Íslendingur


Íslendingur - 13.02.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.02.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 13. febrúar 1925 8. tölubl. Varalögregla kaupstöðum. i. Miklu moldviðri hefir verið þyrl- að upp hér í bænum síðustu dag- ana út af varalögreglu þeirri, sem ríkisstjdrnin vili koma á fóí í kaup- stöðum landsins, — án þess menn í raun réttri vissu hvað væri á ferð- inni eða hvernig þessari lögreglu skyldi hagað. Tildrögin til moldviðrisins voru þau, að afgreiðslumaður Alþýðu- blaðsins í Reykjavík sendir Verka- manninum símskeyti á föstudaginn var þess efnis, að ríkisstjórnin ætli að leggja fyrir Alþingi frumvarp um stofnun ríkislögreglu; eigi hún fyrst að komast á í kaupstö.ðunum, en síðar um laud alt; allir .karlmenn á aldrinum frá 20 til 50 ára séu skyld- aðir til þjónustu og það varði hegn- ingu að óhlýðnast, og ennfremur þess getið, að með tilskipun skuli ákveða vopnaburð og aðra starfs- hætti lögreglunnar. — Þetta var að- alefni skeytisins. Ritstj. Vm. gefur svo út aukablað og hamast þar gegn »ríkislögreglu«, án þess þó að þekkja nokkuð frekar til frumvarps- ins en í skeytinu stóð, og á þess- um grundvelli boðar svo sfulltrúa- ráð verka!ýðsfélaganna« til »Alþýðu- flokksfundar* til þess að mótmæla ríkislögreglunni. Pessi, »Alþýðuflokksfundur« er svo haldinn síðastl. sunnudag. Mæta þar um 300 manns, mestmegnis meðlimir úr verkalýðsfélögunum; þó nokkrir aðrir slæddust þangað inn fyrir forvitnissakir. Aðalfram- sögu í málinu hafði Einar Olgeirs- son cand. phil. og var aðalinnihald , ræðu hans á þessa leið: Frumvarpið miðaði að því, að innleiða herskyldu og vopnaburð. Það sem enginn erlendur kúgari hefði Ieyft sér hér á lartdi áður fyr, það ætlaði íhalds- stjórnin íslenzka að leyfa sér nú. Fyrir henni vekti að hafa her á tak- teinum til þess að koma atvinnu- rekendunum til hjálpar móti sam- tökum verkalýðsins. Ríkislögreglan yrði því ekki annað en vopn í hönd- um atvinnurekendanna á verkalýð- inn, er kaupgjaldsdeilur væri á ferð- inni. Færi svo, að íhaldinu tækist að koma ríkislögreglunni á stofn, mundu verkalýðsfélögin ekki sitja auðum höndum. Þau myndu koma upp flokkum sér til varnar; mynda her á móti ríkislögreglunni. Myndi þá draga til blóðsúthellinga og mann- víga og sökina ætti — íhaldsstjóm- in. Þá fann og ræðumaður ríkis- lögreglunni það til foráttu, að hún þjappaði að persónufrelsi manna og að hún hefði töluverðan kostn- að í för með sér, þar sem yfirmenn hennar ættu að vera launaðir, og kæmi það illa heim og saman við sparnaðarhjal íhaldsliðsins. Bar E. O. svo fram í ræðulok tillögu, þar sem því var »harðlega mótmælt, að setja á stofn ríkislögreglu hér á landi«. — Halldór Friðjónsson ritstj. — sem var forseti fundarins — tal- aði því næst nokkur orð og kvað það aukaatriði frá hverjum frum- varpið kæmi; það eina, sem nokkru varðaði, væri að fá það felt, og til þess yrðu eindregin mótmæli að koma gegn því sem víðast að af landinu. Yrði frumvarpið samþykt, mundi blóðsúthellingar leiða af fram- kvæmdum þess. T. d. hefði Sjó- mannafélag Reykjavíkur ákveðið, að stofna