Íslendingur


Íslendingur - 03.04.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.04.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDlNGUR 3 Haldbeztu og ódýrustu vinnufötin fásí i Brauns Yerzlnn. bandinu við Gagnfræðaskólann á Akureyri sé slitið — eru m. a. Björn Líndal og Jón Sigurðsson frá Reyni- stað. — Að flokkurinn hafi verið seldur Bjarna í þessu máli, eins og E. O. dylgir með, — er aðdrótt- un, — samboðin verkalýðsblöðun- um íslenzku; og mun aiþjóð vissu- lega taka henni með þeirri fyrirlitn- ingu, sem hún verðskuldar. Skoðana- en ekki verknaðarfrelsi. Ritstj. Vm. er fokvondur út af því, að ísl. skyldi geta um fyrirspurnina, sem iögð átti að hafa verið fyrir formann Verkamannafélagsins á síð- astafundi þess, um hvort menn yrðu að afsala sér sannfæringu og skoð- anafrelsi um leið og þeir gerast fé- lagsmeðlimir. Telur ritstj. þetta »lúa- lega lúsalegan« uppspuna, en játar þó rétt á eftir, að fyrirspurn hafi verið borin upp, sem hefir nákvæm- lega sömu meiningu og sú, sem ísl. gat um, þótt orðalegið sé annað. Og hann upplýsir ennfremur, að fé- lagsmenn rnegi hafa skoðanafrelsi en ekki verknaðarfrelsi. Með öðrum orðum, meðlimir félagsins mega hafa aðra skoðun en hin alráðandi dómnefnd félagsins, en þeir mega ekki framfylgja henni í verknaði, — það er burtrekstrarsök. Þetta stend- ur svart á hvítu í síðasta Vm. og verður því ekki véfengt. Mótgangur. Fyrirlesari Sambandsins, hr. Jón Sigurðsson frá Yztafelli, hefir átt miklum mótgangi að mæta á ferð sinni um Skagafjarðarsýslu. Hefir hann tjáð ritstj. Dags raunir sínar og hreytir ritstj. í blaðinu í gær skammaryrðurn í ríkum mæli til Skagfirðinga fyrir að hafa ekki fallið fyrirlesaranum til fóta. Meðal þeirra, sem verða fyrir barðinu á ritstjór- anum,er Sigurgeir Daníelsson hrepp- stjóri og kaupmaður á Sauðárkrók. Kemst ritstj. m. a. svo að orði um Sigurgeir: »Forfeður hans áttu alt sitt »undir sól og regni.4 Þeir unnu æfistarf sitt og skii- uðu átökum sínum, þar sem laudið var að gróa. Sigurgeir eyðir menningararfin- um við aurasnap bak við búðarborðið. Skap hans er háð daglegri ýfingu við að sjá sjálfstæða bændur ganga fram hjá búðardyruin hans án þess að virða hann viðtals. Sál hans verður grá af búðarryki og sjúk af öfund og illum hugsunuui í garð þeirra manna, er verja starfi sínu til fremdar þeirri nienningu, sem hann sjálf- ur sóar vegna skorts á manndómi. Óþarft muu að geta sér þess til, að hann auðgi þjóðina að nýtilegri verzlunarreynslu eða vinni sinni stjett neitt til fremdar. Hann er einn þeirra manna, er ættjörðin gæti mist sér að skaðlausu.* Það sanna um Sigurgeir er, að hann er valinkunnur sæmdarmaður, sem nýtur óskiftrar virðingar allra, sem hann þekkja. Hann bjó áður góðu búi hér í Eyjafirði, en varð að hætta búskap sökum veikinda. — Hann er enn mjög heilsutæpur og hefir átt við langvarandi veik- indi að stríða, og hafa þau vitan- lega lamað starfsþrek hans ogfram- sóknar-getu, þó velli hafi hann haldið í baráttunni fyrir tilverunni °g það með sæmd. Hann var spítalaráðsmaður á Sauðárkrók um tíma, en á síðari árum hefir hann fengist við kaupskap og útgerð, jafnframt því, sem hann hefir verið hreppstjóri Sauðárkrókshrepps. ,— Þannig ér lífsferill þessa manns, sem ritstj. Dags skrifar svona þokkaiega um. — Ætli að Sauðkrækingar þakki honum ekki lýsinguna? oo Úr heimahögum. Kirkjan. Pálmasunnudag Akureyri kl. 2. Skírdag — — 2. Föstudaginn latiga — — lO'/s. Sama dag Lögmannshlíð — 1. Páskadag Akureyri — 12. 