Íslendingur


Íslendingur - 03.07.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.07.1925, Blaðsíða 2
\ ISLENDINQUR )) Maf m & Ol Kartöflur, Fyn'rliggjandi: Rúgmjöl, Hveiti. an sem rúsínur í vaðalsgraut þinn. Um frásögn þína af námskeiðinu á Hólum hefi eg litið að segja, eg kom þar ekki, en talsvert öðruvísi segist nú ýmsurn frá, og það mönnum, sem telja sig til sömu pólitísku ættar og þú, Tumi, en af því mér er illa við allar Qróu-sögur, skal ekki frekar farið út í það mál, en áslæða er til að ætla eftir öðrum köflum bréfs þíns, að meðferð þín á sannleikanum í frásögn þinni af námskeiðinu, hafi eitthvað farið í handa- skolum. Jón Sigurðsson flutti ekki erindi í hverjum hreppi hér, eins og þú segir í brjefinu í Degi, mér vitanlega ekki víðar en í 6 —7 hr. af 14, svo hér fer þú með ósannindi, Tumi, enda ekki svo undarlegt, þegar þess er minst, hverjir hinir pólitísku lærifeður þínir eru, en þetta eru fremur meinlaus ó- sannindi, sýna samt, hve þú ert vand- aður f frásögn þinni. Á fundi þeim, hér á Króknum, er þú gerir að um- talsefni í Degi, var enginn Iiðsdráftur gegn Jóni, eins og þú segir. F*ú átt líkl. við, að safnað hafi verið liði á fundinn eða fyrir hann, en hvort sem er, þá er það ósatt. Af h á 1 f u . kaup- manna segir þú að talað hafi móti Jóni þeir Sigurg. Daníelsson og síra Hálfdán. Sigurgeir hefir nú um langt skeið ekki fengist við kaupmensku og sr. Hálfdán aldrei, svo eg viti. Hann mundi ekki einu sinni fást til að selja syndakvittun, þó einhver, vegna óráð- vendni til munnsins, þyrfti á henni að halda. Líklega er nú þessi frásögn þín um viðureign Jóns við »kaupmenn- ina« meir sprottin af vanþekkingu en rótarskap; öðru máli er að gegna með söguna af kaffiheimboðinu. Pað er ó- svikin Gróu-saga af mjög lélegri teg- und, og tilhæfulaus uppspuni af heim- ildarmönnum þínum, ef þú hefir ekki búið hana til sjálfur, svo sauisletturn- ar í bréfi þínu gætu orðið sem fjöl- breytfastar. Sannmælis get eg unnað Jóni um það, að framkoma hans á fundinum var hógværleg, en hið sama mátti og segja um framkomu andstæð- ings hans, er þar töluðu. Sigurför enga fór Jón þar, síður en svo, enda var meðferð hans á málefni því, er hann flutti, altof Tímanleg til þess að honum yrði sigurs auðið. Parna hafa heimildarmenn þínir aftur gabbað þig, og var það þó ekki gustuk. Og ó- venjulega andlega tileygður hlýtur sá maður að vera, sem fær jafnskælda mynd af margnefndum fundi, eins og þú bregður upp í Degi. Nokkrum vingjarnlegum orðum víkur þú að kaupmannastéttinni hér, og furðar sig enginn á þvi, sem veit hvaðan þú hefir meðtekið þann anda, sem frá þér feggur í þeirra garð. Meðal annara orða segir þú um þá, að þeir fiti sig á framleiðslu bænda, en benda vil eg þér á það, Tumi sæll, að ekki hafa þeir allir fitnað á viðskift- um sínum við bændur. En til eru aðrir menn — þú hefir gleymt þeim — sem engu síður fita sig á framleiðslu bænda, hvernig sem verzlunin gengur, svo sem kaupfélagsstjórar, farandpre- dikarar og pólitískir flugumenn, og síðast en ekki síst sumir ritstjórar og' aðstoðarmenn þeirra, sem illu heilli hafa sogið sig fasta á framleiðslu fjölda bænda, tif lítilla þrifa fyrir þjóðfélagi^, Framleiðslu þína sem bónda þekki eg ekki, ef hún annars er nokkur, en andlega framleiðslu þína þekki eg nú að nokkru, og er hún vissulega ékki þess eðlis, að nokkur geti af henni fitnað, svo óboll er hún og illa með- ' höndluð. Skagfirðingur. oo Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 2. júlí. Utlend: Frá Bergen er símað: Michelsen fyrv. forsætisráðherra Iátinn. ÖIl norska þjóðin harmar lát hans. Eft- irlét eignir sínar, sem