Íslendingur


Íslendingur - 11.09.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 11.09.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINQUR 1) INlafmiM & Olsieki (( Kaffi Fyrirliggjandi: Rúsínur Baunir Kaffibætir Gerduft Sagogrjón Sykur Rúgmjöl Bárujárn Kakao Hveiti Þaksauniur Súkkulaði Hafragrjón Þakpappi Sveskjur Hibgrjón Umbúðastrigi S k e m í i s a m k o m a verður haldin í FMnghúsi Hrafnagilshrepps sunnudaginn 13. þ. m. kl. 5 e. h. Til skemlunar verður: Upplestur, gamanleikur, gamanvísur (Oggi), dans. Inn- gangur 1 króna. R A D I O móttökutæki af beztu og fulllkomnustu gerð, útvega eg beint frá verk- smiðju, og set upp ef óskað er. Tækin fást hvort sem vill samansett eða ekki. Ennfremur útvega eg alla einstaka hluti til radionotkunar. Leitið upplýsinga sem fyrst, Aðalsteinn Tryggvason Strandgötu 9. Umboðsmaður fyrir: Svenska Elektromekaniska Industriaktiebolaget, Halsingborg. kaupfélögin bjóði nein sérstök vildar- kjör þó þau selji kol sín við skips- hlið 5 krónum lægra en verðið er hér nú — á kolum, sem keypt voru á dýrari tíma og ýms kostnaður hefir fallið á, og svo mikið getur ísl. full- yrt, að ekki verða kolin, sem Veizl. Hamborg og R. Ó. fá á næstunni, seld hærra verði en kaupfélagskolin væntanlegu. — Að kaupfélögin verði jafnan til þess að lækka kolaverðið al- ment eins og Vm. segir, er heldur ekki rétt, t. d. má benda á, að haust- ið 1923 buðu þau kol fyrir 78 kr. smálestina, en R. Ó. seldi þá kol, tr hann fékk um líkt leyti á 72 kr. smá- lestina og urðu þá kaupfélögin að lækka verðið hjá sér. í fyrra haust seldu kaupfélögin aftur á móti kol sín nokkrum krónum ódýrari smálestina en R. O,, en þess ber að gæta, að kol þeirra voru skozk og þóttu léleg, svo að sumir skiluðu þeim aftur — þar sem kol Ragnars voru hin viður- kendu ensku D. C. B. kol, er kosta frá 3 — 4 shillings meira smálestin í innkaupi en skozku kolin. Að kaup- félögin taki sinn þátt í hinni frjálsu samkepni um kolasöluna hér í bæ, er ekkert athugavert við, síður en svo, en blaðriturum þeirra ætti að vera það Ijóst, að til eru margar tegundir af kolum og misjafnlega góðar, — og að kol hljóta altaf að vera dýrari út úr húsi eða byng, heldur eu við skipshlið. Hreinarflöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. Afmæliskort Fermingarkort Póstkort (úrval) Kotta-Albúm Mynda-Albúm Poesie-bækur í Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Hagaganga er hvergi betri í öllum Eyjafirði en í Saurbæ, Par er líka hægt að fá heíta tekna á fóður. Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 10. sept. Ut/end: Frá Berlín er símað að fregnir frá Bagdad hermi, að Frakkar hafi mist 15000 manna í viðureign sinni við Drússa á Sýrlandi. Frá Köln er símað, að upp hafi komist, að reynt hafi verið að mynda »koIa-trusí« milli bresks kolaiðnað- ar og kolaiðnaðar Ruhrhéraðsins. Hefir þessi tilraun mætt geysilegri mótspyrnu í bæði innlendum og út- lendum blöðum. Frá Oenf er símað, að öryggis- málin séu komin vel á veg. Briand hefir í viðtali við biaðamenn lýst því yfir, að það sé lífsskilyrði Frökkum og Þjóðverjum og allri Evrópu, rað varanlegt vináttusam- band og samvinna takist milli Frakk- lands og Þýzkalands. Frá Berlín er símað, að ráðgert sé að bræða saman flestar stóriðn- greinir í geysistóran félagsskap með 800 miljónir gullmarka hlutafé. Frá Shanghai er símað, að inn- fæddum hafi lent í bardaga við lög- regluna. Geysileg æsing í borginni. Frá París er símað að Marokkó- styrjöldin harðni stöðugt. Hafa Frakkar og Spánverjar í sameiningu hafið stórárásir á liðsveitir Abdel Krim, en orðið lítið ágengt enn sem komið er. Heldur fransk-spánskur floti uppi stöðugri skothríð á höf- uðstað uppreisfarmanna Agadir, en landganga hefir mistekist vegna harðsnúnar