Íslendingur


Íslendingur - 31.07.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 31.07.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 31. júlí 1925 33. tölubl. Verkfalliö á Siglufirði. Sunnanblöðunum hefir orðið tíð- rætt um verkfallið, er síldarsöltunar- stúlkurnar á Siglufirði gerðu um daginn, og sannar það sig hér sem oftar, að fjarlægðin gerir atburðina sögulegri og umfangsmeiri. Hér — í nágrenninu — hefir varla verið minst á verkfallið, og á Siglufirði sjálfum gleymdust atburðirnir svo að segja um leið og þeir gerðust. Menn fengu annað að hugsa. — Síldin var komin. En það er ekki rétf, að atburð- irnir falli í gleymsku, og ekki held- ur, að það siandi óleiðrétt, sem rangt hefir verið hermt í frásögn- um af þeim. Pess vegna segir ísl. hú sögu málsins eins og hún gerð- ist, rétt og hlutdrægnislaust. Pá er fyrst að geta þess, að í fyrra voru síldarstúlkur á Siglufirði alment ráðnar upp á 75 aura á tunnu og 5 krónu vikupeninga. Var það lægra en verið hafði árinu áð- ur, en þótti sanngjarnt sökum þverr- andi dýrtíðar, og bar ekki á öðru en síldarstúlkurnar væru ánægðar með kjörin. Og útkoman eftir ver- tíðina hefði orðið hin bezta, ef afli hefði orðið nokkuð svipaður því og hann hafði verið'árið áður. En hann reyndist mikið minni og fóru því margar síldarstúlkur meðlétta pyngju frá Siglufirði að vertíðinni lokinni. Nú hagar málunum þannig til, að síldarstúlkur eru í flestum tilfellum ráðnar tii Siglufjarðar, án þess að kaupið sé tiltekið; þeim heitið því hœsta kaupi, seni greitt sé á staðn- um. Utgerðarmenn koma sér svo saman um, að kaupið skuli vera hið sama og í fyrra og ganga síld- arstúlkumar að fieim kjörum mögl- unarlaust. Var þetía kaupgjald par með samningum bundið. En svo líða dagar, vika — á aðra viku, og engin síld aflast. Stúlk- urnar fara að ókyrrast. Þær þykj- ast nú sjá, að þær muni bera lítið úr býtum eftir sumarið. Raddir heyrast um, að gera lrærri kaup- kröfu. Falla þær strax í góðan jarð- veg og innan lítils tíma eru 400 síldarstúlkur orðnar einhuga um það, að krefjast krónu 'fyrir að salta tunnuna, í stað 75 aura, og að viku- peningarnir haldist hinir sömu. Verði ekki gengið að þessum kröf- um, neiti þær að vinna. Einn dag- ur Iíður í þrefi; þann dag er engin síld. Um nóttina kemur síld; hún fæst ekki söltuð og verður að fara í bræðslu. Næsta dag kemur enn meiri síld. Útgerðarmenn sjá sér einn kost nauðugan til þess að gera hana ekki ónýta og hann er: að ganga að kröfum stúlknanna. — Sigurinn er þeirra megin, — þær hafa komið »auðvaldinu« á kné. Þannig er saga þessa máls rétt sögð. Það eru margir, sem gleðjastyfir sigri síldarstúlknanna. Eru samn- ingsrof til þess að gleðjast yfir? Af fúsum og frjálsum vilja ráða stúlkumar sig til þess að kverka og salta hverja tunnu síldar fyrir 75 aura, en þegar að þær sjá, að engir möguleikar eru lengur fyrir útgerðarmennina að ná sér í nýjar stúlkur, — vita sig óhultar úr þeirri átt — þá nota þær tækifærið til þess áð ganga frá gerðum samn- ingum og krefjast 25 aura kaup- hækkunar á hverja tunnu. — Er þetta framferði til þess að dáðst að eða gleðjast yfir? Þegar kaupsamningar eru gerðir og ákveðið kaup tiltekið, ber báð- um málsaðilum bæði siðferðisleg og lagaleg skylda ti! þess að upp- fylla þá. Aðstaðan er raunar oft þannig, eins og t. d. nú á Siglu- firði, að því verður ekki viðkomið að grípa til laganna sér til verndar gegn samningsrofum, en þótt það sé sýnilegt, ætti það ekki að hafa svæfandi áhrif á siðferðisskylduna, en því miður virðist þetta tvent ekki ósjaldari eiga samleið. En það sem nú hlýtur að vaka fyrir flestum er þetta: Er sú alda að ryðja sér braut í verkamanna- heiminum íslenzka, að hirða ekkert um gerða samninga, hvenær svo sem það þykir ábatavon fyrir vinnu- þiggjendur að svíkja þá? Verkamannafélag Akureyrar gekk inn á þessa braut í fyrravor. Nú koma síldarstúlkurnar á Siglufirði. Koma fleiri á eftir? Er ekki Iengur hægt að treysta á íslenzkan verkalýð? Afurðasalan. Eftir Garðar Gfslason. (Niðurl.). Gasrur. Eins og auðvitað er, fer verð gæranna mikið eftir ullarverðinu, þó ekki standi það í beinu sambandi, því skinnið getur verið verðmætt, þó ullin sé ódýr. Vegna verðfalls- ins á ullinni má búast við, að gæru- verðið verði lægra í haust en í fyrra, enda var verðið þá óvenjulega og máske óeðlilega hátt. Áríðandi er, að gærurnar séu vel flegnar, hvorki skornar né rifnar og fitukliprar, sem kunna að vera í gær- unni, séu varlega teknir með bit- lausum hníf, svo holdrosan skadd- ist ekki. Aður en gærurnar eru saltaðar, þarf að hrista vandlega úr þeim sand og mold, þvo blóðhálsa og þurka vel ullina, en varast að láta þær liggja volgar saman í bing. Þegar þær eru orðnar ve! kaldar og ullin þur, er bezt að salta. þær í stafla þannig, að holdrosan snúi saman, og vaiast skal, að salt fari í ullina. Eftir nokkra daga þarf að AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. Q: Þegar stórborgin sefur. 