flokk til þess að berjast á móti ríkislögreglunni, kœniist hún á. — Aðrir töluðu ekki um málið, nema hvað Sveinn Bjarnason gerði stutta fyrirspurn. Tillaga E. O. var síðan borin upp og samþykt með atkvæðum rúmlega helmings fund- armanna; mótatkvæði voru engin; minni hluti fundarins sat hjá og vildi sýnilega engin afskifti hafa af máli, sem hann hafði ekki meiri kynni af en einhliða frásögn tveggja manna og ógreinilegt símskeyti frá blaði, er frumvarpinu var fjand- samlegt. 11. Ritstjóri ísl. sendi Fiéttastofunni símskeyti á mánudaginn og bað hana að síma blaðinu frumvarpið, varð hún við þeim tilmælum og er frumvarpið á þessa leið, eftir því sem símskeytið hermir. Frumvarp tíl laga um varalög- reglu í kaupstöðum. 1. gr. Landstjórninni er heimilt aö koma á fót sveit varalögregluinanna í hverjum kaupstað landsins, eftir pví seni viö verður komið, á hún að vera til aðstoðar lögreglustjóra, pá nauðsyn krefur og fastir lög- reglunienn reynast óeinhlitir eða fyrirsjáanlegt er, að pcir eru pað. 2. gr. Allir karlmenn fullra 20 ára og ekki yfir 50 ára skulu skyldir að ganga i varalögreglusveit kaupslaðar pess, er peir eiga heima í, eða dvelja um tima í, ef ekki ófærir .vegna sjúk- dóms eða annara forfalla. Engin póknun greiðist varalögreglumönn- um, nema forstöðumanni og flokks- stjórum. 3. gr. Dómsmálaráðherra skiparforstöðu- mann eftir tillögu lögreglustjóra og tilkveður forstöðumaður varalög- reglumenn. Ráðherra(?) ákveður, hvaða póknun má greiða forstöðu- niönnum og flokksstjórum. 4. gr. Með konunglegri tilskipan setjist itarlegri reglur um varalögrcglu; lögregluliðsstarfshætti, jtæki, ein- kenni, pjónustuskyldur forstöðu- manns, flokkstjóra og annara vara- lögreglumanna. Þar séu og fyrir- mæli um .eið eða drengskaparheit, er peir vinni, áður peir taki til starfa. Fyrir að neita kvaðningu i varalögregluliðið og brot á þjón- ustuskyldum skal tilskipunin ákveða sektir eða fangelsi, nema liggi við pyngri refsing samkvæmt öðrum lögum. Með brot gegn lögum pess- um skal farið sem mál gegn brot- um á embættispjónustu. 5. gr. Allan kostnað af framkvæmd lag- anna greiðir rikissjóður. 6. gr. Lög pessi öðlist pegar gildi. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld og í síðasta sinni sunnudagskvöldið Dansmærin, amerísk kvikmynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin nafnkunna ameríska leikkona Mae Murray. Börn fá ekki abgang. Miðvikudagskvöld: SUMARGLEÐI, kvikmynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkin eru leikin af ýmsum beztu kvikmynda- Ieikurum Ameríkumanna. Sýningar byrja kl. 8V2. Þannig er þá frumvarpið; má vera að það sé ekki algerlega orðrétt, en í engu mun útaf bera í aðal- atriðunum. III. Af frumvarpinu er það augljóst, að hávaðinn, sem út af því hefir verið gerður, er ástæðulaus; hér er um engan her að ræða, enga her- skyldu og engan vopnaburð, annan en þá þann, sem lögregluþjónar al- ment hafa; hér er á friðsaman hátt verið að tryggja mönnum fullkomn- ari lagavernd, fullkomnara eftirliti með landslögunum og fullkomnari vörð um það þjóðskipulag, sem hið íslenzka ríki byggist á. Og