Íslendingur


Íslendingur - 30.10.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.10.1925, Blaðsíða 1
 Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 30. október 1925. 46. tolubl. Gengismálið. Gengismálið er mál málannasem stendur. í ágúsflok þurftum vér að borga hvert sterlingspund með kr. 26.00; nú í lok októbermánaðar borgum vér fyrir það kr. 22.30. Er þetta mjög hröð hækkun á jafn skömmum tíma og er það álit margra, að ís- lenzka krónan geti innan skamms komist upp í gullgildi, sé henni lof- að að leika lausum hala. Pessi hækkun krónunnar er eðli- leg afleiðing af vaxandi velmegun bæði ríkis og einstaklinga, og eftir velti-árið í fyrra hefði engum átt að geta komið það á óvart, að svona myndi fara. ~ Og er þetta ekki einnig þjóðarheildinni fyrir beztu? Pað er álitamál. Þrennskonar skoðanir hafa gert sig gildandi í gengismálinu. Er hin fyrsta sú, að það sé eðlilegast og sjálfsagðast að unnið sé að því, að krónan hækki sem örast og að eng- ar hömlur séu lagðar á hana. Önn- ur er sú, að heilbrigðast sé, að hækkun krónunnar sé hægfara og að það taki að minsta kosti 1 til 2 ár að koma henni í gullgildi, og sú þriðja er stýfing krónunnar, þ. e. að lækka gildi hennar með Iðgum; -— ákveða henni nýtt gildi t. d. 75 aura. Frá sjónarmiði íslendings er hæg- fara gengishækkun þjóðinni fyrir beztu. Ör hækkun getur ollað at- vinnurekendum svo þungum búsifj- um, að þeir fái ekki undir risið, einkum og sérstaklega ef þeir hafa tekið mikið fé að láni á lággengis- tímunum og verða þarafleiðandi að endurgreiða það hærra verði en þeir fengu það. Eru það útgerðarmenn vorir, sem öra hækkunin kemur harðast niður á, en með góðri af- komu í ár, er útlit fyrir, að þeim takist að koma fjárhagsmálum sín- um í það horf, að þeim sé borgið, séu ekki þau hlaup látin koma í hækkun krónunnar, að hún nái gullgildi á fáum vikum, — en geng- isnefndinni ætti að vera treystandi til að svo yrði ekki. Bændurnir hafa miklu minni ástæðu til þess að óttastöra hækkun krónunnar. Eftir því sem hin svokölluðu »bænda- blöð« hafa staðhæft oft og mörg- um sinnum, þá eru skuldir bænda yfirleitt litlar, pg í haust hafa þeir haft ágætan markað fyrir afurðir sínar og árgæzkan leikið við þá sum- arið út. Búhöldunum íslenzku er hækkun krónunnar hagnaður. Leiðtogar verkalýðsins vilja, að krónan hækki sem örast. En eru þeir nú vissir um, að það 'sé verka- lýðnum beinlínis í hag. Þeim ætti þó einnig að vera Ijóst, að með hækkun krónunnar og þarafleiðandi lækkandi vöruverði, hlýtur einnig að leiða, að kaupgjaldið —- verðið á vöru verkamannsins: vinnunni — lækkar. Og ekki batnar hagur verkamanna, ef hin öra hækkun lam- ar svo atvinnurekendurna, að þeir verða að leggja árar í bát; því hvað stoðar verkamanninn hátt gengi krónunnar, ef hann hefir enga eða stopula atvinnu? Það sem gengisnefndinni ber að gera, er að vaka yfir því, að krónan hækki smátt og smátt; að sú hækk- un sé örugg, svo ekki þurfi að ótt- ast sveiflur á genginu; krónan ým- ist að hækka eða lækka. Ekkert getur verið skaðlegra en hátt stökk upp á við og svo ámóta fall. Gerir það viðskifta- og atvinnulífið ótrygt og óstöðugt. Náum vér gullgildi krónunnar innan tveggja ára megum við vel við una, og þá er fyllri trygg- ing fyrir því, að atvinnuvegir vorir séu úr hættu. En jafnvel hættuspilið, sem hin öra hækkun krónunnar er, ber frem- ur að kjósa en stýfinguna. Hún yiði íslenzku þjóðinni að þeim álitshnekki erlendis, að vér biðum þess seint eða aldrei bætur, og svo væri hún hrópandi óréttlæti gagnvart þeim, sem sparifé eiga frá eldri tíð og eiga kröfu til þess að fá höfuðstól sinn endurgreiddan með sama pen- ingagildi og þá var. Stýfing krón- unnar væri sama og að ræna þessa menn hluta af sparifé þeirra. Hugs- um okkur bóndann, sem með atorku og dugnaði hefir tekist að spara saman, eftir margra ára erfiði, nokkr- ar þúsund krónur. Það á með laga- boði að taka frá honum fjórðung sparifjárins. — Daglaunamaðurinn, sem með súrum sveita hefir tekist að spara saman nokkur hundruð og látið í banka, hann verður fyrir sömu búsifjunum. Getur nokkur æru- kær maður, sem hugsar um þetta, mælt slíku bót eða re'ttlætt það? Það virðist ósennilegt, eins og til- hagar hér á landi. Pau ríki, sem gripið hafa til þess óyndisúrræðis, að stýfa gjaldeyrir sinn, hafa öll verið komin að gjald- þroti, og var gripið til stýfingarinn- ar Iíkt og nauðasamnings til þess að komast hjá því og bjarga ein- hverju. En að ríki, sem hefir til- tölulega háan gjaldeyri, fari að stýfa hann og þá einmitt þegar hann er í uppgangi, hefir aldrei heyrst. Pað væri líkt og maður, sem ætti nægi- legt rekstursfé til þess að reka fyrir- tæki sitt, en seldi, þrátt fyrir það, bú sitt til gjaldþrotaskifta, vegna þess að hann sæi möguleika á því að draga mest-aila fjármuni sína und- an, en láta skuldirnar falla. Hann græddi vitanlega á þessu, en athæfi hans væri sviksamlegt. »Og þannig fer engin heiðarleg þj'dð að ráði sínu.