mótstöðu. Nýskeð tókst uppreistarmönnum að skjóta í kaf spánskt herflutningsskip og fórust þar um 1000 manna. Abdel Krim hefir lýst því yfir, að hann gangi að engum friðarskilmálum nema að sjálfstæði Rifhéraðsins sé trygt. Frá Moskva er símað, að nokkrir soviet-embættismenn hafi orðið upp- vísir að stórfeldum fjársvikum. Hafa sumir þeirra verið dæmdir til dauða, aðrir til margra ára þrælkunar. Frá París er símað, að tekjuhall- inn á fjárlögum Frakka nemi 31/3 miljarð franka. Ætlar Caillaux fjár- Hjartans þakkir til allra, sem sýndu satnúð og hluttekningu á einn eða annan hátt við andlát og jarðarför Halldórs Arna Jó- hannessonar. Akureyri, 10. september 1925. Aðstandendurnir. Hjartans þakklr öllum þelm, sem sýndu okkur samúð og hlut- tekningu við lát og jarðarför Friðriks Guðmundssonar. Kona og börn. máiaráðherra að leggja nýja skatta á þjóðina til viðreisnar fjárhagnum. Frá London er símað, að á fyrsta reikningsári Dawis-samþyktarinnar hafi Þjóðverjar borgað út einn mil- jarð gullmarka í skaðabótagreiðslur. Frá París er símað, að Vivian fyrv. yfirráðherra sé látinn á geð- veikrahæli. Frá Tókio er símað, að fellibylur liafi geysað yfir suðurhluta Koreu og gert mikinn skaða. Um 300 hús fokið, járnbrautarlestir farið af tein- unum og fjöldi smáskipa hvolfst. FráNewcastle ersímað, að stærsta herskip heimsins hafi nýlega verið hleypt þar af stokkum, heitir það »Nelson« og er 35,000 smálestir. Kostaði 8 miljónir sterlingspunda. Innlend: Útflutningur íslenzkra afurða nam í ágúst 9,234,231 krónum, enátíma- bilinu janúar til júlí kr. 31 231 6ó4, en samtals á árinu kr. 40,465,395. Á sama tíma í fyrra 44,360,000, en útflutningurinn þetta ár er meira virði raunverulega vegna hækkunar krónunnar. Nýkomið: Cheviot, blátt Alkæði, margar teg. Dömukamgarn Dívanteppi Borðteppi Ullargarn margir Iitir og ótal margt fleira. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. úr ekta skinni, af ýmsum gerðum, nýkomnar. Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar. Fæði fæst keypt í Strandgötu 39. Valgerður Ólafsdóttir, t Samkepiia lifi! ^ Ergo-Súkkulaði á kr. I 1,50 pk. í Söluturninum. Úr vmsum áttum. Ishafsveiðar Norðmanna. íshafsveiðar Norðmanna aukast með ári hverju bæði í Norður- og Suður- íshafinu. Eru það hval- og selaveiðar sem þeir stunda aðallega. Arið 1915 gaf íshafsveiði þeirra af sér rúmar 30 tnilj. kr., en í fyrra rúmar 70 miljónir. Spáir hörðum vetri. Nafnkunnur franskur stjörnufræð- ingnr, Gabriel, spáir hörðum vetri í ár. Hefir honutn talist, að kuldavetrar miklir endurtaki sig á 186 ára fresti og nú sé einmitt komið að þvi. Áriu 1553 og 1740 voru mjög harðir vetr- ar og telur Gabriel víst, að nú meg- 'tm vér einnig búast við því í vetur. Sjálfstýrandi flugvélar. í Bretlandi hafa nýlega verið smíð- aðar flutningaflugvélar, sem stýra sér sjálíar. Eru þær af þeirri gerð, sem kend er við Handley Page og er í þeim ein stór Rolls-Royce hreyfivél og tvær aðrar minni á vængjunum. Er svo sagt, að þegar stefna hefir verið tekin, stýri flugvélar þessar sér mikið betur sjálfar heldur en nokkur maður gæti gert, sérstaklega þó þegar vont er veður. Ein af þessum flug- véium var nýlega reynd. Þegar ílug- maðurinn hafði lekið stefnuna, lét hann sjálfstjórnara flugvélarinnar taka við, slepti sjálfur stýrinu, fór inn f klefa sinn og settist þar að blaðalestri, en vélin hélt áfram þráðbeinni stefnu og altaf í sömu hæð. Það er talið, að með þessum nýju flugvéluni muni takast að halda uppi flutningaferðum, hvað vont veður sem á er. Karlmannssvipa, nýsilfurbúin, tapaðist fyrir nokkrn ná- lægt austurhliði Bændagerðisgirðingar. Finnandi skili gegn fundarlaunum. Sigfús Elíasson rakari. S p i I nokkrar teguudir nýkomnar. Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.