2. Páskadag Lögmannshlíð — 12. Jón Sveinsson bæjarstjóri kom heim úr utanför með Diönu síðast. Hefir hann sem kunnugt er dvalið undanfarna mánuði í Kaupmannahöfn og kynt sér sveitastjórna- og bæialöggjöf og skattamál, og haft til þess styrk úr Sáttmálasjóði. Mun Jón vera eini ísl. lögfræðingurinn, sem lagt hefir stund á þessi fræði, en þau eru lalin nauðsynleg þeim, sem gegna bæjarstjóra- eða borg- nieistaraembættum. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu stendur yfir þessa dagana. E.s. „Nordlandeigti Thor E Tuliniusar, korn hingað fyrir síðustu helgi með kol til Höepfnersverzlunar, og nokkuð af vörum til annara verzlana t bænttm. Á þriðja degi eftir kontu skipsins var gerð áfengis- leit í skipinu og fundust hjá brytanum slattar í nokkrum flöskum af óinnsiglufu vtni — annað ekki. Fyrir brot þetta á áfengislöggjöfinni gekk brytinn inná að greiða 200 kr. sekt. — Skipið fór héðan síðdegis á þriðjudaginn áleiðis til Reykja- vtkur, með því tóku sér far Ragnar Ólafs- son konsúll, R. Köster niðttrsuðutnaður og Pjetur Jónasson írá Hjalteyri. Fjalla-Eyvindur verður sýndur í Bíó í kvöld og annaðkvöld og svo ekki fyr en á annan í páskum. Kvikmyndin af Fjalla- Eyvindi þarf engra meðmæla með; það eitt, að hún sýnir sjónleik Jólranns Sigur- jónssonar, og að hann nýtur sín þar fylli- lega, eru þatt beztu meðntæli sem hægt er að gefa þessari stórfenglegu pg ágætu mynd. Þarft rit. Isl. hefir nýlega verið sent „Ársrit hins isl. Garðyrkjufjelags“ 1925. Þó rit þetta sé ekki stórt, aðeins tæpar 50 bls., er það ltið þarfasta vegna ftess mikla fróðleiks senr það hefir inni að halda. Að þcssu sinni er stærsta ritgerðin „Um nokkra jurtasjúkdóma og óþrif" eftir Einar Helga- son. Oarðyrkjuíélagið verður 40 ára í n.k. maímántiði, stofnað 26. maí 1885. Sonafórn heitir Ijóðabálkur um nrann- skaðana mikltt á afliðnum vetri, seru Þor- steinn Björnsson frá Bœ hefir ort og gefið út. Rennur ágóðinn af sölu hans í »Styrkt- arsjóð hinna nýdrukknuðu sjómanna,* en þó nokkur hluti til »Sjórnannastofunnar í Reykjavík.* Ljóð þessi kosta aðeins 1 kr. og fást hjá Magnúsi Jónssyni bókbindara. Nœsta blað fslendings kenrur út á laug- ardaginn fyrir páska. Ný skáldsaga — »Niður hjarnið« — eftir séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ — kenrur út hér á Akureyri fyrir páskana. Mun marga fýsa að eignast bókina. Hjúskapur. Fyrra sunnudag voru gefin sanran í hjónabatrd af séra Oeir Sæmunds- syni ungfrú Brynhildur Eyjólfsdóttir héðan tir bænum og Stefán Kristjánsson kennari Srá Glæsibæ. Rúgrajöl í heilum sekkkjum, áreiðanlega ódýrfist í bænum hjá Jóni G. Guðmann. Kniarieið éik. Margt gerist nú á dögum, sem er lítt sk Ijanlegt. Pað þykir nú orðið ekki svo mjög athugavert, þóft trrað- ur, sem hefir tekið að sér ákveðið strrf og fær laun fyrir það, gæti ekki einungis verksins illa, lieldur vinni beinlínis á móti því; emkum ef það er á andlega sviðinu. Til dæmis má taka mann, sem hefir tekið að sér að boða kristindóm, hefir svarið dýran eið, að hann ætli að boða hreina lútherska trú, en ræðst síðan á það, sem kristindónnrrinn byggist á! Betta hefir sýnt sig greinilega á síðustit ár- um. Guðfræðingar þessa lands lrafa ferðast um og ráðist á helztu atriði kristindóinsins. Suntrudaginn 8. marz s. I hélt Gunnar Benediktssoir í Saurbæ, prestur í lút’reisku þjóðkirkjunni, alþýðufyrir- lestur í Sanrkomuhúsi Akureyrarbæjar. Umiæðttefni var: »Adam ög Eva rek- in úr Paradís.