn. C-listinn. Böðvar Bjarkan lögmaður. Halldór Friðjónsson ritstjóri. Ragnar Ólafsson konsúll. Sigtr. Þorsteinsson verzlunarmaður. Elísabet Eiríksdóttir kenslukona. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Kristján Karlsson bankaritari. Aðólf Kristjánsson skipstjóri. Benedikt Steingrímss. skipstjóri. Leiðbeining fyrir kjósendur. Bæjarstjórnarkosningarnar á þriðjudaginn kemur fara fram í Sam- komuhiisi bæjarins og byrja kl. 1 e. h. — Er kjósandi hefir verið viður- kendur af kjörstjórn, afhendir hún honum tvo kjörseðla, annan fyrir kosn- ingu í bæjarstjórn og hinn fyrir kosningu á tveim mönnum í stjórnar- nefnd Amtsbókasat'nsins. Eru listarnir skráðir á kjörseðlana, hver við annars hlið eftir stafrófsröð bókstafa sinna og nafnaröð fulltrúaefnanna á hverjum lista, eins og sýnt er hér að ofan á kjörseðlinum til bæjarstjórn- arkosningarinnar. Kjósandinn fer síðan með kjörseðlana inn í kjörklef- ann og gerir kross framan við bókstaf þess lista, er hann kýs, en varast að krossa framan við nöfn frambjóðendanna. Vilji hann breyta nafnaröð- inni á listanum, skal hann tölusetja nöfnin í þeirri röð, er hann vill hafa þau. Er kjósandinn hefir kosið, brýtur hann kjörseðilinn saman, í sömu brot og hann var í, er hann tók við honum, gengur síðan að kjörborð- inu og stingur sjálfur seðlinum þannig brotnum í atkvæðakassann, gegn- um rifuna í lokinu. Kjörseðillinn verður ógildur, ef bert verður við talningu at- kvæða, að kjósandinn hefir sett kross við fleiri en einn lista-bókstaf, eða tölumerkt nöfn á fleiri listum en einum, bætt nafni eða nöfnum við á lista, skrifað nafn sitt á seðilinn, sett stryk eða rispu eða önnur einkenni, er geta gert seðilinn þekkjanlegan. Kjörseðillinn fyrir bæjarstjórnarkosninguna lítur þá þannig út, þegar C-Iistinn hefir verið kosinn: A-listinn. B-listinn. X C-listinn. Böðvar Bjarkan lögmaður. Halldór Friðjónsson ritstjóri. Ragnar Óíafsson konsúll. Sigtr. Porsteinsson verzlunarniaður. Elísabet Eiríksdóttir kenslukona. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Kristján Karlsson bankaritari. Aðólf Krisijánsson skipstjóri. Benedikt Steingrímss. skipstjóri. K0|_. Hin ágætu kol mín verða framvegis aðeins seld út úr húsi og eru þau því bæði þur og hrein. r Ragnar Olafsson. Beztu kaupin á NAUÐSYNJAV0RUM gera menn eins og að undanförnu í VerzL Brattahlíð. Um hæfni þessara manna í nefnd- inni er bæði oddviti nefndarinnar og eg sammála; þess vegna höfum vér stutt að því, að þeir yrðu aftur í kjöri, því vér teljum ómaklegt, að sparka mönnum frá, er vel hafa reynst. Að bókavörður rær að þessu bak við okkur hina í nefndinni, finst okkur líka vera bein árás á viðleitni okkar til að koma því í lag, sem ábótavant er við safnið, svo sem frá er skýrt hér að ofan. Annars veit eg, að hvorugur þeirra fráfar- andi nefndarmanna, og ekki eg held- ur, sjá eftir að fara úr nefndinni. Við tökum engin laun fyrir störf okkar þar, og líklega ekki þakkir heldur, og slíku starfi getur oft fylgt leiðindi og áhyggjur, ef miður geng- ur en skyldi að koma því í lag, sem miður fer. Enda