Íslendingur


Íslendingur - 03.04.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.04.1925, Blaðsíða 2
I5LENDINOUR £. Rugmjöl. Hveiti, 3 teg. Hafragrjón. Hrísgrjón. Maísmjöl. Heilmaís. Hafra. liafa fyrirliggjandi: Kaffi. Kaffibætir. Kakao. Suöu-súkkulaði. At-súkkulaði. Sykur, höggvinn. Sáldsykur. Kandis. Flórsykur. Rúsínur. Sveskjur. Gerduft. Eldspýtur. Krystalsápu. fyrst í stað komist af með færri frystihús en hér segir: Við Húnaflóa 2—3, Skagafjörð 1, Skjálfanda 1, á Langanesi 1, á Aust- fjörðum 2—3, við Breiðafjörð 1 og Faxaflóa 1. Hvað k æ I i s k i p i ð snertir, ber minni hlutinn fram tillögur sínar í frumvarpsformi og er það á þessa leið: „Frumvarp til laga um kaup á kæliskipi. 1. gr. Með forgöngu rikisstjórnarinnar skal undirbúningur þegar hafinn til pess að fullkomið kæliskip verði keypt til landsins. 2. gr. Ríkisstjórnin skal skipa 5 manna nefnd sér til aðstoðar um að annast framkvæmd málsins. Nefndarmenn skulu skipaðir samkvæmt tilnefriingu Búnaðar- félags íslands, Fiskifélags íslands, Sam- bands íslenzkra Samvinnufélaga, Verzl- unarráðsins og Einiskipafélags íslands, og skal fulltrúi hinnar síðastnefndu stofn- unar vera formaður nefndarinnar. 3. gr. Nefndin skal ganga fyrir hluta- fjársöfnun um land alt til kæliskipakaup- anna. 4. gr. Úr ríkissjóði skal leggja fram, ef til kemur, alt að priðjungi kostnaðar við kaup á skipinu, í hlutafje, pó ekki yfir 600 — sex hundruð — púsund krónur. 5. gr. Nefndin skal leita sanminga við Eimskipafélag íslands um, að pað leggi fram ákveðinn hluta hlutafjárins, sem parf til skipakaupanna, sem verða mætti for- gangshlutafé, og um að pað taki að sjer rekstur og stjórn kæliskipsins ,að öllu leyti. 6. gr. Nú pykir fullséð að uægilegt hlutafé aflist til skipakaupanna og hefir nefndin pá vald til, í samráði við ríkis- stjórnina, að semja um stníði, eða kaup á kæliskipi, ráðstafa rekstri pcss oggera nauðsynlega skipun á um, hversu háttað verði eignarumráðum yfir skipinu. 7. gr. Lög pessi öðlast gildi........ Þótt hér sé gert ráð fyrir að smiðað sé nýtt kæliskip, sem helzt ætti að vera talsvert hraöskreiðara en pau skip, er nú ganga hér við land, pá teljum við rétt, að leitað sé kaupa á gömlu skipi, ef pað skyldi reynast hagfeldara. Til leiðbein- ingar látum við fylgja lista yfir öll kæli- skip, sem nú eru í förum og eigu manna brezka ríkinu." Allir hljóta að viðurkenna, að hér er eitt mesta nauðsynjamál Iand- búnaðarins á ferðinni. Og þó að mörgum kunni að finnast kostnað- arhiiðin all-ægileg, ætti hún ekki að rísa mönnum svo mjög í augum, væri vissa fengin fyrir því, að arð- urinn yrði eins mikill og minni hlu’ti nefndarinnar álítur. En enn þá hafa ekki neinar verulegar tilraunir verið gerðar til þess að sannfærast um þetía. Pessar tilraunir verða fyrst að gerast áður en stærra spor er stigið í framkvæmdunum. Blómlaukar nýkomnir í verzlun Póru Matthíasdóttur. Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) , Rvík 2. apríl. Útlend: Roald Amundsen lagði upp í pól- arför sína frá Tromsö á þriðjudag- inn. Er fyrst haldið til Spitzbergen og þaðan hafið pólarflugið; Frá Berlín er símað: Tuttugu og fjórar miijónir tóku þátt í kosn- ingunni. 