Íslendingur


Íslendingur - 11.09.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.09.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyrí, 11. september 1925. 39. tölubl. Það er öllum fyrir Iöngu ljóst, að kjördæmaskipunin her á landi er orðin mjög óréttlát og að tími er til kominn, að koma henni réttlátara fyrir. Ætti þeirri lagfæringu að vera komið í framkvæmd áður kjördæma- kosningar fara hér næst fram. Við kosningarnar haustið 1923 var kjósendatalan 43,932, eða rúm- lega 45°/o af landsmönnum. Þegar þeirri tölu er deilt með tölu kos- inna þingmanna, koma á hvern þingmann 1220 kjósendur, en af 36 kjördæmakosnum þingmönnum 1923 höfðu 22 lægri kjósendatölu að baki sér, en 14 hærri. Lægst kjósendatala á þingmann var á Seyð- isfirði — 428, og þar næst í Austur- Skaftafellssýslu —587. Afturámóti var hæst kjósendatala á þingmann í Reykjavík — 2222 á hvern, og þar næst í Suður-Þingeyjarsýslu — 1901. Munurinn er því ærið mikill. Tala kjósenda í hverju kjördæmi 1923 og þingmannatalan er hér sýnd, svo að menn geti glöggvað sig betur á málinu.* KJördœmi K)ósendur Þlngm. Reykjavík 8889 4 Gullbringu- og Kjósars. 2992 2 Borgarfjarðarsýsla 1084 1 Mýrasýsla 801 1 Snæfellsnessýsla 1507 1 Dalasýsla 903 1 Barðarstrandasýsla 1449 1 Veslur-fsafjarðarsýsla 1097 1 Isafjörður 953 1 N. fsafjarðarsýsla 1553 1 Strandasýsla 756 1 V.Húnavatnssýsla 818 1 A.Híínavatnssýsla 1140 1 Skagafjarðarsýsla 2027 2 Eyjafjarðarsýsla 2778 2 Akureyri 1431 1 S.Þingeyjarsýsla 1901 l N.PingeyjarsýsJa 752 1 N.Múlasýsla 1359 2 Seyðisfjörður 428 1 S.Múlasýsla 2331 2 A.Skaftafellssýsla 587 1 V.Skaftafellssýsla 876 1 Vestmannaeyjar 1176 1 Rangárvallasýsla 1739 2 Árnessýsla 2505 2 Finst nú mönnum sanngjarnt, að Norður-Múlasýsla með 1359 kjós- endur sendi tvo menn á þing, þegar Suður-Þingeyjarsýsla með 1901 kjós- anda fær að senda !einn; eða að Seyðisfjörður með 428 kjósendur sé jafnt settur og Norður-ísafjarð- arsýsla með 1563 kjósendum. í Reykjavík eru 8889 kjósendur, sem senda 4 menn á þing, en í 10 kjör- dæmum (Seyðisfirði, Austur-Skafta- fellssýslu, Norður-Múlasýslu, Norð- ur-Þingeyjarsýshi, Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu, Rangárvalla- sýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Mýra- sýslu og Dalasýslu) eru samtals 9107 kjósendur, sem senda 12 menn á þing. Geta menn hugsað sér öllu meira ranglæti en þessi hlut- föll? Það sem næsta þingi ber að gera, er að fela stjórninni að skipa milli- þinganefnd til þess að athuga þetta stórmál og gera tillögur um lausn þess. Erí í fljótu bragði virðist það liggja beinast við, .að breyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að af- nema smáu kjördæmin og skifta landinu í 5 kjördæmi, hvert amt eitt kjördæmi og Reykjavík það fimta. Ef gamla amtskipunin yrði látin halda sér, yrði í Norðuramts-kjör- dæminu: Vestur- og Austur-Húna- vatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyja- fjarðarsýsla, Akureyri og Suður- Þingeyjarsýsla. Þessi 6 kjördæmi töldu 