get eg vel búist vi0, að reynt verði að koma því til vegar í bæjarstjórn, að annar verði kosinn í minn stað í nefndina, svo að sem flestir verði nýir í henni, þegar til þess keniur, að velja úr umsækjendum um bókavarðarstarfið, sem eigi telji sig bundna við það, sem vér höfum gert. Myndi eg ekki harma það sjálfs mín vegna, því eigi hefi eg sókst eftir opinberum störfum hér á Akureyri. Eg hefi yfrið nóg að starfa, sem mér er geðfeldara. Eg vil taka það fram, að eg ber enga persónulega óvild til bóka- varðar, þvert á móti; og eigi veit eg heldur til, að neinir í nefndinni hafi átt viðsklfti við hann önnur en þau, sem viðkemur safninu, svo ástæða sé til, að persónuleg óvild hafi stýrt gerðum nefndarinnar. Að endingu vona eg, að þeir, sem eiga að greiða atkvæði um örlög safnsins á kjósendafundi eða í bæj- arstjórn, hafi það eitt í huga, að gagna safninu með atkvæði sínu, en ekki einstökum mönnum. Ritað á gatnlársdag 1924. Guðm. G. Bárðarson. Ath. ritstj. Pó nú ritstj. ísl. sé einn af með- mælendum þess listans, sem þeir Jónas Rafnar og Brynleifur Tobias- son eru á, hefir hann ekki viljað amast við grein Guðni. Bárðarson- ar, þar sem í hlut á maður, sem málavöxtum er jafnkunnugur, þó frásögn hans stingi allmjög í stúf við það, sem bókavörður hefir sagt ísl. Annars gerir ritstj. ísl. það að engu kappsmáli, hverjir kosnir verða í bókasafnsnefndina, því að vafa- laust eru góðir menn á báðuni listunum. oc Hnefahögg. Ritstj. Vm. segir þau ummæli ísl. — að réttlætismeðvilund meirihluta bæjar- fulltrúanna hafi bannað þeim að samþykkja tilboð Verkamannafélagsins um uppfyllingargerðina, vegna þess, hve það er einhliða og sérdrægnisiegt — sé hnefahögg framan í félagið, sem ótrúlegt sé að gleymist fyrst um sinn. Ef félagsmenn yfirleitt hafa hugsana- gang Halidórs Friðjónssonar, er þetta skiljanlegt, en hjá sanngjörnum og réttsýnum n'önnum getur það aldrei orðið heiftarsök, þó krafist sé sanngirni af þeim og öðrum. Annars voru orð ísl., er að þessu lutu, á þessa leið: »Verkið áltu að vinna fátækustu fjölskyldumenn Verkamannafélagsins — slík voru fyrirmæli tilboðsins, — allir utanfélagsmenn, hversu bágstaddir sem þeir væru, skyldu útilokaðir frá vinnunni. Nú er það vitanlegt, að ekki helmingur af verkamönnum bæjaritis er í Verkamannafélaginu, og að kringum- stæður þeirra munu upp og o'an svip- aðar. Sé knýjandi þörf fyrir meðlimi Verkamannafélagsins á vinnu, þá er það ekki síður fyrir hina. Ef bæjar- stjórnin hefði saniþykt tilboðið, hefði hún beinlínis brotið tétt á þeim verka- tnönnum, setn standa utan við Verka- mannafélagið — og samþyktin hetði vrrið svipa á þessa menn til að knýja þá í félagið, þó að þeim hefði verið það þvert um geð — og að ætlast til þess, að bæjarstjórnin léti hafa s:g til slíks gegnir furðu, því að enn þá, sem betur .fer, eru þeir menn þar í meiri hluta, sem eru fullírúar bæjarfé- lagsins í heild sinní, en ekki Verka- mannafélagsins eins.T Þessi eru þá orð:n, sem Vm. segir að lýsi ilfgirni bæjarstjórnarinnar í garð Verkamannafélagsins; illgirnin felst þá í því, að drýgja