Íslendingur


Íslendingur - 04.12.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 04.12.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 VI. Lárus Slgurbjörnsson. OVER PASSET og andre Fortællinger. —- Khöfn 1925. Hér bætist ennþá einn í hóp þeirra ísl. rithöfunda, er skrifa á dönsku. Er hér um smásagnasafn að ræða, rúmar 140 bls. að stærð. Höfundur- inn er ungur námsmaður á Hafnarhá- skóla, sonur Sigurbjörns A Gíslason- ar cand. theol. í Reykjavík. Yfir sögunum, þær eru 8 talsins, er alvörublær. Pær eru Iipurt skrifað- ar og sýna höf. sem efnilegt smásagna- skáld. Höf. virðist sérstaklega hafa augun opin fyrir skuggahliðum mann- lífsins, og átakanlegar eru sumar mynd- irnar, sem hann dregur upp, en þó ekki öfgakendar, Af sögum bókarinnar, verður auk aðalsögunnar, »Over pas- set«, sagan af Stínu þvottakonu (Stina Vaskerkone) manni minnisstæðust. Bókin er þess verð, að vera keypt og lesin.' Úr heimahögum. Mislingar hafa stungið sér niður á nokkr- um stöðum í bænum. Akureyrar-Bió byrjar kvöldsýningar sín- ar héreftir kl. 8'f, í stað kl. 9. Póstpoki með ábyrgðarpósti, er átti að fara til Reykjavíkur frá Húsavík með e.s. „Esju“, hvarf úr skipinu. Varð alt í uppnámi út af þessuogtalið víst, að póst- pokanum hafi verið stolið. Rannsókn í Reykjavik reyndist árangurslaus. En þá koma fréttir frá Þórshöfn, að pokinn sé þar. Kom þá upp úr kafinu, að hann hafði verið merktur til Raufarhafnar í stað Reykjavíkur, og síðan látinn i Iand á Pórs- höfn. Og „Esja“ hefir sinn eigin póst- meistara. Hjúkrunarkona. Þeir bæjarbúar, sem óska að fá hjúkrunarkonu Rauðakrossins, eru beðnir að snúa sér til frú Kristínar Matthíasson eða frú Laufeyjar Pálsdóttur. Skcmtun gamalmennahælisnefndarinnar á þriðjudaginn var þótti sérlega góð, og mun sjóðurinn hafa fengið allgóðar tekjur af henni. O. C. Thorarenscn lyfsali hefir legið veikur í nokkrar vikur. Tók hann sér ásamt frú sinni far fil útlanda með „Goða- foss“. Friðjón Iæknir Jensson fór utan með þeim hjónum. Látin er nýlega í Reykjavík frú Áslaug Blöndahl, kona Sigfúsar alræðismanns Blöndahls. Frú Áslaug var gáfuð kona og vel mentuð, og átti mjög miklum vin- sældum að fagna. Kinnarhvolssystur verða leiknar næstk. laugardags- og sunnudagskvöld. AF sérstöhum ástœðum verð eg að sigla mcð »GoðaJoss«, en kem heitn aftur með fyrsta skipi í jatutar. Friðjón Jensson. Aldrei haft jafnfjölbreytt úrval af allskonar skófatnaði handa konum, körlum og börnum. Sérstaklega skal bent á mjög fallega kven-inniskó \ ýmsum litum ogöllum stærðum sem hentuga Jólagjöf. Fólk gerir áreiðanlega bezt í að kaujia Jólaskóna hjá M. H. Lyngdal. t Húsfreyja Guðrón Margrét Jónsdóttir Hrisey (Kona Björns Jorundssonar.) Faadd 19. nóv. 1859 — Dáin 30. aprll 1995, VEGNA reikningsskila verður öllum sparisjóð- um lokað frá 10. des. til 3ja janúar n. k. Inneigendur eru því vinsamlega beðnir að taka út það, sem þeir þurfa til jólanna, fyrir þennan tíma. Útbú Landsbankans. Blaktir fáni hálft að húni, hljótt er í mætum óðalssölum. Mverju sætir þessi þögli? Því er dögg á kinnum fölum? Spyr hinn glöggi gestkomandi. Greiða svarið ekki er vandi. Burt er að flytja síðasta sinni sú, er langa æfi prýddi frægan garð mcð elju og orku auðnu jók og sóma skrýddi heimilið bæði innra og ytra, afbragðskonan göfga og vitra. Þvi er stunduni þannig varið, þó að megi undrun valda, að konustarf i örhljóði’ unnið ekki er metið hátt til gjalda. Þó er ekkert þessu dýrra, það er hverju gulli skírra. Pegar falla styrkar stoðir stóruni þyngjast