Íslendingur


Íslendingur - 31.07.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 31.07.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINOUR )) MswœiM I OlsenI Fyrirliggjandi fyrir útgerðarmenn: Libby’s Mjólk Kakao í dúnlcum Kaffi brent Skipskex fleiri teg. Hessian 8 oz. Olíufatnaður allskonar. Önglar Mustads No. 7& 8 e. e. 1. Línutaumar. Bindigarn Seglgarn Fiskburstar og hnífar Smurningsoliur. koma fyrir. Er því aðeins um tvent að ræða: að banna algerlega útflutn- ing á rjúpum, eða að fara þannig með þær, að þær séu seljanlegar á erlendum mörkuðum. Pað þarf að koma í veg fyrir það, að rjúpurnar blóðgist, blotni eða óhreinkist. Meðan þær bíða útflutn- ings, þurfa þær að lianga á köldum stað (helzt í íshúsi), þannig, að þær blóðgi ekki hver aðra. Til útflutn- ings ætti aðeins að velja ferskar og fallegar rjúpur og leggja þær vandvirknislega í kassa þannig: Hver rjúpa skal vafin innan í þétt- an pappír (»pergamentpappír«), eða sett í pappírspoka, sem til þess eru gerðir. Ekki má stinga hausnum undir vænginn, því ott rennur blóð úr honum, sem úldnar við geymslu; ætti hann því að hanga út úr papp- írsumbúðunum og lenda við úthlið- ar í kössunum. Einnig ætti að forð- ast að salta rjúpurnar, því við það blotna þær og Ijókka að útliti. Kass- arnir, sem þær eru lagðar í, ættu helzt að vera gerðir af þéttum riml- um eða með bili á milli fjala (þó ekki svo stóru, áð rjúpunum verði náð út um það), og ættu þeir ekki að vera stærri en svo, að í þeim rúmist 40 til 50 rjúpur. Þeir séu þaktir að innan með sterkum papp- ír, og á milli laganna þarf að vera vel þéttur pappír eða helzt pappa- spjöld, bæði til þess að varna því, að rjúpurnar blóðgist hver af ann- ari, og að þær falli þétt saman. Vegna þess, að rjúpurnar eru venju- lega geymdar í frystihúsum meðan þær bíða flutnings eða sölu, hefir það mikla þýðingu, að þær séu þannig umbúnar, svo að loft og kuldi nái til þeirra. Kindagarnir. Kindagarnir er verðmæt vara, ef þær eru rétt og hreinlega handleikn- ar frá því þær eru teknar úr skepn- unum, en á það hefir oft skort, og þar af leiðandi hafa margar skemst eða eyðilagst. Ef garnirnar eru eigi vandlega hirtar, verða þær meirar og þola eigi hreinsunina; koma þá oft göt á þær eða þær slitna. Þær eru að mestu notaðar við bjúgnagerð og þurfa að vera sterkar, til þess að þola, að kjöti sé troðið í þær. í allri meðferð á görnum þarf vandlega að varast að slíta jáær. Bezt mun verá að taka þær innan úr meðan skrokkurinn hangir í gálga, og rekja þær niður í grunnan kassa. Úr kassanum eru þær lagðar niður í stamp með ilvolgu vatni (15—18° Celsius), þannig, að mjógarnirnar leggjast yfir barminn. Eftir að þær hafa legið nokkra stund (jafnvel dægur) í vatninu og hitinn er far- inn úr þeim, eru þær stroknar upp úr vatninu þannig, að gorið verður eftir í stampinum. Viðvaningar strjúka aðeins eina görn í senn, en þeir, sem orðnir eru æfðir, geta Hreinar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. strokið úr alt að 5 görnum í einu. Um leið og strokið er úr þeim, falla þær niður í annan minni stamp eða kassa, en varast skal að láta þær falla á gólf, þar sem þær óhreink- ast eða blóðgast. Þá eru þær gerð- ar upp í hönk og lagðar á borð, svo að vatnið sígi af þeim. Eítir nokkra stund eru þær lagðar niður í lagarhelda tunnu og saltaðar með hreinu nýju salti, meðalgrófu (mat- arsalti). Síðan eru tunnurnar »pækl- aðar« eftir þörfum (tvisvar eða þris- var) og sendar til hreinsunar. Eftir því sem garnirnar eru víð- ari og lengri, eru þær verðmætari. Garnir úr fullorðnu fé eru því betri og verðmætari en lainba- eða dilka- garnir, sem gjarnan ættu að saltast út af fyrir sig. Smá garnaslitur undir þremur metrum eru verðlaus, en lengri garnaparta skal leggja saman þannig, að full lengd verði í hönk (um 25 metrar). Ef í hönkinni eru aðeins 2 garnapartar af líkri lengd, getur hún venjulegast selst fullu verði, en séu fleiii styttri partar í hönkinni, þarf að halda þeim að- skildum í tilliti til verðmismunar. Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 30. júlí, Utlend: Frá New York er símað, að stjórn- málamaðurinn nafnkunni William Jennings Bryan sé látinn. Frá London er símað, að Bald- win stjórnarformaður hafi tekið sáttatilraunir í kolanámadeilunum í sínar hendur, en vonlftið talið, að honum takist að aftra verkfalli, sem námaverkamenn höfðu boðað 31. júlí. Mikill jafnaðarmannafundur stend- ur yfir í London. Sækja hann full- trúar frá öilum enskumælandi lönd- um. Fundarstjóri er Macdonald, fyrv. stjórnarformaður. Fundurinn ræðir aðallega alþjóðaverkamála- löggjöf. Frá París er símað, að Frökkum sé farið að ganga betur í Marokkó og að uppreistarmenn hafi orðið að lúta í lægra haldi í síðustu vopna- viðskiftum. Frá Khöfn er símað, að afskapa- hitar gangi yfir Mið-Evrópu og suð- urhluta Skandinavíu. Hafa yfir 100 manns dáið úr hita í Berlín. Frá Stokkhólmi er símað: Ríkis- bankinn sænski hefir lækkað forvexti ofan í 5°/o. Frá Shanghai er símað, að verzl- unarráðið vilji verzlunarbann á ensk- ar og japanskar vörur. /nn/end: Þurkviðri 3 síðustu dagana. Gat þó vart þurkur kallast í gær, nema fram eftir deginum. Kom skúr skyndilega úr lofti og fór illa með fisk, er breiddur hafði verið um morguninn, sérstaklega í Hafnar- firði. — Margir hafa þó alhirt töðu. Bjarni Jónsson frá Vogi er orð- inn svo frískur, að hann gat tekið sér far með »ísland« á lögjafnaðar- nefndarfundinn í Kaupniannahöfn. Halldóri Hermannssyni bókaverði er veittur forstöðustarfinn við Árna Magnússonar safnið í Khöfn. Mynd Nínu Sæmundsen, »Móð- urást«, afhent Listavinafélaginu í dag í viðurvist landsstjórnarinnar. Blaðið »Tíminn« segir, að lrneyksl- ismál út af gæzlu bannlaganna hér í bænum sé á uppsiglingu. Hermir nánar frá í næsta blaði. Bogi Þórðarson, Lágafelli, hefir stofnsett nýja ullarverksmiðju hér í Reykjavík. Ætlar að kemba lopa aðeins fyrsta sprettinn. Heilsufar gott í Rvík fyrri hluta júlí. Þó nokkuð um hálsbólgu og allmargt ungt fólk fengið væga hita- sótt og útbrot, er líkist »rauðu hundunum« hjá sumum, en hjá öðrum sjúkdómi, er á læknamáli kallast »Erythema infectiosum«. Út- brotin hjaðna eftir fáa daga. Lækn- ar vita um 15—20 tilfelli. Nýtt fiskveiðahlutafélag kaupir togarann »Belgaum«, en hlutafélagið »Belgaum« lætur smíða nýjan og stærri togara í Englandi. Uppog niður. Ekki í heilbrigðisnefnd. Erlingur Friðjónsson segist ekki vera í heilbrigðisnefnd; raunar hafi hann verið endurkosinn í liana, er nefndarkosningar fóru fram, en liann liafi þá lýst því yfir, að hann neiiaði að starfa í nefndinni og þess vegna sé liann ekki í henni, Rétí er það, að Erl. lýsti því yfir, að kosningum afstöðnum, að hann vildi ekki starfa í þessari nefnd, en bæjarstjórnin tók ekki neitun lians til greina og situr hann því í nefnd- inni þar til 1927, livort sem honum líkar betur eða ver. Og ef Erl. er ókunnugur 2. gr. bæjarstjórnarlag- anna, þá er einn liður hennar á þessa leið: »Allir bœjarfulitrúar eru skyldir að taka að taka að sér þau sér- stöku bœjarstörf sem þeim erufalin á hendur.