11 miljónir konservativa, 13 milj. republikana. Kosningin varð ólögmæt. Verður aftur kosið seinast í þessum mánuði. Dr. Jarrs fékk 8 miljónir úr þýzka þjóðflokkn- um. Vilhjálmur keisari fékk 12 at- kvæði. Marx hefir mestar líkur til að ná kosningu næst. Kommúnist- ar fengu helmingi færri atkvæði en við fólksþingskosningarnar síðustu. Frá Berlín er símað, að afráðið sé, að Marx, fyrv. kanzlari, verði sameiginlegur frambjóðandi lýðveld- isflokkanna við forsetavalið. Frá Stokkhólmi er símað, að verk- fallið nýafstaðna liafi kostað vinnu- veitendur 20 milj. kr. og verkamenn 10 milj. króna. Frá Kaupmannahöfn er símáð, að góðar horfur séu á, að kaupgjalds- deilumálin verði leidd til lykta á næstunni með rniðlun. Sameinaða gufuskipafélagið hefir lækkað farmgjöld milli Færeyja og Danmerkur um 25%, í tilefni af því, að Gufuskipafélag Færeyinga tekur til starfa á næstunni. AAikil æsing í eyjunum út af þessu. Patursson blaðamaður skorar á Færeyinga að skilja við Dani. Frá London er símað, að ind- verska skáldið Tagore liggi dauð- veikur í borginni Madras. Eliefta interparlamentiska ráðstefn- an hefst í London 11. þ. m. undir forustu Mussolini.' 32 þjóðir taka þátt í henni. Innlend. Landlæknir hefir birt tölur yfir berklasjúklinga á sjúkrahúsum lands- ins og sýna þær, að fleiri eða færri berklasjúklingar eru á hverjum spítala og sjúkraskýli. — Engin ný mænu- sóttartilfelli, en eitt taugaveikistilfelli í Rangárhéraði. — Kvefsótt víða, en fremur væg. Skíðamennirnir komnir til Reykja- víkur. Láta hið bezta yfir ferðinni. Frost á fjöllunum 12 til 29 gr. á Celsius. Teptust þeir í 40 tíma undan Hofsjökli vegna stórhríðar. Sýning á dönskum listaverkum verður haldin í Reykjavík í sumar. Guðmundur Ásbjörnsson fríkirkju- prestur á Eskifirði fór fyrir nokkru í embættiserindum til þess að messa á Ketilsstöðum á Völlum. Hann kom ekki fram og fanst örendur á Eskifjarðarheiði. Hefir að líkindum orðið bráðkvaddur. Sjókort — Sjómanna-almanak — Myndarammar fl. teg. Ýmsar nýjar bækur. Nýkomið í Bókaverzlun Kr, Guðmundssonar. Aiþingi. Lán úr Bjargráðasjóði. Frumv. stjórnarinnar uiti lán úr Bjargráðasjóði liefir verið samþ. og afgreitt sem lög frá þingi. Er aðal- efni þessara nýju laga á þessa leið: 1. gr. Að fengnum tillöguin sljórnar Bjargráðasjóðs íslands, er atvinnumála- ráðherra heímilt að lána af fé sjóðsins: a) hreppsfélögum eða bæjarfélögum, sem eru nauðulega stödd vegna af- leiðinga heirnsstyrjaldarinnar miklu eða af öðrum ófyrirsjáanlegum at- vikum. b) fóðurbirgðafélögum eða öðrum fé- lögum eða stofnunum, er hafa það eitt að markmiði að koma í veg fyrir hallæri. c) hreppsfélögum, er koma á fót hjá sér bústofnslánadeildum. 2. gr. Lán þessi skulu veitt gfcgn 5 af hundraði í vöxtu á ári og ekki til Iengri tíma en 20 ára. Lánin skulu jafnan trygð með ábyrgð hlutaðeig- andi sýslusjóðs eða bæjarsjóðs. Nánari reglnr um afgreiðslu lánanna, innihald skuldabiéfa og innheimfu lánanna getur atvinnumálaráðherra sett. Bjargráðasjóðurinn er orðinn yfir 600 þús. krónur. Heilsuhæli Norðurlands. Tillaga Bjöms Líndals o. fl. um að veita Heilsuhælisfélagi Nl. 75 þús. kr. á næsta árs fjárlögum, var samþ. við 2. umræðu fjárlaganna í n. d. með 18 atkv. gegn 10 (Magn. Torfason og 9 íhaldsmenn). Talið víst að efri deild muni einnig samþykkja fjárve:tinguna. Einnig hefir deildin samþ, 150 þús. kr. fjárveítingu til Landspítalans. Fjárlögin. 2. umræðu fjárlaganna í n. d. lauk í gærkvöldi, og voru þá fjárlögin kom- in í það horf að 92 þús. króna tekju- halli var kominn i stað 20 þús. kr. (ekjuafgangs, er frv. gerði ráð fyrir. Styrkur til Búnaðarfélags íslands var hækkaður upþ í 200 þús. kr., sfyrkur Fiskifélagsins uppí 77 þús. og veð- nralhuganaslöavarstyrkurinn hækkaður um 10 þús. kr. Þá var þessum fjár- veit ugum komið inn í fjárlögin. Til unglingaskóla 38,000 kr., til húsabóta á prestsefrum 20,000, aukasfyrkur til Amtbókasafnsius á Akureyri 3000 kr, til flóðgaröahleðslu á Skeiðum 8000 kr., til sundlaugar við Aljíýðuskóla Pingeyinga 5000 kr., til Sögufélagsins 