ekki óréttlæti. Bæjarstjórnin hefir gert gangskör að því, að skifta þeirri vinnu, sem bærinn hefir völ á, sem jafnist niður á milli fátækustu fjöiskyldumanna bæjarins, hvort sem þeir eru í Verkamannafé- laginu eða ekki og mun halda þeirri stefnu áfram, fái þeir menn ráðið, sem nú etu í meirihluta i bæjarstjórninni. Retta er eina réttláta slefnan að taka. Vm. vill lítiloka þá, sem ekki eru í Verkamannafélaginu frá bæjarvinnu. Slíkur er mannkædeiki þessa mann- vinar, (!!) cc Úr heimahögum. Bókasafnsncfndin. Samfara bæjarstjórn- arkosningunum á þriðjudaginn á að kjósa tvo menn í stjórnarnefnd Bókasafus Norð- uramtsins. Hafa tveir listar komið ftam. A-listi: Jónas Rafnar læknir, Brynleifur Tobíasson kennari. B-listi: Vald. Steffensen læknir, Stefán Stefánsson verzlunarm. Álfadans íþróttafélagsins sÞórs«, er halda átti á Gleráreyrum á gamlárskvöld, ensem fórst fyrir vegna óhagstæðrar veðráttu, hefir verið frestað þangað til að kvöldi ó. þ. m. — þrettándanum. Veðráttan hefir verið breytileg undan- farið, ýmist hlákur og þýðviðri eða kafalds- hríð. Á laugardagsnóttina gerði ofsaveð- ur af suð-austri og gekk sjór með flóðinu víða yfir Hafnarstræti og Strandgötu og skentdi götukantana og gerði göturnarill- færar með æki næstu dagana á eftir. Skemdir urðu á bátum á Svalbarðseyri og út með firði. Símalínur biluðu víða. Þriðjudaginn breyttist veðráttan úr blíð- viðri í hríðarveður og hefir það haldist síðan. Talsimasamband slitið við aðrar stöðvar, undantekningarlítið. Sjógangur. í Ólafsfirði hafa orðið mikil brögð að sjógangi, svo grafist hefir undan uppsátri — og sjór gengið svo langt á land, að fólk hefir orðið að flýja úr hús- um, er næst voru sjónum. Tombólu heldur kvenfélagið Framtíðin á sunnudaginn í Samkomuhúsinu til arðs fyrir velgerðastarfsemi sína. Heimsfrœg mynd. Næsta miðvikudags- kvöld sýnir Akureyrar--Bíó snillinginn Douglas Fairbanks í nýrri mynd, sem hlot- ið hefir það lof, að vera bezta myndin, sem hann hefir enn sýnt sig í. Myndin heitir sMark Zoros« og gerist í Mexico. Var Fairbanks á annað ár að fullgera hana og má af því ráða, að til hennar sé vandað. Á laugardagskvötdið sýnir Bíó >Rauða prinsinn* og á sunnudagskvöldið verður »Litla frúin í stóra húsinu* sýnd í síðasta skiftið. Báðar eru myndirnar góðar og vel leiknar. Kosningaskrifstofa C-listans er opin frá kl. 2 daglega. OO Lista-gloría fyrir fólkið. A-listinn: Þarna grunnmúruð Pjóðvörn er : | : fyrir fólkið. : | : Aðeins samvinnu óskUm vér : | : fyrir fólkið. : | : Heiðrum Sólgarða-húsbóndann, en höfum Trygg fyrir neðan ’hann : | : fyrir fólkið. : | : B listinn: Rauða fánann við hefjum hátt : | : fyrir fólkið. : | : Pjóðvörn tekur mig samt í sátt : | : fyrir fólkið. : | : Nú fiýt eg inn, ef eg- flotið get. Fylg þú mér, systir Elísabet : | : fyrir fólkið. : | : Clistinn: Nú er Verðandi vaknaður : | : fyrir fólkið. : | : Pá verður »general«-fagnaður : | : ‘fyrir fólkið. : | : Þeir vita langmestan vinninginn að velja konsúl og læknirinn ; | : íyrir fólkið. : —: A. B. C.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.