* Langar mig að fsra nokkrum orðum utn sum atriði í ræðu hans. Ræðumaður taldi það skakkan skiltr- ing, sern hefði verið lagður í synda- fallssöguna. Skildist mér á honum, að það væri óviðeigandi að nefna það syndafallssögu, þar eð Adam og Eva diýgðu euki synd við að eta af trénu, heldur komust á miklu fullkomn- ara og hærra stig. Hann sagði líka, að höggortnurinn væri ekki nryrkra- höfðinginn, heldur táknaði hann slægð og speki. Færði hann máli sínu til stuðnings I. Móse 3, 1. »En högg- ormurinn var slægari en ö!I unnur dýr merkurinnar*, og svo það sem »spá- maðurlnn rnikli« befði sagt við læri- sveina sína: »Vcr;ð einfaldir sem dúfur en slægir sem höggormar*, og afíur það sem »spámaðurinn frá N.rza- ret* sagði við Faríseana: »Pér bögg- ormar og nöðurkyir*, setn þýddi ekki atrnað en »þér spekingar*. Pannig var alþýðufræðsta þe si. Eg þóitist taka eftir því, að ræðu- titaður v ldi láta menn lesa biblíuna, sköpunarsagan væri ekki ö.'l í bibliu- sögum er börir læsu, þar væri surtrum atriðum slept; tnenn þyifur þvi að lesa biblíuna sjálfa, til þess að þekkja sköpunarsöguna eins og hún kæmi fyrir. Sökum þess, að eg lrefi lesið nokk- uð í ritningunni, tók eg eftir því að ræðumaður gekk fram hjá einu atriði í sköpunarsögunni, sem skiftir miklu rnáli, en það eru orð Drottins við höggormitrn: »Og fjandskap vil eg setja nrilli þín og konunnar, milli þins sæðis og hennar sæðis; það skal merja höfuð þitt og þú skalt merja hæl þess«. 1. Móse 3. 15. Um leið og syndin kom í heiminn, gaf Guð oss fyrirheiti ym að senda son sinn. »Sæði konunnar skal merja höfuð þitU. Jesús Kristtrr kom í heiminn og sigraði yfir öl!u hitru illa og myrkrahöfðingjanum sjálfum. Og það sem Gúð sagði við höggorminn: »og þú skalt merja hæl þess«, vitum vér einrtig að heíir komið fratn. Hinn vondi hefir afar rnikil áhrif í heimin- ttm og fjölda margir eru undir hann gefnir. Menn rangsnúa sannleikanum og svifta meðbræður sína lifi. Við- burðir síðustu ára ættu að sannfæra oss urn, að hinn vondi hefir afar mikil áhrif í heimi þessutn. »Etr sæðt kónunnar skal merja höfuð þitt«. Vér sjáum hinn mikla mun, að merja hæl- inn, sem veldur aðeins sársauka og helti, en að merja höfuðið er dauði. Jesús Kristur hefir kotnið í heiminn og unnið sigur, og bráðum mun Itann burtrýma hinum vonda og öllu illu þá er hann kemur aftur. Eg ætla mér að sanna, að bibltsn kennir að höggonnurinri táknar sjá'fan rnyrkrahöfðingjann. Fyrst skal eg taka það fram, að fyrsta versið í 3. kap. 1. Mósebók sannar alls ekki að högg- ,Heli #s' hitageymar eru viðurkendir þeir beztu. Fást í Brauns Verzlun, Páll Sigurgeirsson. afsláttur af fiðurheldum LÉREFTUM í BRAUNS VERZLUN. Príma íura nýkornin í Verzl. Valhöll. (Kobberstof) fyrirliggjandi. Verðið lækkað. Ásgeir Pétursson. Verzlunin „Akureyri“ hefir mikið úrval handa ferminga- börnum, .svo sem kjóla, hatta, slæð- ur, hanzka, silki og ísgarnssokka, nærföt. Einnig mjög fallegar brjóst- nælur, armbönd, og festar til ferm- ingargjafa. Tvíbreitt hörléreft. Hvergi meira úrval af kjólatauum og kjóla- skrauti. Halld, & Valg. Vigfúsd. Sölubúð til leigu. Upplýsingar hjá Sveini Sigurjónssyni. ormurinn sé ekki Satan. Þar stendur: »Eir höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar*. Petta bendir einmitt á, að hér sé átt við hinn vonda, því að í honuin býr meiri slægð en í nokkurri skepnu jarðarinnar. Biblían íalar um »véiabrögð djöfulsins« og að Satan konri ætíð í þeirri mynd, að hann gett á sem beztan hátt táldregið menn með slægð sinni, já, bregði sér í Ijósengilsmynd, ef hægt væri að táldraga einlægar sálir. (Framhald). Alþýðumaður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.