nema 5—10 milj. kr., til almennra vísindalegra þarfa. Frá Berlín er símað: Norðurpóls- för í Zeppelinfari er ákveðin 1927. Formaður skipsins verður Erckener hinn þýzki, en Friðþjófur Nansen er ráðinn til að standa fyrir vísinda- rannsóknum. Frá Berlín: Loftskip verður bygt til pólfarar þeirra Nansens og Erc- keners, helmingi stærra en Z. R. 3. Áætlað 2000 smál. að stærð með 10,500 hestafla vélum. Búist er við, að það kosti 10 milj. gullmarka. Bandamenn verða að samþykkja bygginguna. Frá París: Kínversku kommún- istarnir, er réðust inn í sendiráðs- skrifstofuna, gerðir Iandrækir. Frá Minneapolis: Á hundrað ára minningarhátíð Norðmanna tala þeir Coollige sem fulltrúi Noregs og Thomas Johnson sem fulltrúi Kana- da. Vakti það eftirtekt víða, að ís- Ienzkum manni var falið þetta. Frá San Francisco: St. Barbara nær gereyðilögð af landskjálfta. í Losangelos miklar skemdir. Frá Stokkhólmi: Sven Hedin ætl- ar í Zeppelinsfari rannsóknarför um óbygðir Asíu. Samkvæmt skeyti til Social-Demo- kraten hefir fjöldi socialista í Rúss- landi verið handsamaðir 1. maí og sumir myrtir, vegna þess að þeir afneituðu kenningum kommúnista. Víkingaskipið færeyska er komið fram í Bergen eftir 6 daga ferð. Var oft statt í hættu. Símað er frá París, að fjárlaga- frumvarp CaiIIaux hafi verið sam- þykt eftir harðar orðasennur. Pað leiðir af sér hærri skatta. Innlent lán verður tekið og seðlaútgáfa þjóðbankans hækkuð úr 45 í 51 miljarð. Frankinn fellur atöðugt. Frá Moskva: Trotsky hefir verið skipaður forstjóri sparnaðarráðsins. Frá Saloniki: Hershöfðingjar mynda stjórn á Orikklandi undir stjórn Pangalos. Ástæða talin sú,' að fyrverandi stjórn hafi verið of eftirlátssöm við Jugoslava. Annars er kyrð í landinu. Frá Shanghai: Stúdentar og verkamenn í borginni hófu kröfu- göngu. Útlendir hermenn skutu á múginn og drápu 80 manns og særðu fjölda. Kínverska stjórnin vill afnema sérréttindi útlendinga. FiáParís: Ráðuneytið fékktrausts- yfirlýsingu, en var ámint um, að spara menn og fé í Marokko og leita samvinnu við Spánverja. Frá London: Kólera ei\ gosin upp á eyjunni Ceylon, . t Innlend: 19. júní söfnuðust í Rvík 10,500 lgónur til Landsspítalans. Jóhannes Patursson er staddur hér. V Stórstúkuþingið samþykti að kosta jarðarför Sigurðar Eiríkssonar reglu- boða. S'túdentasöngvararnir dönsku á leiðinni með »GuIlfoss«. Aðalfundi Eimskipafél. íslánds ný- lega lokið. Arður fyrir árið 1924 var 292 þús. kr. eða 248 þús. meira en árið áður. Peir, sem gengu úr stjórninni, voru endurkosnir í hana. Innflutningur áfengis árið 1924 var 114,970 lítrar af sherry, portvíni og malaga, en árið áður var inn- flutningurinn 167,000 lítrar. Eimskipafél. íslands hefir gefið út bækling til minningar um 10 ára starfsemi félagsins. Lúðvig Kaaber bankastjóri keypti merkasta málverk dönsku listsýning- arinnar: »Jungfrúin íormshamnum® eftir Joachim Skovgaard, og gaf Iandinu. Verð um 300 kr. Símað er frá Seyðisf. 30. f. m., að í fyrri viku hafi þar orðið fyrst síldarvart í reknet á svonefndu Kolmulagrunni. Eitt skip fékk 60 strokka. Verð á síldinni 80 kr. strokkurinn. Bætir það falsvert úr beituleysinu og vel aflast á nýbeitu. Skipið »Smyrill« kom þangað í gær með 80 færeyska fiskimenn til Austfjarða og einnig 30 strokka af beitusíld. — Maður á Héraði slasaðist hryllilega, svo að tvísýnt er um líf hans. Hann stóð hjá manni, sem var að kasta upp úr mógröf og rakst hvíslartindur í auga hans. ' ®® Jónasar-fundurinn. Hriflumaðurinn verður sér til skammar. Pau tíðindi gerðust hér í bæ á mið- vikudaginn, að 5. landskjörinn þing- maður, Jónas Jónsson frá Hriflu, boð- aði tif *leiðarþings fyrir