10104 kjósendur 1923 og kusu 8 þingmenn. í Austur-amts- kjördæminu yrðu: Norður-Þingeyj- arsýsla, Noiður- og Suður- Múla- sýsla, Seyðisfjörður og Austur- Skaftafellssýsla. Töldu þessi 5 kjör- dæmi 5457 kjósendur 1923 ogkusu 7 þingmenn. í Suðuramts-kjördæm- inu yrðu: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjar, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Oullbringu- og Kjósar- sýsla og Borgarfjarðarsýsla. Töldu þessi 6 kjörd. 10,372 kjós. 1923 og sendu 9 menn á þing.— Rvík taldi 8889 kjósendur og sendi 4 menn á þing. í Vesturamts-kjördæminu yrðu: Mýrasýsla, Snæfellsnessýsla, Dalasýsla, Barðastrandasýsla, Vest- ur- og Norður-ísafjarðarsýsla, ísa- fjörður og Strandasýsla. Þessi 8 kjördæmi höfðu 9119 kjósendur 1923 og kusu 8 þingmenn. . Maður gæti hugsað sér, að þing- mannafjöldi nýju kjördæmanna kæmi til að verða, miðað við framan- greindar kjósendatölur, þessi: Norðuramtið: 8 þm. Austuramtið: 5 — Suðuramtið: 8 — Vesturamtið: 7 — Reykjavík: 6 — Alls: 34 þm. Þingmennirnir eru hér 2 færri en nú eru kjördæmakosnir, — ætti að kjósa þessa tvo þm. með öðrum hætti, þannig að þeir féllu í hlut þeirra flokka eða þess flokks, sem að heildartölur allra kjördæmanna samanlagðar sýndu, að hefðu ekki náð réttum hlutföllum við atkvæða- magn sitt. Væri þetta það, sem Danskurinn kallar »TiIlæggsmandat« og mætti kalla uppbóta- eða við- aukaþingmenn. í þessu sambandi er ekki ófróð- legt að aðgæta hlutföll flokkanna við síðustu kosningar. »Borgaraflokk- urinn« svokallaði (kosningabandalag Sjálfstæðismanna og Sparnaðar- bandalagsins) fékk 18108 atkvæði og' 21 þingmann kosinn. Fram- sóknarflokkurinn 8953 og 13 þrn., en Alþýðuflokkurinn 4912 atkv. og 1 þm. og utanfl. 1115 atkv. og 1 þm. Ef um rétt hlutföll hefði verið að ræða, hefði »BorgarafIokkurinn« átt að hafa 20 þingmenn, Fram- sóknarflokkurinn 10 þingmenn og Alþýðuf lokkurinn 5 þing- menn. »Uppbóta-þingmennirnir« hefðu vissulega orðið hans hlut- skifti, ef þeirra hefði verið völ. Allir flokkar ættu að geta orðið sammála um, að styðja að því, að AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags og þriðjudagskv. kl. 9: OfFURÁN 6 þátta kvikmynd, mikilfengleg og viðburðarík. Aðalhlutv. leikur RUDOLPH VALENTINO. Midvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Ástfanginn í eina viku. Kvikmynd í 7 þáttum. — Oamla sagan, sem altaf er ný, er sýnd hér í áhrifamiklum leik. ¦ I koma kjördæmaskipulaginu og kosningafyrirkomulaginu í réttlátara horf en nú á sér stað^ Og með því að afnema smáu kjördæmin og hafa þau í þess stað fá og stór, eins og að framan er bent á, yrði sá ávinningur ekki síztur, að hreppa- pólitíkin mundi að mestu leyti hverfa úr þinginu, en hún hefir gert þjóðinni ómetanlegt tjón nú um langan aldur. Hagsmunir heildar- innar og Iandsins alls kæmu þá fyrst til að sitja í fyrirrúmi, er þing- menn teldu það ekki lengur helztu skyldu sýna að einblína á óskir og hagsmuni fárra kjósenda og nokkurra hreppa, bjóðandi hrossa- kaup á hrossakaup