« Og í 11. gr. sömu laga er bæjar- stjórninni heimilað að gera þá full- trúa ræka úr bæjarstjórninni, sem vanrækja eða neita að uppfylla þau verk, sem bæjarstjórnin hefir kosið þá til að inna af hendi. Þetta hvorutveggja ætti hr. Erl. Friðjónsson að hugleiða. Verksvið heilbrigðisnefndar. Erlingur segir, að aðeins heilsu- spillandi óþrifnaður heyri undir verksvið heilbrigðisnefndarinnar. Sá, sem ekki sé heilsuspillandi, heyri undir bæjarstjóra. Spaklega mælt.(!) En án þess að fara frekar út í þá sálma, vill fsl. aðeins benda á, að samkv. 10. gr. heilbrigðissamþyktar- innar á heilbrigðisnefndin að sjá um götuhreinsun í bænum, en ekki bæj- arstjóri, og það var óþrifnaðurinn á götunum, sem Erl. gerði að um- ræðuefni. Ekkert vit á heilbrigðismálum. Erlingur segist ekkert vit hafa á heilbrigðismálum. — Því er hann þá að burðast við að skrifa um þau? Meiri hlutinn réði. Vegna þess að meiri hluti bœjar- stjórnarinnar réði úrslitum viðnefnd- arkosningar, segist Erlingur hafa neitað að taka á móti kosningu í heilbrigðisnefndina. Hvenær ræð- ur rninni hluti úrslitum við atkvæða- greiðslur, hr. bæjarfulltrúi ? Kjarna-nýræktin. Vni. segir, að ísl. hafi barist á móti Kjarna-nýræktinni og spilt af mætti fyrir því góða fyrirtæki. Með því að ísl. er þetta með öllu ókunn- ugt, vonast hann eftir því, að ritstj. Vm. bendi á, hvenær að þetta hefir verið, því að öðrum kosti neyðist ísl. til þess að lýsa hann ósanninda- mann þessara ummæla. Hugsjónamennirnir. Dagur í gær segir, að ritstjórar Framsóknarflokksblaðanna séu langt um meiri hugsjónamenn en ritstj. íhaldsblaðanna, og af því komi, að þeir (Dags- og Tímaritstjórarnir) verði oftar fyrir barðinu á refsivendi laganna en hinir. Því þegar hug- sjónirnar brjótist út, verði enginn hemill hafður á meiðyrðum og ó- frægingum, — en af þeim hugsjón- um eru þeir sýnilega ríkastir. cc Kolanámuverkfallið á Englandi. í dag — eltir því sern símfregnir herma — hefst kolanánsámuverkfall á Englandi. Hafa deilur, svo sem kunn- ugt er, staðið yfir nú í meir en mán- uð milli námuveikamanna og námu- eigenda og ekki tekist að miðla málum. Tiidrögin til veikfallsins eru, eftir því sem Dagblaðið hermir, þesli: í fyrra voru samþykt lög um það í brtzka þiri'ginu, að vinnutími f kola- námuin skyldi vera 7 stundir á dag. Seint í júnímánuði t Ikyntu námueig- endur sambandsstjórn kolanámumanna, að þeir mundu segja upp samningi þeim, er þá gilti, með eins mánaðar fyrirvara frá 30. júní og að þeir mundu krefjast þess, að v nnutíminn yrði lengd- ur um eina stund á dag. Áttu þá stjórnir beggja, verkamanna og vinnu- veitenda, fund með sér, og lýstu námu- eigeudur yfir þvf, að framleiðslukostn- aður væri svo mikill að rekstur nám- anna gæti ekki borið sig og væri það aðallega því að kenna hvað vinnútím- inn væri stuttur. Kváðust þe>r mundu fara fram á það við stjornina, að lög- unum um 7 stunda vinriudag yrði breytt. Stjórn verkamanna hélt því á hinn bóginn frarn, að hún mundi aldrei fall- ast á það að lengja vinnutímann og frá sínu sjónarmiði hefði það heldur engiu áhrif á reksturskostnað nám- anna, og yrði eigi til þess að leysa vandræði þau, sem að námurekstrinum steðjuðu. — Síðustu 8 mánuðina hefir 361 kola- námu verið lokað í Bretlandi. Störf- uðu i þeim 71000 manna. En 122 af þeim námurn hafa verið opnaðar aftur og vinna þar 12000 menn, en engar likur eru til þess að hinar verði opnaðar aftur. Á þessum 9 mánuð- um hafa því 59 þúsundir kolanámu- manna mist atvinnu sína algerlega. — Önnur verkamannafélög í Bretlandi, svo sem félag járnbrautarmatma, styðja námuverkamenu í þessu máli og má búast við, að eitthvað gerist sögulegt í því, áður en lýkur. 50 tegundir af Freyj u-sælgæti fæst í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.