« Hroðalegar aðfarir. Símað er frá Tanger, að uppreist- arforinginn Abd-el-Krim hafi grunað utanríkismálaráðherra sinn um föð- urlandssvik. Lét hann binda hann og setja fyrir opinn fallbyssukjaft og skjóta á hann, svo líkami hans tvístraðist í smá-agnir. AKUREVRAR BIO Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9: 3 3 3 3 3 Kvikmynd í 6 þáttum, sérlega tilkomumikil. Leikin af beztu kvikmyndaleikendum Svía. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Heiðingjatelpan 6 þátta kvikmynd, tekin af D. W. Griffíth. Aðalhlutverkin leika: Richard Barthelmess, Clarine Seymour og Creighton Hale. Þessi mynd er tekin á Suðurhafseyjum, þar sem útverðir kristninnar og hinnar vestrænu menningar lifa meðal villi- manna. Magnús og Héðinn gerast heildsalar. Nýlega hafa 5 menn í Reykjavík stofnað hlutafélag, til að reka heild- sölu með allskonar tóbaksvörur, og hefst sala þessi eftir áramótin, er tóbakseinkasala ríkisins hættir. Menn- irnir sem stofna heildsölu þessa eru: Magnás /. Kristjánsson for- stjóri Landsverzlunar, Héðinn Valde- marsson skrifstofustjóri hennar, Sig- urður Kristinsspn forstjóri S. I. S., Richard Torfason bókari Lansbank- ans og Hjalti Jónsson framkvæmda- stjóri h/f. Kol og Salt. Höfuðstóll þessa nýja hlutafélags er 100.000 krónur. í bréfi, sem þetta nýja heildsölu- félag hefir sent verzlunum út um landið, segist það hafa ágæt sam- bönd og telur upp því til sönnunar um 30 tóbaksverksmiðjur, sem það kveðst hafa sambönd við — og einkaumboð fyrir flestar þeirra. En þessar verksmiðjur sem taldar eru upp, eru einmitt þær, sem Lands- verzlun hefir skift við áður. Hið nýja félag hefir, ef bréfið segir satt og rétt frá, náð undir sig flestum eða öllum þeim samböndum, sem Landsverzlun hefir haft til þessa. Peir Magnús og Héðinn hafa því ekki legið á liði sínu. Húsakynni Tóbakseinkasölunnar verða eftir 2. jan. h. k. heimkynni hins nýja heildsölufélags. Og þó að Héðinn Valdemarsson sé háttlaun- aður í þjónustu Landsverzlunar til áramótaað minsta kosti, aftrar það honum ekki frá því að semja við menn um »framtíðarviðskifíi« fram að þeim tíma. Aðstaða þeirra Magnúsar og Héð- ins var góð — og alt bendir til — að þeir hafi kunnað að færa sér hana í nyt. Peir gerast nú heild- salar upp úr nýárinu og forstjori Sambands ísl. samvinnufélaga gerir þeim félagsskap, — núverandi starfa sínum mun hann þó ætla að halda jafnframt. Eftir áramótin verður það — hr. heildsali Magnús ]. Kristjánsson og hr. heildsali Héðinn Valdemarsson. Er það ekki dásamlegt! 03 ísl. hafði búist við því, er hann gerði kjördæmaskipunina aö um- ræðuefni, að allflestir myndu geta orðið honum sammála um, að hún væri óréttlát, eins og henni er nú fyrir komið, og að skipa bæri milli- þinganefnd til þess að íhuga þetta stórmál og gera tillögu um lausn þess. Að. sá blaðstjóri væri uppi á meðai vor, sem væri ánægður með núverandi kjördæmaskipun og teldi jafnvel ranglátt og skaðlegtað breyta henni, hefði ísl. svarið fyrir. En þetta er nú komið á daginn, og er ritstjóri Dags maðurinn. Hann er byrjaður á grein, —• að Iíkindum langri grein — til þess að færa sönnur á, að sjálfsagt sé að halda dauðahaldi í núverandi kjör- dæmaskipulag. En áður en hann heldur lengra áfram, vill ísl. Ieggja fyrir hann þessar spurningar: Finst honum það réttlátt að Norð- urmúlasýsla* og Seyðisfjörður, er til samans hafa um 1750 kjósendur, sendi 3 menn á þing, þegar að Suð- ur-Pingeyjarsýsla með rúmlega 1900 kjósendur kýs aðeins 1 þingmann? Finst honum það réttlát hlutföll, að Norður-Múlasýsla með 13ö0kjós- endur hafi sömu fulltrúatölu á Al- þingi og Gullbringu- og Kjósarsýsla, sem hafa 3000 kjósendur? Finst honum það sanngjarnt, að 10 kjördæmi með um 9000 kjósend- ur sendi 12 menn á þing, þegar Reykjavík með sama kjósendafjölda kýs 4 þingmenn? Finst honum réttlátt, að stjórn- málaflokkur, sem fær tæp 9000 atkv. á öllu landinu, fái 13 þingmenn kosna, » þegar flokkur, sem fær rúm 4900atkv., ,B" kemur aðeins 1 þingmanni að? ^1'

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.