öllum þjóðhollum og góðum borgurum ætti að vera það bæði ljúft og skylt, að greiða götu þess eftir megni. Og þeir mennirnir, sem nú ham- ast mest á móti þessu frumvarpi og eru að reyna að gera það ægilegt í augum almennings, eru menn- irnir, sem með athæfi sínu hafa knúð frumvarpið fram — kommún- istarnir eða ójafnaðarmennirnir ís- lenzku. Nýlega hefir einn af þeirrahelztu mönnum ferðast í kringum landið og haldið fyrirlestra og í þeim boð- að byltingu — blóðuga byltingu — hér á landi á næstunni; ýmsir aðrir úr flokknum hafa látið sér líkt um munn fara og blöð flokksins hafa bæði leynt og, ljóst klifað á hinu sama. Þá er það landskunnugt, hvernig að einn maður úr flokki þeirra fyrir fáum árum síðan gerði uppreist gegn yfirvöldum ríkisins og með nokkrum af félögum sínum veitti lögreglu höfuðstaðarins við- nám, er húrí kom til þess að full- nægja skipun yfirvaldanna. Þá er það ekki síður kunnugt, að þessir ójafnaðarmenn hafa gert stórspell á eignum manna, bægt friðsömum. mönnum frá vinnu og beitt ýmsa þá menn ofbeldi, er þeir þóttust eiga í höggi við. — Flestar kaupgjalds- deilur og verkföll höfuðstaðarins hafa þá sögu að segja. Og alt þetta skeður vegna þess, að ofstopamenn- irnir vita lögregluna svo máttlitla, að hún fær ekki rönd við reist ofsa þeirra og yfirgangi. Varalögreglan á að koma í veg fyrir, að ofbeldisverkin endurtaki sig; hún á að vera vörður gegn bylt- ingunni. En hún er ekki vopn áverkalýð- inn eða heilbrigðan félagsskap verka- manna; hún á að vera þeim stoð og hlíf gegn ofbeldismönnunum, sem eru að reyna að teyma þá á glapstigu: til lögbrota, uppreistar, mannvíga. Alþýðuflokksfuhdurinn síðastl. sunnudag sannar þessa við- leitni kommúnista-foringjanna. Því er lýst þar yfir af tveimur ræðumönnum, að verði varalögreglu- frumvarpið að Iögum, muni verka- lýðsfélögin reisa sveitir á móti henni, og eitt félag er sérstaklega nefnt, sem þegar á að h'ifa tekið þessa ákvörðun. Með öðrum orðum: verkalýðsfélögin eru ekki einasta hvött til þess, að óhlýðnast lögun- um, lieldur beinlínis til að gera upp- reist gegn þeim, og berjast gegn þeirri lögreglu, sem samkvæmt þeim yrði stofnuð; mannvígin og blóðs- úthellingarnar kæmu þá að líkind- um á daginn, og það væru þá »sveitir verkalýðsfélaganna« — upp- reistarliðið — sem sökina ætti að blóðverkunum. Þessi hótun kommúnista-for- sprakkanna ætti að tryggja varalög- reglu-frumvarpinu greiðan gang í gegnum þingið, því hún sýnir betur en nokkuð annað nauðsynina, sem er á þesskonar lögreglu og frum- varpið fer fram á. — Að fella frum- varpið, úr því sem komið er, væri að gefa kommúnista-hreyfingunni byr undir báða vængi. Og það mun Alþingi íslendinga aldrei gera. cc AI þ i n g i. Alþingi var sett eins og tilstóð laugardaginn 7. þ. m. Voru þá 2 þingmenn ókomnir til þings. Embættismenn þingsins voru kosnir: í sameinuðu þingi: Forsett Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf., með 20 atkv. Varaforsett Þórarinn Jónsson, þm. V.-Húnv., með 18 atkv. Skrífarar voru kosnir með hlut- fallskosningu Jón Auðunn Jónsson,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.