Akureyrar- kaupstað« þá um kvöldið í Samkomu- húsinu. Var í fundarboðinu óskað eftir, að þingmaður kaupstaðarins og þingmenn sýslunnar mættu og tækju þátt í umræðum. Voru þeir allir til staðar, er fundarboðandi setti leiðar- þingið kl. rúmlega 8 um kvöldið. Fundarstjóra tilnefndi hann Jón Stef- ánsson fyrv. ritstj. og hafði enginn neitt út á það val að setja. Fundarboðandi tók síðan til máls og talaði hátt á aðra klukkustund. Var upphaf ræðurinar nokkurskonar barnafræðsla um stefnur aðalstjórnmála- flokkanna, íhaldsin§ og Framsóknar, og var Hriflu-sannleikur rauði þráðurinn í þeirri frásögn. Næst vék ræðumað- ur sér að störfum síðasta þings, og drap á nokkur mál, var jaar í ríkum mæli haldið fram öllum þeim blekk- Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarð- arför Einars Tómassonar sonar míns. Siglufirði 26. júní 1925. Tómas Björnsson. ingum og fjarstæðum, sem verstar hafa heyrst úr herbúðum stjórnarandstæð- inganna. Japlaði hann m. a. mikið á hernum, sem stjórnin hefði ætlað að koma upp til þess að berja á verka- mönnum og jafnvel bændum, og upp- málaði skelfingarmynd af þvf, hvað þjóðin hefði átt í vændum, ef varalög- reglufrumvarpið hefði náð fram að ganga. En hann gleymdi að geta þess, að upprunanlega hefði það verið Tím- inn, sem bent hefði á hina knýjandi nauðsyn sem til þessværifyrirlandstjórn- ina að koma á fót opinbérri lögreglu og henni öflugri, 'ög að stjórnarfrum- varpið um varalögregluna gekk skemra en Tíminn hafði lagt til að gert yrði. Með afnámi steinolíueinkasölunnar sá hann þjóðina tvímælalaust ofurselda »Standard Oil«, er reyndi að spenna heljargreipum að vélbátaútveginum, og í afnámi tóbakseinkasölunnar sá hann stórtjón fyrirsjáanlegt fyrir ríkissjóðinn, en stórgróða kaupmanna. Pá var hon- um mjög tíðrælt um þær 600 þús. kr., sem hann kvað fjármálaráðherra hafa ætlað að rétta að togarafélögunum með breyting á tekju- og eignaskatts- Iögunum, en forðaðist að geta þess, að þessari upphæð hefði orðiö jafnað niður á 3 ár til greiðslu ríkissjóði, svo að tap ríkissjóðs hefði orðið næsta lítið. Eins láðist honum að geta þess, að hlutafélögin eru skattskyld fimmfalt jjyngra en samvinnufélögin og að hvergi á Norðurlöndum eru hlutafélög jafn hátt skattskyld og hér á landi. Önnijr þau mál, er ræðum. kom inn á, fengu ílest ærið vilhalla umsögn og henni þannig þagað, að hún væri sem mest níðandi fyrir íhaldsflokkinn, en til vegsauka fyrir Framsókn. Mun það víst einsdæmi, að leiðtogi stjórnmála- flokks hafi nokkru sinni sagt jafn vil- hallar þingfréttir og hinn 5. landskj. þingm. Jónas Jónsson gerði að þessu sinni. Er hann hafði lokið ræðu sinni, fékk þingmaður kaupstaðarins, Björn Líndal, orðið. Talaði hann í tvo kl.- tíma og mun ekki í annan mund hafa sagst betur. Hrakti hann ræðujónasar lið fyrir )ið, svo ekki var heil brú eftir í henni. Mun það ekki ofsögum sagt, að svo saumaði Líndal að J. J., að honum var ógreitt um vendingar úr því. Var ræðu Líndals tekið með dynjandi lófaklappi af yfirgnæfandi meirihluta áheyrendanna, en dáendur Hriflumannsins sátu hljóðir og horfðu í gaupnir sér. í lok ræðu sitinar hafði Líndal ósk- að eftir því, að 10 mínútna fundarhlé yrði veitt, svo menn gætu fengið sér kaffi, lagðist fundarboðandi á móti því, svo það varð ekki, en Líndal og ýmsir fóru þó inn í veitingasalinn. Hóf þá Jónas aðra ræðu sína og talaði nú í rúma tvo tíma. Mun óhætt mega fullyrða, að aldrei hafi svívirði- legri ræða verið haldin hér á opinber- um mannfundi. Var ræðan þvínær Neftóbak —- skorið — og allar aðrar tóbaks- tegundir er bezt að kaupa í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.