byrðir hinna, sem að áðúr urðu léttar. — Önnin kallar, mörgu að sinna. Helft er af bóndans hjarta skorin, þá húsfreyjan er til grafar borin. Trygglynd, föst í orði og iðju, ætla eg mála sannast vera; samhent þínum æskuástvin yndis njóta og sorgir bera. Ástgjöf tel eg Alválds ríka átt hafa konu og móðir slíka. Heilladisin ennþá ertu allra þinna jafnt og áður. Horfin! Nei. Þinn andi er aðeins engum jarðarfjötrum háður. Hann breiðir kærleiksblæju sína blítt og rótt um vini þína. Hjartfólgna þökk fyrir alla ástúð þína um liðna daga, sanna heiðurskona. Hver einasta minning eins og perlur skína. Hjartfólgna þökk frá heimili og grönnum, hugljúfar Vveðjur allra vina þinna flytur mitt ljóð af heilum huga og sönnum. P. H. Úr ýtnsum áttum. Ný yngingaraðferð hjá Steinach. Símað er frá Vínarborg, að prófess- or Steinach hafi á fundi í vísindafé- lagi lagt fiattj greinargerð fyrir nýrri aðferð til þess að sprauta »ekstrakt« í kynskirtla ófrjórra dýra, sem haíí þau áhrif, að þau verði aftur ftjóvg- unarfær (forpfantningsdygtig). Er talið ekki ósennilegt, að hægt verði síðar meir að yngja upp konur með þessari aðferð. Stórþjóínaðir í Noregi. Símað er frá Osló, að stórþjófnaður hafi verið framinn og stolið brennivíni og öðrum vínbirgðum ríkisins í borg- inni. Þúsundir af flöskum hafa verið teknar. Hinir grunuðu hafa verið hand- teknir. Sínað er frá Bergen, að Schei út- gerðarmaður hafi stoiið hálfri miljón af félagi sínu. Strauingar tek eg að mér. Seltna Friðbjörnsdóttir Spítalaveg 15. Mótorbátur til sölu. Mótorbáturinn »Ingvi* er til söiu méð veiðarfærum og öilu tilheyrandi. Borgunarskilmálar góðir. Lágt verð. Anton Jónsson. sem enn hafa ekki gert skil á viðskift- ^ um sínum, eru vinsamlegast ámintir um að gera skil, helst fyrir 15. þ. m., og að sjálfsögðu í síðasta lagi fyrir 31, þessa mánaðar. H/f. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir. Einar Gunnarsson. Ógoldin bmnabótagjöld. af húseignum á Akureyri: tii Brunabótafélags íslands, fyrir vátryggingar- árið 1924—'25 verða samkvæmt úrskurði tekin lögtaki, ef þau verða eigi greidd innan 8. þessa mánaðar. Skrifstofa Eyjafjarðarsýsiu og Akureyrar 2. desember 1925. Steingrímur Jónsson. i ftasyfe. .(tfSiCtí&k jsts&s&iiL Fjölbreytt! i JÓLATRESSKRAUll nýkomið í f nýja Sölutarninn. I Gardinu- og portera-stengur giltar og brúnar fást hjá Hjalta Sigurðssyni. TVISTDÚKAR sérlega ódýrir í BRAUNS VERZLUN. Páll Sigurgelrsson. Fyrir jólin hefi eg mikið af allskonar höttum, barna, unglinga, og kvenna. Verðið við allra hæfi. Barnahattar kosta frá 6.50 og unglinga frá kr. 12.50, Failegur hattur er bezta jólagjöfin. Virðingarfyist Sigríður Kristjánsdóttir, G r a m ni o f o n a r n i r góðu og ódýru eru nú komnir. Einnig úrval af plötum og náium fyrir jólin. Freymóðnr Jóhannsson, málari. Grænmeti vafalaust ódýrast í bænum. Hvítkálshöfuð 0,60, 0,80, 1,00 Rauðrófur 0,60 kg. Guirætur 0,60 kg. Hvítrófur 0,30 kg. Agurkur sultraðar 0,35 stk. Epli fyrirtaks góð innpökkuð 0,20 stk. Do. ágæt amerísk 1,80 kg. Ágæt dönsk jarðepli. Súkkulaði át og suðu. Margar tegundir sælgæti. Alt með bezta verði fæst í Schiöths verziun. Frá í dag lækka aliar sóln- ingar frá verkstæði mínu um 1 krónu. Ágúst Sigvaldason. Ford-vörubíll nýlegur er til sölu. Upplýsingar gefur Jón Guðlaugsson. bæjargjaldkeri. Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 22,15 Doilar .... - 4,58 Svensk króna . . — 122,46 Norsk któna . . — 93,30 Dönsk króna , . — 113,71

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.