ofan, til þess að fá þeim framgengt. En sem sagt, hér er starf fyrir milliþinganefnd, skipaða færum og góðum mönnum, og hana þarf að skipa á næsta þingi. Löggæzla. Hér á árunum taldi Tíminn það nauðsynlegt að komið yrði á fót einbeittri og öflugri opinberri lög- reglu í landinu, svo að trygging fengist fyrir því, að yfirvöldin gætu framkvæmt lög landsins og ráðstaf- anir stjórnarinnar. — Blaðið Dagur var á sömu skoðun. Bannmenn heimtuðu aukna lög- reglu, til þess að hægt væri að hafa eftirlit með bannlögunum, og sjá um að þeim yrði framfylgt. Um alllangan tíma var þessum kröfum ekkert sint; ríkisstjórnin sá í þann kostnað, sem aukinn lög- gæzla hefði í för með sér. En svo skeður það á síðasta þingi, að núverandi ríkisstjórn sinn- ir þessum kröfum, og leggur frum- varp sitt um varalögreglu fyrir þing- ið. Var tilgangurinn með því að tryggja kaupstöðum landsins hæfi- Iegt lögreglueftirlit og lagavernd, með sem minstum tilkostnaði fyrir ríkið og almenning. Hveijar viðtökur að frumvarpið fékk hjá Tímanum og Degi og Alþýðuflokksblöðunum — sem öll telja sig bann-blöð — er í fersku minni; mun aldrei heiftúðugri og ósæmilegri bardagi hafa verið háð- ur gegn nokkru máli og þessi blöð og flokksmenn þeirra á þingi háðu gegn 'varalögreglunni. — Og þó voru það þeirra kröfur og þeirra óskir, sem frumvarpið fól í sér. Og frumvarpið sofnaði í neðri deild. En ekki er þinginu fyr slitið en sum þessi andstöðublöð varalög- reglunnar hefja kröfur sínar á nýjan leik um aukna lögreglu, og ein- staka, eins og t. d. Verkamaðurinn, sem einna mest hamaðist gegn vara- lögreglunni, endurtekur þær kröfur hvað eftir annað — í nafni bann- manna, — bannlögin geta ekki kom- ið að notum nema með aukinni löggæzlu. Nú vill íslendingur beina þeirri spurningu til Verkamannsins og annara andstæðinga varalögreglu- frumvarpsins, sem sífelt er að krefj- ast aukinnar löggæzlu — nema þeg- ar hún stendur til boða — hvernig vilja þeir að þessari auknu löggæzlu sé háttað, hver á að borga henni og hverjir eiga að stjórna henni? Láti þeir það uppi skýrt og ótví- rætt, svo að alþjóð sjái, hvað fyrir þeim vakir — og geti gert upp á milli þeirrar »lögreglu«, sem þeir vilja að stofnuð sé, og varalög- reglu stjórnarinnar. co Kolasalan. Verkamaðurinn síðasti flytur lesend- um sínum þau gleðitíðindi, að kanp- félögin eigi bráðlega von á kolafarmi og að kolin verði seld á 55 krónur smálestin á bryggju, og sje það 15 kr. lægra, en bæjarbúar alment hafi orðið að greiða fyrir smálest af kol- um í sumar. ísl. getur frætt Verka- manninn um það, að þetta er ekki rétt með farið hjá honum. — Ragnar Ól- afsson hefir t. d. selt húskol síðan í júní byrjun í sumar fyrir 60 kr. smá- lestina, og voru þó þau kol keypt inn á þeim tíma, er kol voru í hærra verði en þau eru nú. Vegna hækkunar krónunnar cr kolaverðið á Englandi og Skotlandi okkur mun hagstæðara nú en það var í vor eða fyrrihluta sumars og verður því ekkj séð, að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.