3000 kr., tll Fræðafélagsins 3000 kr. og svo fjárveitingarnar til Heilsuhælis Norðurlands og Laudsspftalans, sem áður er utn getið. Pá var og sam- þyktur ritstarfasíyrkur tii Sigurðar Nor- dals prófessois ög skáldanna Sfefáns frá Hvítadal og Halldórs Kiljan Lax- ness. Af feldurn fjárveitingum eru helztar 60 þús. kr. til skólabyggingar á Eiðum, 20 þús. kr. til Vaðlalieiðar- vegar, 35 þús. til landmælinga og 45 þús. tíl sendiherra í Kaupmannahöfn. Umræður uin fjárlögin hafa staðið 5 daga og 70 ræður verið haldnar. Eggert Stefánsson fv. símritari sækir um 3000 kr. biðlaun, fyrir að hafa verið sviftur starfa sínum við Lands- sfmann að ósekju. Skattamálin. Meiri hluti fjárhagsnefndar neðri deildar (Kl. Jónsson, Halld. Stef., J. Möller og Sv. Ól.) hefir skilað nefnd- aráliti um skattafrv. stjórnarinnar. Feist hann á þærívilanir hlutafélögunum til handa, að við útreiknun skatts megi telja varasjóði með innborguðu hlutafé, en þetta hefir í för með sér nokkra lækkun á skattgjaldi félaganna, ennfr. að skattfi jáls sé ]U hluti þess hluta af ársarði, sem lagður er í varasjóð. Petta eru aðalívilanirnar, sem farið er fram á í stjórnarfrumvarpinu. Aftur er meiri hlutinn á móti því ákvæði frum- varpsins, að skallgjald hlulafélaga mið- ist við þriggja ára meðaltekjur. — Petta ákvæði ber þó ekki svo að skilja, að leyfa eigi að draga upp á einu ári beinlínis frá ágóða annais, heldur er miðað við skaltskyidar tekjur, en þær eru engar, þegar tap er. En margir munu hsfa skilið þetta á hinn bóginn. Leitað var álits bankanna um þetta efni, og leggja báðir eindregið með því, að þessi breyting verði gerð. Bréf bankastjórnanna um þetta efni eru prentuð með nefndaráliti minni hlutans (B. Líndal, Magn. J., Jón Auðunn). Fátækralöggjöfin. Jön Baldvinsson flytur frv. um breytingu á fáiœkralögunum. Engan slyrk má skoða sem sveitarstyrk, ef haun er vedtur vegna ómegðar, slysa eða vanheilsu, atvinuuskorts eða elli, og hafá þesskonar styrkveitingar því ekki nein réttindamissi í för með sér. Vinnu- og kaupgjaldsdeilur. Tryggvi Pöihallsson og Ásgeir Ás- geirsson flytja frv. um sáltalilraunir í vinnudcilutn. Atvinnumálaráðh. skipi sáttasemjara, er hafi það starf með höndurn, að vinna að því að koma á sátlum í deilumálum milli vinnuveit- euda og vinnuþ ggjenda. Frv. tr s- m ð eílir löggjöf Dana í þessu efni. Bjarni frá Vogi flytur frv. um málamidhinoggerðardóm i kaupgjalds- þrætum. Eftir því skal gerðardómur skipaður af báðum aðilum og odda- manni, sem atvinnumálaráðh. skipar. Docentsembætti. Efri deild samþykli á miðvikudagínn að siofna að nýju docer.lsembætti við Háskóla íslands handa Alexander Jó- hannessyrii dr. phii. Var frv. borið fram að óskum lieimspekisdeildar Há- skólans. Fiurnvaipið á eftir göngu s(na um neðri deild. <§)© Uppog niður. Skólamálin og íhaldið. Hr. Einar Olgeirsson lieldur því því fram í síðasta tbl. Verkamanns- ins, að íhaldsflokkuritin standi bak- við frv. Bjarna frá Vogi um lærða- skólann. Þetta eralls ekki rétt; þing- menn hafa alls ekki skift sér til fylgis eða andstöðu við frumvarpið eftir flokkum, og getur því ekki eim um fiokki öðrum framar verið kent um eða þakkað fylgi við frumvarp- ið. Má t. d. benda á, að sá mað- urinn, sem mest hefir barist fyrir framgangi frurnvarpsins í neðri deild næst flutningsmanni, er fyrv. ráðli. Framsóknarflokksins, Klemens Jóns- son, og af þingmönnum íhalds- flokksins, sem eru á móti frurnvarp- inu og þar með á móti því, að sam- Bezta S0 p Sætsaftin o 3 3 2. c •n og Cacao n> 7? r+- Stórir paltkar á 15 aura. Verzl. Geysfr.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.