6 þátta kvikmynd úr stórborgalífi Bandarík'janna. Aðalhlutv. leika: Ralph Lewis og Claire McDowell. I Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Æfintýri leikkonunnar. Kvikmynd í 6 þáttum. Sérlega skemtileg mynd, þótt efnið sé alvarlegt. — Aðalhlutverkið leikur: CONSTANCE TALMADGE. Myndirnar aðeins sýndar tvisvar. i I umsalta þær og athuga, að engin velgja sé í ullinni, og að hvergi liggi ósöltuð skinn saman. Ef þannig er vandvirknislega frá gærunum gengið, geymast þær vel og má gjarnan vöndla margar sam- an (20—25 gærur), í strigaumbúðir til innanlands sölu eða útflutnings, án þess að mikið salt loði við þær. Komast þær þá í hendur kaupenda í góðu ásigkomulagi, en hvorki haugblautar eða forugar, eins og hefir viljað verða. Gærurotun og sútun hér innan- lands, sem töluvert hefir verið stund- uð síðustu áriu, miðar að því, að auka verðmæti þessarar vöru og veita atvinnu. Er vonandi, að sá vísir til iðnaðar eflist og ekki líði á löngu áður en allar gærur verði rotaðar eða sútaðar í landinu. Það hefir mikla þýðingu fyrir verð- mæti bjóranna, að féð sé vel varið öllum óþrifum og særist ekki á neinn hátt (t. d. af gaddavír, hundsbiti, við rúning eða á annan hátt). Ef skepnan hefir einhvern tíma særst, kemur fram ör á bjórnum og fellir hann í verði sem iðnaðarvöru. Bjór- ar af kláðaskepnum eru verðlitlir. Einn galli kemur fram á mörgum bjórum við gulsútun, sem fellir þá töluvert í verði, — það eru smágöt (»pinho!e«) á háraminum (mest um herðakambinn og aftur eftir hryggn- um), sem líta út eftir sútunina sem smádröfnur. Vart verður þessarar skoddunar á hárami sauðskinna frá ýmsum löndum og hafa sútunar- verksmiðjur þær, sem eg hefi átt tal við, eigi getað gefið mér upplýsing- ar um, hvað þessu valdi. Það væri nokkurs vert, ef hægt væri að finna orsakir þessa galla og koma í veg fyrir hann. Hross. Um langt skeið hefir aðalmark- aðurinn fyrir útflutta hesta verið á Englandi. Hafa þeir verið notaðir í kolanámunum við að flytja til kol- in. Þegar kolaverðið er hátt og framleiðslan í góðu gengi, er sóst eftir hestunum og þeir þá borgaðir viðunandi verði. Þegar aftttr á móti dregur íír koiaverzluuinui og marg- ar námur hætta um stundarsakir eða minka framleiðsluna, eins og nú á sér stað,' tekur að kalla fyrir þann markað. Á seinni tímum hefir einnig farið í vöxt notkun á raf- magnskrafti og sjálfhreyfivögnum, í stað hesta, og virðist helzt vera stefnt að því, að útrýma þeim úr námunum. Nýlega var efnt til sýn- ingar í Englandi á sjálfhreyfitækj- um, sern nothæf væru í stað hesta í kolanámurnar, og heitið háum verðlaunum þeim, sem bezt tæki byði. — Má búast við því, á þess- um uppfyndinga tímum, að fram- leidd verði fluíningstæki í námurn- ar, sem keppi við hestana, svo að full þörf sé að leita annað eftir markaði fyrir þá. Til kolanámanna hefir sérstaklega verið falast eftir smáum þrekvöxn- um brokkhestum, en í Danmörku, þar sem einnig hafa verið seld tölu- vert mörg hross til notkunar á bændabýlum, líka þau bezt sem stærst. Vafalaust væri hægt að selja hrossin víðar, ef hægt væri að bæta kynið og stækka þau. Kaupendurnir telja mikinn kost, að hrossin séu með beinum, stutt- um hrygg, séu framhá með gildan makka og sterklegar, gildar fætur. Brokkhestar seljast vanalega betur en vekringar, og bezti sölualdurinn er 4 til 5 vetra. Öll markaðshross ættu að vera dálítið tamin, helzt stilt fyrir vagni, en að minsta kosti taumvön. Rjúpur. Pað er tilgangslaust að drepa blessaða rjúpuna, ef ekki er þannig með hana farið, að hún sé manna- matur og verzlunarvara. Ef hún kemst hrein og fersk á markaðinn, er hún all-seljanleg, en því miður hangir hún venjulega blaut og blóð- ug, úldin eða skorpin í matsölubúð- unum erlendis, og er þá í litlu áliti. Eins og kunnugt er, var víða hafin herför síðastliðinn vetur gegn þess- um góða og gæfa fugli, og tugir eða jafnvel hundruð þúsunda af honum send á erlenda markaði. — Lítiil hluti rjúpnanna tnun hafa selst fyrir gott verð, en meiri parturinn fyrir hálfvirði eða algerlega eyði- lagst, eftir að margskonar kostnað- ur var áfallinn. Slíkt má ekki oftar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.